Leiðréttingin bara að hluta til örorkuþega Sveinn Arnarsson skrifar 8. desember 2014 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson kynntu frumvarp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingar. Fréttablaðið/valli Örorkulífeyrisþegar geta ekki nýtt sér úrræði ríkisstjórnarinnar um að nota hluta tekna sinna skattfrjálst inn á höfuðstól fasteignaveðlána sinna. Það úrræði ríkisstjórnarinnar að veita landsmönnum heimild til að færa séreignasparnað sinn inn á höfuðstól fasteignalána nýtist aðeins þeim sem eru á vinnumarkaði. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, telur að ekki ríki jafnræði milli þeirra sem vilja greiða í séreignasparnað, hvort sem þeir eru örorkubótum eða ekki. Hann telur að lögin hafi ekki verið hugsuð nógu langt til þess að gæta jafnræðis á meðal allra aðila.Bergur Þorri Benjamínsson„Að mínu mati á ekki að banna örorkulífeyrisþegum að greiða að hámarki 4 prósent tekna sinna í séreignasparnað vilji þeir það. Við erum heldur ekki að fara fram á mótframlag, heldur aðeins að við getum nýtt okkur þetta úrræði,“ segir Bergur Þorri. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar til skuldaniðurfellingar verðtryggðra húsnæðisskulda eru tvíþættar. Annars vegar er niðurfærslan sjálf og einnig heimild til að nota séreignasparnað sinn inn á húsnæðislán. Heimilt er upp að vissu hámarki að ráðstafa greiddum viðbótarlífeyrissparnaði til að greiða inn á höfuðstól veðlána sem tekin voru vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Heimildin nær bæði til eigin framlags launþega og framlags launagreiðanda. Greiðslur í séreignasjóði eiga alfarið að fara í gegnum launagreiðanda og ekki er hægt að greiða sjálfur í séreignasjóð og færa til frádráttar frá tekjustofni. Tryggingastofnun greiðir út lífeyrisgreiðslur og samkvæmt lögum eru greiðslur Tryggingastofnunar ekki laun. Því er ekki hægt að greiða í séreignasjóði af örorkugreiðslum. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun áttu 8.823 örorkulífeyrisþegar fasteign í desember árið 2013. Því er hér um nokkurn fjölda einstaklinga að ræða sem nær ekki að nýta sér þetta úrræði ríkisstjórnarinnar. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Örorkulífeyrisþegar geta ekki nýtt sér úrræði ríkisstjórnarinnar um að nota hluta tekna sinna skattfrjálst inn á höfuðstól fasteignaveðlána sinna. Það úrræði ríkisstjórnarinnar að veita landsmönnum heimild til að færa séreignasparnað sinn inn á höfuðstól fasteignalána nýtist aðeins þeim sem eru á vinnumarkaði. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar, telur að ekki ríki jafnræði milli þeirra sem vilja greiða í séreignasparnað, hvort sem þeir eru örorkubótum eða ekki. Hann telur að lögin hafi ekki verið hugsuð nógu langt til þess að gæta jafnræðis á meðal allra aðila.Bergur Þorri Benjamínsson„Að mínu mati á ekki að banna örorkulífeyrisþegum að greiða að hámarki 4 prósent tekna sinna í séreignasparnað vilji þeir það. Við erum heldur ekki að fara fram á mótframlag, heldur aðeins að við getum nýtt okkur þetta úrræði,“ segir Bergur Þorri. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar til skuldaniðurfellingar verðtryggðra húsnæðisskulda eru tvíþættar. Annars vegar er niðurfærslan sjálf og einnig heimild til að nota séreignasparnað sinn inn á húsnæðislán. Heimilt er upp að vissu hámarki að ráðstafa greiddum viðbótarlífeyrissparnaði til að greiða inn á höfuðstól veðlána sem tekin voru vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota. Heimildin nær bæði til eigin framlags launþega og framlags launagreiðanda. Greiðslur í séreignasjóði eiga alfarið að fara í gegnum launagreiðanda og ekki er hægt að greiða sjálfur í séreignasjóð og færa til frádráttar frá tekjustofni. Tryggingastofnun greiðir út lífeyrisgreiðslur og samkvæmt lögum eru greiðslur Tryggingastofnunar ekki laun. Því er ekki hægt að greiða í séreignasjóði af örorkugreiðslum. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun áttu 8.823 örorkulífeyrisþegar fasteign í desember árið 2013. Því er hér um nokkurn fjölda einstaklinga að ræða sem nær ekki að nýta sér þetta úrræði ríkisstjórnarinnar.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira