Fyrir átta árum Stefán Þórsson skrifar 15. desember 2014 08:00 Þann 8. desember síðastliðinn gerði ég ásamt 200 íslenskum læknanemum stjórnvöldum grein fyrir því að við munum ekki koma til starfa á heilbrigðisstofnunum landsins fyrr en gengið hefur verið frá kjarasamningum við Læknafélag Íslands. Um er að ræða nema á 4.-6. námsári sem að öllu jöfnu hefja störf á sumrin sem kandidatar og aðstoðarlæknar og gegna veigamiklu hlutverki innan heilbrigðiskerfisins. Til dæmis má nefna að 40% stöðugilda almennra lækna (lesist: Allt nema sérfræðilæknar) á Landspítala Háskólasjúkrahúsi sumarið 2013 voru mönnuð af kandidötum og aðstoðarlæknum. Brotthvarf þessa hóps mun því ekki fara fram hjá neinum ef til þess kemur. Kjarabarátta lækna er nefnilega líka barátta okkar sem erum á leið út á vinnumarkaðinn og launaþróunin hefur verið verðandi kollegum okkar óhagstæð. Grunnlaun kandidats (sá sem hefur lokið 6 ára læknisnámi í háskóla) sem hóf störf 2006 voru 256.691 kr. en grunnlaun kandidats sem hefur störf 2014 eru 340.734 kr. Í fljótu bragði mætti ætla að þróunin seinustu átta ár væri jákvæð, að kjör unglækna færu batnandi sem nemur 33%. Þegar betur er að gáð kemur hins vegar í ljós að verðbólga á sama tímabili er 70%. Kaupmáttur nýútskrifaðra lækna hefur því rýrnað verulega seinustu átta ár. Nú gæti efasemdarfólk rámað í að hér varð hrun og spurt sig hvort þetta eigi ekki við um flestar aðrar stéttir. Til að svara því má benda á að launavísitala Hagstofu Íslands hefur hækkað um 73% frá 2006, með öðrum orðum, almennur kaupmáttur er svipaður nú og fyrir átta árum.Ófyrirséðar afleiðingar Af ofangreindu er ljóst að laun kandidata hafa hækkað mun minna en önnur laun á vinnumarkaði. Sömu sögu er að segja af deildarlæknum, sérfræðingum og yfirlæknum. Það er því ofsögum sagt að læknar krefjist launahækkana umfram aðra. Að halda því fram er í besta falli misskilningur, í versta falli svívirðileg tilraun til að rjúfa samstöðu vinnandi fólks og hindra baráttu þess fyrir betri lífskjörum. Réttara væri að tala um sanngjarna leiðréttingu launa. Fullyrðingar stjórnmálamanna um að kjarabót til lækna muni koma niður á almennum kjarasamningum ætti ekki að draga úr verkalýðshreyfingunni heldur efla forystumenn hennar til að berjast enn harðar fyrir mannsæmandi kjörum launþega í landinu. Hér hefur verið rekið öflugt heilbrigðiskerfi seinustu áratugina. Um það vitnar nýleg skýrsla OECD þar sem fram kemur að Íslendingar eru meðal langlífustu þjóða heims. Þetta langlífi gerir að verkum að fjöldi Íslendinga á eftirlaunaaldri mun nærri tvöfaldast næstu tuttugu árin gangi mannfjöldaspá Hagstofunnar eftir. Þessir einstaklingar munu ekki síður þurfa læknishjálp en þeir eftirlaunaþegar sem nú þegar er stærsti neytendahópur heilbrigðisþjónustunnar. Ef fram fer sem horfir munu sífellt færri læknar sinna sífellt fleiri sjúklingum með ófyrirséðum afleiðingum á heilsufar landsmanna. Viðspyrna lækna nú er tilraun til að snúa þessari þróun við. Hún mun vissulega koma niður á sjúklingum til skemmri tíma litið en er háð með langtímahagsmuni þeirra í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 8. desember síðastliðinn gerði ég ásamt 200 íslenskum læknanemum stjórnvöldum grein fyrir því að við munum ekki koma til starfa á heilbrigðisstofnunum landsins fyrr en gengið hefur verið frá kjarasamningum við Læknafélag Íslands. Um er að ræða nema á 4.-6. námsári sem að öllu jöfnu hefja störf á sumrin sem kandidatar og aðstoðarlæknar og gegna veigamiklu hlutverki innan heilbrigðiskerfisins. Til dæmis má nefna að 40% stöðugilda almennra lækna (lesist: Allt nema sérfræðilæknar) á Landspítala Háskólasjúkrahúsi sumarið 2013 voru mönnuð af kandidötum og aðstoðarlæknum. Brotthvarf þessa hóps mun því ekki fara fram hjá neinum ef til þess kemur. Kjarabarátta lækna er nefnilega líka barátta okkar sem erum á leið út á vinnumarkaðinn og launaþróunin hefur verið verðandi kollegum okkar óhagstæð. Grunnlaun kandidats (sá sem hefur lokið 6 ára læknisnámi í háskóla) sem hóf störf 2006 voru 256.691 kr. en grunnlaun kandidats sem hefur störf 2014 eru 340.734 kr. Í fljótu bragði mætti ætla að þróunin seinustu átta ár væri jákvæð, að kjör unglækna færu batnandi sem nemur 33%. Þegar betur er að gáð kemur hins vegar í ljós að verðbólga á sama tímabili er 70%. Kaupmáttur nýútskrifaðra lækna hefur því rýrnað verulega seinustu átta ár. Nú gæti efasemdarfólk rámað í að hér varð hrun og spurt sig hvort þetta eigi ekki við um flestar aðrar stéttir. Til að svara því má benda á að launavísitala Hagstofu Íslands hefur hækkað um 73% frá 2006, með öðrum orðum, almennur kaupmáttur er svipaður nú og fyrir átta árum.Ófyrirséðar afleiðingar Af ofangreindu er ljóst að laun kandidata hafa hækkað mun minna en önnur laun á vinnumarkaði. Sömu sögu er að segja af deildarlæknum, sérfræðingum og yfirlæknum. Það er því ofsögum sagt að læknar krefjist launahækkana umfram aðra. Að halda því fram er í besta falli misskilningur, í versta falli svívirðileg tilraun til að rjúfa samstöðu vinnandi fólks og hindra baráttu þess fyrir betri lífskjörum. Réttara væri að tala um sanngjarna leiðréttingu launa. Fullyrðingar stjórnmálamanna um að kjarabót til lækna muni koma niður á almennum kjarasamningum ætti ekki að draga úr verkalýðshreyfingunni heldur efla forystumenn hennar til að berjast enn harðar fyrir mannsæmandi kjörum launþega í landinu. Hér hefur verið rekið öflugt heilbrigðiskerfi seinustu áratugina. Um það vitnar nýleg skýrsla OECD þar sem fram kemur að Íslendingar eru meðal langlífustu þjóða heims. Þetta langlífi gerir að verkum að fjöldi Íslendinga á eftirlaunaaldri mun nærri tvöfaldast næstu tuttugu árin gangi mannfjöldaspá Hagstofunnar eftir. Þessir einstaklingar munu ekki síður þurfa læknishjálp en þeir eftirlaunaþegar sem nú þegar er stærsti neytendahópur heilbrigðisþjónustunnar. Ef fram fer sem horfir munu sífellt færri læknar sinna sífellt fleiri sjúklingum með ófyrirséðum afleiðingum á heilsufar landsmanna. Viðspyrna lækna nú er tilraun til að snúa þessari þróun við. Hún mun vissulega koma niður á sjúklingum til skemmri tíma litið en er háð með langtímahagsmuni þeirra í huga.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar