Var frjálshyggja fyrir hrun? Guðmundur Edgarsson skrifar 4. desember 2014 00:00 Þótt ýmislegt á Íslandi hafi borið keim af frjálshyggju á árunum fyrir hrun, t.d. lækkun skatta, einkavæðing ýmissa ríkisfyrirtækja og sjálfbær sjávarútvegur, er ljóst að sjónarmið félagshyggju urðu æ meira áberandi. Látum nægja hér að benda á nokkur dæmi því til staðfestingar.Ríkið þandist út Þótt skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafi lækkað jafnt og þétt á árunum fyrir hrun, jukust skatttekjur hins opinbera um tæpan fimmtung á einungis tíu árum. Samhliða auknum skatttekjum jukust umsvif ríkis- og sveitarfélaga verulega. Þá jókst lagasetning um helming og eftirlitsstofnanir urðu dýrari, fjölmennari og umsvifameiri en nokkru sinni fyrr. Með öðrum orðum, báknið þandist út og frjálshyggjan lét í minni pokann fyrir víðtækri félagshyggju.Ríkisábyrgð á bönkum Hér á landi sem erlendis var til staðar bein eða óbein ríkisábyrgð á innistæðum. Af þessu tóku matsfyrirtækin mið og gáfu bönkunum hærri einkunn því tryggari sem ríkisábyrgðin var. Slík ríkisábyrgð eykur áhættuhegðun bankanna og stuðlar að lánsfjárbólu. Nákvæmlega þetta gerðist á Íslandi sem og um mestallan hinn vestræna heim. Þar sem ríkisábyrgð á einkafyrirtækjum gengur í berhögg við grundvallarhugmyndir frjálshyggju, gefur augaleið að ríkisábyrgð á bankainnistæðum eða bönkum yfirleitt er andstæð frjálshyggju af hvaða tagi sem er.Kárahnjúkavirkjun Margir telja að bygging Kárahnjúkavirkjunar hafi valdið því hagkerfið hafi ofhitnað. Þeir hinir sömu telja að við þessa framkvæmd hafi gífurlegt magn af erlendum gjaldeyri flætt inn í landið og þar með hafi möguleikar bankanna til enn frekari umsvifa í skjóli væntanlegrar ríkisábyrgðar aukist til muna. Hvað sem hæft er í því er það óhagganleg staðreynd að bygging Kárahnjúkavirkjunar var ríkisframkvæmd og sú stærsta sinnar tegundar í sögu landsins. Að bendla þessa risaframkvæmd ríkisins við frjálshyggju er því öfugmæli hvað sem mönnum kann að þykja um verkefnið að öðru leyti.Heimatilbúinn lóðaskortur Á skjön við markaðslögmál setti R-listinn lóðaframboð í Reykjavík í frost í heilan áratug. Þessi frysting leiddi til slíkrar umframspurnar eftir lóðum að húsnæðisverð á gjörvöllu höfuðborgarsvæðinu fór upp úr öllu valdi. Þótt nágrannasveitarfélögin hafi boðið út talsverðan fjölda af lóðum hafði það lítið að segja til mótvægis þar sem höfuðborgarsvæðið allt er eitt markaðssvæði og Reykjavík, sem langstærsta sveitarfélagið, allsráðandi hvað varðar verðmyndun á fasteignamarkaði. Í kjölfarið tók fólk á sig meiri húsnæðisskuldir sem gerði svo kreppuna öllu verri við að eiga en ella hefði verið.90% lánin Framsóknarflokkurinn á svo heiðurinn af þeirri misráðnu ákvörðun ríkisstjórnarinnar á sínum tíma að að heimila hinum ríkisrekna húsnæðisbanka, Íbúðalánasjóði, að veita 90% lán. Bankar á frjálsum markaði veittu einungis 65% lán en buðu upp á skammtímalán ef íbúðarkaupendur vantaði upp á útborgun. Með 90% lánunum var grundvellinum því kippt undan mikilvægri tekjulind banka á húsnæðislánamarkaði og þeir því knúnir til að fara í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð. Í kjölfarið tók húsnæðisverð annan rækilegan kipp og skuldsetning heimilanna að sama skapi.Æ meiri félagshyggja Útþensla ríkisins, ríkisábyrgð á bankainnistæðum, stærsta ríkisframkvæmd í Íslandssögunni og veruleg afskipti stjórnmálamanna af húsnæðismarkaðnum eru allt dæmi um aðgerðir sem einkennast af víðtækum ríkisumsvifum og áætlunarbúskap. Og þótt ýmislegt hafi færst í frjálsræðisátt á þessum árum, þá varð félagshyggjan æ fyrirferðarmeiri eftir því sem á leið. Að rekja orsakir hrunsins til frjálshyggju verður því að teljast stórfurðulegur málflutningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þótt ýmislegt á Íslandi hafi borið keim af frjálshyggju á árunum fyrir hrun, t.d. lækkun skatta, einkavæðing ýmissa ríkisfyrirtækja og sjálfbær sjávarútvegur, er ljóst að sjónarmið félagshyggju urðu æ meira áberandi. Látum nægja hér að benda á nokkur dæmi því til staðfestingar.Ríkið þandist út Þótt skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafi lækkað jafnt og þétt á árunum fyrir hrun, jukust skatttekjur hins opinbera um tæpan fimmtung á einungis tíu árum. Samhliða auknum skatttekjum jukust umsvif ríkis- og sveitarfélaga verulega. Þá jókst lagasetning um helming og eftirlitsstofnanir urðu dýrari, fjölmennari og umsvifameiri en nokkru sinni fyrr. Með öðrum orðum, báknið þandist út og frjálshyggjan lét í minni pokann fyrir víðtækri félagshyggju.Ríkisábyrgð á bönkum Hér á landi sem erlendis var til staðar bein eða óbein ríkisábyrgð á innistæðum. Af þessu tóku matsfyrirtækin mið og gáfu bönkunum hærri einkunn því tryggari sem ríkisábyrgðin var. Slík ríkisábyrgð eykur áhættuhegðun bankanna og stuðlar að lánsfjárbólu. Nákvæmlega þetta gerðist á Íslandi sem og um mestallan hinn vestræna heim. Þar sem ríkisábyrgð á einkafyrirtækjum gengur í berhögg við grundvallarhugmyndir frjálshyggju, gefur augaleið að ríkisábyrgð á bankainnistæðum eða bönkum yfirleitt er andstæð frjálshyggju af hvaða tagi sem er.Kárahnjúkavirkjun Margir telja að bygging Kárahnjúkavirkjunar hafi valdið því hagkerfið hafi ofhitnað. Þeir hinir sömu telja að við þessa framkvæmd hafi gífurlegt magn af erlendum gjaldeyri flætt inn í landið og þar með hafi möguleikar bankanna til enn frekari umsvifa í skjóli væntanlegrar ríkisábyrgðar aukist til muna. Hvað sem hæft er í því er það óhagganleg staðreynd að bygging Kárahnjúkavirkjunar var ríkisframkvæmd og sú stærsta sinnar tegundar í sögu landsins. Að bendla þessa risaframkvæmd ríkisins við frjálshyggju er því öfugmæli hvað sem mönnum kann að þykja um verkefnið að öðru leyti.Heimatilbúinn lóðaskortur Á skjön við markaðslögmál setti R-listinn lóðaframboð í Reykjavík í frost í heilan áratug. Þessi frysting leiddi til slíkrar umframspurnar eftir lóðum að húsnæðisverð á gjörvöllu höfuðborgarsvæðinu fór upp úr öllu valdi. Þótt nágrannasveitarfélögin hafi boðið út talsverðan fjölda af lóðum hafði það lítið að segja til mótvægis þar sem höfuðborgarsvæðið allt er eitt markaðssvæði og Reykjavík, sem langstærsta sveitarfélagið, allsráðandi hvað varðar verðmyndun á fasteignamarkaði. Í kjölfarið tók fólk á sig meiri húsnæðisskuldir sem gerði svo kreppuna öllu verri við að eiga en ella hefði verið.90% lánin Framsóknarflokkurinn á svo heiðurinn af þeirri misráðnu ákvörðun ríkisstjórnarinnar á sínum tíma að að heimila hinum ríkisrekna húsnæðisbanka, Íbúðalánasjóði, að veita 90% lán. Bankar á frjálsum markaði veittu einungis 65% lán en buðu upp á skammtímalán ef íbúðarkaupendur vantaði upp á útborgun. Með 90% lánunum var grundvellinum því kippt undan mikilvægri tekjulind banka á húsnæðislánamarkaði og þeir því knúnir til að fara í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð. Í kjölfarið tók húsnæðisverð annan rækilegan kipp og skuldsetning heimilanna að sama skapi.Æ meiri félagshyggja Útþensla ríkisins, ríkisábyrgð á bankainnistæðum, stærsta ríkisframkvæmd í Íslandssögunni og veruleg afskipti stjórnmálamanna af húsnæðismarkaðnum eru allt dæmi um aðgerðir sem einkennast af víðtækum ríkisumsvifum og áætlunarbúskap. Og þótt ýmislegt hafi færst í frjálsræðisátt á þessum árum, þá varð félagshyggjan æ fyrirferðarmeiri eftir því sem á leið. Að rekja orsakir hrunsins til frjálshyggju verður því að teljast stórfurðulegur málflutningur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar