Au pair – "jafnfætis“? Karen J. Klint (Danmörku), Sonja Mandt (Noregi), Christer Adelsbo (Svíþjóð) og Christian Beijar (Álandi) og Eeva-Johanna Eloranta (Finnlandi) skrifa 15. ágúst 2014 13:00 Mansal, misnotkun á ódýru vinnuafli og kynferðisleg áreitni. Norðurlöndin verða að vinna saman til að bjarga Au pair-kerfinu. Upprunalegi tilgangurinn með Au pair-kerfinu voru menningarsamskipti. Að ungt fólk fengi tækifæri til að halda út í hinn stóra heim til að vinna í stuttan tíma. Yfirleitt við að gæta barna eða sjá um heimilisstörf. Þannig gæti viðkomandi lært nýtt tungumál og kynnst nýrri menningu og hið sama gæti átt við móttökufjölskylduna. Au pair er franska og þýðir „jafnfætis“ eða „jöfn“. Með öðrum orðum þá er þeim sem ræður sig sem au pair og þeim sem ræður viðkomandi ætlað að mætast á jafnréttisgrundvelli til að vinna saman, deila reynslu sinni og ekki síst njóta ánægjulegra og lærdómsríkra samskipta þvert á menningarheima. Nú um stundir eru þess fjölmörg dæmi að konur frá fátækum heimshlutum yfirgefa fjölskyldur sínar og heimalönd til að vinna í láglaunastörfum á Vesturlöndum, meðal annars við að gæta bús og barna. Þessar konur hafna í sérstaklega viðkvæmri stöðu, þegar þær ráða sig sem au pair í ókunnu landi, þúsundir kílómetra frá heimalandi sínu og fjölskyldu. Þær hafa ekkert tengslanet, kunna ekki tungumálið, þekkja ekki lög og siði samfélagsins og eru í raun og veru algerlega upp á náð og miskunn móttökufjölskyldunnar komnar.Góðu reynslusögurnar færri Rétt er að undirstrika að auðvitað upplifa ekki allar konur sem ráða sig sem au pair illa meðferð eða misnotkun. Sem betur fer eru einnig til góðar reynslusögur. En á Norðurlöndunum bendir ýmislegt til að góðu reynslusögurnar af au pair-ráðningum verði færri og færri með hverju árinu. Upprunalega forsendan um jafnstöðu, eðlilegt vinnu- og launasamband og uppfræðslu á menningarheimum hvort annars hefur í dag vikið fyrir misnotkun á ódýru vinnuafli, kynferðislegri áreitni og móttökufjölskyldum sem reyna að misnota Au pair-kerfið eins og mögulegt er. „Jafnfætis“ hefur breyst í herra- og þrælasamband. Einföld leit á Google með „au pair“ og „seksuel undnyttelse“ sýnir svo ekki verður um villst, að við þurfum skýrari lög og samræmdar reglur á Norðurlöndunum um Au pair-kerfið til að tryggja stöðu þeirra sem þar starfa. Hvert tilfellið á fætur öðru birtist okkur þar sem ungum au pair-stúlkum er nauðgað eða þær misnotaðar kynferðislega af „karlinum á heimilinu“.Leita ekki til lögreglu Á síðustu árum hefur au pair-stúlkum, sem venjulega vinna hjá barnafjölskyldum, fjölgað gríðarlega á Norðurlöndunum. Í allt of mörgum tilfellum eru launin afar lág og vinnuskilyrðin ekki í samræmi við reglur viðkomandi lands. Au pair-stúlkurnar lenda í því að þurfa að vinna mun fleiri tíma en samningur þeirra segir til um og réttindi þeirra eru ekki virt af móttökufjölskyldunni. Sama mynstur á sér stað á öllum Norðurlöndunum og verður sífellt algengara. Í Au pair-miðstöð Norsk Folkhjelp í Noregi fjölgar til að mynda stöðugt þeim au pair-stúlkum sem leita eftir hjálp og ráðgjöf. Yfirleitt snúast málin um vanefndir á vinnusamningum eða kynferðislega misnotkun. Í miðstöðinni verða menn varir við að au pair-stúlkurnar þora ekki að leita til lögreglunnar eða réttra yfirvalda, m.a. af ótta við brottvísun úr landinu.Til bjargar Au pair-kerfinu Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vilja ekki og munu ekki sætta sig við að einstaklingar sem koma frá fátækum löndum og úr erfiðum aðstæðum verði misnotaðir með þessum hætti. Við eigum ekki að láta það viðgangast að það finnist móttökufjölskyldur sem leita allra leiða til að misnota Au pair-kerfið til eigin hagsbóta. Að au pair-stúlkur séu látnar vinna meira en þær fá greitt fyrir og að þær í verstu tilfellum séu misnotaðar kynferðislega. Að „jafnfætis“ og „menningarsamskiptum“ verði árið 2014 breytt í mansal og skipulagða glæpastarfsemi. Nú skulum við á Norðurlöndunum gera það sem við erum þekkt fyrir og sem við erum góð í; að vinna saman og vera fánaberar fyrir góð, heilbrigð og nytsamleg verkefni sem gagnast öllum. Í því skyni höfum við lagt fram tillögu um að Norðurlöndin bregðist þegar við og taki höndum saman um að bjarga Au pair-kerfinu. Þannig tryggjum við að þar geti enginn misnotað veika stöðu annars – hvorki efnahagslega, andlega né kynferðislega. Þannig að við mætumst öll á jafnræðisgrunni – jafnfætis! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Mansal, misnotkun á ódýru vinnuafli og kynferðisleg áreitni. Norðurlöndin verða að vinna saman til að bjarga Au pair-kerfinu. Upprunalegi tilgangurinn með Au pair-kerfinu voru menningarsamskipti. Að ungt fólk fengi tækifæri til að halda út í hinn stóra heim til að vinna í stuttan tíma. Yfirleitt við að gæta barna eða sjá um heimilisstörf. Þannig gæti viðkomandi lært nýtt tungumál og kynnst nýrri menningu og hið sama gæti átt við móttökufjölskylduna. Au pair er franska og þýðir „jafnfætis“ eða „jöfn“. Með öðrum orðum þá er þeim sem ræður sig sem au pair og þeim sem ræður viðkomandi ætlað að mætast á jafnréttisgrundvelli til að vinna saman, deila reynslu sinni og ekki síst njóta ánægjulegra og lærdómsríkra samskipta þvert á menningarheima. Nú um stundir eru þess fjölmörg dæmi að konur frá fátækum heimshlutum yfirgefa fjölskyldur sínar og heimalönd til að vinna í láglaunastörfum á Vesturlöndum, meðal annars við að gæta bús og barna. Þessar konur hafna í sérstaklega viðkvæmri stöðu, þegar þær ráða sig sem au pair í ókunnu landi, þúsundir kílómetra frá heimalandi sínu og fjölskyldu. Þær hafa ekkert tengslanet, kunna ekki tungumálið, þekkja ekki lög og siði samfélagsins og eru í raun og veru algerlega upp á náð og miskunn móttökufjölskyldunnar komnar.Góðu reynslusögurnar færri Rétt er að undirstrika að auðvitað upplifa ekki allar konur sem ráða sig sem au pair illa meðferð eða misnotkun. Sem betur fer eru einnig til góðar reynslusögur. En á Norðurlöndunum bendir ýmislegt til að góðu reynslusögurnar af au pair-ráðningum verði færri og færri með hverju árinu. Upprunalega forsendan um jafnstöðu, eðlilegt vinnu- og launasamband og uppfræðslu á menningarheimum hvort annars hefur í dag vikið fyrir misnotkun á ódýru vinnuafli, kynferðislegri áreitni og móttökufjölskyldum sem reyna að misnota Au pair-kerfið eins og mögulegt er. „Jafnfætis“ hefur breyst í herra- og þrælasamband. Einföld leit á Google með „au pair“ og „seksuel undnyttelse“ sýnir svo ekki verður um villst, að við þurfum skýrari lög og samræmdar reglur á Norðurlöndunum um Au pair-kerfið til að tryggja stöðu þeirra sem þar starfa. Hvert tilfellið á fætur öðru birtist okkur þar sem ungum au pair-stúlkum er nauðgað eða þær misnotaðar kynferðislega af „karlinum á heimilinu“.Leita ekki til lögreglu Á síðustu árum hefur au pair-stúlkum, sem venjulega vinna hjá barnafjölskyldum, fjölgað gríðarlega á Norðurlöndunum. Í allt of mörgum tilfellum eru launin afar lág og vinnuskilyrðin ekki í samræmi við reglur viðkomandi lands. Au pair-stúlkurnar lenda í því að þurfa að vinna mun fleiri tíma en samningur þeirra segir til um og réttindi þeirra eru ekki virt af móttökufjölskyldunni. Sama mynstur á sér stað á öllum Norðurlöndunum og verður sífellt algengara. Í Au pair-miðstöð Norsk Folkhjelp í Noregi fjölgar til að mynda stöðugt þeim au pair-stúlkum sem leita eftir hjálp og ráðgjöf. Yfirleitt snúast málin um vanefndir á vinnusamningum eða kynferðislega misnotkun. Í miðstöðinni verða menn varir við að au pair-stúlkurnar þora ekki að leita til lögreglunnar eða réttra yfirvalda, m.a. af ótta við brottvísun úr landinu.Til bjargar Au pair-kerfinu Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vilja ekki og munu ekki sætta sig við að einstaklingar sem koma frá fátækum löndum og úr erfiðum aðstæðum verði misnotaðir með þessum hætti. Við eigum ekki að láta það viðgangast að það finnist móttökufjölskyldur sem leita allra leiða til að misnota Au pair-kerfið til eigin hagsbóta. Að au pair-stúlkur séu látnar vinna meira en þær fá greitt fyrir og að þær í verstu tilfellum séu misnotaðar kynferðislega. Að „jafnfætis“ og „menningarsamskiptum“ verði árið 2014 breytt í mansal og skipulagða glæpastarfsemi. Nú skulum við á Norðurlöndunum gera það sem við erum þekkt fyrir og sem við erum góð í; að vinna saman og vera fánaberar fyrir góð, heilbrigð og nytsamleg verkefni sem gagnast öllum. Í því skyni höfum við lagt fram tillögu um að Norðurlöndin bregðist þegar við og taki höndum saman um að bjarga Au pair-kerfinu. Þannig tryggjum við að þar geti enginn misnotað veika stöðu annars – hvorki efnahagslega, andlega né kynferðislega. Þannig að við mætumst öll á jafnræðisgrunni – jafnfætis!
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar