Heppin Auður Inga Rúnarsdóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Dagana 25. nóvember til 10. desember stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Ég er í starfsnámi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem heldur utan um átakið á höfuðborgarsvæðinu, og hef því fylgst vel með átakinu. Aukin innsýn mín í málefnið hefur gert mér dálítið ljóst. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu kynbundnu ofbeldi. Vissir þú að tölfræðilega séð þá er þessi staðhæfing rétt? Ég er heppin að hafa ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Þá er ekki þar með sagt að ég hafi aldrei orðið fyrir óviðeigandi áreitni, óþægindum eða ofbeldi af neinu tagi. Ég hef verið hunsuð, færð til, kallað hefur verið á mig, mér kennt um að vera kynköld þegar ég sýni ekki nægan áhuga og kölluð drusla þegar ég sýni of mikinn áhuga. En ég hef ekki orðið fyrir líkamlegu eða sálarlegu tjóni sem hefur fylgt mér eða haft alvarleg áhrif á mig, og þess vegna er ég heppin. Ég veit ekki með þig, en mér finnst það óhugnanlegt. Vissir þú að 42% kvenna eru ekki jafn „heppin“ og ég? Vissir þú að ein af hverjum fjórum konum hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi og tvær af hverjum fimm konum hafa verið beittar kynbundnu ofbeldi í einhverri mynd? Þetta eru ekki einhver illvirki sem gerast órafjarri og maður les um á netinu. Þetta er ekki að gerast í annarri vídd, öðru bæjarfélagi eða öðrum vinnustað. Kynbundið ofbeldi á sér stað í okkar nánasta umhverfi, og í okkar vinahópum og fjölskyldum eru konur (ft.) sem hafa orðið fyrir því. Konur sem eru ekki „heppnar“. Þessu vil ég breyta. Ég get bara vonað að 16 daga átakið og greinarnar hafi áhrif og veki umræður í samfélaginu. En þú, þú getur gert vonir mínar að veruleika. Þú getur rætt viðkvæmu málefnin. Þú getur spurt vini og kunningja hvort allt sé í lagi þegar þú ert í vafa. Þú getur gert heiminn örlítið betri með því að auðvelda umræðu um kynbundið ofbeldi. Ábyrgðin á ofbeldinu er gerandans. Ábyrgðin á þögguninni er okkar allra. Aukin umræða auðveldar þolendum jafnt sem gerendum að stíga fram og leita sér hjálpar. Með þessu móti getum við haft áhrif og dregið úr kynbundnu ofbeldi. Mér finnst rangt að eftirfarandi staðhæfing sé sönn: Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Ef þú ert sammála mér, leggðu þitt af mörkum og opnaðu umræðu um kynbundið ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Dagana 25. nóvember til 10. desember stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Ég er í starfsnámi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem heldur utan um átakið á höfuðborgarsvæðinu, og hef því fylgst vel með átakinu. Aukin innsýn mín í málefnið hefur gert mér dálítið ljóst. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu kynbundnu ofbeldi. Vissir þú að tölfræðilega séð þá er þessi staðhæfing rétt? Ég er heppin að hafa ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Þá er ekki þar með sagt að ég hafi aldrei orðið fyrir óviðeigandi áreitni, óþægindum eða ofbeldi af neinu tagi. Ég hef verið hunsuð, færð til, kallað hefur verið á mig, mér kennt um að vera kynköld þegar ég sýni ekki nægan áhuga og kölluð drusla þegar ég sýni of mikinn áhuga. En ég hef ekki orðið fyrir líkamlegu eða sálarlegu tjóni sem hefur fylgt mér eða haft alvarleg áhrif á mig, og þess vegna er ég heppin. Ég veit ekki með þig, en mér finnst það óhugnanlegt. Vissir þú að 42% kvenna eru ekki jafn „heppin“ og ég? Vissir þú að ein af hverjum fjórum konum hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi og tvær af hverjum fimm konum hafa verið beittar kynbundnu ofbeldi í einhverri mynd? Þetta eru ekki einhver illvirki sem gerast órafjarri og maður les um á netinu. Þetta er ekki að gerast í annarri vídd, öðru bæjarfélagi eða öðrum vinnustað. Kynbundið ofbeldi á sér stað í okkar nánasta umhverfi, og í okkar vinahópum og fjölskyldum eru konur (ft.) sem hafa orðið fyrir því. Konur sem eru ekki „heppnar“. Þessu vil ég breyta. Ég get bara vonað að 16 daga átakið og greinarnar hafi áhrif og veki umræður í samfélaginu. En þú, þú getur gert vonir mínar að veruleika. Þú getur rætt viðkvæmu málefnin. Þú getur spurt vini og kunningja hvort allt sé í lagi þegar þú ert í vafa. Þú getur gert heiminn örlítið betri með því að auðvelda umræðu um kynbundið ofbeldi. Ábyrgðin á ofbeldinu er gerandans. Ábyrgðin á þögguninni er okkar allra. Aukin umræða auðveldar þolendum jafnt sem gerendum að stíga fram og leita sér hjálpar. Með þessu móti getum við haft áhrif og dregið úr kynbundnu ofbeldi. Mér finnst rangt að eftirfarandi staðhæfing sé sönn: Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Ef þú ert sammála mér, leggðu þitt af mörkum og opnaðu umræðu um kynbundið ofbeldi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar