Heppin Auður Inga Rúnarsdóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Dagana 25. nóvember til 10. desember stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Ég er í starfsnámi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem heldur utan um átakið á höfuðborgarsvæðinu, og hef því fylgst vel með átakinu. Aukin innsýn mín í málefnið hefur gert mér dálítið ljóst. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu kynbundnu ofbeldi. Vissir þú að tölfræðilega séð þá er þessi staðhæfing rétt? Ég er heppin að hafa ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Þá er ekki þar með sagt að ég hafi aldrei orðið fyrir óviðeigandi áreitni, óþægindum eða ofbeldi af neinu tagi. Ég hef verið hunsuð, færð til, kallað hefur verið á mig, mér kennt um að vera kynköld þegar ég sýni ekki nægan áhuga og kölluð drusla þegar ég sýni of mikinn áhuga. En ég hef ekki orðið fyrir líkamlegu eða sálarlegu tjóni sem hefur fylgt mér eða haft alvarleg áhrif á mig, og þess vegna er ég heppin. Ég veit ekki með þig, en mér finnst það óhugnanlegt. Vissir þú að 42% kvenna eru ekki jafn „heppin“ og ég? Vissir þú að ein af hverjum fjórum konum hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi og tvær af hverjum fimm konum hafa verið beittar kynbundnu ofbeldi í einhverri mynd? Þetta eru ekki einhver illvirki sem gerast órafjarri og maður les um á netinu. Þetta er ekki að gerast í annarri vídd, öðru bæjarfélagi eða öðrum vinnustað. Kynbundið ofbeldi á sér stað í okkar nánasta umhverfi, og í okkar vinahópum og fjölskyldum eru konur (ft.) sem hafa orðið fyrir því. Konur sem eru ekki „heppnar“. Þessu vil ég breyta. Ég get bara vonað að 16 daga átakið og greinarnar hafi áhrif og veki umræður í samfélaginu. En þú, þú getur gert vonir mínar að veruleika. Þú getur rætt viðkvæmu málefnin. Þú getur spurt vini og kunningja hvort allt sé í lagi þegar þú ert í vafa. Þú getur gert heiminn örlítið betri með því að auðvelda umræðu um kynbundið ofbeldi. Ábyrgðin á ofbeldinu er gerandans. Ábyrgðin á þögguninni er okkar allra. Aukin umræða auðveldar þolendum jafnt sem gerendum að stíga fram og leita sér hjálpar. Með þessu móti getum við haft áhrif og dregið úr kynbundnu ofbeldi. Mér finnst rangt að eftirfarandi staðhæfing sé sönn: Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Ef þú ert sammála mér, leggðu þitt af mörkum og opnaðu umræðu um kynbundið ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Dagana 25. nóvember til 10. desember stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Ég er í starfsnámi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem heldur utan um átakið á höfuðborgarsvæðinu, og hef því fylgst vel með átakinu. Aukin innsýn mín í málefnið hefur gert mér dálítið ljóst. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu kynbundnu ofbeldi. Vissir þú að tölfræðilega séð þá er þessi staðhæfing rétt? Ég er heppin að hafa ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Þá er ekki þar með sagt að ég hafi aldrei orðið fyrir óviðeigandi áreitni, óþægindum eða ofbeldi af neinu tagi. Ég hef verið hunsuð, færð til, kallað hefur verið á mig, mér kennt um að vera kynköld þegar ég sýni ekki nægan áhuga og kölluð drusla þegar ég sýni of mikinn áhuga. En ég hef ekki orðið fyrir líkamlegu eða sálarlegu tjóni sem hefur fylgt mér eða haft alvarleg áhrif á mig, og þess vegna er ég heppin. Ég veit ekki með þig, en mér finnst það óhugnanlegt. Vissir þú að 42% kvenna eru ekki jafn „heppin“ og ég? Vissir þú að ein af hverjum fjórum konum hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi og tvær af hverjum fimm konum hafa verið beittar kynbundnu ofbeldi í einhverri mynd? Þetta eru ekki einhver illvirki sem gerast órafjarri og maður les um á netinu. Þetta er ekki að gerast í annarri vídd, öðru bæjarfélagi eða öðrum vinnustað. Kynbundið ofbeldi á sér stað í okkar nánasta umhverfi, og í okkar vinahópum og fjölskyldum eru konur (ft.) sem hafa orðið fyrir því. Konur sem eru ekki „heppnar“. Þessu vil ég breyta. Ég get bara vonað að 16 daga átakið og greinarnar hafi áhrif og veki umræður í samfélaginu. En þú, þú getur gert vonir mínar að veruleika. Þú getur rætt viðkvæmu málefnin. Þú getur spurt vini og kunningja hvort allt sé í lagi þegar þú ert í vafa. Þú getur gert heiminn örlítið betri með því að auðvelda umræðu um kynbundið ofbeldi. Ábyrgðin á ofbeldinu er gerandans. Ábyrgðin á þögguninni er okkar allra. Aukin umræða auðveldar þolendum jafnt sem gerendum að stíga fram og leita sér hjálpar. Með þessu móti getum við haft áhrif og dregið úr kynbundnu ofbeldi. Mér finnst rangt að eftirfarandi staðhæfing sé sönn: Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Ef þú ert sammála mér, leggðu þitt af mörkum og opnaðu umræðu um kynbundið ofbeldi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun