Sameiginleg forsjá – öryggisventill fremur en forræði Heimir Hilmarsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Lögheimilisforeldri hefur nánast allt vald eða forræði um hagi barns þrátt fyrir sameiginlega forsjá. Aðeins þrjár undantekningar eru frá þessari reglu en það er þegar barn er flutt úr landi, barn er skráð í eða úr trúfélagi og ef barn er sent í fóstur frá lögheimilisforeldrinu. Þegar talað er um heimild dómara til þess að dæma sameiginlega forsjá þá er iðulega fjallað um sameiginlegar ákvarðanir foreldra og hæfni þeirra til þess að taka slíkar ákvarðanir saman. Í því sambandi er rétt að fara yfir hvaða ákvarðanir foreldrar þurfa að taka í sameiningu. Þegar lögin eru greind kemur í ljós undarleg staðreynd og í engu samræmi við þá umræðu sem hefur verið í gangi. Foreldrar skulu taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarðanir sem varða barn nema þegar um svokallaðar afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins er að ræða, segir í lögum. Þá er í greinargerð með lögunum útskýrt hvað felst í meiri háttar ákvörðunum sem varða barn og hvað felst í afgerandi ákvörðun um daglegt líf barns. Lögheimilisforeldri hefur heimild til að taka sjálft afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins án samráðs við hitt foreldrið. Afgerandi ákvarðanir eru meðal annars hvar barnið skuli eiga lögheimili innanlands, hvar barnið skuli vera í leikskóla, grunnskóla og daggæslu, um heilbrigðisþjónustu, tannlæknaþjónustu, ungbarnaeftirlit, hvers konar rannsóknir, greiningu, meðferð, lyfjagjöf og aðgerðir, reglubundið tómstundastarf s.s. tónlistarskóla, íþróttastarf og félagsstarf.Öryggisventill Umgengnisforeldri, óháð forsjá, hefur heimild til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um daglegt líf barns sem fylgja umgengninni á þeim tíma sem umgengni fer fram. Þessar nauðsynlegu ákvarðanir varða klæðaburð, mataræði, svefntíma, samskipti barns við aðra, afþreyingu og tómstundir barns á meðan umgengni varir. Ekki er skilgreint í barnalögum hvaða ákvarðanir foreldrar með sameiginlega forsjá taki sameiginlega að öðru leyti en þegar fara á með barn úr landi. Þar getur þá sýslumaður úrskurðað ef um ómálefnalega synjun er að ræða. Um aðrar sameiginlegar ákvarðanir foreldra er vísað til annarra laga og þannig eru sameiginlegar ákvarðanir skilgreindar í lögum um skráð trúfélög og barnaverndarlögum. Foreldrar taka þá saman ákvörðun um skráningu barns í eða úrsögn úr trúfélagi og samþykki beggja foreldra þarf þegar barnavernd leitar eftir samþykki foreldra fyrir vistun barns yngra en 15 ára hjá þriðja aðila í barnaverndarmáli. Barnavernd hefur þó heimild til þess að ráðstafa barni án samþykkis beggja foreldra ef með þarf. Foreldri sem ekki deilir lögheimili með barni er samt ákveðinn öryggisventill í lífi barns, fari það með sameiginlega forsjá. Það er svona eins og leikmaður sem situr á varamannabekk. Þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns þá er öðru foreldri heimilt að taka nauðsynlegar ákvarðanir ef hitt foreldrið er hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum. Þetta getur t.d. átt við ef foreldri er horfið eða mjög sjúkt, en ætti einnig við ef foreldri er langdvölum fjarri heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Lögheimilisforeldri hefur nánast allt vald eða forræði um hagi barns þrátt fyrir sameiginlega forsjá. Aðeins þrjár undantekningar eru frá þessari reglu en það er þegar barn er flutt úr landi, barn er skráð í eða úr trúfélagi og ef barn er sent í fóstur frá lögheimilisforeldrinu. Þegar talað er um heimild dómara til þess að dæma sameiginlega forsjá þá er iðulega fjallað um sameiginlegar ákvarðanir foreldra og hæfni þeirra til þess að taka slíkar ákvarðanir saman. Í því sambandi er rétt að fara yfir hvaða ákvarðanir foreldrar þurfa að taka í sameiningu. Þegar lögin eru greind kemur í ljós undarleg staðreynd og í engu samræmi við þá umræðu sem hefur verið í gangi. Foreldrar skulu taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarðanir sem varða barn nema þegar um svokallaðar afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins er að ræða, segir í lögum. Þá er í greinargerð með lögunum útskýrt hvað felst í meiri háttar ákvörðunum sem varða barn og hvað felst í afgerandi ákvörðun um daglegt líf barns. Lögheimilisforeldri hefur heimild til að taka sjálft afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins án samráðs við hitt foreldrið. Afgerandi ákvarðanir eru meðal annars hvar barnið skuli eiga lögheimili innanlands, hvar barnið skuli vera í leikskóla, grunnskóla og daggæslu, um heilbrigðisþjónustu, tannlæknaþjónustu, ungbarnaeftirlit, hvers konar rannsóknir, greiningu, meðferð, lyfjagjöf og aðgerðir, reglubundið tómstundastarf s.s. tónlistarskóla, íþróttastarf og félagsstarf.Öryggisventill Umgengnisforeldri, óháð forsjá, hefur heimild til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um daglegt líf barns sem fylgja umgengninni á þeim tíma sem umgengni fer fram. Þessar nauðsynlegu ákvarðanir varða klæðaburð, mataræði, svefntíma, samskipti barns við aðra, afþreyingu og tómstundir barns á meðan umgengni varir. Ekki er skilgreint í barnalögum hvaða ákvarðanir foreldrar með sameiginlega forsjá taki sameiginlega að öðru leyti en þegar fara á með barn úr landi. Þar getur þá sýslumaður úrskurðað ef um ómálefnalega synjun er að ræða. Um aðrar sameiginlegar ákvarðanir foreldra er vísað til annarra laga og þannig eru sameiginlegar ákvarðanir skilgreindar í lögum um skráð trúfélög og barnaverndarlögum. Foreldrar taka þá saman ákvörðun um skráningu barns í eða úrsögn úr trúfélagi og samþykki beggja foreldra þarf þegar barnavernd leitar eftir samþykki foreldra fyrir vistun barns yngra en 15 ára hjá þriðja aðila í barnaverndarmáli. Barnavernd hefur þó heimild til þess að ráðstafa barni án samþykkis beggja foreldra ef með þarf. Foreldri sem ekki deilir lögheimili með barni er samt ákveðinn öryggisventill í lífi barns, fari það með sameiginlega forsjá. Það er svona eins og leikmaður sem situr á varamannabekk. Þegar foreldrar fara sameiginlega með forsjá barns þá er öðru foreldri heimilt að taka nauðsynlegar ákvarðanir ef hitt foreldrið er hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum. Þetta getur t.d. átt við ef foreldri er horfið eða mjög sjúkt, en ætti einnig við ef foreldri er langdvölum fjarri heimili.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun