Jólahlaðborðið á bílnum? Einar Guðmundsson skrifar 19. desember 2014 07:00 Jólahlaðborð eru orðin stór þáttur hjá mörgum. Oft eru þau í hádeginu og því eðlilegt að skjótast á bílnum, því vinnan bíður þegar gómsætum veitingum jólahlaðborðsins hafa verið gerð góð skil. Og það er í raun allt í lagi að fara á bílnum en þá verðum við að velja réttu drykkina með matnum, hafa þá óáfenga. Það er nefnilega ekki rétt að það sé í lagi að fá sér einn léttan og aka til baka eftir jólahlaðborðið. Sumir telja að það sé í lagi þar sem áfenga drykkjarins er neytt með mat. Lögreglan er ekki að leita að áfengisáhrifunum ef þú ágæti ökumaður ert stöðvaður. Hún leitar eftir áfengismagninu í blóði. Sé áfengis neytt með mat upplifir neytandinn minni áfengisáhrif, en áfengismagnið í blóði er það sama, hvort sem matar er neytt eða ekki. Hugsanlega tekur það áfengið lengri tíma að komast út í blóðið.Lögin eru skýr Sumir telja að leyfilegt sé að hafa smá áfengismagn í blóði þar sem refsimörkin eru 0,5 prómill. En umferðarlögin eru skýr, ekki má aka eftir að hafa neytt áfengis. Lögreglan mun ekki heimila akstur þó prómillmagnið sé 0,3 eða 0,4 því það er einnig brot á umferðarlögunum. Sumir ökumenn aka undir áhrifum vegna þess að þeir telja að lögreglan nái þeim ekki og sér í lagi þar sem þeim tókst það síðast. Svo eru þeir ökumenn sem telja sig yfir umferðarlögin hafna og mega brjóta þau að vild, bæði hvað hraða og ölvun varðar. Í báðum tilfellum erum við hin sem ferðumst í umferðinni í hættu ef við mætum þeim. Þeir hugsa bara um sig og sínar þarfir. Myndu þeir leyfa sér að aka í þessu ástandi eftir þeirri götu sem barnið þeirra leikur sér við? Líklega ekki, því þá snertir það þeirra eigin hagsmuni. Hafir þú einhvern tíma ekið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna, er ekki of seint að snúa blaðinu við því nýr dagur byrjar á morgun. Það er ákvörðun okkar hvernig við hegðum okkur í umferðinni. Sýnum þá ábyrgð að aka ekki undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og gefum okkur það í jólagjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Jólahlaðborð eru orðin stór þáttur hjá mörgum. Oft eru þau í hádeginu og því eðlilegt að skjótast á bílnum, því vinnan bíður þegar gómsætum veitingum jólahlaðborðsins hafa verið gerð góð skil. Og það er í raun allt í lagi að fara á bílnum en þá verðum við að velja réttu drykkina með matnum, hafa þá óáfenga. Það er nefnilega ekki rétt að það sé í lagi að fá sér einn léttan og aka til baka eftir jólahlaðborðið. Sumir telja að það sé í lagi þar sem áfenga drykkjarins er neytt með mat. Lögreglan er ekki að leita að áfengisáhrifunum ef þú ágæti ökumaður ert stöðvaður. Hún leitar eftir áfengismagninu í blóði. Sé áfengis neytt með mat upplifir neytandinn minni áfengisáhrif, en áfengismagnið í blóði er það sama, hvort sem matar er neytt eða ekki. Hugsanlega tekur það áfengið lengri tíma að komast út í blóðið.Lögin eru skýr Sumir telja að leyfilegt sé að hafa smá áfengismagn í blóði þar sem refsimörkin eru 0,5 prómill. En umferðarlögin eru skýr, ekki má aka eftir að hafa neytt áfengis. Lögreglan mun ekki heimila akstur þó prómillmagnið sé 0,3 eða 0,4 því það er einnig brot á umferðarlögunum. Sumir ökumenn aka undir áhrifum vegna þess að þeir telja að lögreglan nái þeim ekki og sér í lagi þar sem þeim tókst það síðast. Svo eru þeir ökumenn sem telja sig yfir umferðarlögin hafna og mega brjóta þau að vild, bæði hvað hraða og ölvun varðar. Í báðum tilfellum erum við hin sem ferðumst í umferðinni í hættu ef við mætum þeim. Þeir hugsa bara um sig og sínar þarfir. Myndu þeir leyfa sér að aka í þessu ástandi eftir þeirri götu sem barnið þeirra leikur sér við? Líklega ekki, því þá snertir það þeirra eigin hagsmuni. Hafir þú einhvern tíma ekið undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna, er ekki of seint að snúa blaðinu við því nýr dagur byrjar á morgun. Það er ákvörðun okkar hvernig við hegðum okkur í umferðinni. Sýnum þá ábyrgð að aka ekki undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og gefum okkur það í jólagjöf.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar