Mórallinn hrundi Sigurjón M. Egilsson skrifar 6. desember 2014 07:00 Í fyrstu virtist val Bjarna Benediktssonar á eftirmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra vera snilldarbragð. Útlit var fyrir að hann hefði slegið vopnin úr höndum allra þeirra þingmanna, sem gengu með ráðherrann í maganum, þegar hann fól Ólöfu Nordal að gegna embættinu. Rykið settist fljótt og þá kom í ljós, bæði í opinberum viðbrögðum og prívatsamtölum, að það ólgar innan þingflokksins. Kastljósið er skyndilega komið á innanbúðarmál Sjálfstæðisflokksins og einkum þingflokksins. Engum hefur dulist að Bjarni hefur haft góð tök á sínu fólki, sínum flokki og þingmönnunum. Hann hefur verið óskoraður fyrirliði síns liðs. Það kann að hafa breyst. Takist honum ekki að lægja öldurnar er allt eins víst að ósættið aukist. Það er grínlaust að hafa þrjá eða fjóra þingmenn, í ekki fjölmennari hópi, sem eru ósáttir og telja eigin framgang átt að hafa orðið meiri en hann hefur orðið. Fólk er í fýlu. Og því fylgir vandi. Mál Hönnu Birnu ætlar að reynast erfitt, fyrir hana og fyrir Bjarna. Það losnaði eitt ráðherraembætti og hið minnsta fjórir þingmenn flokksins töldu sig albúna til verksins. Og eflaust voru þau hvert og eitt ágætir kandídatar í embættið. Það eitt að Bjarni kaus að leita út fyrir þingflokkinn er eitt. Annað er hvað hann sagði við fjölmiðla eftir að hafa afráðið að Ólöf Nordal tæki við embættinu. „Þetta er vandasöm ákvörðun sem ég stóð frammi fyrir. Fyrst og fremst vildi ég fá einstakling sem nyti óskoraðs trausts okkar sjálfstæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okkur enda var hún á þingi með okkur allt fram á síðasta ár.“ Þessi orð Bjarna fóru þversum í marga. Auðvitað telja þingmenn flokksins að þeir njóti óskoraðs trausts flokksmanna. Af lestri Morgunblaðsins, en afstaða þess er talin skipta máli, er ekki hægt að sjá að blaðið fagni ákvörðun formannsins, en blaðið hefur greinilega ekkert á móti skipan Ólafar. Mogginn kinkar kolli. Gefur samþykki sitt. Ólöf Nordal var áberandi þingmaður, þann tíma sem hún sat á þingi, og segja má að það hafi munað um minna. Ólöf segir sjálf að þótt hún setjist nú í ráðherrastól, án þess að vera kjörin til þings, sé alls ekki víst að það merki nýtt upphaf, að hún muni sækjast eftir kjöri til þings í næstu kosningum. Þegar ljóst varð að Ólöf yrði ráðherra fannst mörgum blasa við að Bjarni væri þar að velja næsta varaformann, að Ólöf myndi í framhaldinu sækjast eftir að verða aftur kjörin varaformaður flokksins, þar sem staða Hönnu Birnu er veik, hið minnsta þessa stundina, hvað sem verður. Bjarni hefur ekki leyst vanda innan flokksins. Hann átti fáa góða kosti, kannski engan. Hann hefur hið minnsta sýnt okkur að það gengur á ýmsu innan flokks og milli þingmannanna. Einn er örugglega sigurvegari þessa alls. Einar K. Guðfinnsson las rétt í stöðuna og kaus, þrátt fyrir eftirgang Bjarna, að sitja áfram sem forseti þingsins. Stjórnarandstæðingar hafa keppst við að fagna ákvörðun hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrstu virtist val Bjarna Benediktssonar á eftirmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra vera snilldarbragð. Útlit var fyrir að hann hefði slegið vopnin úr höndum allra þeirra þingmanna, sem gengu með ráðherrann í maganum, þegar hann fól Ólöfu Nordal að gegna embættinu. Rykið settist fljótt og þá kom í ljós, bæði í opinberum viðbrögðum og prívatsamtölum, að það ólgar innan þingflokksins. Kastljósið er skyndilega komið á innanbúðarmál Sjálfstæðisflokksins og einkum þingflokksins. Engum hefur dulist að Bjarni hefur haft góð tök á sínu fólki, sínum flokki og þingmönnunum. Hann hefur verið óskoraður fyrirliði síns liðs. Það kann að hafa breyst. Takist honum ekki að lægja öldurnar er allt eins víst að ósættið aukist. Það er grínlaust að hafa þrjá eða fjóra þingmenn, í ekki fjölmennari hópi, sem eru ósáttir og telja eigin framgang átt að hafa orðið meiri en hann hefur orðið. Fólk er í fýlu. Og því fylgir vandi. Mál Hönnu Birnu ætlar að reynast erfitt, fyrir hana og fyrir Bjarna. Það losnaði eitt ráðherraembætti og hið minnsta fjórir þingmenn flokksins töldu sig albúna til verksins. Og eflaust voru þau hvert og eitt ágætir kandídatar í embættið. Það eitt að Bjarni kaus að leita út fyrir þingflokkinn er eitt. Annað er hvað hann sagði við fjölmiðla eftir að hafa afráðið að Ólöf Nordal tæki við embættinu. „Þetta er vandasöm ákvörðun sem ég stóð frammi fyrir. Fyrst og fremst vildi ég fá einstakling sem nyti óskoraðs trausts okkar sjálfstæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okkur enda var hún á þingi með okkur allt fram á síðasta ár.“ Þessi orð Bjarna fóru þversum í marga. Auðvitað telja þingmenn flokksins að þeir njóti óskoraðs trausts flokksmanna. Af lestri Morgunblaðsins, en afstaða þess er talin skipta máli, er ekki hægt að sjá að blaðið fagni ákvörðun formannsins, en blaðið hefur greinilega ekkert á móti skipan Ólafar. Mogginn kinkar kolli. Gefur samþykki sitt. Ólöf Nordal var áberandi þingmaður, þann tíma sem hún sat á þingi, og segja má að það hafi munað um minna. Ólöf segir sjálf að þótt hún setjist nú í ráðherrastól, án þess að vera kjörin til þings, sé alls ekki víst að það merki nýtt upphaf, að hún muni sækjast eftir kjöri til þings í næstu kosningum. Þegar ljóst varð að Ólöf yrði ráðherra fannst mörgum blasa við að Bjarni væri þar að velja næsta varaformann, að Ólöf myndi í framhaldinu sækjast eftir að verða aftur kjörin varaformaður flokksins, þar sem staða Hönnu Birnu er veik, hið minnsta þessa stundina, hvað sem verður. Bjarni hefur ekki leyst vanda innan flokksins. Hann átti fáa góða kosti, kannski engan. Hann hefur hið minnsta sýnt okkur að það gengur á ýmsu innan flokks og milli þingmannanna. Einn er örugglega sigurvegari þessa alls. Einar K. Guðfinnsson las rétt í stöðuna og kaus, þrátt fyrir eftirgang Bjarna, að sitja áfram sem forseti þingsins. Stjórnarandstæðingar hafa keppst við að fagna ákvörðun hans.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun