Hvernig hinsegin fólk er fórnarlömb kynbundins ofbeldis Ásta Lovísa Arnórsdóttir skrifar 5. desember 2014 07:00 Þegar spurt er hvað felst í kynbundnu ofbeldi þá þykir liggja í augum uppi hvað um ræðir. Karlar sem meiða konur. Einfalt svar innan tvípóla kynjakerfis. Hins vegar er kynbundið ofbeldi örlítið flóknara. Á meðal fórnarlamba leynast fleiri; transfólk, samkynhneigðir og einstaklingar úr öðrum hópum sem ekki falla innan ramma tvípóla kynjakerfisins og gagnkynhneigðrahyggju. Að vissu leyti er ofbeldið sem þessir einstaklingar verða fyrir kynbundið ofbeldi. Dagleg tilvera okkar er skipulögð samkvæmt kúnstarinnar reglum; sumar þeirra hjálpa til við framgang samfélagsins, en aðrar gera lítið annað en að halda aftur af okkur. Dæmi um eitt af því síðarnefnda er tvípóla kynjahyggja og hið gagnkynhneigða regluveldi sem hafa þróað gríðarlega gagnkynhneigðrarembu og kynvitundarfordóma í samfélaginu. Þó að þessi hugtök séu afar óþjál þá eru þau lýsandi fyrir kerfi sem stór partur af samfélaginu hlýðir hugsunarlaust. Í huga manneskju sem þjáist af gagnkynhneigðrarembu er fólk með hneigðir til sama kyns brotlegt; brotið felst í því að annar aðilinn í samkynja sambandi hljóti að vera að taka að sér hlutverk hins gagnstæða kyns því að sambönd þurfi að vera samsett af karli og konu. Þetta þykir brotleg hegðun því að karlmenn eiga ekki að lækka sig niður í kvenlegt athæfi og konur þykja ekki nógu góðar til að taka að sér karlmannleg hlutverk. Á sama hátt réttlætir gagnkynhneigðraremba ofbeldi gegn transfólki þar sem staðalmyndir kynjanna eru meitlaðar í stein og allir þeir sem voga sér að hrófla við þeirri valdaskipan sem ákvörðuð er strax við fæðingu skulu gjöra svo vel að þjást fyrir það. Það ætti að vera ljóst að óttinn sem hinsegin fólk vekur hjá þeim sem halda í svarthvíta valdaskiptingu heimsins er rekinn áfram af hreinu og beinu kvenhatri. Þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að gagnkynhneigðraremba og kynvitundarfordómar eru greinar af því stóra tré sem kvenfyrirlitning er, og ofbeldi gagnvart þessum hópi telst kynbundið ofbeldi. Því verða þessi vandamál ekki leyst fyrr en kvenfyrirlitning og kynbundið ofbeldi hefur verið upprætt. Þannig er ráðist að rót vandans í stað þess að sníða nokkrar greinar af, sem myndu vafalaust vaxa aftur áður en langt um liði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar spurt er hvað felst í kynbundnu ofbeldi þá þykir liggja í augum uppi hvað um ræðir. Karlar sem meiða konur. Einfalt svar innan tvípóla kynjakerfis. Hins vegar er kynbundið ofbeldi örlítið flóknara. Á meðal fórnarlamba leynast fleiri; transfólk, samkynhneigðir og einstaklingar úr öðrum hópum sem ekki falla innan ramma tvípóla kynjakerfisins og gagnkynhneigðrahyggju. Að vissu leyti er ofbeldið sem þessir einstaklingar verða fyrir kynbundið ofbeldi. Dagleg tilvera okkar er skipulögð samkvæmt kúnstarinnar reglum; sumar þeirra hjálpa til við framgang samfélagsins, en aðrar gera lítið annað en að halda aftur af okkur. Dæmi um eitt af því síðarnefnda er tvípóla kynjahyggja og hið gagnkynhneigða regluveldi sem hafa þróað gríðarlega gagnkynhneigðrarembu og kynvitundarfordóma í samfélaginu. Þó að þessi hugtök séu afar óþjál þá eru þau lýsandi fyrir kerfi sem stór partur af samfélaginu hlýðir hugsunarlaust. Í huga manneskju sem þjáist af gagnkynhneigðrarembu er fólk með hneigðir til sama kyns brotlegt; brotið felst í því að annar aðilinn í samkynja sambandi hljóti að vera að taka að sér hlutverk hins gagnstæða kyns því að sambönd þurfi að vera samsett af karli og konu. Þetta þykir brotleg hegðun því að karlmenn eiga ekki að lækka sig niður í kvenlegt athæfi og konur þykja ekki nógu góðar til að taka að sér karlmannleg hlutverk. Á sama hátt réttlætir gagnkynhneigðraremba ofbeldi gegn transfólki þar sem staðalmyndir kynjanna eru meitlaðar í stein og allir þeir sem voga sér að hrófla við þeirri valdaskipan sem ákvörðuð er strax við fæðingu skulu gjöra svo vel að þjást fyrir það. Það ætti að vera ljóst að óttinn sem hinsegin fólk vekur hjá þeim sem halda í svarthvíta valdaskiptingu heimsins er rekinn áfram af hreinu og beinu kvenhatri. Þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að gagnkynhneigðraremba og kynvitundarfordómar eru greinar af því stóra tré sem kvenfyrirlitning er, og ofbeldi gagnvart þessum hópi telst kynbundið ofbeldi. Því verða þessi vandamál ekki leyst fyrr en kvenfyrirlitning og kynbundið ofbeldi hefur verið upprætt. Þannig er ráðist að rót vandans í stað þess að sníða nokkrar greinar af, sem myndu vafalaust vaxa aftur áður en langt um liði.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun