Vegna verkfalla lækna og skurðlækna Elín Blöndal skrifar 9. desember 2014 07:00 Nú er liðið vel á annan mánuð síðan læknar og skurðlæknar hófu verkfallsaðgerðir sínar sem enn standa yfir. Hvernig stendur á því að ríkisvaldið hefur ekki komið með neitt raunverulegt útspil til að leysa þessa deilu? Rætt er um að kaupkröfur lækna séu allt of háar og muni setja af stað launaskrið annarra stétta. Ljóst er þó að deilan verður ekki leyst nema komið verði að einhverju leyti til móts við þær kröfur. Eru stjórnvöld tilbúin að leggja til fjármagn svo það megi verða, eða ekki? Þögn ráðamanna varðandi þetta er í rauninni óskiljanleg. Hvað með kjarasamningsumhverfi lækna, vinnutíma, vinnuskilyrði og stjórnun? Geta úrbætur á þessum atriðum eða öðrum liðkað fyrir úrlausn deilunnar til viðbótar við launahækkanir? Við skulum ekki gleyma því að ríkisvaldið gegnir hér tvíþættu hlutverki, annars vegar sem samningsaðili lækna og hins vegar sem sá aðili sem á að tryggja landsmönnum mannsæmandi heilbrigðisþjónustu. Af þeim fréttum sem almenningur hefur fengið af læknadeilunni er ekki að sjá að raunhæfar lausnir hafi verið lagðar fram af hálfu ríkisins sem samningsaðila.Grundvallarábyrgð Þegar sjómenn fara í verkfall hefur það þótt mjög alvarlegt mál og ríkisvaldið almennt verið tilbúið að grípa til lagasetningar. Þetta hefur verið gert með vísan til almannahagsmuna þrátt fyrir að fyrir liggi að alþjóðastofnanir á borð við Alþjóðavinnumálastofnunina (ILO) og Evrópuráðið samþykki ekki lagasetningu sem stöðvar verkföll við slíkar aðstæður. Inngrip löggjafans í læknaverkföllin (með lagasetningu sem myndi stöðva þau) eru ekki raunhæf leið við þær aðstæður sem nú eru uppi, þrátt fyrir að slíkt væri mun réttlætanlegra heldur en þegar aðilar á borð við sjómenn og skipverja á Herjólfi eiga í hlut. Hér verða aðrar, kannski ekki eins einfaldar, lausnir að koma til. Ég er meðal þeirra sem lýsa yfir fullum stuðningi við lækna – en eins og fram hefur komið af þeirra hálfu er það grafalvarlegt mál að læknastéttin skuli nú í fyrsta skipti hafa nýtt sér verkfallsréttinn. Við viljum öll geta fengið þá nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu sem á þarf að halda, ekki síst þegar mikið liggur við. Sú þjónusta hlýtur alltaf að vera ríkisrekin að grunni til. Bæði stjórnvöld og forsvarsmenn lækna bera ábyrgð á því að leggja fram raunhæfar tillögur til lausnar kjaradeilunni. Stjórnvöld ein bera hins vegar grundvallarábyrgð á því að heilbrigðisþjónusta í landinu sé með eðlilegum hætti. Ætlar ríkisstjórnin samt bara að sitja hjá og láta verkföll lækna ganga áfram aðgerðalaust? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Nú er liðið vel á annan mánuð síðan læknar og skurðlæknar hófu verkfallsaðgerðir sínar sem enn standa yfir. Hvernig stendur á því að ríkisvaldið hefur ekki komið með neitt raunverulegt útspil til að leysa þessa deilu? Rætt er um að kaupkröfur lækna séu allt of háar og muni setja af stað launaskrið annarra stétta. Ljóst er þó að deilan verður ekki leyst nema komið verði að einhverju leyti til móts við þær kröfur. Eru stjórnvöld tilbúin að leggja til fjármagn svo það megi verða, eða ekki? Þögn ráðamanna varðandi þetta er í rauninni óskiljanleg. Hvað með kjarasamningsumhverfi lækna, vinnutíma, vinnuskilyrði og stjórnun? Geta úrbætur á þessum atriðum eða öðrum liðkað fyrir úrlausn deilunnar til viðbótar við launahækkanir? Við skulum ekki gleyma því að ríkisvaldið gegnir hér tvíþættu hlutverki, annars vegar sem samningsaðili lækna og hins vegar sem sá aðili sem á að tryggja landsmönnum mannsæmandi heilbrigðisþjónustu. Af þeim fréttum sem almenningur hefur fengið af læknadeilunni er ekki að sjá að raunhæfar lausnir hafi verið lagðar fram af hálfu ríkisins sem samningsaðila.Grundvallarábyrgð Þegar sjómenn fara í verkfall hefur það þótt mjög alvarlegt mál og ríkisvaldið almennt verið tilbúið að grípa til lagasetningar. Þetta hefur verið gert með vísan til almannahagsmuna þrátt fyrir að fyrir liggi að alþjóðastofnanir á borð við Alþjóðavinnumálastofnunina (ILO) og Evrópuráðið samþykki ekki lagasetningu sem stöðvar verkföll við slíkar aðstæður. Inngrip löggjafans í læknaverkföllin (með lagasetningu sem myndi stöðva þau) eru ekki raunhæf leið við þær aðstæður sem nú eru uppi, þrátt fyrir að slíkt væri mun réttlætanlegra heldur en þegar aðilar á borð við sjómenn og skipverja á Herjólfi eiga í hlut. Hér verða aðrar, kannski ekki eins einfaldar, lausnir að koma til. Ég er meðal þeirra sem lýsa yfir fullum stuðningi við lækna – en eins og fram hefur komið af þeirra hálfu er það grafalvarlegt mál að læknastéttin skuli nú í fyrsta skipti hafa nýtt sér verkfallsréttinn. Við viljum öll geta fengið þá nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu sem á þarf að halda, ekki síst þegar mikið liggur við. Sú þjónusta hlýtur alltaf að vera ríkisrekin að grunni til. Bæði stjórnvöld og forsvarsmenn lækna bera ábyrgð á því að leggja fram raunhæfar tillögur til lausnar kjaradeilunni. Stjórnvöld ein bera hins vegar grundvallarábyrgð á því að heilbrigðisþjónusta í landinu sé með eðlilegum hætti. Ætlar ríkisstjórnin samt bara að sitja hjá og láta verkföll lækna ganga áfram aðgerðalaust?
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar