Náttúran þolir ekki bið Ragnheiður Elín Árnadóttir skrifar 6. desember 2014 07:00 Eitt mikilvægasta verkefni okkar Íslendinga um þessar mundir er að finna leið til að fjármagna uppbyggingu og verndun okkar vinsælustu ferðamannastaða. Að sama skapi skiptir miklu máli að dreifa betur álaginu um landið með því að fjölga áfangastöðum og ekki síst að huga betur að öryggismálum ferðamanna. Þetta verkefni hefur verið í undirbúningi í ráðuneytinu síðustu mánuði og hefur frá upphafi verið lagt upp með að sú leið sem farin verði sé einföld og almenn. Aðspurðir segjast um 80% ferðamanna koma til landsins til að skoða náttúruna og þeim fer fjölgandi með hverju árinu. Þetta viðfangsefni snertir okkur öll og því er eðlilegt að margir hafi á því sterkar skoðanir og að sjónarmið séu mörg. Þetta er landið okkar allra og það hvílir því á okkur sú skylda að tryggja að náttúran bíði ekki skaða af þessari miklu fjölgun. Það hafa margar leiðir og útfærslur verið skoðaðar í þessari vinnu, en að öllu vegnu og að teknu tilliti til ólíkra sjónarmiða er náttúrupassinn sú leið sem lögð er til.Íslendingar borga minna en nú Náttúrupassinn mun kosta 1.500 kr. og gilda í þrjú ár, eða 500 kr. á ári. Hann veitir aðgang að öllum ferðamannastöðum í eigu ríkis og sveitarfélaga og stuðlar að uppbyggingu og verndun þeirra. Ráðuneytið hefur frá upphafi leitast við að finna leið sem felur í sér minnstan kostnað fyrir Íslendinga – en á grundvelli EES-samningsins er okkur ekki fært að mismuna eftir þjóðerni. Því verða Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn að greiða fyrir náttúrupassa eins og þeir gera líka gegnum gistináttagjald, komugjöld og aðra kosti sem hafa verið í umræðunni. Með náttúrupassa munu 85-90% af því fjármagni sem innheimtist koma frá erlendum ferðamönnum í stað þess að Íslendingar greiði stærstan hluta eins og nú er. Þörfin er sannarlega til staðar en nú liggja hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða umsóknir upp á tæpa tvo milljarða króna vegna framkvæmda, og er það langt umfram þær tæplega 150 milljónir sem sjóðurinn hefur af innheimtu gistináttagjalds.Náttúrupassi er einföld lausn Passinn verður meðal annars seldur á netinu og Íslendingar munu einnig geta keypt hann gegnum skattframtalið. Umsýslan verður einföld og mun Ferðamálastofa annast framkvæmdina en Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthluta fjármagninu, líkt og nú er og því er ekki um nýja stofnun að ræða. Ekki verða sett upp hlið eða gjaldskýli og verður ásýnd ferðamannsins sú sama og í dag. Allt tal um að fólk geti ekki lengur farið í berjamó eða notið náttúrunnar með öðrum hætti er ekkert annað en pólitískt fjaðrafok. Landið verður jafn opið og áður en allur aðbúnaður á fjölsóttustu stöðunum verður stórbættur. Eftirlit verður á fyrirfram tilteknum ferðamannastöðum víðsvegar um landið, líkt og við þekkjum í almenningssamgöngum víða erlendis þar sem stikkprufur verða teknar. Íslendingar munu ekki þurfa að bera passann á sér heldur framvísa skilríkjum ef eftir því er leitað. Með fjölgun erlendra ferðamanna til landsins hefur álag á björgunarsveitir landsins aukist. Af þeim fjármunum sem fást með náttúrupassanum munu 7,5% renna til öryggismála, þar af helmingur til björgunarsveita til að styrkja þeirra mikilvæga og góða starf.Höfum ekki rétt til að skaða náttúruna Í umræðu síðustu daga hefur almannarétturinn verið títt nefndur og halda þeir sem gagnrýna þessa aðferð því fram að verið sé að ganga á hann. Það er rangt. Almannarétturinn snýr fyrst og síðast að ferðafrelsi. Það getur aldrei verið réttur almennings að skaða náttúruna. Okkur þykir öllum t.a.m. sjálfsagt að stunda ekki utanvegaakstur – þrátt fyrir ákvæði um almannarétt. Með náttúrupassa er ekki verið að ganga á rétt almennings til að ferðast um eigið land. Í náttúruverndarlögunum er raunar þegar kveðið á um heimild til að taka sérstakt gjald fyrir aðgang að náttúruverndarsvæði „ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum“. Tekjum skal varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, lagði fram og fékk samþykkt ný lög um náttúruvernd á síðasta ári, sem þó hafa enn ekki tekið gildi, þar sem þessi ákvæði voru áfram inni. Í þeim er að finna fordæmi fyrir þeirri leið sem lögð er til með náttúrupassa. Þingmenn Samfylkingarinnar og VG samþykktu þessi lög á síðasta þingi, þar með taldir formenn beggja flokka auk Steingríms J. Sigfússonar sem tjáð hefur sig mikið um þessi mál undanfarið. Ég hvet hann til að þess að kynna sér sérstaklega 92. grein náttúruverndarlaga síðustu ríkisstjórnar. Núverandi þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar samþykktu einnig þessi lög. Þá höfðu þeir ekki áhyggjur af skerðingu almannaréttar eins og þeir gera nú.Við leysum fjölþætt vandamál Með náttúrupassa leysum við fjölþætt vandamál, við tryggjum nægt fjármagn á næstu árum til að byggja upp þau svæði sem eru farin að láta á sjá. Við tryggjum ferðamönnum framtíðarinnar sömu upplifun af þessum svæðum og ferðamenn dagsins í dag fá. Leiðin er almenn og gjaldtakan leggst ekki á einn anga ferðaþjónustunnar. Allt eru þetta mikilvæg markmið. Tökum umræðuna út frá rökum og staðreyndum, skiptumst á skoðunum og virðum ólík sjónarmið. Þá hef ég hef fulla trú á því að okkur takist að klára þetta mál í sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta verkefni okkar Íslendinga um þessar mundir er að finna leið til að fjármagna uppbyggingu og verndun okkar vinsælustu ferðamannastaða. Að sama skapi skiptir miklu máli að dreifa betur álaginu um landið með því að fjölga áfangastöðum og ekki síst að huga betur að öryggismálum ferðamanna. Þetta verkefni hefur verið í undirbúningi í ráðuneytinu síðustu mánuði og hefur frá upphafi verið lagt upp með að sú leið sem farin verði sé einföld og almenn. Aðspurðir segjast um 80% ferðamanna koma til landsins til að skoða náttúruna og þeim fer fjölgandi með hverju árinu. Þetta viðfangsefni snertir okkur öll og því er eðlilegt að margir hafi á því sterkar skoðanir og að sjónarmið séu mörg. Þetta er landið okkar allra og það hvílir því á okkur sú skylda að tryggja að náttúran bíði ekki skaða af þessari miklu fjölgun. Það hafa margar leiðir og útfærslur verið skoðaðar í þessari vinnu, en að öllu vegnu og að teknu tilliti til ólíkra sjónarmiða er náttúrupassinn sú leið sem lögð er til.Íslendingar borga minna en nú Náttúrupassinn mun kosta 1.500 kr. og gilda í þrjú ár, eða 500 kr. á ári. Hann veitir aðgang að öllum ferðamannastöðum í eigu ríkis og sveitarfélaga og stuðlar að uppbyggingu og verndun þeirra. Ráðuneytið hefur frá upphafi leitast við að finna leið sem felur í sér minnstan kostnað fyrir Íslendinga – en á grundvelli EES-samningsins er okkur ekki fært að mismuna eftir þjóðerni. Því verða Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn að greiða fyrir náttúrupassa eins og þeir gera líka gegnum gistináttagjald, komugjöld og aðra kosti sem hafa verið í umræðunni. Með náttúrupassa munu 85-90% af því fjármagni sem innheimtist koma frá erlendum ferðamönnum í stað þess að Íslendingar greiði stærstan hluta eins og nú er. Þörfin er sannarlega til staðar en nú liggja hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða umsóknir upp á tæpa tvo milljarða króna vegna framkvæmda, og er það langt umfram þær tæplega 150 milljónir sem sjóðurinn hefur af innheimtu gistináttagjalds.Náttúrupassi er einföld lausn Passinn verður meðal annars seldur á netinu og Íslendingar munu einnig geta keypt hann gegnum skattframtalið. Umsýslan verður einföld og mun Ferðamálastofa annast framkvæmdina en Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthluta fjármagninu, líkt og nú er og því er ekki um nýja stofnun að ræða. Ekki verða sett upp hlið eða gjaldskýli og verður ásýnd ferðamannsins sú sama og í dag. Allt tal um að fólk geti ekki lengur farið í berjamó eða notið náttúrunnar með öðrum hætti er ekkert annað en pólitískt fjaðrafok. Landið verður jafn opið og áður en allur aðbúnaður á fjölsóttustu stöðunum verður stórbættur. Eftirlit verður á fyrirfram tilteknum ferðamannastöðum víðsvegar um landið, líkt og við þekkjum í almenningssamgöngum víða erlendis þar sem stikkprufur verða teknar. Íslendingar munu ekki þurfa að bera passann á sér heldur framvísa skilríkjum ef eftir því er leitað. Með fjölgun erlendra ferðamanna til landsins hefur álag á björgunarsveitir landsins aukist. Af þeim fjármunum sem fást með náttúrupassanum munu 7,5% renna til öryggismála, þar af helmingur til björgunarsveita til að styrkja þeirra mikilvæga og góða starf.Höfum ekki rétt til að skaða náttúruna Í umræðu síðustu daga hefur almannarétturinn verið títt nefndur og halda þeir sem gagnrýna þessa aðferð því fram að verið sé að ganga á hann. Það er rangt. Almannarétturinn snýr fyrst og síðast að ferðafrelsi. Það getur aldrei verið réttur almennings að skaða náttúruna. Okkur þykir öllum t.a.m. sjálfsagt að stunda ekki utanvegaakstur – þrátt fyrir ákvæði um almannarétt. Með náttúrupassa er ekki verið að ganga á rétt almennings til að ferðast um eigið land. Í náttúruverndarlögunum er raunar þegar kveðið á um heimild til að taka sérstakt gjald fyrir aðgang að náttúruverndarsvæði „ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum“. Tekjum skal varið til eftirlits, lagfæringar og uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, lagði fram og fékk samþykkt ný lög um náttúruvernd á síðasta ári, sem þó hafa enn ekki tekið gildi, þar sem þessi ákvæði voru áfram inni. Í þeim er að finna fordæmi fyrir þeirri leið sem lögð er til með náttúrupassa. Þingmenn Samfylkingarinnar og VG samþykktu þessi lög á síðasta þingi, þar með taldir formenn beggja flokka auk Steingríms J. Sigfússonar sem tjáð hefur sig mikið um þessi mál undanfarið. Ég hvet hann til að þess að kynna sér sérstaklega 92. grein náttúruverndarlaga síðustu ríkisstjórnar. Núverandi þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar samþykktu einnig þessi lög. Þá höfðu þeir ekki áhyggjur af skerðingu almannaréttar eins og þeir gera nú.Við leysum fjölþætt vandamál Með náttúrupassa leysum við fjölþætt vandamál, við tryggjum nægt fjármagn á næstu árum til að byggja upp þau svæði sem eru farin að láta á sjá. Við tryggjum ferðamönnum framtíðarinnar sömu upplifun af þessum svæðum og ferðamenn dagsins í dag fá. Leiðin er almenn og gjaldtakan leggst ekki á einn anga ferðaþjónustunnar. Allt eru þetta mikilvæg markmið. Tökum umræðuna út frá rökum og staðreyndum, skiptumst á skoðunum og virðum ólík sjónarmið. Þá hef ég hef fulla trú á því að okkur takist að klára þetta mál í sátt.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun