Byggjum upp til framtíðar Grímur Sæmundsen skrifar 3. desember 2014 07:00 Það er óhætt að segja að ferðaþjónusta á Íslandi standi nú á krossgötum og greinin horfi til móts við nýja tíma. Á síðasta ári varð ferðaþjónustan í fyrsta skiptið stærsta útflutningsatvinnugrein þjóðarinnar og var hlutfall hennar 26,8% af heildarútflutningstekjum. Sé horft til ársins í ár og tímabilið janúar-september skoðað var hlutfallið 28% og fer því enn vaxandi. Að mati Hagstofunnar hefði ekki mælst hagvöxtur í landinu á síðasta ári nema vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Undanfarin ár hefur fjölgun erlendra ferðamanna sem sækja landið heim verið um 20% á ári og gera spár ráð fyrir um 15% aukningu á næsta ári. Þannig hefur ferðaþjónustan orðið að nýrri undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Þrátt fyrir að vel gangi er að mörgu að huga hvað þessa vaxandi atvinnugrein varðar. Það eru tækifæri við hvert fótmál til að gera betur, en áskoranirnar eru einnig fjölmargar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld ásamt landsmönnum öllum þurfa að taka höndum saman og taka á þeim úrlausnarefnum sem við blasa. Það er hins vegar ánægjulegt að ferðaþjónustan hefur fengið meiri athygli stjórnvalda um leið og landsmenn gera sér í auknum mæli grein fyrir mikilvægi greinarinnar fyrir samfélagið og þjóðarbúið allt.Stefnumótun ýtt úr vör Í október sl. ákvað Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, að setja í gang vinnu við mót¬un stefnu og framtíðar¬sýn¬ar fyr¬ir ferðaþjón¬ustu á Íslandi í samstarfi stjórn¬valda og Samtaka ferðaþjón¬ust¬unn¬ar. Er lagt upp með að byggja öflugan grunn fyrir ferðaþjónustu á Íslandi og stuðla að samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum vettvangi til lengri tíma. Fjölmargar skýrslur hafa verið teknar saman á undanförnum árum um ferðaþjónustu á Íslandi, en nú er unnið að heildstæðri langtímastefnumótun fyrir greinina og framkvæmdaáætlunum á grunni þessarar stefnumótunar. Á ráðherra ferðamála hrós skilið fyrir að stuðla að þessu brýna verkefni. Skipaður hefur verið stýrihópur um verkefnið undir forystu ráðherra ásamt undirrituðum, Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra SAF, og Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra. Þá sér verkefnahópur undir stjórn Guðfinnu Bjarnadóttur ráðgjafa um framkvæmd verkefnisins sem komið er í fullan gang. Segja má að starfinu hafi verið formlega ýtt úr vör í byrjun nóvember sl. á fjölmennum fundi ýmissa hagsmunaaðila, ekki bara úr greininni sjálfri heldur einnig úr öðrum áttum en eins og flestir vita er greinin afar víðfeðm og snertir marga þætti þjóðlífsins. Vinna við stefnumótunina mun standa yfir fram á vorið 2015 þegar niðurstöður munu liggja fyrir.Ferðaþjónusta í fremstu röð Miklar vonir eru bundnar við að niðurstöður stefnumótunarvinnunnar verði leiðarljós fyrir íslenska ferðaþjónustu – þannig að Ísland skipi sér á bekk meðal þeirra þjóða sem eru í fremstu röð í heiminum í atvinnugreininni. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt áherslu á að ferðaþjónustan búi við heilbrigða samkeppni og samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Við teljum brýnt að nýsköpun og fagmennska treysti stoðir ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og byggi á virðingu fyrir landi og þjóð. Þá þarf ferðaþjónustan að búa við innviði sem styðja framþróun hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að ferðaþjónusta á Íslandi standi nú á krossgötum og greinin horfi til móts við nýja tíma. Á síðasta ári varð ferðaþjónustan í fyrsta skiptið stærsta útflutningsatvinnugrein þjóðarinnar og var hlutfall hennar 26,8% af heildarútflutningstekjum. Sé horft til ársins í ár og tímabilið janúar-september skoðað var hlutfallið 28% og fer því enn vaxandi. Að mati Hagstofunnar hefði ekki mælst hagvöxtur í landinu á síðasta ári nema vegna vaxtar í ferðaþjónustu. Undanfarin ár hefur fjölgun erlendra ferðamanna sem sækja landið heim verið um 20% á ári og gera spár ráð fyrir um 15% aukningu á næsta ári. Þannig hefur ferðaþjónustan orðið að nýrri undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Þrátt fyrir að vel gangi er að mörgu að huga hvað þessa vaxandi atvinnugrein varðar. Það eru tækifæri við hvert fótmál til að gera betur, en áskoranirnar eru einnig fjölmargar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld ásamt landsmönnum öllum þurfa að taka höndum saman og taka á þeim úrlausnarefnum sem við blasa. Það er hins vegar ánægjulegt að ferðaþjónustan hefur fengið meiri athygli stjórnvalda um leið og landsmenn gera sér í auknum mæli grein fyrir mikilvægi greinarinnar fyrir samfélagið og þjóðarbúið allt.Stefnumótun ýtt úr vör Í október sl. ákvað Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, að setja í gang vinnu við mót¬un stefnu og framtíðar¬sýn¬ar fyr¬ir ferðaþjón¬ustu á Íslandi í samstarfi stjórn¬valda og Samtaka ferðaþjón¬ust¬unn¬ar. Er lagt upp með að byggja öflugan grunn fyrir ferðaþjónustu á Íslandi og stuðla að samkeppnishæfni greinarinnar á alþjóðlegum vettvangi til lengri tíma. Fjölmargar skýrslur hafa verið teknar saman á undanförnum árum um ferðaþjónustu á Íslandi, en nú er unnið að heildstæðri langtímastefnumótun fyrir greinina og framkvæmdaáætlunum á grunni þessarar stefnumótunar. Á ráðherra ferðamála hrós skilið fyrir að stuðla að þessu brýna verkefni. Skipaður hefur verið stýrihópur um verkefnið undir forystu ráðherra ásamt undirrituðum, Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra SAF, og Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra. Þá sér verkefnahópur undir stjórn Guðfinnu Bjarnadóttur ráðgjafa um framkvæmd verkefnisins sem komið er í fullan gang. Segja má að starfinu hafi verið formlega ýtt úr vör í byrjun nóvember sl. á fjölmennum fundi ýmissa hagsmunaaðila, ekki bara úr greininni sjálfri heldur einnig úr öðrum áttum en eins og flestir vita er greinin afar víðfeðm og snertir marga þætti þjóðlífsins. Vinna við stefnumótunina mun standa yfir fram á vorið 2015 þegar niðurstöður munu liggja fyrir.Ferðaþjónusta í fremstu röð Miklar vonir eru bundnar við að niðurstöður stefnumótunarvinnunnar verði leiðarljós fyrir íslenska ferðaþjónustu – þannig að Ísland skipi sér á bekk meðal þeirra þjóða sem eru í fremstu röð í heiminum í atvinnugreininni. Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt áherslu á að ferðaþjónustan búi við heilbrigða samkeppni og samkeppnishæf rekstrarskilyrði. Við teljum brýnt að nýsköpun og fagmennska treysti stoðir ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og byggi á virðingu fyrir landi og þjóð. Þá þarf ferðaþjónustan að búa við innviði sem styðja framþróun hennar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar