Breytingar á akstursþjónustu fatlaðs fólks Smári Ólafsson skrifar 31. desember 2014 07:00 Um áramótin verða umtalsverðar breytingar á akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin á svæðinu, utan Kópavogs, hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega akstursþjónustu og er Strætó falin umsýsla með rekstrinum en allur akstur verður framkvæmdur af einkaaðilum. Þannig munu allir á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa á þjónustunni að halda hafa aðgang að sömu þjónustu óháð því í hvaða sveitarfélagi þeir búa. Strætó hefur annast ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík frá árinu 2001 en fram til þessa hafa sveitarfélög skipulagt sína þjónustu sjálf.Aukinn sveigjanleiki og öryggi Markmiðið með þessum breytingum er að tryggja notendum bæði sveigjanlegri og öruggari þjónustu en áður. Til þess að vinna að því marki munu allir notendur akstursþjónustunnar nú geta pantað sér ferðir með tveggja klukkustunda fyrirvara í stað eins sólarhrings áður auk þess sem þjónustuver Strætó verður opið mun lengur en áður. Þannig verður þjónustan sveigjanlegri fyrir notendur. Einnig er notendum boðið upp á að panta ferðir eftir mætingartíma í stað komutíma. Þá verður bílafloti akstursþjónustunnar endurnýjaður í þeim tilgangi að auka enn frekar öryggi notenda.Gott samstarf mikilvægt Notendur akstursþjónustunnar eru rúmlega tvö þúsund og farnar eru milli sjö og átta þúsund ferðir í hverri viku. Akstursþjónustan er því umfangsmikil og mikilvæg þjónusta sem snertir marga. Til þess að tryggja að breytingarnar gangi vel fyrir sig leggur Strætó áherslu á að að vanda vel til verka, byggja upp traust og eiga gott samstarf við hagsmunasamtök notenda þjónustunnar. Skipaður hefur verið samráðshópur með fulltrúum frá öllum hagsmunaaðilum. Hlutverk hópsins er að fylgjast með framkvæmd þjónustunnar og fjalla um atriði sem betur mega fara. Strætó fagnar öllum ábendingum um þjónustuna, allar athugasemdir eru skráðar, teknar til skoðunar og svarað. Strætó hefur annast akstursþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík í rúman áratug með góðum árangri. Við vonumst til að sú reynsla skili sér í framtíðaruppbyggingu á þessari þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu til hagsbóta fyrir notendur hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Um áramótin verða umtalsverðar breytingar á akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin á svæðinu, utan Kópavogs, hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega akstursþjónustu og er Strætó falin umsýsla með rekstrinum en allur akstur verður framkvæmdur af einkaaðilum. Þannig munu allir á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa á þjónustunni að halda hafa aðgang að sömu þjónustu óháð því í hvaða sveitarfélagi þeir búa. Strætó hefur annast ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík frá árinu 2001 en fram til þessa hafa sveitarfélög skipulagt sína þjónustu sjálf.Aukinn sveigjanleiki og öryggi Markmiðið með þessum breytingum er að tryggja notendum bæði sveigjanlegri og öruggari þjónustu en áður. Til þess að vinna að því marki munu allir notendur akstursþjónustunnar nú geta pantað sér ferðir með tveggja klukkustunda fyrirvara í stað eins sólarhrings áður auk þess sem þjónustuver Strætó verður opið mun lengur en áður. Þannig verður þjónustan sveigjanlegri fyrir notendur. Einnig er notendum boðið upp á að panta ferðir eftir mætingartíma í stað komutíma. Þá verður bílafloti akstursþjónustunnar endurnýjaður í þeim tilgangi að auka enn frekar öryggi notenda.Gott samstarf mikilvægt Notendur akstursþjónustunnar eru rúmlega tvö þúsund og farnar eru milli sjö og átta þúsund ferðir í hverri viku. Akstursþjónustan er því umfangsmikil og mikilvæg þjónusta sem snertir marga. Til þess að tryggja að breytingarnar gangi vel fyrir sig leggur Strætó áherslu á að að vanda vel til verka, byggja upp traust og eiga gott samstarf við hagsmunasamtök notenda þjónustunnar. Skipaður hefur verið samráðshópur með fulltrúum frá öllum hagsmunaaðilum. Hlutverk hópsins er að fylgjast með framkvæmd þjónustunnar og fjalla um atriði sem betur mega fara. Strætó fagnar öllum ábendingum um þjónustuna, allar athugasemdir eru skráðar, teknar til skoðunar og svarað. Strætó hefur annast akstursþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík í rúman áratug með góðum árangri. Við vonumst til að sú reynsla skili sér í framtíðaruppbyggingu á þessari þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu til hagsbóta fyrir notendur hennar.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun