Enn eiga aldraðir og öryrkjar að herða sultarólina Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 4. desember 2014 00:00 Í nýjustu breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar gefur að líta alls konar aukningu framlaga til hinna ýmsu málaflokka. Því ber að fagna og margir eru vel að því komnir og sér í lagi Landspítalinn sem fær aukna fjárveitingu. Þetta mun vera gert vegna þess að tekjur næsta árs verði meiri en áætlað var í fyrstu gerð fjárlaga fyrir árið 2015. Nú lítur þetta allt sem sagt betur út í fjárlagagerðinni. Þegar okkur í Landssambandi eldri borgara voru kynntar fjárlagatillögurnar í haust var gert ráð fyrir 3,5% hækkun á lífeyri almannatrygginga. Við minntum á það að á þessu ári hefðum við fengið 3,6% hækkun á meðan launahækkanir á þessu ári væru umtalsvert meiri. Við ættum því inni leiðréttingu. Í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í desember 2013 var samið um hækkun launa um 2,8%, en þó hækkuðu lægstu laun um 9.750 krónur. Þannig var hækkun þar í raun 5,6% en ekki 2,8% eins og haldið er fram í umræðunni. Að ekki sé nú talað um einstaka hópa sem hafa fengið mun meiri hækkanir í nýgerðum kjarasamningum. Nú er þess getið í greinargerð með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar að í raun hafi hækkun bóta almannatrygginga 2014 verið meiri en kjarasamningar ársins. Samt sé ekki áætlað að leiðrétta það! Þvílík góðsemi! Síðan kemur rúsínan í pylsuendanum: Vegna þess að verðlagshorfur næsta árs gera ráð fyrir lækkandi verðbólgu þá er hægt að lækka bætur almannatrygginga frá því sem áætlað var. Þær verða því ekki hækkaðar um 3,5% eins og fyrst var áætlað, heldur um 3%.Forkastanlegt Allt er þetta vegna þess að nú eru svo góðar horfur í verðlagsmálum á næsta ári. Ætli það sé alveg gleymt að framlag sjúkratrygginga til ýmissa hjálpartækja eins og öryggishnapps lækkaði þannig að hækkun notenda varð 89%. Kostnaður notenda í heilbrigðiskerfinu hækkaði á þessu ári, t.d. komugjöld um 20%. Niðurgreiðsla vegna heyrnartækja og tannviðgerða aldraðra hefur ekkert hækkað síðan 2006. Maturinn er að hækka vegna hækkunar virðisaukaskatts og aldraðir fá engar mótvægisaðgerðir vegna þeirrar hækkunar. Við höfum lagt til að færa lyf úr hærra þrepi virðisaukaskatts í það lægra sem væri þá sæmileg mótvægisaðgerð fyrir þá sem nota mest af lyfjum, en lyfjanotkun eykst yfirleitt með aldri. Ekki var orðið við því samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Meðan stór hópur aldraðra og öryrkja nær ekki endum saman um hver mánaðamót, er það forkastanlegt að leggja slíka tillögu fram eins og að draga úr þeirri lágmarkshækkun sem átti að koma á næsta ári til lífeyrisþega. Þegar betur árar en gert var ráð fyrir þá ættu þessir hópar að njóta þess með einhverri hækkun, en ekki lækkun. Ég skora á þingmenn að draga þessa breytingu til baka fyrir 3ju umræðu fjárlaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjustu breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar gefur að líta alls konar aukningu framlaga til hinna ýmsu málaflokka. Því ber að fagna og margir eru vel að því komnir og sér í lagi Landspítalinn sem fær aukna fjárveitingu. Þetta mun vera gert vegna þess að tekjur næsta árs verði meiri en áætlað var í fyrstu gerð fjárlaga fyrir árið 2015. Nú lítur þetta allt sem sagt betur út í fjárlagagerðinni. Þegar okkur í Landssambandi eldri borgara voru kynntar fjárlagatillögurnar í haust var gert ráð fyrir 3,5% hækkun á lífeyri almannatrygginga. Við minntum á það að á þessu ári hefðum við fengið 3,6% hækkun á meðan launahækkanir á þessu ári væru umtalsvert meiri. Við ættum því inni leiðréttingu. Í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í desember 2013 var samið um hækkun launa um 2,8%, en þó hækkuðu lægstu laun um 9.750 krónur. Þannig var hækkun þar í raun 5,6% en ekki 2,8% eins og haldið er fram í umræðunni. Að ekki sé nú talað um einstaka hópa sem hafa fengið mun meiri hækkanir í nýgerðum kjarasamningum. Nú er þess getið í greinargerð með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar að í raun hafi hækkun bóta almannatrygginga 2014 verið meiri en kjarasamningar ársins. Samt sé ekki áætlað að leiðrétta það! Þvílík góðsemi! Síðan kemur rúsínan í pylsuendanum: Vegna þess að verðlagshorfur næsta árs gera ráð fyrir lækkandi verðbólgu þá er hægt að lækka bætur almannatrygginga frá því sem áætlað var. Þær verða því ekki hækkaðar um 3,5% eins og fyrst var áætlað, heldur um 3%.Forkastanlegt Allt er þetta vegna þess að nú eru svo góðar horfur í verðlagsmálum á næsta ári. Ætli það sé alveg gleymt að framlag sjúkratrygginga til ýmissa hjálpartækja eins og öryggishnapps lækkaði þannig að hækkun notenda varð 89%. Kostnaður notenda í heilbrigðiskerfinu hækkaði á þessu ári, t.d. komugjöld um 20%. Niðurgreiðsla vegna heyrnartækja og tannviðgerða aldraðra hefur ekkert hækkað síðan 2006. Maturinn er að hækka vegna hækkunar virðisaukaskatts og aldraðir fá engar mótvægisaðgerðir vegna þeirrar hækkunar. Við höfum lagt til að færa lyf úr hærra þrepi virðisaukaskatts í það lægra sem væri þá sæmileg mótvægisaðgerð fyrir þá sem nota mest af lyfjum, en lyfjanotkun eykst yfirleitt með aldri. Ekki var orðið við því samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Meðan stór hópur aldraðra og öryrkja nær ekki endum saman um hver mánaðamót, er það forkastanlegt að leggja slíka tillögu fram eins og að draga úr þeirri lágmarkshækkun sem átti að koma á næsta ári til lífeyrisþega. Þegar betur árar en gert var ráð fyrir þá ættu þessir hópar að njóta þess með einhverri hækkun, en ekki lækkun. Ég skora á þingmenn að draga þessa breytingu til baka fyrir 3ju umræðu fjárlaga.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar