MONRAD 2014 Lýður Árnason skrifar 24. desember 2014 07:00 Verkfallshrinu lækna er nýlokið, samningar ekki í sjónmáli og enn harðari aðgerðir í bígerð. Sérfræðilæknar Landspítalans eru þegar farnir að segja upp og búast má við uppsagnahrinu um áramótin. Útlitið er því ekki glæsilegt. Það sem gerir þessa kjaradeilu sérlega snúna er sú staðreynd að læknar hafa annan kost. Í hverri viku býðst mér starf í útlöndum til lengri eða skemmri tíma, laun fyrir dagvinnu þrefalt hærri og allur aðbúnaður fyrsta flokks. Slík gylliboð eru ekki ný af nálinni, þau hafa tíðkast um árabil en nú er komið los á mannskapinn og ástæðurnar tel ég þessar: 1. Þjóðin lítur á heilbrigðisþjónustu sem sjálfsagðan hlut, alltaf, alls staðar, í hæsta gæðaflokki og ókeypis. Birtingarmynd þessa er stóraukin aðsókn með aukinni eftirspurn eftir sjúkdómum og lyfjaneyslu á heimsmælikvarða. Þetta veldur ofurálagi á heilbrigðisstarfsfólk og kostnaði sem enginn gerir ráð fyrir né vill greiða. 2. Sameining heilbrigðisstofnana hefur ekki gengið sem skyldi. Einn hattur á öllu hefur leitt til miðstýringar og samþjöppunar valds, fækkað starfsstöðvum og dregið úr starfsvali heilbrigðisstétta og búsetumöguleikum. Hún hefur líka orðið þess valdandi að gripið er fyrr til dýrari meðferðarúrræða og fólkið í landinu á ekki lengur sitt athvarf heldur rekst um kerfið eftirlitslaust. 3. Íslensk stjórnvöld og margir forvígismenn heilbrigðiskerfisins, eru eins og danski forsætisráðherrann Monrad í Slésvíkurstríðinu 1864, lausir við öll raunveruleikatengsl, eru enn að bera sig saman við þjóðir sem standa okkur langtum framar og reka í ofanálag gegndarlausan áróður fyrir nýrri spítalabyggingu sem auka mun vandann. 4. Eftir bankahrunið áttu margir von á breyttu gildismati og lýðræðisumbótum. Það virðist ekki í sjónmáli og enn horfa landsmenn á kennitöluflakkara vaða uppi, auðlindaarðinn renna í vasa örfárra og Fjórflokkinn bera blak af þessu öllu saman. Ei furða þótt áhugi á samfélagslegri þátttöku sé í lágmarki og þeir sem eygja aðra kosti hugsi sinn gang. Langvarandi álag þreytir menn, líka lækna. Þeir brenna út, leita út eða deyja út. Og nú er svo komið að heill heilbrigðiskerfisins veltur á tiltölulega fámennum hópi. En það er ekki hans að bera samfélagið á herðum sér, ábyrgðin er stjórnvalda og þeirra hlutverk að þétta í raðirnar sem fyrst. Kjarabarátta lækna er í raun sterkt ákall til samfélagsins um breytt gildismat og ráðherra hefur tvo kosti. Annars vegar að semja við lækna og fá þjóðina í lið með sér, hins vegar að flytja inn lækna sem minna þurfa við. Það var gert í fiskvinnslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Verkfallshrinu lækna er nýlokið, samningar ekki í sjónmáli og enn harðari aðgerðir í bígerð. Sérfræðilæknar Landspítalans eru þegar farnir að segja upp og búast má við uppsagnahrinu um áramótin. Útlitið er því ekki glæsilegt. Það sem gerir þessa kjaradeilu sérlega snúna er sú staðreynd að læknar hafa annan kost. Í hverri viku býðst mér starf í útlöndum til lengri eða skemmri tíma, laun fyrir dagvinnu þrefalt hærri og allur aðbúnaður fyrsta flokks. Slík gylliboð eru ekki ný af nálinni, þau hafa tíðkast um árabil en nú er komið los á mannskapinn og ástæðurnar tel ég þessar: 1. Þjóðin lítur á heilbrigðisþjónustu sem sjálfsagðan hlut, alltaf, alls staðar, í hæsta gæðaflokki og ókeypis. Birtingarmynd þessa er stóraukin aðsókn með aukinni eftirspurn eftir sjúkdómum og lyfjaneyslu á heimsmælikvarða. Þetta veldur ofurálagi á heilbrigðisstarfsfólk og kostnaði sem enginn gerir ráð fyrir né vill greiða. 2. Sameining heilbrigðisstofnana hefur ekki gengið sem skyldi. Einn hattur á öllu hefur leitt til miðstýringar og samþjöppunar valds, fækkað starfsstöðvum og dregið úr starfsvali heilbrigðisstétta og búsetumöguleikum. Hún hefur líka orðið þess valdandi að gripið er fyrr til dýrari meðferðarúrræða og fólkið í landinu á ekki lengur sitt athvarf heldur rekst um kerfið eftirlitslaust. 3. Íslensk stjórnvöld og margir forvígismenn heilbrigðiskerfisins, eru eins og danski forsætisráðherrann Monrad í Slésvíkurstríðinu 1864, lausir við öll raunveruleikatengsl, eru enn að bera sig saman við þjóðir sem standa okkur langtum framar og reka í ofanálag gegndarlausan áróður fyrir nýrri spítalabyggingu sem auka mun vandann. 4. Eftir bankahrunið áttu margir von á breyttu gildismati og lýðræðisumbótum. Það virðist ekki í sjónmáli og enn horfa landsmenn á kennitöluflakkara vaða uppi, auðlindaarðinn renna í vasa örfárra og Fjórflokkinn bera blak af þessu öllu saman. Ei furða þótt áhugi á samfélagslegri þátttöku sé í lágmarki og þeir sem eygja aðra kosti hugsi sinn gang. Langvarandi álag þreytir menn, líka lækna. Þeir brenna út, leita út eða deyja út. Og nú er svo komið að heill heilbrigðiskerfisins veltur á tiltölulega fámennum hópi. En það er ekki hans að bera samfélagið á herðum sér, ábyrgðin er stjórnvalda og þeirra hlutverk að þétta í raðirnar sem fyrst. Kjarabarátta lækna er í raun sterkt ákall til samfélagsins um breytt gildismat og ráðherra hefur tvo kosti. Annars vegar að semja við lækna og fá þjóðina í lið með sér, hins vegar að flytja inn lækna sem minna þurfa við. Það var gert í fiskvinnslunni.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun