Kvennaveldi í Borgarbyggð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2014 11:30 Kolfinna, Guðrún og Signý búa allar í Borgarnesi í dag og sinna stjórnunarstörfum hjá sveitarfélaginu. vísir/gva Kolfinna Jóhannesdóttir er sveitarstjóri í Borgarbyggð, Signý Óskarsdóttir er skólastjóri grunnskólans og Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir er skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar en þær tóku allar við nýjum stöðum í sveitarfélaginu á árinu. Líf þeirra allra var komið í ákveðinn farveg þegar þær fundu þörfina til að breyta til og hófu allar nám við Háskólann á Bifröst. Sú ákvörðun hafði mikil áhrif á líf þeirra og líta þær til baka til námsáranna með mikilli hlýju þótt þetta hafi verið strembið á stundum. Kolfinna: „Ég var bóndi í Norðtungu hér í sveitinni með manni mínum og þremur börnum. Svo ákvað ég að fara í nám sem er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. En þetta var erfitt. Þetta var hálftíma keyrsla, stundum í snjó og vondu veðri, með tvö börn í leikskóla á háskólasvæðinu og einn sem gekk í grunnskóla sveitarinnar. En ef háskólinn hefði ekki verið svona nálægt mér með allri þjónustu, hefði ég líklega ekki farið í nám.“ Guðrún: „Ég var að vinna á pósthúsinu á Húsavík og fann að það væri ekki það sem mig langaði að gera í lífinu. Vinkona mín var að fara á Bifröst og ég ákvað bara að drífa mig með henni með tveggja ára son. Fyrrverandi maðurinn minn kom með mér en var á sjó svo að ég var mikið ein með barnið. Ég hafði alltaf verið nokkuð leikin með tölur og vissi að viðskiptafræðinám myndi henta mér vel og ég sé ekki eftir að hafa tekið þessa ákvörðun því líf mitt er mun betra í dag.“ Signý: „Ég ákvað að fara í nám einstæð, ólétt og með lítið barn. Ég bjó í litlu þorpi austur á landi og pakkaði öllu saman sem ég átti í lítið rautt rúgbrauð sem ég fékk að láni. Ég ákvað að láta slag standa og byrja á einni önn. En svo kláraði ég námið. Ég hefði svo sannarlega ekki getað ímyndað mér fyrir tíu árum, þegar ég ákvað að hefja nýtt líf, að ég myndi enda sem skólastjóri í grunnskólanum í Borgarnesi.“ Konurnar þrjár höfðu allar farið í nám með það í huga að fara í stjórnunarstöðu þótt þær hafi ekki endilega séð fyrir sér að þær myndu enda í því starfi sem þær sinna í dag og það í Borgarnesi, fyrir utan Kolfinnu sem hafði það að markmiði. Kolfinna: „Það er draumastarfið að fá að vera sveitarstjóri í Borgarfirði þar sem ég er alin upp. Mín sýn hefur alltaf verið sú að koma aftur heim og leyfa samfélaginu að njóta góðs af menntuninni, nýta kraftana. Maður er hluti af samfélaginu, þessari menningu og er að vinna með því. Mér finnst það algjör forréttindi.“Skipuleggja tímann vel Þær eru allar í krefjandi störfum í dag og með stórar fjölskyldur. Þær eru þó sammála um að það að vera í námi með börn sé góður undirbúningur fyrir atvinnulífið því maður læri að forgangsraða og skipuleggja tíma sinn. Kolfinna: „Ég lít svo á að ég hafi þurft að vera ofurkona til að gera þetta. Það tók smá tíma að sleppa tökunum á útiverkunum og heimilisverkin í sveit geta verið mjög mikil. Maðurinn minn vann mjög mikið og var að byggja upp búskapinn á þessum tíma. Á sama tíma vorum við að ala upp þrjú börn. Þetta var gríðarlegt álag og mjög krefjandi. En áhuginn á náminu dró mig áfram.“ Signý: „Ég held að þetta verkefnadrifna nám sem við vorum í sé góður undirbúningur því maður þarf alltaf að skila einhverju frá sér og maður lærir að búa til tíma fyrir fjölskylduna, námið og sjálfan sig. Stundum tekst að halda þessu jafnvægi og stundum ekki, af því að fólk er bara mannlegt. Ég geymi tölvuna meðvitað í vinnunni af og til svo ég freistist ekki til að vinna heima og viti menn, heimurinn ferst ekki á meðan.“ Guðrún: „Já, ég þarf að læra þetta. Stundum kíki ég á tölvupóstinn klukkan tvö að nóttu og er allt í einu farin að svara þegar ég átta mig á að það er mið nótt. Ég er annars ein með tvo stráka núna og er fótboltamamma númer eitt ásamt því að koma mér í allar stjórnir í skólum og tómstundum. En mér finnst ég höndla þetta vel enda búin að læra að skipuleggja mig mjög vel. Ég passa að eftir vinnu eigi ég tíma með börnunum mínum fram að háttatíma. Þegar maður er búinn að fara í gegnum nám með tvö börn, vera óléttur í miðju námi, eiga barnið en klára samt á réttum tíma þá held ég að maður geti allt.“ Kolfinna: „Ég skal alveg viðurkenna að ég hef velt fyrir mér hvort ég muni líta til baka og spyrja sjálfa mig af hverju ég hafi alltaf þurft að vera svona upptekin, í námi með vinnu og svo taka að mér mjög krefjandi störf. Ég held ég hafi mjög oft tekið vinnuna fram yfir fjölskylduna. Ég er hrædd um að ég muni hugsa þegar ég verð áttræð að ég hefði átt að gefa fjölskyldunni meiri tíma.“Guðrún, Signý og Kolfinna rifu sig allar upp með rótum í kringum þrítugt og ákváðu að mennta sig. Þær sjá svo sannarlega ekki eftir því.vísir/gvaGott að hafa bæði kynin í stjórnun Talandi um samviskubit leiðist umræðan út í konur í stjórnunarstörfum og hvort við séum enn að venjast því að það sé í lagi að meirihluti tíma kvenna fari í krefjandi og gefandi störf. Ætli það hafi verið hugsanlegt fyrir þrjátíu árum að konur sætu í helstu stjórnunarstöðum sveitarinnar? Signý: „Nei, samfélagið hefur breyst gífurlega. Það er hreinlega betra aðgengi að menntun almennt, fyrir alla og tækifærin fleiri.“ Kolfinna: „Ég man að þegar ég byrjaði í náminu þá fannst fólki ekki sjálfsagt að ég færi með börnin á leikskóla og það skildi ekki af hverju þeir væru ekki heima hjá mér eins og önnur börn í sveitinni. Það var því ákveðið skref fyrir mig. En margt hefur breyst í rétta átt og sérstaklega viðhorfið en við eigum langt í land með ýmislegt enn þá.“ Signý: „Það þarf að vera kynjajafnvægi í stjórnun. Það er heldur ekki gott að það séu bara konur alls staðar.“ Þannig lauk samræðum við konurnar sem stjórna í Borgarbyggð. Í lokin var gert góðlátlegt grín að því að það þyrfti bara að koma konum í stjórnunarstöður í háskólanum á Bifröst og á Hólum og þá væri málið í höfn í sveitarfélaginu en svo var maldað í móinn með að best væri jú góð blanda af báðum kynjum. Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Kolfinna Jóhannesdóttir er sveitarstjóri í Borgarbyggð, Signý Óskarsdóttir er skólastjóri grunnskólans og Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir er skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar en þær tóku allar við nýjum stöðum í sveitarfélaginu á árinu. Líf þeirra allra var komið í ákveðinn farveg þegar þær fundu þörfina til að breyta til og hófu allar nám við Háskólann á Bifröst. Sú ákvörðun hafði mikil áhrif á líf þeirra og líta þær til baka til námsáranna með mikilli hlýju þótt þetta hafi verið strembið á stundum. Kolfinna: „Ég var bóndi í Norðtungu hér í sveitinni með manni mínum og þremur börnum. Svo ákvað ég að fara í nám sem er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. En þetta var erfitt. Þetta var hálftíma keyrsla, stundum í snjó og vondu veðri, með tvö börn í leikskóla á háskólasvæðinu og einn sem gekk í grunnskóla sveitarinnar. En ef háskólinn hefði ekki verið svona nálægt mér með allri þjónustu, hefði ég líklega ekki farið í nám.“ Guðrún: „Ég var að vinna á pósthúsinu á Húsavík og fann að það væri ekki það sem mig langaði að gera í lífinu. Vinkona mín var að fara á Bifröst og ég ákvað bara að drífa mig með henni með tveggja ára son. Fyrrverandi maðurinn minn kom með mér en var á sjó svo að ég var mikið ein með barnið. Ég hafði alltaf verið nokkuð leikin með tölur og vissi að viðskiptafræðinám myndi henta mér vel og ég sé ekki eftir að hafa tekið þessa ákvörðun því líf mitt er mun betra í dag.“ Signý: „Ég ákvað að fara í nám einstæð, ólétt og með lítið barn. Ég bjó í litlu þorpi austur á landi og pakkaði öllu saman sem ég átti í lítið rautt rúgbrauð sem ég fékk að láni. Ég ákvað að láta slag standa og byrja á einni önn. En svo kláraði ég námið. Ég hefði svo sannarlega ekki getað ímyndað mér fyrir tíu árum, þegar ég ákvað að hefja nýtt líf, að ég myndi enda sem skólastjóri í grunnskólanum í Borgarnesi.“ Konurnar þrjár höfðu allar farið í nám með það í huga að fara í stjórnunarstöðu þótt þær hafi ekki endilega séð fyrir sér að þær myndu enda í því starfi sem þær sinna í dag og það í Borgarnesi, fyrir utan Kolfinnu sem hafði það að markmiði. Kolfinna: „Það er draumastarfið að fá að vera sveitarstjóri í Borgarfirði þar sem ég er alin upp. Mín sýn hefur alltaf verið sú að koma aftur heim og leyfa samfélaginu að njóta góðs af menntuninni, nýta kraftana. Maður er hluti af samfélaginu, þessari menningu og er að vinna með því. Mér finnst það algjör forréttindi.“Skipuleggja tímann vel Þær eru allar í krefjandi störfum í dag og með stórar fjölskyldur. Þær eru þó sammála um að það að vera í námi með börn sé góður undirbúningur fyrir atvinnulífið því maður læri að forgangsraða og skipuleggja tíma sinn. Kolfinna: „Ég lít svo á að ég hafi þurft að vera ofurkona til að gera þetta. Það tók smá tíma að sleppa tökunum á útiverkunum og heimilisverkin í sveit geta verið mjög mikil. Maðurinn minn vann mjög mikið og var að byggja upp búskapinn á þessum tíma. Á sama tíma vorum við að ala upp þrjú börn. Þetta var gríðarlegt álag og mjög krefjandi. En áhuginn á náminu dró mig áfram.“ Signý: „Ég held að þetta verkefnadrifna nám sem við vorum í sé góður undirbúningur því maður þarf alltaf að skila einhverju frá sér og maður lærir að búa til tíma fyrir fjölskylduna, námið og sjálfan sig. Stundum tekst að halda þessu jafnvægi og stundum ekki, af því að fólk er bara mannlegt. Ég geymi tölvuna meðvitað í vinnunni af og til svo ég freistist ekki til að vinna heima og viti menn, heimurinn ferst ekki á meðan.“ Guðrún: „Já, ég þarf að læra þetta. Stundum kíki ég á tölvupóstinn klukkan tvö að nóttu og er allt í einu farin að svara þegar ég átta mig á að það er mið nótt. Ég er annars ein með tvo stráka núna og er fótboltamamma númer eitt ásamt því að koma mér í allar stjórnir í skólum og tómstundum. En mér finnst ég höndla þetta vel enda búin að læra að skipuleggja mig mjög vel. Ég passa að eftir vinnu eigi ég tíma með börnunum mínum fram að háttatíma. Þegar maður er búinn að fara í gegnum nám með tvö börn, vera óléttur í miðju námi, eiga barnið en klára samt á réttum tíma þá held ég að maður geti allt.“ Kolfinna: „Ég skal alveg viðurkenna að ég hef velt fyrir mér hvort ég muni líta til baka og spyrja sjálfa mig af hverju ég hafi alltaf þurft að vera svona upptekin, í námi með vinnu og svo taka að mér mjög krefjandi störf. Ég held ég hafi mjög oft tekið vinnuna fram yfir fjölskylduna. Ég er hrædd um að ég muni hugsa þegar ég verð áttræð að ég hefði átt að gefa fjölskyldunni meiri tíma.“Guðrún, Signý og Kolfinna rifu sig allar upp með rótum í kringum þrítugt og ákváðu að mennta sig. Þær sjá svo sannarlega ekki eftir því.vísir/gvaGott að hafa bæði kynin í stjórnun Talandi um samviskubit leiðist umræðan út í konur í stjórnunarstörfum og hvort við séum enn að venjast því að það sé í lagi að meirihluti tíma kvenna fari í krefjandi og gefandi störf. Ætli það hafi verið hugsanlegt fyrir þrjátíu árum að konur sætu í helstu stjórnunarstöðum sveitarinnar? Signý: „Nei, samfélagið hefur breyst gífurlega. Það er hreinlega betra aðgengi að menntun almennt, fyrir alla og tækifærin fleiri.“ Kolfinna: „Ég man að þegar ég byrjaði í náminu þá fannst fólki ekki sjálfsagt að ég færi með börnin á leikskóla og það skildi ekki af hverju þeir væru ekki heima hjá mér eins og önnur börn í sveitinni. Það var því ákveðið skref fyrir mig. En margt hefur breyst í rétta átt og sérstaklega viðhorfið en við eigum langt í land með ýmislegt enn þá.“ Signý: „Það þarf að vera kynjajafnvægi í stjórnun. Það er heldur ekki gott að það séu bara konur alls staðar.“ Þannig lauk samræðum við konurnar sem stjórna í Borgarbyggð. Í lokin var gert góðlátlegt grín að því að það þyrfti bara að koma konum í stjórnunarstöður í háskólanum á Bifröst og á Hólum og þá væri málið í höfn í sveitarfélaginu en svo var maldað í móinn með að best væri jú góð blanda af báðum kynjum.
Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira