Barna jóla hvað? Aðalsteinn Gunnarsson skrifar 11. desember 2014 00:00 Hugur okkar leitar að góðum gildum í aðdraganda jóla. Hugurinn leitar til þeirra sem um allan heim beita sér fyrir friðsamlegri baráttu fyrir grundvallarmannréttindum. Þó að baráttan sé mikilvæg, ekki síst fyrir börn og ungmenni úti í heimi, er nauðsynlegt að við missum ekki sjónar á málum sem gerast í okkar eigin samfélagi. Okkur hættir til þess að tengja baráttu fyrir mannréttindum þróunarlöndum eða einræðisríkjum en miklu síður aðstæðum í eigin landi og öðrum vestrænum ríkjum. Það getur á vissan hátt verið þægilegt að líta ekki í eigin barm, en sannleikurinn er sá, að á hverjum degi brjótum við mannréttindi, m.a. á eigin börnum. Það gerist á götum úti, inni á heimilum og einnig í svefnherbergjum barna. Stundum án þess að við leiðum hugann að því. Vinnuhópur á vegum alþjóðlegu ungmennasamtakanna Active fór nýlega yfir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálann sem á honum byggir og komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt a.m.k. fimmtán greinum sáttmálans er brotið á rétti barna hvað varðar neyslu áfengis. Rétti sem oft virðist hunsaður í stefnumörkun og ákvörðunum stjórnvalda. Rannsóknir sýna að neysla áfengis veldur öðrum en neytendunum sjálfum tjón með ýmsum hætti, ekki síst börnum og ungmennum. Til dæmis er áfengi viðurkenndur orsakaþáttur í 16% tilvika misnotkunar og vanrækslu gagnvart börnum. Í Þýskalandi fjölgaði komum barna og ungmenna á neyðarmóttökur um 170% á árunum 2000-2008 og áfengi er orsakavaldur 7,4% í örorku og ótímabærum dauða í ríkjum Evrópusambandsins. Framboð, aðgengi og ósvífin markaðssetning á áfengi gengur gegn mörgum ákvæðum sáttmálans og hefur áhrif á okkar ungmenni.Gífurlegur þrýstingur Það er t.d. ekki spurning með stærstan hluta um hvort, heldur hvenær, börnin okkar byrja að neyta áfengis. Þau verða fyrir gífurlegum þrýstingi frá samfélaginu, þrýstingi sem haldið er uppi af hinum fullorðnu, m.a. með auglýsingum og annarri markaðssetningu áfengisframleiðenda og seljenda áfengis. Þetta er bein ógn við sjálfsákvörðunarrétt og sjálfsvirðingu barna og ungmenna. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir þessu, sem marka má af því að 77% Evrópubúa styðja bann á áfengisauglýsingum, áróðri og annarri markaðssetningu áfengis gagnvart ungu fólki. Þrátt fyrir það láta stjórnmálamenn hjá líða að verja sjálfsagðan rétt barna og ungmenna til sjálfstæðrar ákvarðanatöku með því að banna afdráttarlaust áfengisauglýsingar og áfengistengdan áróður og tryggja að lögum sé framfylgt. Við þurfum að vernda mannréttindi barna og ungmenna í verki og gera betur í því að skapa þeim áfengislaust umhverfi og veita þeim frelsi til sjálfstæðis, þroska og heilbrigðs lífs. Markmið okkar í IOGT er lýðræðislegt samfélag, friðvænlegur heimur án áfengis og annarra vímuefna þar sem hver og einn fær notið sín. Hvít jól, hvítir dagar eru andstæða þeirra daga þegar börn upplifa neyslu í sínu umhverfi, oftast á rauðum dögum. Átakið má skoða nánar á www.hvitjol.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Hugur okkar leitar að góðum gildum í aðdraganda jóla. Hugurinn leitar til þeirra sem um allan heim beita sér fyrir friðsamlegri baráttu fyrir grundvallarmannréttindum. Þó að baráttan sé mikilvæg, ekki síst fyrir börn og ungmenni úti í heimi, er nauðsynlegt að við missum ekki sjónar á málum sem gerast í okkar eigin samfélagi. Okkur hættir til þess að tengja baráttu fyrir mannréttindum þróunarlöndum eða einræðisríkjum en miklu síður aðstæðum í eigin landi og öðrum vestrænum ríkjum. Það getur á vissan hátt verið þægilegt að líta ekki í eigin barm, en sannleikurinn er sá, að á hverjum degi brjótum við mannréttindi, m.a. á eigin börnum. Það gerist á götum úti, inni á heimilum og einnig í svefnherbergjum barna. Stundum án þess að við leiðum hugann að því. Vinnuhópur á vegum alþjóðlegu ungmennasamtakanna Active fór nýlega yfir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálann sem á honum byggir og komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt a.m.k. fimmtán greinum sáttmálans er brotið á rétti barna hvað varðar neyslu áfengis. Rétti sem oft virðist hunsaður í stefnumörkun og ákvörðunum stjórnvalda. Rannsóknir sýna að neysla áfengis veldur öðrum en neytendunum sjálfum tjón með ýmsum hætti, ekki síst börnum og ungmennum. Til dæmis er áfengi viðurkenndur orsakaþáttur í 16% tilvika misnotkunar og vanrækslu gagnvart börnum. Í Þýskalandi fjölgaði komum barna og ungmenna á neyðarmóttökur um 170% á árunum 2000-2008 og áfengi er orsakavaldur 7,4% í örorku og ótímabærum dauða í ríkjum Evrópusambandsins. Framboð, aðgengi og ósvífin markaðssetning á áfengi gengur gegn mörgum ákvæðum sáttmálans og hefur áhrif á okkar ungmenni.Gífurlegur þrýstingur Það er t.d. ekki spurning með stærstan hluta um hvort, heldur hvenær, börnin okkar byrja að neyta áfengis. Þau verða fyrir gífurlegum þrýstingi frá samfélaginu, þrýstingi sem haldið er uppi af hinum fullorðnu, m.a. með auglýsingum og annarri markaðssetningu áfengisframleiðenda og seljenda áfengis. Þetta er bein ógn við sjálfsákvörðunarrétt og sjálfsvirðingu barna og ungmenna. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir þessu, sem marka má af því að 77% Evrópubúa styðja bann á áfengisauglýsingum, áróðri og annarri markaðssetningu áfengis gagnvart ungu fólki. Þrátt fyrir það láta stjórnmálamenn hjá líða að verja sjálfsagðan rétt barna og ungmenna til sjálfstæðrar ákvarðanatöku með því að banna afdráttarlaust áfengisauglýsingar og áfengistengdan áróður og tryggja að lögum sé framfylgt. Við þurfum að vernda mannréttindi barna og ungmenna í verki og gera betur í því að skapa þeim áfengislaust umhverfi og veita þeim frelsi til sjálfstæðis, þroska og heilbrigðs lífs. Markmið okkar í IOGT er lýðræðislegt samfélag, friðvænlegur heimur án áfengis og annarra vímuefna þar sem hver og einn fær notið sín. Hvít jól, hvítir dagar eru andstæða þeirra daga þegar börn upplifa neyslu í sínu umhverfi, oftast á rauðum dögum. Átakið má skoða nánar á www.hvitjol.is
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun