Mórallinn hrundi Sigurjón M. Egilsson skrifar 6. desember 2014 07:00 Í fyrstu virtist val Bjarna Benediktssonar á eftirmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra vera snilldarbragð. Útlit var fyrir að hann hefði slegið vopnin úr höndum allra þeirra þingmanna, sem gengu með ráðherrann í maganum, þegar hann fól Ólöfu Nordal að gegna embættinu. Rykið settist fljótt og þá kom í ljós, bæði í opinberum viðbrögðum og prívatsamtölum, að það ólgar innan þingflokksins. Kastljósið er skyndilega komið á innanbúðarmál Sjálfstæðisflokksins og einkum þingflokksins. Engum hefur dulist að Bjarni hefur haft góð tök á sínu fólki, sínum flokki og þingmönnunum. Hann hefur verið óskoraður fyrirliði síns liðs. Það kann að hafa breyst. Takist honum ekki að lægja öldurnar er allt eins víst að ósættið aukist. Það er grínlaust að hafa þrjá eða fjóra þingmenn, í ekki fjölmennari hópi, sem eru ósáttir og telja eigin framgang átt að hafa orðið meiri en hann hefur orðið. Fólk er í fýlu. Og því fylgir vandi. Mál Hönnu Birnu ætlar að reynast erfitt, fyrir hana og fyrir Bjarna. Það losnaði eitt ráðherraembætti og hið minnsta fjórir þingmenn flokksins töldu sig albúna til verksins. Og eflaust voru þau hvert og eitt ágætir kandídatar í embættið. Það eitt að Bjarni kaus að leita út fyrir þingflokkinn er eitt. Annað er hvað hann sagði við fjölmiðla eftir að hafa afráðið að Ólöf Nordal tæki við embættinu. „Þetta er vandasöm ákvörðun sem ég stóð frammi fyrir. Fyrst og fremst vildi ég fá einstakling sem nyti óskoraðs trausts okkar sjálfstæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okkur enda var hún á þingi með okkur allt fram á síðasta ár.“ Þessi orð Bjarna fóru þversum í marga. Auðvitað telja þingmenn flokksins að þeir njóti óskoraðs trausts flokksmanna. Af lestri Morgunblaðsins, en afstaða þess er talin skipta máli, er ekki hægt að sjá að blaðið fagni ákvörðun formannsins, en blaðið hefur greinilega ekkert á móti skipan Ólafar. Mogginn kinkar kolli. Gefur samþykki sitt. Ólöf Nordal var áberandi þingmaður, þann tíma sem hún sat á þingi, og segja má að það hafi munað um minna. Ólöf segir sjálf að þótt hún setjist nú í ráðherrastól, án þess að vera kjörin til þings, sé alls ekki víst að það merki nýtt upphaf, að hún muni sækjast eftir kjöri til þings í næstu kosningum. Þegar ljóst varð að Ólöf yrði ráðherra fannst mörgum blasa við að Bjarni væri þar að velja næsta varaformann, að Ólöf myndi í framhaldinu sækjast eftir að verða aftur kjörin varaformaður flokksins, þar sem staða Hönnu Birnu er veik, hið minnsta þessa stundina, hvað sem verður. Bjarni hefur ekki leyst vanda innan flokksins. Hann átti fáa góða kosti, kannski engan. Hann hefur hið minnsta sýnt okkur að það gengur á ýmsu innan flokks og milli þingmannanna. Einn er örugglega sigurvegari þessa alls. Einar K. Guðfinnsson las rétt í stöðuna og kaus, þrátt fyrir eftirgang Bjarna, að sitja áfram sem forseti þingsins. Stjórnarandstæðingar hafa keppst við að fagna ákvörðun hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu virtist val Bjarna Benediktssonar á eftirmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra vera snilldarbragð. Útlit var fyrir að hann hefði slegið vopnin úr höndum allra þeirra þingmanna, sem gengu með ráðherrann í maganum, þegar hann fól Ólöfu Nordal að gegna embættinu. Rykið settist fljótt og þá kom í ljós, bæði í opinberum viðbrögðum og prívatsamtölum, að það ólgar innan þingflokksins. Kastljósið er skyndilega komið á innanbúðarmál Sjálfstæðisflokksins og einkum þingflokksins. Engum hefur dulist að Bjarni hefur haft góð tök á sínu fólki, sínum flokki og þingmönnunum. Hann hefur verið óskoraður fyrirliði síns liðs. Það kann að hafa breyst. Takist honum ekki að lægja öldurnar er allt eins víst að ósættið aukist. Það er grínlaust að hafa þrjá eða fjóra þingmenn, í ekki fjölmennari hópi, sem eru ósáttir og telja eigin framgang átt að hafa orðið meiri en hann hefur orðið. Fólk er í fýlu. Og því fylgir vandi. Mál Hönnu Birnu ætlar að reynast erfitt, fyrir hana og fyrir Bjarna. Það losnaði eitt ráðherraembætti og hið minnsta fjórir þingmenn flokksins töldu sig albúna til verksins. Og eflaust voru þau hvert og eitt ágætir kandídatar í embættið. Það eitt að Bjarni kaus að leita út fyrir þingflokkinn er eitt. Annað er hvað hann sagði við fjölmiðla eftir að hafa afráðið að Ólöf Nordal tæki við embættinu. „Þetta er vandasöm ákvörðun sem ég stóð frammi fyrir. Fyrst og fremst vildi ég fá einstakling sem nyti óskoraðs trausts okkar sjálfstæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okkur enda var hún á þingi með okkur allt fram á síðasta ár.“ Þessi orð Bjarna fóru þversum í marga. Auðvitað telja þingmenn flokksins að þeir njóti óskoraðs trausts flokksmanna. Af lestri Morgunblaðsins, en afstaða þess er talin skipta máli, er ekki hægt að sjá að blaðið fagni ákvörðun formannsins, en blaðið hefur greinilega ekkert á móti skipan Ólafar. Mogginn kinkar kolli. Gefur samþykki sitt. Ólöf Nordal var áberandi þingmaður, þann tíma sem hún sat á þingi, og segja má að það hafi munað um minna. Ólöf segir sjálf að þótt hún setjist nú í ráðherrastól, án þess að vera kjörin til þings, sé alls ekki víst að það merki nýtt upphaf, að hún muni sækjast eftir kjöri til þings í næstu kosningum. Þegar ljóst varð að Ólöf yrði ráðherra fannst mörgum blasa við að Bjarni væri þar að velja næsta varaformann, að Ólöf myndi í framhaldinu sækjast eftir að verða aftur kjörin varaformaður flokksins, þar sem staða Hönnu Birnu er veik, hið minnsta þessa stundina, hvað sem verður. Bjarni hefur ekki leyst vanda innan flokksins. Hann átti fáa góða kosti, kannski engan. Hann hefur hið minnsta sýnt okkur að það gengur á ýmsu innan flokks og milli þingmannanna. Einn er örugglega sigurvegari þessa alls. Einar K. Guðfinnsson las rétt í stöðuna og kaus, þrátt fyrir eftirgang Bjarna, að sitja áfram sem forseti þingsins. Stjórnarandstæðingar hafa keppst við að fagna ákvörðun hans.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun