Enn eiga aldraðir og öryrkjar að herða sultarólina Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 4. desember 2014 00:00 Í nýjustu breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar gefur að líta alls konar aukningu framlaga til hinna ýmsu málaflokka. Því ber að fagna og margir eru vel að því komnir og sér í lagi Landspítalinn sem fær aukna fjárveitingu. Þetta mun vera gert vegna þess að tekjur næsta árs verði meiri en áætlað var í fyrstu gerð fjárlaga fyrir árið 2015. Nú lítur þetta allt sem sagt betur út í fjárlagagerðinni. Þegar okkur í Landssambandi eldri borgara voru kynntar fjárlagatillögurnar í haust var gert ráð fyrir 3,5% hækkun á lífeyri almannatrygginga. Við minntum á það að á þessu ári hefðum við fengið 3,6% hækkun á meðan launahækkanir á þessu ári væru umtalsvert meiri. Við ættum því inni leiðréttingu. Í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í desember 2013 var samið um hækkun launa um 2,8%, en þó hækkuðu lægstu laun um 9.750 krónur. Þannig var hækkun þar í raun 5,6% en ekki 2,8% eins og haldið er fram í umræðunni. Að ekki sé nú talað um einstaka hópa sem hafa fengið mun meiri hækkanir í nýgerðum kjarasamningum. Nú er þess getið í greinargerð með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar að í raun hafi hækkun bóta almannatrygginga 2014 verið meiri en kjarasamningar ársins. Samt sé ekki áætlað að leiðrétta það! Þvílík góðsemi! Síðan kemur rúsínan í pylsuendanum: Vegna þess að verðlagshorfur næsta árs gera ráð fyrir lækkandi verðbólgu þá er hægt að lækka bætur almannatrygginga frá því sem áætlað var. Þær verða því ekki hækkaðar um 3,5% eins og fyrst var áætlað, heldur um 3%.Forkastanlegt Allt er þetta vegna þess að nú eru svo góðar horfur í verðlagsmálum á næsta ári. Ætli það sé alveg gleymt að framlag sjúkratrygginga til ýmissa hjálpartækja eins og öryggishnapps lækkaði þannig að hækkun notenda varð 89%. Kostnaður notenda í heilbrigðiskerfinu hækkaði á þessu ári, t.d. komugjöld um 20%. Niðurgreiðsla vegna heyrnartækja og tannviðgerða aldraðra hefur ekkert hækkað síðan 2006. Maturinn er að hækka vegna hækkunar virðisaukaskatts og aldraðir fá engar mótvægisaðgerðir vegna þeirrar hækkunar. Við höfum lagt til að færa lyf úr hærra þrepi virðisaukaskatts í það lægra sem væri þá sæmileg mótvægisaðgerð fyrir þá sem nota mest af lyfjum, en lyfjanotkun eykst yfirleitt með aldri. Ekki var orðið við því samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Meðan stór hópur aldraðra og öryrkja nær ekki endum saman um hver mánaðamót, er það forkastanlegt að leggja slíka tillögu fram eins og að draga úr þeirri lágmarkshækkun sem átti að koma á næsta ári til lífeyrisþega. Þegar betur árar en gert var ráð fyrir þá ættu þessir hópar að njóta þess með einhverri hækkun, en ekki lækkun. Ég skora á þingmenn að draga þessa breytingu til baka fyrir 3ju umræðu fjárlaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í nýjustu breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar gefur að líta alls konar aukningu framlaga til hinna ýmsu málaflokka. Því ber að fagna og margir eru vel að því komnir og sér í lagi Landspítalinn sem fær aukna fjárveitingu. Þetta mun vera gert vegna þess að tekjur næsta árs verði meiri en áætlað var í fyrstu gerð fjárlaga fyrir árið 2015. Nú lítur þetta allt sem sagt betur út í fjárlagagerðinni. Þegar okkur í Landssambandi eldri borgara voru kynntar fjárlagatillögurnar í haust var gert ráð fyrir 3,5% hækkun á lífeyri almannatrygginga. Við minntum á það að á þessu ári hefðum við fengið 3,6% hækkun á meðan launahækkanir á þessu ári væru umtalsvert meiri. Við ættum því inni leiðréttingu. Í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í desember 2013 var samið um hækkun launa um 2,8%, en þó hækkuðu lægstu laun um 9.750 krónur. Þannig var hækkun þar í raun 5,6% en ekki 2,8% eins og haldið er fram í umræðunni. Að ekki sé nú talað um einstaka hópa sem hafa fengið mun meiri hækkanir í nýgerðum kjarasamningum. Nú er þess getið í greinargerð með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar að í raun hafi hækkun bóta almannatrygginga 2014 verið meiri en kjarasamningar ársins. Samt sé ekki áætlað að leiðrétta það! Þvílík góðsemi! Síðan kemur rúsínan í pylsuendanum: Vegna þess að verðlagshorfur næsta árs gera ráð fyrir lækkandi verðbólgu þá er hægt að lækka bætur almannatrygginga frá því sem áætlað var. Þær verða því ekki hækkaðar um 3,5% eins og fyrst var áætlað, heldur um 3%.Forkastanlegt Allt er þetta vegna þess að nú eru svo góðar horfur í verðlagsmálum á næsta ári. Ætli það sé alveg gleymt að framlag sjúkratrygginga til ýmissa hjálpartækja eins og öryggishnapps lækkaði þannig að hækkun notenda varð 89%. Kostnaður notenda í heilbrigðiskerfinu hækkaði á þessu ári, t.d. komugjöld um 20%. Niðurgreiðsla vegna heyrnartækja og tannviðgerða aldraðra hefur ekkert hækkað síðan 2006. Maturinn er að hækka vegna hækkunar virðisaukaskatts og aldraðir fá engar mótvægisaðgerðir vegna þeirrar hækkunar. Við höfum lagt til að færa lyf úr hærra þrepi virðisaukaskatts í það lægra sem væri þá sæmileg mótvægisaðgerð fyrir þá sem nota mest af lyfjum, en lyfjanotkun eykst yfirleitt með aldri. Ekki var orðið við því samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Meðan stór hópur aldraðra og öryrkja nær ekki endum saman um hver mánaðamót, er það forkastanlegt að leggja slíka tillögu fram eins og að draga úr þeirri lágmarkshækkun sem átti að koma á næsta ári til lífeyrisþega. Þegar betur árar en gert var ráð fyrir þá ættu þessir hópar að njóta þess með einhverri hækkun, en ekki lækkun. Ég skora á þingmenn að draga þessa breytingu til baka fyrir 3ju umræðu fjárlaga.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar