Heppin Auður Inga Rúnarsdóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Dagana 25. nóvember til 10. desember stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Ég er í starfsnámi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem heldur utan um átakið á höfuðborgarsvæðinu, og hef því fylgst vel með átakinu. Aukin innsýn mín í málefnið hefur gert mér dálítið ljóst. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu kynbundnu ofbeldi. Vissir þú að tölfræðilega séð þá er þessi staðhæfing rétt? Ég er heppin að hafa ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Þá er ekki þar með sagt að ég hafi aldrei orðið fyrir óviðeigandi áreitni, óþægindum eða ofbeldi af neinu tagi. Ég hef verið hunsuð, færð til, kallað hefur verið á mig, mér kennt um að vera kynköld þegar ég sýni ekki nægan áhuga og kölluð drusla þegar ég sýni of mikinn áhuga. En ég hef ekki orðið fyrir líkamlegu eða sálarlegu tjóni sem hefur fylgt mér eða haft alvarleg áhrif á mig, og þess vegna er ég heppin. Ég veit ekki með þig, en mér finnst það óhugnanlegt. Vissir þú að 42% kvenna eru ekki jafn „heppin“ og ég? Vissir þú að ein af hverjum fjórum konum hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi og tvær af hverjum fimm konum hafa verið beittar kynbundnu ofbeldi í einhverri mynd? Þetta eru ekki einhver illvirki sem gerast órafjarri og maður les um á netinu. Þetta er ekki að gerast í annarri vídd, öðru bæjarfélagi eða öðrum vinnustað. Kynbundið ofbeldi á sér stað í okkar nánasta umhverfi, og í okkar vinahópum og fjölskyldum eru konur (ft.) sem hafa orðið fyrir því. Konur sem eru ekki „heppnar“. Þessu vil ég breyta. Ég get bara vonað að 16 daga átakið og greinarnar hafi áhrif og veki umræður í samfélaginu. En þú, þú getur gert vonir mínar að veruleika. Þú getur rætt viðkvæmu málefnin. Þú getur spurt vini og kunningja hvort allt sé í lagi þegar þú ert í vafa. Þú getur gert heiminn örlítið betri með því að auðvelda umræðu um kynbundið ofbeldi. Ábyrgðin á ofbeldinu er gerandans. Ábyrgðin á þögguninni er okkar allra. Aukin umræða auðveldar þolendum jafnt sem gerendum að stíga fram og leita sér hjálpar. Með þessu móti getum við haft áhrif og dregið úr kynbundnu ofbeldi. Mér finnst rangt að eftirfarandi staðhæfing sé sönn: Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Ef þú ert sammála mér, leggðu þitt af mörkum og opnaðu umræðu um kynbundið ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Dagana 25. nóvember til 10. desember stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Ég er í starfsnámi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem heldur utan um átakið á höfuðborgarsvæðinu, og hef því fylgst vel með átakinu. Aukin innsýn mín í málefnið hefur gert mér dálítið ljóst. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu kynbundnu ofbeldi. Vissir þú að tölfræðilega séð þá er þessi staðhæfing rétt? Ég er heppin að hafa ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Þá er ekki þar með sagt að ég hafi aldrei orðið fyrir óviðeigandi áreitni, óþægindum eða ofbeldi af neinu tagi. Ég hef verið hunsuð, færð til, kallað hefur verið á mig, mér kennt um að vera kynköld þegar ég sýni ekki nægan áhuga og kölluð drusla þegar ég sýni of mikinn áhuga. En ég hef ekki orðið fyrir líkamlegu eða sálarlegu tjóni sem hefur fylgt mér eða haft alvarleg áhrif á mig, og þess vegna er ég heppin. Ég veit ekki með þig, en mér finnst það óhugnanlegt. Vissir þú að 42% kvenna eru ekki jafn „heppin“ og ég? Vissir þú að ein af hverjum fjórum konum hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi og tvær af hverjum fimm konum hafa verið beittar kynbundnu ofbeldi í einhverri mynd? Þetta eru ekki einhver illvirki sem gerast órafjarri og maður les um á netinu. Þetta er ekki að gerast í annarri vídd, öðru bæjarfélagi eða öðrum vinnustað. Kynbundið ofbeldi á sér stað í okkar nánasta umhverfi, og í okkar vinahópum og fjölskyldum eru konur (ft.) sem hafa orðið fyrir því. Konur sem eru ekki „heppnar“. Þessu vil ég breyta. Ég get bara vonað að 16 daga átakið og greinarnar hafi áhrif og veki umræður í samfélaginu. En þú, þú getur gert vonir mínar að veruleika. Þú getur rætt viðkvæmu málefnin. Þú getur spurt vini og kunningja hvort allt sé í lagi þegar þú ert í vafa. Þú getur gert heiminn örlítið betri með því að auðvelda umræðu um kynbundið ofbeldi. Ábyrgðin á ofbeldinu er gerandans. Ábyrgðin á þögguninni er okkar allra. Aukin umræða auðveldar þolendum jafnt sem gerendum að stíga fram og leita sér hjálpar. Með þessu móti getum við haft áhrif og dregið úr kynbundnu ofbeldi. Mér finnst rangt að eftirfarandi staðhæfing sé sönn: Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki orðið fyrir alvarlegu ofbeldi vegna kyns míns. Ef þú ert sammála mér, leggðu þitt af mörkum og opnaðu umræðu um kynbundið ofbeldi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar