Skoðun

Níu rauðar rósir

Bjarki Bjarnason skrifar
Á fullveldisdaginn voru 15 bækur tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum og óska ég höfundum þeirra til hamingju. Forlagið gefur út 60% bókanna eða níu talsins en framkvæmdastjóri þess er einnig formaður Félags íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) sem veitir verðlaunin. Hann stýrði athöfninni og afhenti sérhverjum höfundi blóm; það fannst mér undarleg stund, sami maðurinn sat beggja vegna borðsins, var bæði veitandi og þiggjandi og í raun að færa sjálfum sér viðurkenningar og níu rauðar rósir.

Þegar betur er að gáð kemur í ljós að formaður FÍBÚT er ekki eini stjórnarmaðurinn sem er tengdur Forlaginu. Varaformaðurinn er fyrrverandi starfsmaður þess, gjaldkerinn er ritstjóri þar á bæ og einn meðstjórnenda er í útgáfusamstarfi við fyrirtækið.

Stjórn FÍBÚT er ein af birtingarmyndum þess landslags sem blasir við á íslenskum bókamarkaði þar sem eitt fyrirtæki hefur náð markaðsráðandi stöðu. Margir fjölmiðlamenn, rithöfundar, bókaútgefendur og bókakaupmenn þekkja þessa mynd en fæstir þeirra kjósa að tjá sig um hana.




Skoðun

Sjá meira


×