Fimmfalt til baka? Júlíus Þór Halldórsson skrifar 5. desember 2014 07:00 Framlög ríkisins til kvikmyndagerðar hafa verið nokkuð í umræðunni nýlega, og því hefur verið haldið fram að hver króna sem ríkið leggi til hennar skili sér fimmfalt til baka í ríkiskassann. Þessi staðhæfing á rætur sínar að rekja til bókarinnar „Hagræn áhrif kvikmyndalistar“ eftir dr. Ágúst Einarsson hagfræðing. Ég ákvað að skoða aðeins forsendurnar og aðferðarfræðina sem liggja þar að baki. Taka skal þó fram að ég hef ekki lesið bókina í heild sinni. Tekjum ríkisins af kvikmyndaframleiðslu er skipt í tvo jafn stóra meginþætti í bókinni, annars vegar áhrif á innlenda framleiðslu, og hins vegar aukins straums ferðamanna vegna íslenskrar kvikmyndaframleiðslu.Innlendi hlutinn Fyrri hlutinn er einfaldlega eðlilegar skattgreiðslur kvikmyndaiðnaðarins og afleiddrar starfsemi. Þar eru liðir eins og 2,1 milljarðs króna velta kvikmyndahúsa, og 1,5 milljarða króna velta myndbandaleiga. Ég leyfi mér að efast um að þessi velta sé öll tilkomin vegna framlaga ríkisins til innlendrar kvikmyndaframleiðslu. Myndbandaleigur eru flestar einnig sjoppur og hafa tekjur af ýmsu öðru en leigu myndbanda, ásamt því að yfirgnæfandi meirihluti þess efnis sem í boði, bæði á leigum og í kvikmyndahúsum, er auðvitað erlendur. Afleidd og óbein starfsemi er svo 2,5 milljarðar í viðbót, en slík rök eru afar langsótt. Ef hver einasti atvinnuvegur væri greindur á þennan hátt fengist margföld landsframleiðsla. Nútímahagkerfi er mjög samofið fyrirbæri, og því hægt að rekja hverja krónu ansi langt. Að túlka slíkt sem afleiðingu einstakrar atvinnugreinar er afar varasamt.Ferðamannahlutinn Í bókinni kemur fram að í könnun frá árinu 2010 þar sem ferðamenn voru spurðir hver hafi verið kveikjan að hugmyndinni um að ferðast til Íslands, hafi 5-7% svarað „vegna efnis um Ísland í sjónvarpi eða útvarpi“, og aðrir 5-7% svarað „vegna íslenskra bókmennta eða kvikmynda“. Höfundur summar svo tölurnar saman í 10-14%, og notar lægri mörkin, 10%, til viðmiðunar. Ýmislegt er út á þetta að setja, til dæmis það að fyrst það er sér flokkur „vegna íslenskra bókmennta eða kvikmynda“, hljóti að þykja líklegt að efnið í hinum hópnum sé að mestu eða öllu leyti annars eðlis. Þar að auki eru bókmenntir í hóp með kvikmyndaframleiðslunni. Því næst eru nettótekjur vegna erlendra ferðamanna reiknaðar og talan 67,3 milljarðar fengin. Sú tala er svo margfölduð með 10% tölunni hér fyrir ofan, og síðan með hlutfalli tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu árið 2010, 31%, og þá fæst 2,1 milljarður. 31% talan er hins vegar meðaltal yfir allt hagkerfið, og ljóst er að sumir atvinnuvegir greiða meira en það, og aðrir minna. Einn stærsti tekjuliður ferðaþjónustu hlýtur að vera gistiþjónusta, en slík þjónusta ber 7% virðisaukaskatt, en ekki 25,5% eins og almenn starfsemi. Veitingastarfsemi er einnig stór þáttur, og ber sama 7% skattinn. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti. Ferðamenn geta svo að auki fengið virðisaukaskatt af vörum sem þeir taka með sér úr landi endurgreiddan. Því hlýtur að teljast ólíklegt að ferðaþjónustan skili 31% af veltu sinni í ríkiskassann. Þær tvær grundvallarforsendur sem mest vega og standa hvað höllustum fæti eru tvær. Annars vegar sú að öll umsvif sem tengjast kvikmyndaiðnaðinum séu 100% aukning við það sem annað væri, sem felur í sér að allt starfsfólk og fjármagn sem fer í framleiðsluna framleiddi annars engin verðmæti. Hins vegar sú að öll kvikmyndaframleiðsla og kvikmyndasýningar landsins og allt efni sem sýnir Ísland erlendis eigi tilvist sína að þakka fjárframlögum ríkisins til kvikmyndaframleiðslu. Rétt er þó að taka fram að engin afstaða er tekin til menningarlegs og andlegs virðis kvikmyndagerðar fyrir þjóðina, eða því hvort og í hvaða magni ríkið eigi að styðja hana, tilgangurinn er einungis að benda á staðreyndir og stuðla að upplýstri umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Framlög ríkisins til kvikmyndagerðar hafa verið nokkuð í umræðunni nýlega, og því hefur verið haldið fram að hver króna sem ríkið leggi til hennar skili sér fimmfalt til baka í ríkiskassann. Þessi staðhæfing á rætur sínar að rekja til bókarinnar „Hagræn áhrif kvikmyndalistar“ eftir dr. Ágúst Einarsson hagfræðing. Ég ákvað að skoða aðeins forsendurnar og aðferðarfræðina sem liggja þar að baki. Taka skal þó fram að ég hef ekki lesið bókina í heild sinni. Tekjum ríkisins af kvikmyndaframleiðslu er skipt í tvo jafn stóra meginþætti í bókinni, annars vegar áhrif á innlenda framleiðslu, og hins vegar aukins straums ferðamanna vegna íslenskrar kvikmyndaframleiðslu.Innlendi hlutinn Fyrri hlutinn er einfaldlega eðlilegar skattgreiðslur kvikmyndaiðnaðarins og afleiddrar starfsemi. Þar eru liðir eins og 2,1 milljarðs króna velta kvikmyndahúsa, og 1,5 milljarða króna velta myndbandaleiga. Ég leyfi mér að efast um að þessi velta sé öll tilkomin vegna framlaga ríkisins til innlendrar kvikmyndaframleiðslu. Myndbandaleigur eru flestar einnig sjoppur og hafa tekjur af ýmsu öðru en leigu myndbanda, ásamt því að yfirgnæfandi meirihluti þess efnis sem í boði, bæði á leigum og í kvikmyndahúsum, er auðvitað erlendur. Afleidd og óbein starfsemi er svo 2,5 milljarðar í viðbót, en slík rök eru afar langsótt. Ef hver einasti atvinnuvegur væri greindur á þennan hátt fengist margföld landsframleiðsla. Nútímahagkerfi er mjög samofið fyrirbæri, og því hægt að rekja hverja krónu ansi langt. Að túlka slíkt sem afleiðingu einstakrar atvinnugreinar er afar varasamt.Ferðamannahlutinn Í bókinni kemur fram að í könnun frá árinu 2010 þar sem ferðamenn voru spurðir hver hafi verið kveikjan að hugmyndinni um að ferðast til Íslands, hafi 5-7% svarað „vegna efnis um Ísland í sjónvarpi eða útvarpi“, og aðrir 5-7% svarað „vegna íslenskra bókmennta eða kvikmynda“. Höfundur summar svo tölurnar saman í 10-14%, og notar lægri mörkin, 10%, til viðmiðunar. Ýmislegt er út á þetta að setja, til dæmis það að fyrst það er sér flokkur „vegna íslenskra bókmennta eða kvikmynda“, hljóti að þykja líklegt að efnið í hinum hópnum sé að mestu eða öllu leyti annars eðlis. Þar að auki eru bókmenntir í hóp með kvikmyndaframleiðslunni. Því næst eru nettótekjur vegna erlendra ferðamanna reiknaðar og talan 67,3 milljarðar fengin. Sú tala er svo margfölduð með 10% tölunni hér fyrir ofan, og síðan með hlutfalli tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu árið 2010, 31%, og þá fæst 2,1 milljarður. 31% talan er hins vegar meðaltal yfir allt hagkerfið, og ljóst er að sumir atvinnuvegir greiða meira en það, og aðrir minna. Einn stærsti tekjuliður ferðaþjónustu hlýtur að vera gistiþjónusta, en slík þjónusta ber 7% virðisaukaskatt, en ekki 25,5% eins og almenn starfsemi. Veitingastarfsemi er einnig stór þáttur, og ber sama 7% skattinn. Fólksflutningar eru undanþegnir virðisaukaskatti. Ferðamenn geta svo að auki fengið virðisaukaskatt af vörum sem þeir taka með sér úr landi endurgreiddan. Því hlýtur að teljast ólíklegt að ferðaþjónustan skili 31% af veltu sinni í ríkiskassann. Þær tvær grundvallarforsendur sem mest vega og standa hvað höllustum fæti eru tvær. Annars vegar sú að öll umsvif sem tengjast kvikmyndaiðnaðinum séu 100% aukning við það sem annað væri, sem felur í sér að allt starfsfólk og fjármagn sem fer í framleiðsluna framleiddi annars engin verðmæti. Hins vegar sú að öll kvikmyndaframleiðsla og kvikmyndasýningar landsins og allt efni sem sýnir Ísland erlendis eigi tilvist sína að þakka fjárframlögum ríkisins til kvikmyndaframleiðslu. Rétt er þó að taka fram að engin afstaða er tekin til menningarlegs og andlegs virðis kvikmyndagerðar fyrir þjóðina, eða því hvort og í hvaða magni ríkið eigi að styðja hana, tilgangurinn er einungis að benda á staðreyndir og stuðla að upplýstri umræðu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar