Byggjum upp til framtíðar Grímur Sæmundsen skrifar 3. desember 2014 07:00 Það er óhætt að segja að ferðaþjónusta á Íslandi standi nú á krossgötum og greinin horfi til móts við nýja tíma. Á síðasta ári varð ferðaþjónustan í fyrsta skiptið stærsta útflutningsatvinnugrein þjóðarinnar og var hlutfall hennar 26,8% af heildarútflutningstekjum. Sé horft til ársins í ár og tímabilið janúar-september skoðað var hlutfallið 28% og fer því enn vaxandi. Að mati Hagstofunnar hefði ekki mælst hagvöxtur í landinu á síðasta ári nema vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Undanfarin ár hefur fjölgun erlendra ferðamanna sem sækja landið heim verið um 20% á ári og gera spár ráð fyrir um 15% aukningu á næsta ári. Þannig hefur ferðaþjónustan orðið að nýrri undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Þrátt fyrir að vel gangi er að mörgu að huga hvað þessa vaxandi atvinnugrein varðar. Það eru tækifæri við hvert fótmál til að gera betur, en áskoranirnar eru einnig fjölmargar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld ásamt landsmönnum öllum þurfa að taka höndum saman og taka á þeim úrlausnarefnum sem við blasa. Það er hins vegar ánægjulegt að ferðaþjónustan hefur fengið meiri athygli stjórnvalda um leið og landsmenn gera sér í auknum mæli grein fyrir mikilvægi greinarinnar fyrir samfélagið og þjóðarbúið allt.Stefnumótun ýtt úr vör Í október sl. ákvað Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, að setja í gang vinnu við mót¬un stefnu og framtíðar¬sýn¬ar fyr¬ir ferðaþjón¬ustu á Íslandi í samstarfi stjórn¬valda og Samtaka ferðaþjón¬ust¬unn¬ar. Er lagt upp með að byggja öflugan grunn fyrir ferðaþjónustu á Íslandi og stuðla að samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum vettvangi til lengri tíma. Fjölmargar skýrslur hafa verið teknar saman á undanförnum árum um ferðaþjónustu á Íslandi, en nú er unnið að heildstæðri langtímastefnumótun fyrir greinina og framkvæmdaáætlunum á grunni þessarar stefnumótunar. Á ráðherra ferðamála hrós skilið fyrir að stuðla að þessu brýna verkefni. Skipaður hefur verið stýrihópur um verkefnið undir forystu ráðherra ásamt undirrituðum, Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra SAF, og Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra. Þá sér verkefnahópur undir stjórn Guðfinnu Bjarnadóttur ráðgjafa um framkvæmd verkefnisins sem komið er í fullan gang. Segja má að starfinu hafi verið formlega ýtt úr vör í byrjun nóvember sl. á fjölmennum fundi ýmissa hagsmunaaðila, ekki bara úr greininni sjálfri heldur einnig úr öðrum áttum en eins og flestir vita er greinin afar víðfeðm og snertir marga þætti þjóðlífsins. Vinna við stefnumótunina mun standa yfir fram á vorið 2015 þegar niðurstöður munu liggja fyrir.Ferðaþjónusta í fremstu röð Miklar vonir eru bundnar við að niðurstöður stefnumótunarvinnunnar verði leiðarljós fyrir íslenska ferðaþjónustu – þannig að Ísland skipi sér á bekk meðal þeirra þjóða sem eru í fremstu röð í heiminum í atvinnugreininni. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt áherslu á að ferðaþjónustan búi við heilbrigða samkeppni og samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Við teljum brýnt að nýsköpun og fagmennska treysti stoðir ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og byggi á virðingu fyrir landi og þjóð. Þá þarf ferðaþjónustan að búa við innviði sem styðja framþróun hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að ferðaþjónusta á Íslandi standi nú á krossgötum og greinin horfi til móts við nýja tíma. Á síðasta ári varð ferðaþjónustan í fyrsta skiptið stærsta útflutningsatvinnugrein þjóðarinnar og var hlutfall hennar 26,8% af heildarútflutningstekjum. Sé horft til ársins í ár og tímabilið janúar-september skoðað var hlutfallið 28% og fer því enn vaxandi. Að mati Hagstofunnar hefði ekki mælst hagvöxtur í landinu á síðasta ári nema vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Undanfarin ár hefur fjölgun erlendra ferðamanna sem sækja landið heim verið um 20% á ári og gera spár ráð fyrir um 15% aukningu á næsta ári. Þannig hefur ferðaþjónustan orðið að nýrri undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Þrátt fyrir að vel gangi er að mörgu að huga hvað þessa vaxandi atvinnugrein varðar. Það eru tækifæri við hvert fótmál til að gera betur, en áskoranirnar eru einnig fjölmargar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld ásamt landsmönnum öllum þurfa að taka höndum saman og taka á þeim úrlausnarefnum sem við blasa. Það er hins vegar ánægjulegt að ferðaþjónustan hefur fengið meiri athygli stjórnvalda um leið og landsmenn gera sér í auknum mæli grein fyrir mikilvægi greinarinnar fyrir samfélagið og þjóðarbúið allt.Stefnumótun ýtt úr vör Í október sl. ákvað Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, að setja í gang vinnu við mót¬un stefnu og framtíðar¬sýn¬ar fyr¬ir ferðaþjón¬ustu á Íslandi í samstarfi stjórn¬valda og Samtaka ferðaþjón¬ust¬unn¬ar. Er lagt upp með að byggja öflugan grunn fyrir ferðaþjónustu á Íslandi og stuðla að samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum vettvangi til lengri tíma. Fjölmargar skýrslur hafa verið teknar saman á undanförnum árum um ferðaþjónustu á Íslandi, en nú er unnið að heildstæðri langtímastefnumótun fyrir greinina og framkvæmdaáætlunum á grunni þessarar stefnumótunar. Á ráðherra ferðamála hrós skilið fyrir að stuðla að þessu brýna verkefni. Skipaður hefur verið stýrihópur um verkefnið undir forystu ráðherra ásamt undirrituðum, Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra SAF, og Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra. Þá sér verkefnahópur undir stjórn Guðfinnu Bjarnadóttur ráðgjafa um framkvæmd verkefnisins sem komið er í fullan gang. Segja má að starfinu hafi verið formlega ýtt úr vör í byrjun nóvember sl. á fjölmennum fundi ýmissa hagsmunaaðila, ekki bara úr greininni sjálfri heldur einnig úr öðrum áttum en eins og flestir vita er greinin afar víðfeðm og snertir marga þætti þjóðlífsins. Vinna við stefnumótunina mun standa yfir fram á vorið 2015 þegar niðurstöður munu liggja fyrir.Ferðaþjónusta í fremstu röð Miklar vonir eru bundnar við að niðurstöður stefnumótunarvinnunnar verði leiðarljós fyrir íslenska ferðaþjónustu – þannig að Ísland skipi sér á bekk meðal þeirra þjóða sem eru í fremstu röð í heiminum í atvinnugreininni. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt áherslu á að ferðaþjónustan búi við heilbrigða samkeppni og samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Við teljum brýnt að nýsköpun og fagmennska treysti stoðir ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og byggi á virðingu fyrir landi og þjóð. Þá þarf ferðaþjónustan að búa við innviði sem styðja framþróun hennar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar