MONRAD 2014 Lýður Árnason skrifar 24. desember 2014 07:00 Verkfallshrinu lækna er nýlokið, samningar ekki í sjónmáli og enn harðari aðgerðir í bígerð. Sérfræðilæknar Landspítalans eru þegar farnir að segja upp og búast má við uppsagnahrinu um áramótin. Útlitið er því ekki glæsilegt. Það sem gerir þessa kjaradeilu sérlega snúna er sú staðreynd að læknar hafa annan kost. Í hverri viku býðst mér starf í útlöndum til lengri eða skemmri tíma, laun fyrir dagvinnu þrefalt hærri og allur aðbúnaður fyrsta flokks. Slík gylliboð eru ekki ný af nálinni, þau hafa tíðkast um árabil en nú er komið los á mannskapinn og ástæðurnar tel ég þessar: 1. Þjóðin lítur á heilbrigðisþjónustu sem sjálfsagðan hlut, alltaf, alls staðar, í hæsta gæðaflokki og ókeypis. Birtingarmynd þessa er stóraukin aðsókn með aukinni eftirspurn eftir sjúkdómum og lyfjaneyslu á heimsmælikvarða. Þetta veldur ofurálagi á heilbrigðisstarfsfólk og kostnaði sem enginn gerir ráð fyrir né vill greiða. 2. Sameining heilbrigðisstofnana hefur ekki gengið sem skyldi. Einn hattur á öllu hefur leitt til miðstýringar og samþjöppunar valds, fækkað starfsstöðvum og dregið úr starfsvali heilbrigðisstétta og búsetumöguleikum. Hún hefur líka orðið þess valdandi að gripið er fyrr til dýrari meðferðarúrræða og fólkið í landinu á ekki lengur sitt athvarf heldur rekst um kerfið eftirlitslaust. 3. Íslensk stjórnvöld og margir forvígismenn heilbrigðiskerfisins, eru eins og danski forsætisráðherrann Monrad í Slésvíkurstríðinu 1864, lausir við öll raunveruleikatengsl, eru enn að bera sig saman við þjóðir sem standa okkur langtum framar og reka í ofanálag gegndarlausan áróður fyrir nýrri spítalabyggingu sem auka mun vandann. 4. Eftir bankahrunið áttu margir von á breyttu gildismati og lýðræðisumbótum. Það virðist ekki í sjónmáli og enn horfa landsmenn á kennitöluflakkara vaða uppi, auðlindaarðinn renna í vasa örfárra og Fjórflokkinn bera blak af þessu öllu saman. Ei furða þótt áhugi á samfélagslegri þátttöku sé í lágmarki og þeir sem eygja aðra kosti hugsi sinn gang. Langvarandi álag þreytir menn, líka lækna. Þeir brenna út, leita út eða deyja út. Og nú er svo komið að heill heilbrigðiskerfisins veltur á tiltölulega fámennum hópi. En það er ekki hans að bera samfélagið á herðum sér, ábyrgðin er stjórnvalda og þeirra hlutverk að þétta í raðirnar sem fyrst. Kjarabarátta lækna er í raun sterkt ákall til samfélagsins um breytt gildismat og ráðherra hefur tvo kosti. Annars vegar að semja við lækna og fá þjóðina í lið með sér, hins vegar að flytja inn lækna sem minna þurfa við. Það var gert í fiskvinnslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Verkfallshrinu lækna er nýlokið, samningar ekki í sjónmáli og enn harðari aðgerðir í bígerð. Sérfræðilæknar Landspítalans eru þegar farnir að segja upp og búast má við uppsagnahrinu um áramótin. Útlitið er því ekki glæsilegt. Það sem gerir þessa kjaradeilu sérlega snúna er sú staðreynd að læknar hafa annan kost. Í hverri viku býðst mér starf í útlöndum til lengri eða skemmri tíma, laun fyrir dagvinnu þrefalt hærri og allur aðbúnaður fyrsta flokks. Slík gylliboð eru ekki ný af nálinni, þau hafa tíðkast um árabil en nú er komið los á mannskapinn og ástæðurnar tel ég þessar: 1. Þjóðin lítur á heilbrigðisþjónustu sem sjálfsagðan hlut, alltaf, alls staðar, í hæsta gæðaflokki og ókeypis. Birtingarmynd þessa er stóraukin aðsókn með aukinni eftirspurn eftir sjúkdómum og lyfjaneyslu á heimsmælikvarða. Þetta veldur ofurálagi á heilbrigðisstarfsfólk og kostnaði sem enginn gerir ráð fyrir né vill greiða. 2. Sameining heilbrigðisstofnana hefur ekki gengið sem skyldi. Einn hattur á öllu hefur leitt til miðstýringar og samþjöppunar valds, fækkað starfsstöðvum og dregið úr starfsvali heilbrigðisstétta og búsetumöguleikum. Hún hefur líka orðið þess valdandi að gripið er fyrr til dýrari meðferðarúrræða og fólkið í landinu á ekki lengur sitt athvarf heldur rekst um kerfið eftirlitslaust. 3. Íslensk stjórnvöld og margir forvígismenn heilbrigðiskerfisins, eru eins og danski forsætisráðherrann Monrad í Slésvíkurstríðinu 1864, lausir við öll raunveruleikatengsl, eru enn að bera sig saman við þjóðir sem standa okkur langtum framar og reka í ofanálag gegndarlausan áróður fyrir nýrri spítalabyggingu sem auka mun vandann. 4. Eftir bankahrunið áttu margir von á breyttu gildismati og lýðræðisumbótum. Það virðist ekki í sjónmáli og enn horfa landsmenn á kennitöluflakkara vaða uppi, auðlindaarðinn renna í vasa örfárra og Fjórflokkinn bera blak af þessu öllu saman. Ei furða þótt áhugi á samfélagslegri þátttöku sé í lágmarki og þeir sem eygja aðra kosti hugsi sinn gang. Langvarandi álag þreytir menn, líka lækna. Þeir brenna út, leita út eða deyja út. Og nú er svo komið að heill heilbrigðiskerfisins veltur á tiltölulega fámennum hópi. En það er ekki hans að bera samfélagið á herðum sér, ábyrgðin er stjórnvalda og þeirra hlutverk að þétta í raðirnar sem fyrst. Kjarabarátta lækna er í raun sterkt ákall til samfélagsins um breytt gildismat og ráðherra hefur tvo kosti. Annars vegar að semja við lækna og fá þjóðina í lið með sér, hins vegar að flytja inn lækna sem minna þurfa við. Það var gert í fiskvinnslunni.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun