MONRAD 2014 Lýður Árnason skrifar 24. desember 2014 07:00 Verkfallshrinu lækna er nýlokið, samningar ekki í sjónmáli og enn harðari aðgerðir í bígerð. Sérfræðilæknar Landspítalans eru þegar farnir að segja upp og búast má við uppsagnahrinu um áramótin. Útlitið er því ekki glæsilegt. Það sem gerir þessa kjaradeilu sérlega snúna er sú staðreynd að læknar hafa annan kost. Í hverri viku býðst mér starf í útlöndum til lengri eða skemmri tíma, laun fyrir dagvinnu þrefalt hærri og allur aðbúnaður fyrsta flokks. Slík gylliboð eru ekki ný af nálinni, þau hafa tíðkast um árabil en nú er komið los á mannskapinn og ástæðurnar tel ég þessar: 1. Þjóðin lítur á heilbrigðisþjónustu sem sjálfsagðan hlut, alltaf, alls staðar, í hæsta gæðaflokki og ókeypis. Birtingarmynd þessa er stóraukin aðsókn með aukinni eftirspurn eftir sjúkdómum og lyfjaneyslu á heimsmælikvarða. Þetta veldur ofurálagi á heilbrigðisstarfsfólk og kostnaði sem enginn gerir ráð fyrir né vill greiða. 2. Sameining heilbrigðisstofnana hefur ekki gengið sem skyldi. Einn hattur á öllu hefur leitt til miðstýringar og samþjöppunar valds, fækkað starfsstöðvum og dregið úr starfsvali heilbrigðisstétta og búsetumöguleikum. Hún hefur líka orðið þess valdandi að gripið er fyrr til dýrari meðferðarúrræða og fólkið í landinu á ekki lengur sitt athvarf heldur rekst um kerfið eftirlitslaust. 3. Íslensk stjórnvöld og margir forvígismenn heilbrigðiskerfisins, eru eins og danski forsætisráðherrann Monrad í Slésvíkurstríðinu 1864, lausir við öll raunveruleikatengsl, eru enn að bera sig saman við þjóðir sem standa okkur langtum framar og reka í ofanálag gegndarlausan áróður fyrir nýrri spítalabyggingu sem auka mun vandann. 4. Eftir bankahrunið áttu margir von á breyttu gildismati og lýðræðisumbótum. Það virðist ekki í sjónmáli og enn horfa landsmenn á kennitöluflakkara vaða uppi, auðlindaarðinn renna í vasa örfárra og Fjórflokkinn bera blak af þessu öllu saman. Ei furða þótt áhugi á samfélagslegri þátttöku sé í lágmarki og þeir sem eygja aðra kosti hugsi sinn gang. Langvarandi álag þreytir menn, líka lækna. Þeir brenna út, leita út eða deyja út. Og nú er svo komið að heill heilbrigðiskerfisins veltur á tiltölulega fámennum hópi. En það er ekki hans að bera samfélagið á herðum sér, ábyrgðin er stjórnvalda og þeirra hlutverk að þétta í raðirnar sem fyrst. Kjarabarátta lækna er í raun sterkt ákall til samfélagsins um breytt gildismat og ráðherra hefur tvo kosti. Annars vegar að semja við lækna og fá þjóðina í lið með sér, hins vegar að flytja inn lækna sem minna þurfa við. Það var gert í fiskvinnslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Verkfallshrinu lækna er nýlokið, samningar ekki í sjónmáli og enn harðari aðgerðir í bígerð. Sérfræðilæknar Landspítalans eru þegar farnir að segja upp og búast má við uppsagnahrinu um áramótin. Útlitið er því ekki glæsilegt. Það sem gerir þessa kjaradeilu sérlega snúna er sú staðreynd að læknar hafa annan kost. Í hverri viku býðst mér starf í útlöndum til lengri eða skemmri tíma, laun fyrir dagvinnu þrefalt hærri og allur aðbúnaður fyrsta flokks. Slík gylliboð eru ekki ný af nálinni, þau hafa tíðkast um árabil en nú er komið los á mannskapinn og ástæðurnar tel ég þessar: 1. Þjóðin lítur á heilbrigðisþjónustu sem sjálfsagðan hlut, alltaf, alls staðar, í hæsta gæðaflokki og ókeypis. Birtingarmynd þessa er stóraukin aðsókn með aukinni eftirspurn eftir sjúkdómum og lyfjaneyslu á heimsmælikvarða. Þetta veldur ofurálagi á heilbrigðisstarfsfólk og kostnaði sem enginn gerir ráð fyrir né vill greiða. 2. Sameining heilbrigðisstofnana hefur ekki gengið sem skyldi. Einn hattur á öllu hefur leitt til miðstýringar og samþjöppunar valds, fækkað starfsstöðvum og dregið úr starfsvali heilbrigðisstétta og búsetumöguleikum. Hún hefur líka orðið þess valdandi að gripið er fyrr til dýrari meðferðarúrræða og fólkið í landinu á ekki lengur sitt athvarf heldur rekst um kerfið eftirlitslaust. 3. Íslensk stjórnvöld og margir forvígismenn heilbrigðiskerfisins, eru eins og danski forsætisráðherrann Monrad í Slésvíkurstríðinu 1864, lausir við öll raunveruleikatengsl, eru enn að bera sig saman við þjóðir sem standa okkur langtum framar og reka í ofanálag gegndarlausan áróður fyrir nýrri spítalabyggingu sem auka mun vandann. 4. Eftir bankahrunið áttu margir von á breyttu gildismati og lýðræðisumbótum. Það virðist ekki í sjónmáli og enn horfa landsmenn á kennitöluflakkara vaða uppi, auðlindaarðinn renna í vasa örfárra og Fjórflokkinn bera blak af þessu öllu saman. Ei furða þótt áhugi á samfélagslegri þátttöku sé í lágmarki og þeir sem eygja aðra kosti hugsi sinn gang. Langvarandi álag þreytir menn, líka lækna. Þeir brenna út, leita út eða deyja út. Og nú er svo komið að heill heilbrigðiskerfisins veltur á tiltölulega fámennum hópi. En það er ekki hans að bera samfélagið á herðum sér, ábyrgðin er stjórnvalda og þeirra hlutverk að þétta í raðirnar sem fyrst. Kjarabarátta lækna er í raun sterkt ákall til samfélagsins um breytt gildismat og ráðherra hefur tvo kosti. Annars vegar að semja við lækna og fá þjóðina í lið með sér, hins vegar að flytja inn lækna sem minna þurfa við. Það var gert í fiskvinnslunni.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar