Verklaus bæjarstjórn Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Á valdastóli í Kópavogi sitja tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur langa reynslu af því að vera í meirihluta og Björt framtíð sem er ný á þessum vettvangi. Búast mætti við að í meirihluta með nýjum aðila myndu birtast nýjungar og mál á dagskrá bæjarstjórnar sem hið nýja afl vildi halda á lofti. Sömuleiðis mætti gera ráð fyrir að nýliðarnir í röðum Sjálfstæðisflokksins myndu vilja koma málum á dagskrá bæjarstjórnar. Í heild mætti því búast við að meirihlutinn myndi leggja línurnar með virkum málflutningi á vettvangi bæjarstjórnar, þar geta íbúar fylgst með og þar er opin umræða sem mikið er kallað eftir í stjórnmálum í dag. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs nú nýlega vakti ég athygli á verkleysi meirihlutans, en það voru eingöngu fundargerðir sem lágu fyrir fundinum, sem þýðir að það voru engar tillögur eða mál önnur en þau sem voru til umfjöllunar í nefndum. Það eru liðnir 154 dagar frá því að fyrsti bæjarstjórnarfundurinn var haldinn, 154 dagar frá því Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur tóku við. Oft er talað um að meta árangur nýrra valdhafa, stefnu, kjark og dug eftir 100 daga á valdastóli. En Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur hafa setið í 154 daga. Á þessum tíma hefur meirihlutinn ekki komið fram með eitt einasta mál á dagskrá bæjarstjórnar fyrir utan málefnasamning og breytta bæjarmálasamþykkt á fyrstu tveim fundunum og svo lögbundna fjárhagsáætlun. Ekkert mál frá flokkunum sem stjórna Kópavogi, ekkert frumkvæði, engar nýjar hugmyndir. Dagskrármálin sem komið hafa inn eru skipulag höfuðborgarsvæðisins frá SSH, Vatnsvernd frá stýrihópi og tillaga frá Samfylkingunni um skólamál. Er meirihlutinn ekki með eitt einasta mál sem er þess virði að leggja fram í bæjarstjórn sem dagskrármál og ræða þar á opnum vettvangi þar sem bæjarbúar geta fylgst með? Mér, sem nýjum bæjarfulltrúa, finnst þetta einkennilegt verklag hjá fulltrúum Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Á valdastóli í Kópavogi sitja tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur langa reynslu af því að vera í meirihluta og Björt framtíð sem er ný á þessum vettvangi. Búast mætti við að í meirihluta með nýjum aðila myndu birtast nýjungar og mál á dagskrá bæjarstjórnar sem hið nýja afl vildi halda á lofti. Sömuleiðis mætti gera ráð fyrir að nýliðarnir í röðum Sjálfstæðisflokksins myndu vilja koma málum á dagskrá bæjarstjórnar. Í heild mætti því búast við að meirihlutinn myndi leggja línurnar með virkum málflutningi á vettvangi bæjarstjórnar, þar geta íbúar fylgst með og þar er opin umræða sem mikið er kallað eftir í stjórnmálum í dag. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs nú nýlega vakti ég athygli á verkleysi meirihlutans, en það voru eingöngu fundargerðir sem lágu fyrir fundinum, sem þýðir að það voru engar tillögur eða mál önnur en þau sem voru til umfjöllunar í nefndum. Það eru liðnir 154 dagar frá því að fyrsti bæjarstjórnarfundurinn var haldinn, 154 dagar frá því Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur tóku við. Oft er talað um að meta árangur nýrra valdhafa, stefnu, kjark og dug eftir 100 daga á valdastóli. En Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur hafa setið í 154 daga. Á þessum tíma hefur meirihlutinn ekki komið fram með eitt einasta mál á dagskrá bæjarstjórnar fyrir utan málefnasamning og breytta bæjarmálasamþykkt á fyrstu tveim fundunum og svo lögbundna fjárhagsáætlun. Ekkert mál frá flokkunum sem stjórna Kópavogi, ekkert frumkvæði, engar nýjar hugmyndir. Dagskrármálin sem komið hafa inn eru skipulag höfuðborgarsvæðisins frá SSH, Vatnsvernd frá stýrihópi og tillaga frá Samfylkingunni um skólamál. Er meirihlutinn ekki með eitt einasta mál sem er þess virði að leggja fram í bæjarstjórn sem dagskrármál og ræða þar á opnum vettvangi þar sem bæjarbúar geta fylgst með? Mér, sem nýjum bæjarfulltrúa, finnst þetta einkennilegt verklag hjá fulltrúum Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar