Komugjöld: Tíu góð rök Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson skrifar 29. desember 2014 10:00 Enginn efast lengur um nauðsyn þess að bregðast við auknum fjölda ferðamanna við náttúruperlur landsins. Það hefur loksins skapast nokkur sátt innan ferðaþjónustunnar um að búa þurfi til sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða. Enn er ekki komin niðurstaða í það hvernig þessi fjármögnun á að fara fram. Undanfarna 18 mánuði eða svo hefur átt sér stað mikil umræða um þetta mál, bæði innan ferðaþjónustunnar og utan hennar. Bæði kröftug umræða og mikil upplýsingaöflun. Hvort tveggja hefði betur átt sér stað ÁÐUR en stokkið var á óútfærða hugmynd um einhvers konar náttúrupassa, sem iðnaðarráðherra kaus að gera að sinni og situr nú uppi með, og glímir við almenna andstöðu og mótbyr. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) var gerð könnun á því hvernig félagsmenn teldu gjaldheimtu best komið og er þar skemmst frá að segja að náttúrupassinn fékk falleinkunn en hugmyndin um komugjöld var talin sú langbesta. Stjórn SAF kaus að fara í málamiðlun og lagði til að svokallað gistináttagjald yrði útfært öðruvísi og hækkað töluvert. Því útspili hafnaði ráðherra með framlagningu náttúrupassafrumvarpsins nú í desember. Það er mjög einkennilegt að sú leið sem flestum virðist hugnast, m.a. stórum hluta fagfólks í ferðaþjónustunni, skuli hafa verið slegin umsvifalaust út af borðinu og því jafnvel haldið fram að hún væri ekki gerleg. Eftir að öll kurl eru komin til grafar, þá kemur upp úr dúrnum að innleiðing komugjalda er vel möguleg og þau eru meira að segja lögð á án vandræða í nokkrum Evrópulöndum. Rökin gegn komugjaldinu eru fyrst og fremst tvenn. Í fyrsta lagi verða allir, óháð þjóðerni, að greiða komugjaldið. Það þýðir að Íslendingar munu einnig greiða komugjald þegar þeir koma til landsins. Hin rökin eru þau að komugjaldið myndi líka leggjast á flug innanlands. Það er rétt að hafa í huga að með komugjaldi er verið að tala um lága upphæð á hvern farþega og sama hvaða innheimtuleið mun verða farin, þá munu Íslendingar einnig þurfa að greiða það gjald sem upp verður sett. Hvað þessa tvo ókosti varðar, þá teljum við þá léttvæga, séu kostir og gallar komugjalds lagðir á vogarskálar. Svo ekki sé nú talað um aðrar innheimtuleiðir sem nefndar hafa verið til sögu. Auk þess væri ríkisvaldinu í lófa lagið að koma til móts við innanlandsflugið á öðrum sviðum sé vilji þar fyrir hendi. En hver eru helstu rökin fyrir því að taka upp komugjöld? Komugjöld eru eina innheimtuaðferðin þar sem öruggt er að það næst til allra gesta sem koma til landsins, undantekningalaust (bæði flug- og skipafarþega). Komugjöld þurfa ekki að vera há, þar sem innheimtuaðferðin er 100% skilvirk. Kostnaður við innleiðingu og innheimtu komugjalda er í lágmarki. Komugjöld munu ólíklega valda samdrætti í eftirspurn eftir Íslandsferðum, þar sem þau verða lág og innheimta þeirra fer fram á hljóðlátan hátt. Komugjöld greiðast með farmiðanum til landsins og þar með er málið afgreitt fyrir alla hlutaðeigandi. Komugjöld hafa engin áhrif á upplifun ferðamanna af landinu. Komugjöld þarfnast ekki eftirlitsiðnaðar og náttúruvarða. Komugjöld þurfa ekki nýtt skrifræðisbatterí, innheimtuleiðin er þegar opin og þarfnast lítils undirbúnings. Komugjöld eru sú innheimtuaðferð sem nýtur mests fylgis í atvinnugreininni. Með komugjöldum er ekki verið að finna upp hjólið, heldur velja leið sem aðrar þjóðir hafa notað og nota með góðum árangri. Komugjöld eru þekkt og viðtekin aðferð og engin þörf er á kynningar-, markaðs- og sölustarfi (líkt og innleiðing náttúrupassa myndi krefjast). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Sjá meira
Enginn efast lengur um nauðsyn þess að bregðast við auknum fjölda ferðamanna við náttúruperlur landsins. Það hefur loksins skapast nokkur sátt innan ferðaþjónustunnar um að búa þurfi til sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða. Enn er ekki komin niðurstaða í það hvernig þessi fjármögnun á að fara fram. Undanfarna 18 mánuði eða svo hefur átt sér stað mikil umræða um þetta mál, bæði innan ferðaþjónustunnar og utan hennar. Bæði kröftug umræða og mikil upplýsingaöflun. Hvort tveggja hefði betur átt sér stað ÁÐUR en stokkið var á óútfærða hugmynd um einhvers konar náttúrupassa, sem iðnaðarráðherra kaus að gera að sinni og situr nú uppi með, og glímir við almenna andstöðu og mótbyr. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) var gerð könnun á því hvernig félagsmenn teldu gjaldheimtu best komið og er þar skemmst frá að segja að náttúrupassinn fékk falleinkunn en hugmyndin um komugjöld var talin sú langbesta. Stjórn SAF kaus að fara í málamiðlun og lagði til að svokallað gistináttagjald yrði útfært öðruvísi og hækkað töluvert. Því útspili hafnaði ráðherra með framlagningu náttúrupassafrumvarpsins nú í desember. Það er mjög einkennilegt að sú leið sem flestum virðist hugnast, m.a. stórum hluta fagfólks í ferðaþjónustunni, skuli hafa verið slegin umsvifalaust út af borðinu og því jafnvel haldið fram að hún væri ekki gerleg. Eftir að öll kurl eru komin til grafar, þá kemur upp úr dúrnum að innleiðing komugjalda er vel möguleg og þau eru meira að segja lögð á án vandræða í nokkrum Evrópulöndum. Rökin gegn komugjaldinu eru fyrst og fremst tvenn. Í fyrsta lagi verða allir, óháð þjóðerni, að greiða komugjaldið. Það þýðir að Íslendingar munu einnig greiða komugjald þegar þeir koma til landsins. Hin rökin eru þau að komugjaldið myndi líka leggjast á flug innanlands. Það er rétt að hafa í huga að með komugjaldi er verið að tala um lága upphæð á hvern farþega og sama hvaða innheimtuleið mun verða farin, þá munu Íslendingar einnig þurfa að greiða það gjald sem upp verður sett. Hvað þessa tvo ókosti varðar, þá teljum við þá léttvæga, séu kostir og gallar komugjalds lagðir á vogarskálar. Svo ekki sé nú talað um aðrar innheimtuleiðir sem nefndar hafa verið til sögu. Auk þess væri ríkisvaldinu í lófa lagið að koma til móts við innanlandsflugið á öðrum sviðum sé vilji þar fyrir hendi. En hver eru helstu rökin fyrir því að taka upp komugjöld? Komugjöld eru eina innheimtuaðferðin þar sem öruggt er að það næst til allra gesta sem koma til landsins, undantekningalaust (bæði flug- og skipafarþega). Komugjöld þurfa ekki að vera há, þar sem innheimtuaðferðin er 100% skilvirk. Kostnaður við innleiðingu og innheimtu komugjalda er í lágmarki. Komugjöld munu ólíklega valda samdrætti í eftirspurn eftir Íslandsferðum, þar sem þau verða lág og innheimta þeirra fer fram á hljóðlátan hátt. Komugjöld greiðast með farmiðanum til landsins og þar með er málið afgreitt fyrir alla hlutaðeigandi. Komugjöld hafa engin áhrif á upplifun ferðamanna af landinu. Komugjöld þarfnast ekki eftirlitsiðnaðar og náttúruvarða. Komugjöld þurfa ekki nýtt skrifræðisbatterí, innheimtuleiðin er þegar opin og þarfnast lítils undirbúnings. Komugjöld eru sú innheimtuaðferð sem nýtur mests fylgis í atvinnugreininni. Með komugjöldum er ekki verið að finna upp hjólið, heldur velja leið sem aðrar þjóðir hafa notað og nota með góðum árangri. Komugjöld eru þekkt og viðtekin aðferð og engin þörf er á kynningar-, markaðs- og sölustarfi (líkt og innleiðing náttúrupassa myndi krefjast).
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun