Enn eiga aldraðir og öryrkjar að herða sultarólina Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 4. desember 2014 00:00 Í nýjustu breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar gefur að líta alls konar aukningu framlaga til hinna ýmsu málaflokka. Því ber að fagna og margir eru vel að því komnir og sér í lagi Landspítalinn sem fær aukna fjárveitingu. Þetta mun vera gert vegna þess að tekjur næsta árs verði meiri en áætlað var í fyrstu gerð fjárlaga fyrir árið 2015. Nú lítur þetta allt sem sagt betur út í fjárlagagerðinni. Þegar okkur í Landssambandi eldri borgara voru kynntar fjárlagatillögurnar í haust var gert ráð fyrir 3,5% hækkun á lífeyri almannatrygginga. Við minntum á það að á þessu ári hefðum við fengið 3,6% hækkun á meðan launahækkanir á þessu ári væru umtalsvert meiri. Við ættum því inni leiðréttingu. Í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í desember 2013 var samið um hækkun launa um 2,8%, en þó hækkuðu lægstu laun um 9.750 krónur. Þannig var hækkun þar í raun 5,6% en ekki 2,8% eins og haldið er fram í umræðunni. Að ekki sé nú talað um einstaka hópa sem hafa fengið mun meiri hækkanir í nýgerðum kjarasamningum. Nú er þess getið í greinargerð með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar að í raun hafi hækkun bóta almannatrygginga 2014 verið meiri en kjarasamningar ársins. Samt sé ekki áætlað að leiðrétta það! Þvílík góðsemi! Síðan kemur rúsínan í pylsuendanum: Vegna þess að verðlagshorfur næsta árs gera ráð fyrir lækkandi verðbólgu þá er hægt að lækka bætur almannatrygginga frá því sem áætlað var. Þær verða því ekki hækkaðar um 3,5% eins og fyrst var áætlað, heldur um 3%.Forkastanlegt Allt er þetta vegna þess að nú eru svo góðar horfur í verðlagsmálum á næsta ári. Ætli það sé alveg gleymt að framlag sjúkratrygginga til ýmissa hjálpartækja eins og öryggishnapps lækkaði þannig að hækkun notenda varð 89%. Kostnaður notenda í heilbrigðiskerfinu hækkaði á þessu ári, t.d. komugjöld um 20%. Niðurgreiðsla vegna heyrnartækja og tannviðgerða aldraðra hefur ekkert hækkað síðan 2006. Maturinn er að hækka vegna hækkunar virðisaukaskatts og aldraðir fá engar mótvægisaðgerðir vegna þeirrar hækkunar. Við höfum lagt til að færa lyf úr hærra þrepi virðisaukaskatts í það lægra sem væri þá sæmileg mótvægisaðgerð fyrir þá sem nota mest af lyfjum, en lyfjanotkun eykst yfirleitt með aldri. Ekki var orðið við því samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Meðan stór hópur aldraðra og öryrkja nær ekki endum saman um hver mánaðamót, er það forkastanlegt að leggja slíka tillögu fram eins og að draga úr þeirri lágmarkshækkun sem átti að koma á næsta ári til lífeyrisþega. Þegar betur árar en gert var ráð fyrir þá ættu þessir hópar að njóta þess með einhverri hækkun, en ekki lækkun. Ég skora á þingmenn að draga þessa breytingu til baka fyrir 3ju umræðu fjárlaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Í nýjustu breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar gefur að líta alls konar aukningu framlaga til hinna ýmsu málaflokka. Því ber að fagna og margir eru vel að því komnir og sér í lagi Landspítalinn sem fær aukna fjárveitingu. Þetta mun vera gert vegna þess að tekjur næsta árs verði meiri en áætlað var í fyrstu gerð fjárlaga fyrir árið 2015. Nú lítur þetta allt sem sagt betur út í fjárlagagerðinni. Þegar okkur í Landssambandi eldri borgara voru kynntar fjárlagatillögurnar í haust var gert ráð fyrir 3,5% hækkun á lífeyri almannatrygginga. Við minntum á það að á þessu ári hefðum við fengið 3,6% hækkun á meðan launahækkanir á þessu ári væru umtalsvert meiri. Við ættum því inni leiðréttingu. Í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í desember 2013 var samið um hækkun launa um 2,8%, en þó hækkuðu lægstu laun um 9.750 krónur. Þannig var hækkun þar í raun 5,6% en ekki 2,8% eins og haldið er fram í umræðunni. Að ekki sé nú talað um einstaka hópa sem hafa fengið mun meiri hækkanir í nýgerðum kjarasamningum. Nú er þess getið í greinargerð með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar að í raun hafi hækkun bóta almannatrygginga 2014 verið meiri en kjarasamningar ársins. Samt sé ekki áætlað að leiðrétta það! Þvílík góðsemi! Síðan kemur rúsínan í pylsuendanum: Vegna þess að verðlagshorfur næsta árs gera ráð fyrir lækkandi verðbólgu þá er hægt að lækka bætur almannatrygginga frá því sem áætlað var. Þær verða því ekki hækkaðar um 3,5% eins og fyrst var áætlað, heldur um 3%.Forkastanlegt Allt er þetta vegna þess að nú eru svo góðar horfur í verðlagsmálum á næsta ári. Ætli það sé alveg gleymt að framlag sjúkratrygginga til ýmissa hjálpartækja eins og öryggishnapps lækkaði þannig að hækkun notenda varð 89%. Kostnaður notenda í heilbrigðiskerfinu hækkaði á þessu ári, t.d. komugjöld um 20%. Niðurgreiðsla vegna heyrnartækja og tannviðgerða aldraðra hefur ekkert hækkað síðan 2006. Maturinn er að hækka vegna hækkunar virðisaukaskatts og aldraðir fá engar mótvægisaðgerðir vegna þeirrar hækkunar. Við höfum lagt til að færa lyf úr hærra þrepi virðisaukaskatts í það lægra sem væri þá sæmileg mótvægisaðgerð fyrir þá sem nota mest af lyfjum, en lyfjanotkun eykst yfirleitt með aldri. Ekki var orðið við því samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Meðan stór hópur aldraðra og öryrkja nær ekki endum saman um hver mánaðamót, er það forkastanlegt að leggja slíka tillögu fram eins og að draga úr þeirri lágmarkshækkun sem átti að koma á næsta ári til lífeyrisþega. Þegar betur árar en gert var ráð fyrir þá ættu þessir hópar að njóta þess með einhverri hækkun, en ekki lækkun. Ég skora á þingmenn að draga þessa breytingu til baka fyrir 3ju umræðu fjárlaga.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun