„Tips“ á samfélagsmiðlum Álfrún Björt Øfjörð Agnarsdóttir skrifar 9. desember 2014 07:00 Þeir sem hafa verið virkir á samfélagsmiðlum á borð við Facebook hafa líklega orðið varir við hópana „Beautytips“ og „Sjomlatips“. Þessir hópar eru kynjaskiptir, þ.e.a.s. eingöngu kvenmönnum er heimilaður aðgangur í Beautytips og eingöngu karlmönnum í Sjomlatips. Þessir hópar byggjast á því að meðlimir þeirra fá ráðleggingar og bera fram spurningar til félaga/vinkvenna innan þeirra um allt mögulegt sem gæti varðað einstaklinginn. Meðlimir í Beautytips eru nú um 14.000 og Sjomlatips 9.000. Báðir hóparnir tóku sig til og settu af stað safnanir. Þær gengu út á það að meðlimir hópanna lögðu inn pening á reikning og rann sá peningur óskertur til Mæðrastyrksnefndar. Að nota fjöldann til góðs, líkt og í þessu tilfelli, finnst mér framúrskarandi og hafa hóparnir safnað um 1,2 milljónum króna samanlagt. Þrátt fyrir allt góðviljaða fólkið í þessum hópum eru nokkur skemmd ber í klasanum. Eftir að hafa séð myndasafnið sem meðlimir Sjomlatips hlóðu upp á samskiptamiðilinn Snapchat get ég ekki á mér setið. Þar voru birtar niðrandi myndir af fólki og hlutgerving kvenna gríðarleg. Allt gert í nafnleysi internetsins. Ég skil ekki hvað drífur þessa „sjomla“ til þess að niðurlægja konur með því að merkja myndir af þeim með orðunum „nauðgunarefni“ eða dreifa myndum af þeim sem voru augljóslega ætlaðar einungis einum aðila. Stúlkur undir lögaldri eru helstu fórnarlömb þessarar dreifingar og veldur mér miklu hugarangri. Hvers konar heimur er það sem samþykkir slíkan gjörning? Ég vil taka það sérstaklega fram að það eru ekki allir meðlimir hópsins sekir um þessa hegðun, heldur einungis hluti af hópnum sem hefur greinilega ekki skilning á almennri virðingu fyrir jafningjum sínum. Þessari hegðun verður að útrýma, sama hvort hún er af hendi karla eða kvenna. Þar sem þetta er vandamál sem bæði kynin þurfa að takast á við tel ég kynjaskiptingu þessara hópa óþarfa, en það er hins vegar efni í aðra grein. Vegna fjölda meðlima í hópunum, Sjomlatips og Beautytips, hafa þeir grundvöll til að útrýma þessari hegðun og efla virðingu fyrir náunganum. Þeir hafa sýnt fram á að með því að leggjast á eitt er hægt að gera gott í krafti fjöldans, er ekki betra að sýna samstöðu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa verið virkir á samfélagsmiðlum á borð við Facebook hafa líklega orðið varir við hópana „Beautytips“ og „Sjomlatips“. Þessir hópar eru kynjaskiptir, þ.e.a.s. eingöngu kvenmönnum er heimilaður aðgangur í Beautytips og eingöngu karlmönnum í Sjomlatips. Þessir hópar byggjast á því að meðlimir þeirra fá ráðleggingar og bera fram spurningar til félaga/vinkvenna innan þeirra um allt mögulegt sem gæti varðað einstaklinginn. Meðlimir í Beautytips eru nú um 14.000 og Sjomlatips 9.000. Báðir hóparnir tóku sig til og settu af stað safnanir. Þær gengu út á það að meðlimir hópanna lögðu inn pening á reikning og rann sá peningur óskertur til Mæðrastyrksnefndar. Að nota fjöldann til góðs, líkt og í þessu tilfelli, finnst mér framúrskarandi og hafa hóparnir safnað um 1,2 milljónum króna samanlagt. Þrátt fyrir allt góðviljaða fólkið í þessum hópum eru nokkur skemmd ber í klasanum. Eftir að hafa séð myndasafnið sem meðlimir Sjomlatips hlóðu upp á samskiptamiðilinn Snapchat get ég ekki á mér setið. Þar voru birtar niðrandi myndir af fólki og hlutgerving kvenna gríðarleg. Allt gert í nafnleysi internetsins. Ég skil ekki hvað drífur þessa „sjomla“ til þess að niðurlægja konur með því að merkja myndir af þeim með orðunum „nauðgunarefni“ eða dreifa myndum af þeim sem voru augljóslega ætlaðar einungis einum aðila. Stúlkur undir lögaldri eru helstu fórnarlömb þessarar dreifingar og veldur mér miklu hugarangri. Hvers konar heimur er það sem samþykkir slíkan gjörning? Ég vil taka það sérstaklega fram að það eru ekki allir meðlimir hópsins sekir um þessa hegðun, heldur einungis hluti af hópnum sem hefur greinilega ekki skilning á almennri virðingu fyrir jafningjum sínum. Þessari hegðun verður að útrýma, sama hvort hún er af hendi karla eða kvenna. Þar sem þetta er vandamál sem bæði kynin þurfa að takast á við tel ég kynjaskiptingu þessara hópa óþarfa, en það er hins vegar efni í aðra grein. Vegna fjölda meðlima í hópunum, Sjomlatips og Beautytips, hafa þeir grundvöll til að útrýma þessari hegðun og efla virðingu fyrir náunganum. Þeir hafa sýnt fram á að með því að leggjast á eitt er hægt að gera gott í krafti fjöldans, er ekki betra að sýna samstöðu?
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar