Örlítið jólalegur andi svífur yfir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2014 15:30 Tónlistarkonurnar Eva Þyri, Hlín og Pamela de Sensi flytja dagskrá í Norræna húsinu sem er draumkennd og glettin í senn. „Við erum akkúrat að stilla upp flyglinum,“ segir Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona þegar hringt er í hana á föstudagskvöld. Hún er stödd í Norræna húsinu með þeim Pamelu de Sensi þverflautuleikara og Evu Þyri Hilmarsdóttur píanóleikara að undirbúa tónleika sem eiga að fara fram á morgun, sunnudag og hefjast klukkan 15.15, enda tilheyra þeir tónleikaröðinni 15.15. „Dagskráin er draumkennd og glettin í senn,“ segir Hlín. „Ævintýraheimur þúsund og einnar nætur kemur við sögu og forn ástarljóð frá Persíu en líka ástarljóð sem eru okkur nær í tíma. Við leituðum eftir því að fá þessa dagsetningu því við áttum þrjú falleg jólalög eftir Frank Martin. Svo ætlum við líka að flytja jólalag frá fyrri hluta tuttugustu aldarinnar um misraunhæfar jólagjafaóskir, svo það er örlítið jólalegur andi yfir tónleikunum,“ bætir hún við glaðlega. Hún segir dagskrána að meginhluta franska en tónskáld frá Sviss og Bandaríkjunum komi líka við sögu. „Flest lögin eru fyrir okkur allar þrjár en þó séu aðeins frávik frá því. Við Pamela syngjum til dæmis tvö lög við undirleik Evu Þyriar,“ nefnir hún. En af hverju heita tónleikarnir Í faðmi flautunnar? „Af því að bæði í ljóðum og tónlist hefur flautan aukið skáldum andagift. Hún er auk mannsraddarinnar, eitt elsta hljóðfæri mannkyns og tengir okkur við náttúruna og heim goðsagna og ævintýra,“ svarar Hlín. Hún tekur fram að þó efnisskráin sé að mestu leyti á frönsku eigi það ekki að koma að sök því hún ætli að segja frá innihaldi og umhverfi ljóðanna. Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira
„Við erum akkúrat að stilla upp flyglinum,“ segir Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona þegar hringt er í hana á föstudagskvöld. Hún er stödd í Norræna húsinu með þeim Pamelu de Sensi þverflautuleikara og Evu Þyri Hilmarsdóttur píanóleikara að undirbúa tónleika sem eiga að fara fram á morgun, sunnudag og hefjast klukkan 15.15, enda tilheyra þeir tónleikaröðinni 15.15. „Dagskráin er draumkennd og glettin í senn,“ segir Hlín. „Ævintýraheimur þúsund og einnar nætur kemur við sögu og forn ástarljóð frá Persíu en líka ástarljóð sem eru okkur nær í tíma. Við leituðum eftir því að fá þessa dagsetningu því við áttum þrjú falleg jólalög eftir Frank Martin. Svo ætlum við líka að flytja jólalag frá fyrri hluta tuttugustu aldarinnar um misraunhæfar jólagjafaóskir, svo það er örlítið jólalegur andi yfir tónleikunum,“ bætir hún við glaðlega. Hún segir dagskrána að meginhluta franska en tónskáld frá Sviss og Bandaríkjunum komi líka við sögu. „Flest lögin eru fyrir okkur allar þrjár en þó séu aðeins frávik frá því. Við Pamela syngjum til dæmis tvö lög við undirleik Evu Þyriar,“ nefnir hún. En af hverju heita tónleikarnir Í faðmi flautunnar? „Af því að bæði í ljóðum og tónlist hefur flautan aukið skáldum andagift. Hún er auk mannsraddarinnar, eitt elsta hljóðfæri mannkyns og tengir okkur við náttúruna og heim goðsagna og ævintýra,“ svarar Hlín. Hún tekur fram að þó efnisskráin sé að mestu leyti á frönsku eigi það ekki að koma að sök því hún ætli að segja frá innihaldi og umhverfi ljóðanna.
Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira