Sameiginleg forsjá – öryggisventill fremur en forræði Heimir Hilmarsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Lögheimilisforeldri hefur nánast allt vald eða forræði um hagi barns þrátt fyrir sameiginlega forsjá. Aðeins þrjár undantekningar eru frá þessari reglu en það er þegar barn er flutt úr landi, barn er skráð í eða úr trúfélagi og ef barn er sent í fóstur frá lögheimilisforeldrinu. Þegar talað er um heimild dómara til þess að dæma sameiginlega forsjá þá er iðulega fjallað um sameiginlegar ákvarðanir foreldra og hæfni þeirra til þess að taka slíkar ákvarðanir saman. Í því sambandi er rétt að fara yfir hvaða ákvarðanir foreldrar þurfa að taka í sameiningu. Þegar lögin eru greind kemur í ljós undarleg staðreynd og í engu samræmi við þá umræðu sem hefur verið í gangi. Foreldrar skulu taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarðanir sem varða barn nema þegar um svokallaðar afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins er að ræða, segir í lögum. Þá er í greinargerð með lögunum útskýrt hvað felst í meiri háttar ákvörðunum sem varða barn og hvað felst í afgerandi ákvörðun um daglegt líf barns. Lögheimilisforeldri hefur heimild til að taka sjálft afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins án samráðs við hitt foreldrið. Afgerandi ákvarðanir eru meðal annars hvar barnið skuli eiga lögheimili innanlands, hvar barnið skuli vera í leikskóla, grunnskóla og daggæslu, um heilbrigðisþjónustu, tannlæknaþjónustu, ungbarnaeftirlit, hvers konar rannsóknir, greiningu, meðferð, lyfjagjöf og aðgerðir, reglubundið tómstundastarf s.s. tónlistarskóla, íþróttastarf og félagsstarf.Öryggisventill Umgengnisforeldri, óháð forsjá, hefur heimild til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um daglegt líf barns sem fylgja umgengninni á þeim tíma sem umgengni fer fram. Þessar nauðsynlegu ákvarðanir varða klæðaburð, mataræði, svefntíma, samskipti barns við aðra, afþreyingu og tómstundir barns á meðan umgengni varir. Ekki er skilgreint í barnalögum hvaða ákvarðanir foreldrar með sameiginlega forsjá taki sameiginlega að öðru leyti en þegar fara á með barn úr landi. Þar getur þá sýslumaður úrskurðað ef um ómálefnalega synjun er að ræða. Um aðrar sameiginlegar ákvarðanir foreldra er vísað til annarra laga og þannig eru sameiginlegar ákvarðanir skilgreindar í lögum um skráð trúfélög og barnaverndarlögum. Foreldrar taka þá saman ákvörðun um skráningu barns í eða úrsögn úr trúfélagi og samþykki beggja foreldra þarf þegar barnavernd leitar eftir samþykki foreldra fyrir vistun barns yngra en 15 ára hjá þriðja aðila í barnaverndarmáli. Barnavernd hefur þó heimild til þess að ráðstafa barni án samþykkis beggja foreldra ef með þarf. Foreldri sem ekki deilir lögheimili með barni er samt ákveðinn öryggisventill í lífi barns, fari það með sameiginlega forsjá. Það er svona eins og leikmaður sem situr á varamannabekk. Þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns þá er öðru foreldri heimilt að taka nauðsynlegar ákvarðanir ef hitt foreldrið er hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum. Þetta getur t.d. átt við ef foreldri er horfið eða mjög sjúkt, en ætti einnig við ef foreldri er langdvölum fjarri heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Lögheimilisforeldri hefur nánast allt vald eða forræði um hagi barns þrátt fyrir sameiginlega forsjá. Aðeins þrjár undantekningar eru frá þessari reglu en það er þegar barn er flutt úr landi, barn er skráð í eða úr trúfélagi og ef barn er sent í fóstur frá lögheimilisforeldrinu. Þegar talað er um heimild dómara til þess að dæma sameiginlega forsjá þá er iðulega fjallað um sameiginlegar ákvarðanir foreldra og hæfni þeirra til þess að taka slíkar ákvarðanir saman. Í því sambandi er rétt að fara yfir hvaða ákvarðanir foreldrar þurfa að taka í sameiningu. Þegar lögin eru greind kemur í ljós undarleg staðreynd og í engu samræmi við þá umræðu sem hefur verið í gangi. Foreldrar skulu taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarðanir sem varða barn nema þegar um svokallaðar afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins er að ræða, segir í lögum. Þá er í greinargerð með lögunum útskýrt hvað felst í meiri háttar ákvörðunum sem varða barn og hvað felst í afgerandi ákvörðun um daglegt líf barns. Lögheimilisforeldri hefur heimild til að taka sjálft afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins án samráðs við hitt foreldrið. Afgerandi ákvarðanir eru meðal annars hvar barnið skuli eiga lögheimili innanlands, hvar barnið skuli vera í leikskóla, grunnskóla og daggæslu, um heilbrigðisþjónustu, tannlæknaþjónustu, ungbarnaeftirlit, hvers konar rannsóknir, greiningu, meðferð, lyfjagjöf og aðgerðir, reglubundið tómstundastarf s.s. tónlistarskóla, íþróttastarf og félagsstarf.Öryggisventill Umgengnisforeldri, óháð forsjá, hefur heimild til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um daglegt líf barns sem fylgja umgengninni á þeim tíma sem umgengni fer fram. Þessar nauðsynlegu ákvarðanir varða klæðaburð, mataræði, svefntíma, samskipti barns við aðra, afþreyingu og tómstundir barns á meðan umgengni varir. Ekki er skilgreint í barnalögum hvaða ákvarðanir foreldrar með sameiginlega forsjá taki sameiginlega að öðru leyti en þegar fara á með barn úr landi. Þar getur þá sýslumaður úrskurðað ef um ómálefnalega synjun er að ræða. Um aðrar sameiginlegar ákvarðanir foreldra er vísað til annarra laga og þannig eru sameiginlegar ákvarðanir skilgreindar í lögum um skráð trúfélög og barnaverndarlögum. Foreldrar taka þá saman ákvörðun um skráningu barns í eða úrsögn úr trúfélagi og samþykki beggja foreldra þarf þegar barnavernd leitar eftir samþykki foreldra fyrir vistun barns yngra en 15 ára hjá þriðja aðila í barnaverndarmáli. Barnavernd hefur þó heimild til þess að ráðstafa barni án samþykkis beggja foreldra ef með þarf. Foreldri sem ekki deilir lögheimili með barni er samt ákveðinn öryggisventill í lífi barns, fari það með sameiginlega forsjá. Það er svona eins og leikmaður sem situr á varamannabekk. Þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns þá er öðru foreldri heimilt að taka nauðsynlegar ákvarðanir ef hitt foreldrið er hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum. Þetta getur t.d. átt við ef foreldri er horfið eða mjög sjúkt, en ætti einnig við ef foreldri er langdvölum fjarri heimili.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar