Sameiginleg forsjá – öryggisventill fremur en forræði Heimir Hilmarsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Lögheimilisforeldri hefur nánast allt vald eða forræði um hagi barns þrátt fyrir sameiginlega forsjá. Aðeins þrjár undantekningar eru frá þessari reglu en það er þegar barn er flutt úr landi, barn er skráð í eða úr trúfélagi og ef barn er sent í fóstur frá lögheimilisforeldrinu. Þegar talað er um heimild dómara til þess að dæma sameiginlega forsjá þá er iðulega fjallað um sameiginlegar ákvarðanir foreldra og hæfni þeirra til þess að taka slíkar ákvarðanir saman. Í því sambandi er rétt að fara yfir hvaða ákvarðanir foreldrar þurfa að taka í sameiningu. Þegar lögin eru greind kemur í ljós undarleg staðreynd og í engu samræmi við þá umræðu sem hefur verið í gangi. Foreldrar skulu taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarðanir sem varða barn nema þegar um svokallaðar afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins er að ræða, segir í lögum. Þá er í greinargerð með lögunum útskýrt hvað felst í meiri háttar ákvörðunum sem varða barn og hvað felst í afgerandi ákvörðun um daglegt líf barns. Lögheimilisforeldri hefur heimild til að taka sjálft afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins án samráðs við hitt foreldrið. Afgerandi ákvarðanir eru meðal annars hvar barnið skuli eiga lögheimili innanlands, hvar barnið skuli vera í leikskóla, grunnskóla og daggæslu, um heilbrigðisþjónustu, tannlæknaþjónustu, ungbarnaeftirlit, hvers konar rannsóknir, greiningu, meðferð, lyfjagjöf og aðgerðir, reglubundið tómstundastarf s.s. tónlistarskóla, íþróttastarf og félagsstarf.Öryggisventill Umgengnisforeldri, óháð forsjá, hefur heimild til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um daglegt líf barns sem fylgja umgengninni á þeim tíma sem umgengni fer fram. Þessar nauðsynlegu ákvarðanir varða klæðaburð, mataræði, svefntíma, samskipti barns við aðra, afþreyingu og tómstundir barns á meðan umgengni varir. Ekki er skilgreint í barnalögum hvaða ákvarðanir foreldrar með sameiginlega forsjá taki sameiginlega að öðru leyti en þegar fara á með barn úr landi. Þar getur þá sýslumaður úrskurðað ef um ómálefnalega synjun er að ræða. Um aðrar sameiginlegar ákvarðanir foreldra er vísað til annarra laga og þannig eru sameiginlegar ákvarðanir skilgreindar í lögum um skráð trúfélög og barnaverndarlögum. Foreldrar taka þá saman ákvörðun um skráningu barns í eða úrsögn úr trúfélagi og samþykki beggja foreldra þarf þegar barnavernd leitar eftir samþykki foreldra fyrir vistun barns yngra en 15 ára hjá þriðja aðila í barnaverndarmáli. Barnavernd hefur þó heimild til þess að ráðstafa barni án samþykkis beggja foreldra ef með þarf. Foreldri sem ekki deilir lögheimili með barni er samt ákveðinn öryggisventill í lífi barns, fari það með sameiginlega forsjá. Það er svona eins og leikmaður sem situr á varamannabekk. Þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns þá er öðru foreldri heimilt að taka nauðsynlegar ákvarðanir ef hitt foreldrið er hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum. Þetta getur t.d. átt við ef foreldri er horfið eða mjög sjúkt, en ætti einnig við ef foreldri er langdvölum fjarri heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Lögheimilisforeldri hefur nánast allt vald eða forræði um hagi barns þrátt fyrir sameiginlega forsjá. Aðeins þrjár undantekningar eru frá þessari reglu en það er þegar barn er flutt úr landi, barn er skráð í eða úr trúfélagi og ef barn er sent í fóstur frá lögheimilisforeldrinu. Þegar talað er um heimild dómara til þess að dæma sameiginlega forsjá þá er iðulega fjallað um sameiginlegar ákvarðanir foreldra og hæfni þeirra til þess að taka slíkar ákvarðanir saman. Í því sambandi er rétt að fara yfir hvaða ákvarðanir foreldrar þurfa að taka í sameiningu. Þegar lögin eru greind kemur í ljós undarleg staðreynd og í engu samræmi við þá umræðu sem hefur verið í gangi. Foreldrar skulu taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarðanir sem varða barn nema þegar um svokallaðar afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins er að ræða, segir í lögum. Þá er í greinargerð með lögunum útskýrt hvað felst í meiri háttar ákvörðunum sem varða barn og hvað felst í afgerandi ákvörðun um daglegt líf barns. Lögheimilisforeldri hefur heimild til að taka sjálft afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins án samráðs við hitt foreldrið. Afgerandi ákvarðanir eru meðal annars hvar barnið skuli eiga lögheimili innanlands, hvar barnið skuli vera í leikskóla, grunnskóla og daggæslu, um heilbrigðisþjónustu, tannlæknaþjónustu, ungbarnaeftirlit, hvers konar rannsóknir, greiningu, meðferð, lyfjagjöf og aðgerðir, reglubundið tómstundastarf s.s. tónlistarskóla, íþróttastarf og félagsstarf.Öryggisventill Umgengnisforeldri, óháð forsjá, hefur heimild til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um daglegt líf barns sem fylgja umgengninni á þeim tíma sem umgengni fer fram. Þessar nauðsynlegu ákvarðanir varða klæðaburð, mataræði, svefntíma, samskipti barns við aðra, afþreyingu og tómstundir barns á meðan umgengni varir. Ekki er skilgreint í barnalögum hvaða ákvarðanir foreldrar með sameiginlega forsjá taki sameiginlega að öðru leyti en þegar fara á með barn úr landi. Þar getur þá sýslumaður úrskurðað ef um ómálefnalega synjun er að ræða. Um aðrar sameiginlegar ákvarðanir foreldra er vísað til annarra laga og þannig eru sameiginlegar ákvarðanir skilgreindar í lögum um skráð trúfélög og barnaverndarlögum. Foreldrar taka þá saman ákvörðun um skráningu barns í eða úrsögn úr trúfélagi og samþykki beggja foreldra þarf þegar barnavernd leitar eftir samþykki foreldra fyrir vistun barns yngra en 15 ára hjá þriðja aðila í barnaverndarmáli. Barnavernd hefur þó heimild til þess að ráðstafa barni án samþykkis beggja foreldra ef með þarf. Foreldri sem ekki deilir lögheimili með barni er samt ákveðinn öryggisventill í lífi barns, fari það með sameiginlega forsjá. Það er svona eins og leikmaður sem situr á varamannabekk. Þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns þá er öðru foreldri heimilt að taka nauðsynlegar ákvarðanir ef hitt foreldrið er hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum. Þetta getur t.d. átt við ef foreldri er horfið eða mjög sjúkt, en ætti einnig við ef foreldri er langdvölum fjarri heimili.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar