Barna jóla hvað? Aðalsteinn Gunnarsson skrifar 11. desember 2014 00:00 Hugur okkar leitar að góðum gildum í aðdraganda jóla. Hugurinn leitar til þeirra sem um allan heim beita sér fyrir friðsamlegri baráttu fyrir grundvallarmannréttindum. Þó að baráttan sé mikilvæg, ekki síst fyrir börn og ungmenni úti í heimi, er nauðsynlegt að við missum ekki sjónar á málum sem gerast í okkar eigin samfélagi. Okkur hættir til þess að tengja baráttu fyrir mannréttindum þróunarlöndum eða einræðisríkjum en miklu síður aðstæðum í eigin landi og öðrum vestrænum ríkjum. Það getur á vissan hátt verið þægilegt að líta ekki í eigin barm, en sannleikurinn er sá, að á hverjum degi brjótum við mannréttindi, m.a. á eigin börnum. Það gerist á götum úti, inni á heimilum og einnig í svefnherbergjum barna. Stundum án þess að við leiðum hugann að því. Vinnuhópur á vegum alþjóðlegu ungmennasamtakanna Active fór nýlega yfir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálann sem á honum byggir og komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt a.m.k. fimmtán greinum sáttmálans er brotið á rétti barna hvað varðar neyslu áfengis. Rétti sem oft virðist hunsaður í stefnumörkun og ákvörðunum stjórnvalda. Rannsóknir sýna að neysla áfengis veldur öðrum en neytendunum sjálfum tjón með ýmsum hætti, ekki síst börnum og ungmennum. Til dæmis er áfengi viðurkenndur orsakaþáttur í 16% tilvika misnotkunar og vanrækslu gagnvart börnum. Í Þýskalandi fjölgaði komum barna og ungmenna á neyðarmóttökur um 170% á árunum 2000-2008 og áfengi er orsakavaldur 7,4% í örorku og ótímabærum dauða í ríkjum Evrópusambandsins. Framboð, aðgengi og ósvífin markaðssetning á áfengi gengur gegn mörgum ákvæðum sáttmálans og hefur áhrif á okkar ungmenni.Gífurlegur þrýstingur Það er t.d. ekki spurning með stærstan hluta um hvort, heldur hvenær, börnin okkar byrja að neyta áfengis. Þau verða fyrir gífurlegum þrýstingi frá samfélaginu, þrýstingi sem haldið er uppi af hinum fullorðnu, m.a. með auglýsingum og annarri markaðssetningu áfengisframleiðenda og seljenda áfengis. Þetta er bein ógn við sjálfsákvörðunarrétt og sjálfsvirðingu barna og ungmenna. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir þessu, sem marka má af því að 77% Evrópubúa styðja bann á áfengisauglýsingum, áróðri og annarri markaðssetningu áfengis gagnvart ungu fólki. Þrátt fyrir það láta stjórnmálamenn hjá líða að verja sjálfsagðan rétt barna og ungmenna til sjálfstæðrar ákvarðanatöku með því að banna afdráttarlaust áfengisauglýsingar og áfengistengdan áróður og tryggja að lögum sé framfylgt. Við þurfum að vernda mannréttindi barna og ungmenna í verki og gera betur í því að skapa þeim áfengislaust umhverfi og veita þeim frelsi til sjálfstæðis, þroska og heilbrigðs lífs. Markmið okkar í IOGT er lýðræðislegt samfélag, friðvænlegur heimur án áfengis og annarra vímuefna þar sem hver og einn fær notið sín. Hvít jól, hvítir dagar eru andstæða þeirra daga þegar börn upplifa neyslu í sínu umhverfi, oftast á rauðum dögum. Átakið má skoða nánar á www.hvitjol.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Hugur okkar leitar að góðum gildum í aðdraganda jóla. Hugurinn leitar til þeirra sem um allan heim beita sér fyrir friðsamlegri baráttu fyrir grundvallarmannréttindum. Þó að baráttan sé mikilvæg, ekki síst fyrir börn og ungmenni úti í heimi, er nauðsynlegt að við missum ekki sjónar á málum sem gerast í okkar eigin samfélagi. Okkur hættir til þess að tengja baráttu fyrir mannréttindum þróunarlöndum eða einræðisríkjum en miklu síður aðstæðum í eigin landi og öðrum vestrænum ríkjum. Það getur á vissan hátt verið þægilegt að líta ekki í eigin barm, en sannleikurinn er sá, að á hverjum degi brjótum við mannréttindi, m.a. á eigin börnum. Það gerist á götum úti, inni á heimilum og einnig í svefnherbergjum barna. Stundum án þess að við leiðum hugann að því. Vinnuhópur á vegum alþjóðlegu ungmennasamtakanna Active fór nýlega yfir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Barnasáttmálann sem á honum byggir og komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt a.m.k. fimmtán greinum sáttmálans er brotið á rétti barna hvað varðar neyslu áfengis. Rétti sem oft virðist hunsaður í stefnumörkun og ákvörðunum stjórnvalda. Rannsóknir sýna að neysla áfengis veldur öðrum en neytendunum sjálfum tjón með ýmsum hætti, ekki síst börnum og ungmennum. Til dæmis er áfengi viðurkenndur orsakaþáttur í 16% tilvika misnotkunar og vanrækslu gagnvart börnum. Í Þýskalandi fjölgaði komum barna og ungmenna á neyðarmóttökur um 170% á árunum 2000-2008 og áfengi er orsakavaldur 7,4% í örorku og ótímabærum dauða í ríkjum Evrópusambandsins. Framboð, aðgengi og ósvífin markaðssetning á áfengi gengur gegn mörgum ákvæðum sáttmálans og hefur áhrif á okkar ungmenni.Gífurlegur þrýstingur Það er t.d. ekki spurning með stærstan hluta um hvort, heldur hvenær, börnin okkar byrja að neyta áfengis. Þau verða fyrir gífurlegum þrýstingi frá samfélaginu, þrýstingi sem haldið er uppi af hinum fullorðnu, m.a. með auglýsingum og annarri markaðssetningu áfengisframleiðenda og seljenda áfengis. Þetta er bein ógn við sjálfsákvörðunarrétt og sjálfsvirðingu barna og ungmenna. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir þessu, sem marka má af því að 77% Evrópubúa styðja bann á áfengisauglýsingum, áróðri og annarri markaðssetningu áfengis gagnvart ungu fólki. Þrátt fyrir það láta stjórnmálamenn hjá líða að verja sjálfsagðan rétt barna og ungmenna til sjálfstæðrar ákvarðanatöku með því að banna afdráttarlaust áfengisauglýsingar og áfengistengdan áróður og tryggja að lögum sé framfylgt. Við þurfum að vernda mannréttindi barna og ungmenna í verki og gera betur í því að skapa þeim áfengislaust umhverfi og veita þeim frelsi til sjálfstæðis, þroska og heilbrigðs lífs. Markmið okkar í IOGT er lýðræðislegt samfélag, friðvænlegur heimur án áfengis og annarra vímuefna þar sem hver og einn fær notið sín. Hvít jól, hvítir dagar eru andstæða þeirra daga þegar börn upplifa neyslu í sínu umhverfi, oftast á rauðum dögum. Átakið má skoða nánar á www.hvitjol.is
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar