Örlítið jólalegur andi svífur yfir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2014 15:30 Tónlistarkonurnar Eva Þyri, Hlín og Pamela de Sensi flytja dagskrá í Norræna húsinu sem er draumkennd og glettin í senn. „Við erum akkúrat að stilla upp flyglinum,“ segir Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona þegar hringt er í hana á föstudagskvöld. Hún er stödd í Norræna húsinu með þeim Pamelu de Sensi þverflautuleikara og Evu Þyri Hilmarsdóttur píanóleikara að undirbúa tónleika sem eiga að fara fram á morgun, sunnudag og hefjast klukkan 15.15, enda tilheyra þeir tónleikaröðinni 15.15. „Dagskráin er draumkennd og glettin í senn,“ segir Hlín. „Ævintýraheimur þúsund og einnar nætur kemur við sögu og forn ástarljóð frá Persíu en líka ástarljóð sem eru okkur nær í tíma. Við leituðum eftir því að fá þessa dagsetningu því við áttum þrjú falleg jólalög eftir Frank Martin. Svo ætlum við líka að flytja jólalag frá fyrri hluta tuttugustu aldarinnar um misraunhæfar jólagjafaóskir, svo það er örlítið jólalegur andi yfir tónleikunum,“ bætir hún við glaðlega. Hún segir dagskrána að meginhluta franska en tónskáld frá Sviss og Bandaríkjunum komi líka við sögu. „Flest lögin eru fyrir okkur allar þrjár en þó séu aðeins frávik frá því. Við Pamela syngjum til dæmis tvö lög við undirleik Evu Þyriar,“ nefnir hún. En af hverju heita tónleikarnir Í faðmi flautunnar? „Af því að bæði í ljóðum og tónlist hefur flautan aukið skáldum andagift. Hún er auk mannsraddarinnar, eitt elsta hljóðfæri mannkyns og tengir okkur við náttúruna og heim goðsagna og ævintýra,“ svarar Hlín. Hún tekur fram að þó efnisskráin sé að mestu leyti á frönsku eigi það ekki að koma að sök því hún ætli að segja frá innihaldi og umhverfi ljóðanna. Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„Við erum akkúrat að stilla upp flyglinum,“ segir Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona þegar hringt er í hana á föstudagskvöld. Hún er stödd í Norræna húsinu með þeim Pamelu de Sensi þverflautuleikara og Evu Þyri Hilmarsdóttur píanóleikara að undirbúa tónleika sem eiga að fara fram á morgun, sunnudag og hefjast klukkan 15.15, enda tilheyra þeir tónleikaröðinni 15.15. „Dagskráin er draumkennd og glettin í senn,“ segir Hlín. „Ævintýraheimur þúsund og einnar nætur kemur við sögu og forn ástarljóð frá Persíu en líka ástarljóð sem eru okkur nær í tíma. Við leituðum eftir því að fá þessa dagsetningu því við áttum þrjú falleg jólalög eftir Frank Martin. Svo ætlum við líka að flytja jólalag frá fyrri hluta tuttugustu aldarinnar um misraunhæfar jólagjafaóskir, svo það er örlítið jólalegur andi yfir tónleikunum,“ bætir hún við glaðlega. Hún segir dagskrána að meginhluta franska en tónskáld frá Sviss og Bandaríkjunum komi líka við sögu. „Flest lögin eru fyrir okkur allar þrjár en þó séu aðeins frávik frá því. Við Pamela syngjum til dæmis tvö lög við undirleik Evu Þyriar,“ nefnir hún. En af hverju heita tónleikarnir Í faðmi flautunnar? „Af því að bæði í ljóðum og tónlist hefur flautan aukið skáldum andagift. Hún er auk mannsraddarinnar, eitt elsta hljóðfæri mannkyns og tengir okkur við náttúruna og heim goðsagna og ævintýra,“ svarar Hlín. Hún tekur fram að þó efnisskráin sé að mestu leyti á frönsku eigi það ekki að koma að sök því hún ætli að segja frá innihaldi og umhverfi ljóðanna.
Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira