Hættumerki í heilbrigðiskerfinu Ingunn Bjarnadóttir Solberg skrifar 18. desember 2014 07:00 Óánægja lækna með laun og starfskjör fer hátt þessa dagana og þeir hafa gripið til aðgerða sem hafa mikil áhrif. Að mínu mati hefur þessi óánægja kraumað undir yfirborðinu í fjölda ára og kemur ekki á óvart að nú hafi soðið upp úr. Vorið 2010 var gerð rannsókn meðal allra starfandi lækna á Íslandi, þar sem 61 prósent svaraði. Sama ár var gerð rannsókn meðal 1.500 norskra lækna þar sem 67 prósent svöruðu. Strax þá sáust ýmis hættumerki um slæmt ástand heilbrigðiskerfisins á Íslandi, slæmar vinnuaðstæður, slæm launakjör og óánægju í starfi miðað við starfsbræður í Noregi. Rannsóknir hafa sýnt að líkur á að upplifa kulnun, að hætta að vinna sem læknar og að flytja af landi brott er meiri hjá læknum sem eru óánægðir í starfi en hinum. Einnig eru tengsl milli starfsánægju lækna og ánægju sjúklinga og gæða heilbrigðisþjónustu. Flestir læknar á Íslandi (77 prósent) upplifðu að sparnaðarráðstafanir í kjölfar kreppunnar hefðu áhrif á vinnu þeirra. Þetta hafði neikvæð áhrif á starfsánægju þeirra. Margir sérfræðilæknar (63 prósent) svöruðu að áhyggjur af eigin fjárhag væru streituvaldandi að litlu, einhverju eða miklu leyti. Því meiri sem streituvaldandi áhyggjur voru af eigin fjárhag því meiri líkur voru á því að sérfræðilæknar hefðu hugleitt að flytja og starfa erlendis. 63 prósent sérfræðilækna höfðu hugleitt að flytja og starfa erlendis og 4 prósent sögðust flytja utan á næstu tveimur árum. Þeir sérfræðilæknar sem störfuðu erlendis í fríum voru fimm sinnum líklegri til að hafa hugleitt að flytja og starfa erlendis. Læknar sem voru óánægðir í starfi voru líka líklegri til að hafa hugleitt þetta.Tími til að forgangsraða Hvað varðar starfsánægju íslensku læknanna voru þeir óánægðari en norskir læknar. Stærsti munurinn var varðandi launin, íslensku læknarnir voru miklu óánægðari með launin. Einnig var verulegur munur á ánægju með möguleika eða tækifæri til að nota eigin hæfileika í vinnunni og vinnutíma. Íslensku læknarnir voru líka óánægðari með vinnuaðstæður og viðurkenningu fyrir góða vinnu. Yngri læknar á Íslandi voru óánægðari í starfi en eldri. Streita tengd því að ná jafnvægi milli heimilis og vinnu var há meðal íslensku læknanna og þetta hafði áhrif á starfsánægju þeirra. Þetta var árið 2010, öllum má vera ljóst að ekki er staðan betri í dag fjórum árum síðar. Því er ljóst að kominn er tími til að forgangsraða læknum og heilbrigðiskerfinu í hag – annars tapa allir. (Greinar úr rannsókninni: Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. The impact of economic factors on migration considerations among Icelandic specialist doctors: a cross-sectional study. BMC Health Serv Res 2013; 13: 524. Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. Cross-national comparison of job satisfaction in doctors during economic recession. Occup Med (Lond) 2014. doi:10.1093/occmed/kqu114.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Óánægja lækna með laun og starfskjör fer hátt þessa dagana og þeir hafa gripið til aðgerða sem hafa mikil áhrif. Að mínu mati hefur þessi óánægja kraumað undir yfirborðinu í fjölda ára og kemur ekki á óvart að nú hafi soðið upp úr. Vorið 2010 var gerð rannsókn meðal allra starfandi lækna á Íslandi, þar sem 61 prósent svaraði. Sama ár var gerð rannsókn meðal 1.500 norskra lækna þar sem 67 prósent svöruðu. Strax þá sáust ýmis hættumerki um slæmt ástand heilbrigðiskerfisins á Íslandi, slæmar vinnuaðstæður, slæm launakjör og óánægju í starfi miðað við starfsbræður í Noregi. Rannsóknir hafa sýnt að líkur á að upplifa kulnun, að hætta að vinna sem læknar og að flytja af landi brott er meiri hjá læknum sem eru óánægðir í starfi en hinum. Einnig eru tengsl milli starfsánægju lækna og ánægju sjúklinga og gæða heilbrigðisþjónustu. Flestir læknar á Íslandi (77 prósent) upplifðu að sparnaðarráðstafanir í kjölfar kreppunnar hefðu áhrif á vinnu þeirra. Þetta hafði neikvæð áhrif á starfsánægju þeirra. Margir sérfræðilæknar (63 prósent) svöruðu að áhyggjur af eigin fjárhag væru streituvaldandi að litlu, einhverju eða miklu leyti. Því meiri sem streituvaldandi áhyggjur voru af eigin fjárhag því meiri líkur voru á því að sérfræðilæknar hefðu hugleitt að flytja og starfa erlendis. 63 prósent sérfræðilækna höfðu hugleitt að flytja og starfa erlendis og 4 prósent sögðust flytja utan á næstu tveimur árum. Þeir sérfræðilæknar sem störfuðu erlendis í fríum voru fimm sinnum líklegri til að hafa hugleitt að flytja og starfa erlendis. Læknar sem voru óánægðir í starfi voru líka líklegri til að hafa hugleitt þetta.Tími til að forgangsraða Hvað varðar starfsánægju íslensku læknanna voru þeir óánægðari en norskir læknar. Stærsti munurinn var varðandi launin, íslensku læknarnir voru miklu óánægðari með launin. Einnig var verulegur munur á ánægju með möguleika eða tækifæri til að nota eigin hæfileika í vinnunni og vinnutíma. Íslensku læknarnir voru líka óánægðari með vinnuaðstæður og viðurkenningu fyrir góða vinnu. Yngri læknar á Íslandi voru óánægðari í starfi en eldri. Streita tengd því að ná jafnvægi milli heimilis og vinnu var há meðal íslensku læknanna og þetta hafði áhrif á starfsánægju þeirra. Þetta var árið 2010, öllum má vera ljóst að ekki er staðan betri í dag fjórum árum síðar. Því er ljóst að kominn er tími til að forgangsraða læknum og heilbrigðiskerfinu í hag – annars tapa allir. (Greinar úr rannsókninni: Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. The impact of economic factors on migration considerations among Icelandic specialist doctors: a cross-sectional study. BMC Health Serv Res 2013; 13: 524. Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. Cross-national comparison of job satisfaction in doctors during economic recession. Occup Med (Lond) 2014. doi:10.1093/occmed/kqu114.)
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar