Hver vill vera veikur? Eymundur L. Eymundsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Hvað getur maður sagt í blaði um geðraskanir. Jú, ég hef langa reynslu af kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Að kvíða hverjum degi og fara á hnefanum gegnum lífið er mikið myrkur sem mótaði mitt líf. Ég vissi ekki hvað þetta var og því þorði ég ekki að tala um hvernig mér leið út af skömm á sjálfum mér þar sem ég hélt að allir myndu dæma mig, segja mér að hætta þessari vitleysu og rífa mig bara upp og hætta þessu væli. Ef það væri nú bara svo auðvelt þá væri þetta ekkert mál. Ég hélt að fólk sem væri geðveikt væri eins og maður sér í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með geðraskanir. Það var hins vegar gæfa mín að fara í mína aðra mjaðmaliðaskiptingu á sex árum sömu megin eftir að vera kominn með slitgigt og vera verkjasjúklingur sem ég er í dag. Það var nefnilega árið 2005 þegar ég var í verkjaskóla á Kristnesi í Eyjafirði að þar var fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það var í fyrsta skipti á minni ævi sem ég sá hvað ég hafði verið að glíma við allt mitt líf og sá líka að hægt var að fá hjálp og það var von um betra líf. Ég fékk hjálp og hef nýtt mér hjálpina með að viðurkenna mínar geðraskanir og maður þarf ekki að skammast sín fyrir að vera með sjúkdóm. Hef lagt gríðarlega mikla vinnu á mig og nýtt mér hjálpina enda vildi ég eignast líf en til þess þurfti ég að vinna fyrir því. Þetta var árið 2005 og núna, eftir að hafa nýtt mér hjálpina, á ég mér líf sem ég vil lifa að vera þáttakandi í og miðla meðal annars af minni reynslu til að hjálpa öðrum. Eins og að skrifa mína sögu sem gefur vonandi öðrum von. http://www.akv.is/akvbl/umraedan/2013/10/09/saga-af-bata/ http://grofin.wordpress.com/Tími til að opna umræðuna Um þessa hluti var ekki fjallað hér áður fyrr en sem betur fer er þetta að opnast. Það vill enginn vera veikur, sama hvaða veiki það er. Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, taugakerfið brothætt, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur og að vera uppstökkur. Allt eru þetta algengir fylgikvillar geðraskana. En af hverju eru svona miklir fordómar gagnvart fólki með geðraskanir? Er það umfjöllun fjölmiðla sem hefur svona mikil áhrif? Eru það bandarískar bíómyndir sem sýna óraunverulegt ástands fólks með geðraskanir? Ef fólk væri með krabbamein væri fólk með fordóma gagnvart því? Nei, það vill enginn vera veikur og það gildir jafnt yfir fólk með geðræn veikindi og önnur veikindi! Því eigum við að standa saman og hjálpa hverju öðru til öðlast betra líf. Vanþekking er enn mikil í þjóðfélaginu, stimplun og fordómar verða oft til þess að fólk leitar sér ekki aðstoðar. Með því að opna þessa umræðu og nýta sér sameiginlega reynslu fagmanna og notenda í bata af geðröskunum væri hægt að bjarga mörgum mannslífum. Meðal annars með því að leggja almennilegan pening í forvarnir og fræðslu um geðraskanir. Í félög sem eru að vinna í þessum geira svo þau geti sinnt þessum málum. Opinberar stofnanir sem vinna í þessum geira ættu að sjá hag sinn í að ráða notendur í bata til starfa. Það er mikill fjársjóður í notendum í bata sem er oft vanmetinn því miður. Það þarf nýja nálgun og hvernig væri þá að nýta sér reynslu notenda sem fæst ekki í bókum heldur af persónulegri reynslu. Að fagmenn og notendur í bata vinni saman á jafningjagrunni gæti hjálpað mörgum og bjargað mörgum mannslífum til að öðlast betra líf. En til þess þarf aðeins vilja til að breyta en ekki hanga í sama farinu. Það eru 2-3 sem svipta sig lífi á mánuði sem eru að gíma við geðraskanir og ég hefði getað orðið einn af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Hvað getur maður sagt í blaði um geðraskanir. Jú, ég hef langa reynslu af kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Að kvíða hverjum degi og fara á hnefanum gegnum lífið er mikið myrkur sem mótaði mitt líf. Ég vissi ekki hvað þetta var og því þorði ég ekki að tala um hvernig mér leið út af skömm á sjálfum mér þar sem ég hélt að allir myndu dæma mig, segja mér að hætta þessari vitleysu og rífa mig bara upp og hætta þessu væli. Ef það væri nú bara svo auðvelt þá væri þetta ekkert mál. Ég hélt að fólk sem væri geðveikt væri eins og maður sér í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með geðraskanir. Það var hins vegar gæfa mín að fara í mína aðra mjaðmaliðaskiptingu á sex árum sömu megin eftir að vera kominn með slitgigt og vera verkjasjúklingur sem ég er í dag. Það var nefnilega árið 2005 þegar ég var í verkjaskóla á Kristnesi í Eyjafirði að þar var fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Það var í fyrsta skipti á minni ævi sem ég sá hvað ég hafði verið að glíma við allt mitt líf og sá líka að hægt var að fá hjálp og það var von um betra líf. Ég fékk hjálp og hef nýtt mér hjálpina með að viðurkenna mínar geðraskanir og maður þarf ekki að skammast sín fyrir að vera með sjúkdóm. Hef lagt gríðarlega mikla vinnu á mig og nýtt mér hjálpina enda vildi ég eignast líf en til þess þurfti ég að vinna fyrir því. Þetta var árið 2005 og núna, eftir að hafa nýtt mér hjálpina, á ég mér líf sem ég vil lifa að vera þáttakandi í og miðla meðal annars af minni reynslu til að hjálpa öðrum. Eins og að skrifa mína sögu sem gefur vonandi öðrum von. http://www.akv.is/akvbl/umraedan/2013/10/09/saga-af-bata/ http://grofin.wordpress.com/Tími til að opna umræðuna Um þessa hluti var ekki fjallað hér áður fyrr en sem betur fer er þetta að opnast. Það vill enginn vera veikur, sama hvaða veiki það er. Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, taugakerfið brothætt, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur og að vera uppstökkur. Allt eru þetta algengir fylgikvillar geðraskana. En af hverju eru svona miklir fordómar gagnvart fólki með geðraskanir? Er það umfjöllun fjölmiðla sem hefur svona mikil áhrif? Eru það bandarískar bíómyndir sem sýna óraunverulegt ástands fólks með geðraskanir? Ef fólk væri með krabbamein væri fólk með fordóma gagnvart því? Nei, það vill enginn vera veikur og það gildir jafnt yfir fólk með geðræn veikindi og önnur veikindi! Því eigum við að standa saman og hjálpa hverju öðru til öðlast betra líf. Vanþekking er enn mikil í þjóðfélaginu, stimplun og fordómar verða oft til þess að fólk leitar sér ekki aðstoðar. Með því að opna þessa umræðu og nýta sér sameiginlega reynslu fagmanna og notenda í bata af geðröskunum væri hægt að bjarga mörgum mannslífum. Meðal annars með því að leggja almennilegan pening í forvarnir og fræðslu um geðraskanir. Í félög sem eru að vinna í þessum geira svo þau geti sinnt þessum málum. Opinberar stofnanir sem vinna í þessum geira ættu að sjá hag sinn í að ráða notendur í bata til starfa. Það er mikill fjársjóður í notendum í bata sem er oft vanmetinn því miður. Það þarf nýja nálgun og hvernig væri þá að nýta sér reynslu notenda sem fæst ekki í bókum heldur af persónulegri reynslu. Að fagmenn og notendur í bata vinni saman á jafningjagrunni gæti hjálpað mörgum og bjargað mörgum mannslífum til að öðlast betra líf. En til þess þarf aðeins vilja til að breyta en ekki hanga í sama farinu. Það eru 2-3 sem svipta sig lífi á mánuði sem eru að gíma við geðraskanir og ég hefði getað orðið einn af þeim.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar