Sameiginleg forsjá – öryggisventill fremur en forræði Heimir Hilmarsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Lögheimilisforeldri hefur nánast allt vald eða forræði um hagi barns þrátt fyrir sameiginlega forsjá. Aðeins þrjár undantekningar eru frá þessari reglu en það er þegar barn er flutt úr landi, barn er skráð í eða úr trúfélagi og ef barn er sent í fóstur frá lögheimilisforeldrinu. Þegar talað er um heimild dómara til þess að dæma sameiginlega forsjá þá er iðulega fjallað um sameiginlegar ákvarðanir foreldra og hæfni þeirra til þess að taka slíkar ákvarðanir saman. Í því sambandi er rétt að fara yfir hvaða ákvarðanir foreldrar þurfa að taka í sameiningu. Þegar lögin eru greind kemur í ljós undarleg staðreynd og í engu samræmi við þá umræðu sem hefur verið í gangi. Foreldrar skulu taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarðanir sem varða barn nema þegar um svokallaðar afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins er að ræða, segir í lögum. Þá er í greinargerð með lögunum útskýrt hvað felst í meiri háttar ákvörðunum sem varða barn og hvað felst í afgerandi ákvörðun um daglegt líf barns. Lögheimilisforeldri hefur heimild til að taka sjálft afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins án samráðs við hitt foreldrið. Afgerandi ákvarðanir eru meðal annars hvar barnið skuli eiga lögheimili innanlands, hvar barnið skuli vera í leikskóla, grunnskóla og daggæslu, um heilbrigðisþjónustu, tannlæknaþjónustu, ungbarnaeftirlit, hvers konar rannsóknir, greiningu, meðferð, lyfjagjöf og aðgerðir, reglubundið tómstundastarf s.s. tónlistarskóla, íþróttastarf og félagsstarf.Öryggisventill Umgengnisforeldri, óháð forsjá, hefur heimild til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um daglegt líf barns sem fylgja umgengninni á þeim tíma sem umgengni fer fram. Þessar nauðsynlegu ákvarðanir varða klæðaburð, mataræði, svefntíma, samskipti barns við aðra, afþreyingu og tómstundir barns á meðan umgengni varir. Ekki er skilgreint í barnalögum hvaða ákvarðanir foreldrar með sameiginlega forsjá taki sameiginlega að öðru leyti en þegar fara á með barn úr landi. Þar getur þá sýslumaður úrskurðað ef um ómálefnalega synjun er að ræða. Um aðrar sameiginlegar ákvarðanir foreldra er vísað til annarra laga og þannig eru sameiginlegar ákvarðanir skilgreindar í lögum um skráð trúfélög og barnaverndarlögum. Foreldrar taka þá saman ákvörðun um skráningu barns í eða úrsögn úr trúfélagi og samþykki beggja foreldra þarf þegar barnavernd leitar eftir samþykki foreldra fyrir vistun barns yngra en 15 ára hjá þriðja aðila í barnaverndarmáli. Barnavernd hefur þó heimild til þess að ráðstafa barni án samþykkis beggja foreldra ef með þarf. Foreldri sem ekki deilir lögheimili með barni er samt ákveðinn öryggisventill í lífi barns, fari það með sameiginlega forsjá. Það er svona eins og leikmaður sem situr á varamannabekk. Þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns þá er öðru foreldri heimilt að taka nauðsynlegar ákvarðanir ef hitt foreldrið er hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum. Þetta getur t.d. átt við ef foreldri er horfið eða mjög sjúkt, en ætti einnig við ef foreldri er langdvölum fjarri heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Lögheimilisforeldri hefur nánast allt vald eða forræði um hagi barns þrátt fyrir sameiginlega forsjá. Aðeins þrjár undantekningar eru frá þessari reglu en það er þegar barn er flutt úr landi, barn er skráð í eða úr trúfélagi og ef barn er sent í fóstur frá lögheimilisforeldrinu. Þegar talað er um heimild dómara til þess að dæma sameiginlega forsjá þá er iðulega fjallað um sameiginlegar ákvarðanir foreldra og hæfni þeirra til þess að taka slíkar ákvarðanir saman. Í því sambandi er rétt að fara yfir hvaða ákvarðanir foreldrar þurfa að taka í sameiningu. Þegar lögin eru greind kemur í ljós undarleg staðreynd og í engu samræmi við þá umræðu sem hefur verið í gangi. Foreldrar skulu taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarðanir sem varða barn nema þegar um svokallaðar afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins er að ræða, segir í lögum. Þá er í greinargerð með lögunum útskýrt hvað felst í meiri háttar ákvörðunum sem varða barn og hvað felst í afgerandi ákvörðun um daglegt líf barns. Lögheimilisforeldri hefur heimild til að taka sjálft afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins án samráðs við hitt foreldrið. Afgerandi ákvarðanir eru meðal annars hvar barnið skuli eiga lögheimili innanlands, hvar barnið skuli vera í leikskóla, grunnskóla og daggæslu, um heilbrigðisþjónustu, tannlæknaþjónustu, ungbarnaeftirlit, hvers konar rannsóknir, greiningu, meðferð, lyfjagjöf og aðgerðir, reglubundið tómstundastarf s.s. tónlistarskóla, íþróttastarf og félagsstarf.Öryggisventill Umgengnisforeldri, óháð forsjá, hefur heimild til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um daglegt líf barns sem fylgja umgengninni á þeim tíma sem umgengni fer fram. Þessar nauðsynlegu ákvarðanir varða klæðaburð, mataræði, svefntíma, samskipti barns við aðra, afþreyingu og tómstundir barns á meðan umgengni varir. Ekki er skilgreint í barnalögum hvaða ákvarðanir foreldrar með sameiginlega forsjá taki sameiginlega að öðru leyti en þegar fara á með barn úr landi. Þar getur þá sýslumaður úrskurðað ef um ómálefnalega synjun er að ræða. Um aðrar sameiginlegar ákvarðanir foreldra er vísað til annarra laga og þannig eru sameiginlegar ákvarðanir skilgreindar í lögum um skráð trúfélög og barnaverndarlögum. Foreldrar taka þá saman ákvörðun um skráningu barns í eða úrsögn úr trúfélagi og samþykki beggja foreldra þarf þegar barnavernd leitar eftir samþykki foreldra fyrir vistun barns yngra en 15 ára hjá þriðja aðila í barnaverndarmáli. Barnavernd hefur þó heimild til þess að ráðstafa barni án samþykkis beggja foreldra ef með þarf. Foreldri sem ekki deilir lögheimili með barni er samt ákveðinn öryggisventill í lífi barns, fari það með sameiginlega forsjá. Það er svona eins og leikmaður sem situr á varamannabekk. Þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns þá er öðru foreldri heimilt að taka nauðsynlegar ákvarðanir ef hitt foreldrið er hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum. Þetta getur t.d. átt við ef foreldri er horfið eða mjög sjúkt, en ætti einnig við ef foreldri er langdvölum fjarri heimili.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun