Hvernig hinsegin fólk er fórnarlömb kynbundins ofbeldis Ásta Lovísa Arnórsdóttir skrifar 5. desember 2014 07:00 Þegar spurt er hvað felst í kynbundnu ofbeldi þá þykir liggja í augum uppi hvað um ræðir. Karlar sem meiða konur. Einfalt svar innan tvípóla kynjakerfis. Hins vegar er kynbundið ofbeldi örlítið flóknara. Á meðal fórnarlamba leynast fleiri; transfólk, samkynhneigðir og einstaklingar úr öðrum hópum sem ekki falla innan ramma tvípóla kynjakerfisins og gagnkynhneigðrahyggju. Að vissu leyti er ofbeldið sem þessir einstaklingar verða fyrir kynbundið ofbeldi. Dagleg tilvera okkar er skipulögð samkvæmt kúnstarinnar reglum; sumar þeirra hjálpa til við framgang samfélagsins, en aðrar gera lítið annað en að halda aftur af okkur. Dæmi um eitt af því síðarnefnda er tvípóla kynjahyggja og hið gagnkynhneigða regluveldi sem hafa þróað gríðarlega gagnkynhneigðrarembu og kynvitundarfordóma í samfélaginu. Þó að þessi hugtök séu afar óþjál þá eru þau lýsandi fyrir kerfi sem stór partur af samfélaginu hlýðir hugsunarlaust. Í huga manneskju sem þjáist af gagnkynhneigðrarembu er fólk með hneigðir til sama kyns brotlegt; brotið felst í því að annar aðilinn í samkynja sambandi hljóti að vera að taka að sér hlutverk hins gagnstæða kyns því að sambönd þurfi að vera samsett af karli og konu. Þetta þykir brotleg hegðun því að karlmenn eiga ekki að lækka sig niður í kvenlegt athæfi og konur þykja ekki nógu góðar til að taka að sér karlmannleg hlutverk. Á sama hátt réttlætir gagnkynhneigðraremba ofbeldi gegn transfólki þar sem staðalmyndir kynjanna eru meitlaðar í stein og allir þeir sem voga sér að hrófla við þeirri valdaskipan sem ákvörðuð er strax við fæðingu skulu gjöra svo vel að þjást fyrir það. Það ætti að vera ljóst að óttinn sem hinsegin fólk vekur hjá þeim sem halda í svarthvíta valdaskiptingu heimsins er rekinn áfram af hreinu og beinu kvenhatri. Þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að gagnkynhneigðraremba og kynvitundarfordómar eru greinar af því stóra tré sem kvenfyrirlitning er, og ofbeldi gagnvart þessum hópi telst kynbundið ofbeldi. Því verða þessi vandamál ekki leyst fyrr en kvenfyrirlitning og kynbundið ofbeldi hefur verið upprætt. Þannig er ráðist að rót vandans í stað þess að sníða nokkrar greinar af, sem myndu vafalaust vaxa aftur áður en langt um liði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Þegar spurt er hvað felst í kynbundnu ofbeldi þá þykir liggja í augum uppi hvað um ræðir. Karlar sem meiða konur. Einfalt svar innan tvípóla kynjakerfis. Hins vegar er kynbundið ofbeldi örlítið flóknara. Á meðal fórnarlamba leynast fleiri; transfólk, samkynhneigðir og einstaklingar úr öðrum hópum sem ekki falla innan ramma tvípóla kynjakerfisins og gagnkynhneigðrahyggju. Að vissu leyti er ofbeldið sem þessir einstaklingar verða fyrir kynbundið ofbeldi. Dagleg tilvera okkar er skipulögð samkvæmt kúnstarinnar reglum; sumar þeirra hjálpa til við framgang samfélagsins, en aðrar gera lítið annað en að halda aftur af okkur. Dæmi um eitt af því síðarnefnda er tvípóla kynjahyggja og hið gagnkynhneigða regluveldi sem hafa þróað gríðarlega gagnkynhneigðrarembu og kynvitundarfordóma í samfélaginu. Þó að þessi hugtök séu afar óþjál þá eru þau lýsandi fyrir kerfi sem stór partur af samfélaginu hlýðir hugsunarlaust. Í huga manneskju sem þjáist af gagnkynhneigðrarembu er fólk með hneigðir til sama kyns brotlegt; brotið felst í því að annar aðilinn í samkynja sambandi hljóti að vera að taka að sér hlutverk hins gagnstæða kyns því að sambönd þurfi að vera samsett af karli og konu. Þetta þykir brotleg hegðun því að karlmenn eiga ekki að lækka sig niður í kvenlegt athæfi og konur þykja ekki nógu góðar til að taka að sér karlmannleg hlutverk. Á sama hátt réttlætir gagnkynhneigðraremba ofbeldi gegn transfólki þar sem staðalmyndir kynjanna eru meitlaðar í stein og allir þeir sem voga sér að hrófla við þeirri valdaskipan sem ákvörðuð er strax við fæðingu skulu gjöra svo vel að þjást fyrir það. Það ætti að vera ljóst að óttinn sem hinsegin fólk vekur hjá þeim sem halda í svarthvíta valdaskiptingu heimsins er rekinn áfram af hreinu og beinu kvenhatri. Þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að gagnkynhneigðraremba og kynvitundarfordómar eru greinar af því stóra tré sem kvenfyrirlitning er, og ofbeldi gagnvart þessum hópi telst kynbundið ofbeldi. Því verða þessi vandamál ekki leyst fyrr en kvenfyrirlitning og kynbundið ofbeldi hefur verið upprætt. Þannig er ráðist að rót vandans í stað þess að sníða nokkrar greinar af, sem myndu vafalaust vaxa aftur áður en langt um liði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar