Barna jóla hvað? Aðalsteinn Gunnarsson skrifar 11. desember 2014 00:00 Hugur okkar leitar að góðum gildum í aðdraganda jóla. Hugurinn leitar til þeirra sem um allan heim beita sér fyrir friðsamlegri baráttu fyrir grundvallarmannréttindum. Þó að baráttan sé mikilvæg, ekki síst fyrir börn og ungmenni úti í heimi, er nauðsynlegt að við missum ekki sjónar á málum sem gerast í okkar eigin samfélagi. Okkur hættir til þess að tengja baráttu fyrir mannréttindum þróunarlöndum eða einræðisríkjum en miklu síður aðstæðum í eigin landi og öðrum vestrænum ríkjum. Það getur á vissan hátt verið þægilegt að líta ekki í eigin barm, en sannleikurinn er sá, að á hverjum degi brjótum við mannréttindi, m.a. á eigin börnum. Það gerist á götum úti, inni á heimilum og einnig í svefnherbergjum barna. Stundum án þess að við leiðum hugann að því. Vinnuhópur á vegum alþjóðlegu ungmennasamtakanna Active fór nýlega yfir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálann sem á honum byggir og komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt a.m.k. fimmtán greinum sáttmálans er brotið á rétti barna hvað varðar neyslu áfengis. Rétti sem oft virðist hunsaður í stefnumörkun og ákvörðunum stjórnvalda. Rannsóknir sýna að neysla áfengis veldur öðrum en neytendunum sjálfum tjón með ýmsum hætti, ekki síst börnum og ungmennum. Til dæmis er áfengi viðurkenndur orsakaþáttur í 16% tilvika misnotkunar og vanrækslu gagnvart börnum. Í Þýskalandi fjölgaði komum barna og ungmenna á neyðarmóttökur um 170% á árunum 2000-2008 og áfengi er orsakavaldur 7,4% í örorku og ótímabærum dauða í ríkjum Evrópusambandsins. Framboð, aðgengi og ósvífin markaðssetning á áfengi gengur gegn mörgum ákvæðum sáttmálans og hefur áhrif á okkar ungmenni.Gífurlegur þrýstingur Það er t.d. ekki spurning með stærstan hluta um hvort, heldur hvenær, börnin okkar byrja að neyta áfengis. Þau verða fyrir gífurlegum þrýstingi frá samfélaginu, þrýstingi sem haldið er uppi af hinum fullorðnu, m.a. með auglýsingum og annarri markaðssetningu áfengisframleiðenda og seljenda áfengis. Þetta er bein ógn við sjálfsákvörðunarrétt og sjálfsvirðingu barna og ungmenna. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir þessu, sem marka má af því að 77% Evrópubúa styðja bann á áfengisauglýsingum, áróðri og annarri markaðssetningu áfengis gagnvart ungu fólki. Þrátt fyrir það láta stjórnmálamenn hjá líða að verja sjálfsagðan rétt barna og ungmenna til sjálfstæðrar ákvarðanatöku með því að banna afdráttarlaust áfengisauglýsingar og áfengistengdan áróður og tryggja að lögum sé framfylgt. Við þurfum að vernda mannréttindi barna og ungmenna í verki og gera betur í því að skapa þeim áfengislaust umhverfi og veita þeim frelsi til sjálfstæðis, þroska og heilbrigðs lífs. Markmið okkar í IOGT er lýðræðislegt samfélag, friðvænlegur heimur án áfengis og annarra vímuefna þar sem hver og einn fær notið sín. Hvít jól, hvítir dagar eru andstæða þeirra daga þegar börn upplifa neyslu í sínu umhverfi, oftast á rauðum dögum. Átakið má skoða nánar á www.hvitjol.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hugur okkar leitar að góðum gildum í aðdraganda jóla. Hugurinn leitar til þeirra sem um allan heim beita sér fyrir friðsamlegri baráttu fyrir grundvallarmannréttindum. Þó að baráttan sé mikilvæg, ekki síst fyrir börn og ungmenni úti í heimi, er nauðsynlegt að við missum ekki sjónar á málum sem gerast í okkar eigin samfélagi. Okkur hættir til þess að tengja baráttu fyrir mannréttindum þróunarlöndum eða einræðisríkjum en miklu síður aðstæðum í eigin landi og öðrum vestrænum ríkjum. Það getur á vissan hátt verið þægilegt að líta ekki í eigin barm, en sannleikurinn er sá, að á hverjum degi brjótum við mannréttindi, m.a. á eigin börnum. Það gerist á götum úti, inni á heimilum og einnig í svefnherbergjum barna. Stundum án þess að við leiðum hugann að því. Vinnuhópur á vegum alþjóðlegu ungmennasamtakanna Active fór nýlega yfir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálann sem á honum byggir og komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt a.m.k. fimmtán greinum sáttmálans er brotið á rétti barna hvað varðar neyslu áfengis. Rétti sem oft virðist hunsaður í stefnumörkun og ákvörðunum stjórnvalda. Rannsóknir sýna að neysla áfengis veldur öðrum en neytendunum sjálfum tjón með ýmsum hætti, ekki síst börnum og ungmennum. Til dæmis er áfengi viðurkenndur orsakaþáttur í 16% tilvika misnotkunar og vanrækslu gagnvart börnum. Í Þýskalandi fjölgaði komum barna og ungmenna á neyðarmóttökur um 170% á árunum 2000-2008 og áfengi er orsakavaldur 7,4% í örorku og ótímabærum dauða í ríkjum Evrópusambandsins. Framboð, aðgengi og ósvífin markaðssetning á áfengi gengur gegn mörgum ákvæðum sáttmálans og hefur áhrif á okkar ungmenni.Gífurlegur þrýstingur Það er t.d. ekki spurning með stærstan hluta um hvort, heldur hvenær, börnin okkar byrja að neyta áfengis. Þau verða fyrir gífurlegum þrýstingi frá samfélaginu, þrýstingi sem haldið er uppi af hinum fullorðnu, m.a. með auglýsingum og annarri markaðssetningu áfengisframleiðenda og seljenda áfengis. Þetta er bein ógn við sjálfsákvörðunarrétt og sjálfsvirðingu barna og ungmenna. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir þessu, sem marka má af því að 77% Evrópubúa styðja bann á áfengisauglýsingum, áróðri og annarri markaðssetningu áfengis gagnvart ungu fólki. Þrátt fyrir það láta stjórnmálamenn hjá líða að verja sjálfsagðan rétt barna og ungmenna til sjálfstæðrar ákvarðanatöku með því að banna afdráttarlaust áfengisauglýsingar og áfengistengdan áróður og tryggja að lögum sé framfylgt. Við þurfum að vernda mannréttindi barna og ungmenna í verki og gera betur í því að skapa þeim áfengislaust umhverfi og veita þeim frelsi til sjálfstæðis, þroska og heilbrigðs lífs. Markmið okkar í IOGT er lýðræðislegt samfélag, friðvænlegur heimur án áfengis og annarra vímuefna þar sem hver og einn fær notið sín. Hvít jól, hvítir dagar eru andstæða þeirra daga þegar börn upplifa neyslu í sínu umhverfi, oftast á rauðum dögum. Átakið má skoða nánar á www.hvitjol.is
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun