Fimmfalt til baka? Júlíus Þór Halldórsson skrifar 5. desember 2014 07:00 Framlög ríkisins til kvikmyndagerðar hafa verið nokkuð í umræðunni nýlega, og því hefur verið haldið fram að hver króna sem ríkið leggi til hennar skili sér fimmfalt til baka í ríkiskassann. Þessi staðhæfing á rætur sínar að rekja til bókarinnar „Hagræn áhrif kvikmyndalistar“ eftir dr. Ágúst Einarsson hagfræðing. Ég ákvað að skoða aðeins forsendurnar og aðferðarfræðina sem liggja þar að baki. Taka skal þó fram að ég hef ekki lesið bókina í heild sinni. Tekjum ríkisins af kvikmyndaframleiðslu er skipt í tvo jafn stóra meginþætti í bókinni, annars vegar áhrif á innlenda framleiðslu, og hins vegar aukins straums ferðamanna vegna íslenskrar kvikmyndaframleiðslu.Innlendi hlutinn Fyrri hlutinn er einfaldlega eðlilegar skattgreiðslur kvikmyndaiðnaðarins og afleiddrar starfsemi. Þar eru liðir eins og 2,1 milljarðs króna velta kvikmyndahúsa, og 1,5 milljarða króna velta myndbandaleiga. Ég leyfi mér að efast um að þessi velta sé öll tilkomin vegna framlaga ríkisins til innlendrar kvikmyndaframleiðslu. Myndbandaleigur eru flestar einnig sjoppur og hafa tekjur af ýmsu öðru en leigu myndbanda, ásamt því að yfirgnæfandi meirihluti þess efnis sem í boði, bæði á leigum og í kvikmyndahúsum, er auðvitað erlendur. Afleidd og óbein starfsemi er svo 2,5 milljarðar í viðbót, en slík rök eru afar langsótt. Ef hver einasti atvinnuvegur væri greindur á þennan hátt fengist margföld landsframleiðsla. Nútímahagkerfi er mjög samofið fyrirbæri, og því hægt að rekja hverja krónu ansi langt. Að túlka slíkt sem afleiðingu einstakrar atvinnugreinar er afar varasamt.Ferðamannahlutinn Í bókinni kemur fram að í könnun frá árinu 2010 þar sem ferðamenn voru spurðir hver hafi verið kveikjan að hugmyndinni um að ferðast til Íslands, hafi 5-7% svarað „vegna efnis um Ísland í sjónvarpi eða útvarpi“, og aðrir 5-7% svarað „vegna íslenskra bókmennta eða kvikmynda“. Höfundur summar svo tölurnar saman í 10-14%, og notar lægri mörkin, 10%, til viðmiðunar. Ýmislegt er út á þetta að setja, til dæmis það að fyrst það er sér flokkur „vegna íslenskra bókmennta eða kvikmynda“, hljóti að þykja líklegt að efnið í hinum hópnum sé að mestu eða öllu leyti annars eðlis. Þar að auki eru bókmenntir í hóp með kvikmyndaframleiðslunni. Því næst eru nettótekjur vegna erlendra ferðamanna reiknaðar og talan 67,3 milljarðar fengin. Sú tala er svo margfölduð með 10% tölunni hér fyrir ofan, og síðan með hlutfalli tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu árið 2010, 31%, og þá fæst 2,1 milljarður. 31% talan er hins vegar meðaltal yfir allt hagkerfið, og ljóst er að sumir atvinnuvegir greiða meira en það, og aðrir minna. Einn stærsti tekjuliður ferðaþjónustu hlýtur að vera gistiþjónusta, en slík þjónusta ber 7% virðisaukaskatt, en ekki 25,5% eins og almenn starfsemi. Veitingastarfsemi er einnig stór þáttur, og ber sama 7% skattinn. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti. Ferðamenn geta svo að auki fengið virðisaukaskatt af vörum sem þeir taka með sér úr landi endurgreiddan. Því hlýtur að teljast ólíklegt að ferðaþjónustan skili 31% af veltu sinni í ríkiskassann. Þær tvær grundvallarforsendur sem mest vega og standa hvað höllustum fæti eru tvær. Annars vegar sú að öll umsvif sem tengjast kvikmyndaiðnaðinum séu 100% aukning við það sem annað væri, sem felur í sér að allt starfsfólk og fjármagn sem fer í framleiðsluna framleiddi annars engin verðmæti. Hins vegar sú að öll kvikmyndaframleiðsla og kvikmyndasýningar landsins og allt efni sem sýnir Ísland erlendis eigi tilvist sína að þakka fjárframlögum ríkisins til kvikmyndaframleiðslu. Rétt er þó að taka fram að engin afstaða er tekin til menningarlegs og andlegs virðis kvikmyndagerðar fyrir þjóðina, eða því hvort og í hvaða magni ríkið eigi að styðja hana, tilgangurinn er einungis að benda á staðreyndir og stuðla að upplýstri umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Framlög ríkisins til kvikmyndagerðar hafa verið nokkuð í umræðunni nýlega, og því hefur verið haldið fram að hver króna sem ríkið leggi til hennar skili sér fimmfalt til baka í ríkiskassann. Þessi staðhæfing á rætur sínar að rekja til bókarinnar „Hagræn áhrif kvikmyndalistar“ eftir dr. Ágúst Einarsson hagfræðing. Ég ákvað að skoða aðeins forsendurnar og aðferðarfræðina sem liggja þar að baki. Taka skal þó fram að ég hef ekki lesið bókina í heild sinni. Tekjum ríkisins af kvikmyndaframleiðslu er skipt í tvo jafn stóra meginþætti í bókinni, annars vegar áhrif á innlenda framleiðslu, og hins vegar aukins straums ferðamanna vegna íslenskrar kvikmyndaframleiðslu.Innlendi hlutinn Fyrri hlutinn er einfaldlega eðlilegar skattgreiðslur kvikmyndaiðnaðarins og afleiddrar starfsemi. Þar eru liðir eins og 2,1 milljarðs króna velta kvikmyndahúsa, og 1,5 milljarða króna velta myndbandaleiga. Ég leyfi mér að efast um að þessi velta sé öll tilkomin vegna framlaga ríkisins til innlendrar kvikmyndaframleiðslu. Myndbandaleigur eru flestar einnig sjoppur og hafa tekjur af ýmsu öðru en leigu myndbanda, ásamt því að yfirgnæfandi meirihluti þess efnis sem í boði, bæði á leigum og í kvikmyndahúsum, er auðvitað erlendur. Afleidd og óbein starfsemi er svo 2,5 milljarðar í viðbót, en slík rök eru afar langsótt. Ef hver einasti atvinnuvegur væri greindur á þennan hátt fengist margföld landsframleiðsla. Nútímahagkerfi er mjög samofið fyrirbæri, og því hægt að rekja hverja krónu ansi langt. Að túlka slíkt sem afleiðingu einstakrar atvinnugreinar er afar varasamt.Ferðamannahlutinn Í bókinni kemur fram að í könnun frá árinu 2010 þar sem ferðamenn voru spurðir hver hafi verið kveikjan að hugmyndinni um að ferðast til Íslands, hafi 5-7% svarað „vegna efnis um Ísland í sjónvarpi eða útvarpi“, og aðrir 5-7% svarað „vegna íslenskra bókmennta eða kvikmynda“. Höfundur summar svo tölurnar saman í 10-14%, og notar lægri mörkin, 10%, til viðmiðunar. Ýmislegt er út á þetta að setja, til dæmis það að fyrst það er sér flokkur „vegna íslenskra bókmennta eða kvikmynda“, hljóti að þykja líklegt að efnið í hinum hópnum sé að mestu eða öllu leyti annars eðlis. Þar að auki eru bókmenntir í hóp með kvikmyndaframleiðslunni. Því næst eru nettótekjur vegna erlendra ferðamanna reiknaðar og talan 67,3 milljarðar fengin. Sú tala er svo margfölduð með 10% tölunni hér fyrir ofan, og síðan með hlutfalli tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu árið 2010, 31%, og þá fæst 2,1 milljarður. 31% talan er hins vegar meðaltal yfir allt hagkerfið, og ljóst er að sumir atvinnuvegir greiða meira en það, og aðrir minna. Einn stærsti tekjuliður ferðaþjónustu hlýtur að vera gistiþjónusta, en slík þjónusta ber 7% virðisaukaskatt, en ekki 25,5% eins og almenn starfsemi. Veitingastarfsemi er einnig stór þáttur, og ber sama 7% skattinn. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti. Ferðamenn geta svo að auki fengið virðisaukaskatt af vörum sem þeir taka með sér úr landi endurgreiddan. Því hlýtur að teljast ólíklegt að ferðaþjónustan skili 31% af veltu sinni í ríkiskassann. Þær tvær grundvallarforsendur sem mest vega og standa hvað höllustum fæti eru tvær. Annars vegar sú að öll umsvif sem tengjast kvikmyndaiðnaðinum séu 100% aukning við það sem annað væri, sem felur í sér að allt starfsfólk og fjármagn sem fer í framleiðsluna framleiddi annars engin verðmæti. Hins vegar sú að öll kvikmyndaframleiðsla og kvikmyndasýningar landsins og allt efni sem sýnir Ísland erlendis eigi tilvist sína að þakka fjárframlögum ríkisins til kvikmyndaframleiðslu. Rétt er þó að taka fram að engin afstaða er tekin til menningarlegs og andlegs virðis kvikmyndagerðar fyrir þjóðina, eða því hvort og í hvaða magni ríkið eigi að styðja hana, tilgangurinn er einungis að benda á staðreyndir og stuðla að upplýstri umræðu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar