Hættumerki í heilbrigðiskerfinu Ingunn Bjarnadóttir Solberg skrifar 18. desember 2014 07:00 Óánægja lækna með laun og starfskjör fer hátt þessa dagana og þeir hafa gripið til aðgerða sem hafa mikil áhrif. Að mínu mati hefur þessi óánægja kraumað undir yfirborðinu í fjölda ára og kemur ekki á óvart að nú hafi soðið upp úr. Vorið 2010 var gerð rannsókn meðal allra starfandi lækna á Íslandi, þar sem 61 prósent svaraði. Sama ár var gerð rannsókn meðal 1.500 norskra lækna þar sem 67 prósent svöruðu. Strax þá sáust ýmis hættumerki um slæmt ástand heilbrigðiskerfisins á Íslandi, slæmar vinnuaðstæður, slæm launakjör og óánægju í starfi miðað við starfsbræður í Noregi. Rannsóknir hafa sýnt að líkur á að upplifa kulnun, að hætta að vinna sem læknar og að flytja af landi brott er meiri hjá læknum sem eru óánægðir í starfi en hinum. Einnig eru tengsl milli starfsánægju lækna og ánægju sjúklinga og gæða heilbrigðisþjónustu. Flestir læknar á Íslandi (77 prósent) upplifðu að sparnaðarráðstafanir í kjölfar kreppunnar hefðu áhrif á vinnu þeirra. Þetta hafði neikvæð áhrif á starfsánægju þeirra. Margir sérfræðilæknar (63 prósent) svöruðu að áhyggjur af eigin fjárhag væru streituvaldandi að litlu, einhverju eða miklu leyti. Því meiri sem streituvaldandi áhyggjur voru af eigin fjárhag því meiri líkur voru á því að sérfræðilæknar hefðu hugleitt að flytja og starfa erlendis. 63 prósent sérfræðilækna höfðu hugleitt að flytja og starfa erlendis og 4 prósent sögðust flytja utan á næstu tveimur árum. Þeir sérfræðilæknar sem störfuðu erlendis í fríum voru fimm sinnum líklegri til að hafa hugleitt að flytja og starfa erlendis. Læknar sem voru óánægðir í starfi voru líka líklegri til að hafa hugleitt þetta.Tími til að forgangsraða Hvað varðar starfsánægju íslensku læknanna voru þeir óánægðari en norskir læknar. Stærsti munurinn var varðandi launin, íslensku læknarnir voru miklu óánægðari með launin. Einnig var verulegur munur á ánægju með möguleika eða tækifæri til að nota eigin hæfileika í vinnunni og vinnutíma. Íslensku læknarnir voru líka óánægðari með vinnuaðstæður og viðurkenningu fyrir góða vinnu. Yngri læknar á Íslandi voru óánægðari í starfi en eldri. Streita tengd því að ná jafnvægi milli heimilis og vinnu var há meðal íslensku læknanna og þetta hafði áhrif á starfsánægju þeirra. Þetta var árið 2010, öllum má vera ljóst að ekki er staðan betri í dag fjórum árum síðar. Því er ljóst að kominn er tími til að forgangsraða læknum og heilbrigðiskerfinu í hag – annars tapa allir. (Greinar úr rannsókninni: Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. The impact of economic factors on migration considerations among Icelandic specialist doctors: a cross-sectional study. BMC Health Serv Res 2013; 13: 524. Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. Cross-national comparison of job satisfaction in doctors during economic recession. Occup Med (Lond) 2014. doi:10.1093/occmed/kqu114.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Óánægja lækna með laun og starfskjör fer hátt þessa dagana og þeir hafa gripið til aðgerða sem hafa mikil áhrif. Að mínu mati hefur þessi óánægja kraumað undir yfirborðinu í fjölda ára og kemur ekki á óvart að nú hafi soðið upp úr. Vorið 2010 var gerð rannsókn meðal allra starfandi lækna á Íslandi, þar sem 61 prósent svaraði. Sama ár var gerð rannsókn meðal 1.500 norskra lækna þar sem 67 prósent svöruðu. Strax þá sáust ýmis hættumerki um slæmt ástand heilbrigðiskerfisins á Íslandi, slæmar vinnuaðstæður, slæm launakjör og óánægju í starfi miðað við starfsbræður í Noregi. Rannsóknir hafa sýnt að líkur á að upplifa kulnun, að hætta að vinna sem læknar og að flytja af landi brott er meiri hjá læknum sem eru óánægðir í starfi en hinum. Einnig eru tengsl milli starfsánægju lækna og ánægju sjúklinga og gæða heilbrigðisþjónustu. Flestir læknar á Íslandi (77 prósent) upplifðu að sparnaðarráðstafanir í kjölfar kreppunnar hefðu áhrif á vinnu þeirra. Þetta hafði neikvæð áhrif á starfsánægju þeirra. Margir sérfræðilæknar (63 prósent) svöruðu að áhyggjur af eigin fjárhag væru streituvaldandi að litlu, einhverju eða miklu leyti. Því meiri sem streituvaldandi áhyggjur voru af eigin fjárhag því meiri líkur voru á því að sérfræðilæknar hefðu hugleitt að flytja og starfa erlendis. 63 prósent sérfræðilækna höfðu hugleitt að flytja og starfa erlendis og 4 prósent sögðust flytja utan á næstu tveimur árum. Þeir sérfræðilæknar sem störfuðu erlendis í fríum voru fimm sinnum líklegri til að hafa hugleitt að flytja og starfa erlendis. Læknar sem voru óánægðir í starfi voru líka líklegri til að hafa hugleitt þetta.Tími til að forgangsraða Hvað varðar starfsánægju íslensku læknanna voru þeir óánægðari en norskir læknar. Stærsti munurinn var varðandi launin, íslensku læknarnir voru miklu óánægðari með launin. Einnig var verulegur munur á ánægju með möguleika eða tækifæri til að nota eigin hæfileika í vinnunni og vinnutíma. Íslensku læknarnir voru líka óánægðari með vinnuaðstæður og viðurkenningu fyrir góða vinnu. Yngri læknar á Íslandi voru óánægðari í starfi en eldri. Streita tengd því að ná jafnvægi milli heimilis og vinnu var há meðal íslensku læknanna og þetta hafði áhrif á starfsánægju þeirra. Þetta var árið 2010, öllum má vera ljóst að ekki er staðan betri í dag fjórum árum síðar. Því er ljóst að kominn er tími til að forgangsraða læknum og heilbrigðiskerfinu í hag – annars tapa allir. (Greinar úr rannsókninni: Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. The impact of economic factors on migration considerations among Icelandic specialist doctors: a cross-sectional study. BMC Health Serv Res 2013; 13: 524. Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. Cross-national comparison of job satisfaction in doctors during economic recession. Occup Med (Lond) 2014. doi:10.1093/occmed/kqu114.)
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun