Sæstrengur til Bretlands – vangaveltur um grein Jóns Steinssonar Skúli Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Í Fréttablaðinu 14. nóvember 2014 birtist grein um sæstreng og náttúru Íslands eftir Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskólann í New York.Umframorka Jón gerir að umtalsefni þá staðhæfingu, sem er upprunnin hjá Landsvirkjun, að umframorka upp á 2.000 GWst/ári sé tiltæk í raforkukerfinu á Íslandi. Ekki hefur þetta verið sundurgreint og því þarf að geta í eyðurnar með það hvaðan þessi orka kemur. Einn möguleiki væri að sundurgreina hana með eftirfarandi hætti: Breytileiki í rennsli við vatnsaflsvirkjanir: 600 GWst/ári. (Heimild Gamma skýrslan 2011.) Ótekin orka: 500 GWst/ári. (Heimild Ársfundur LV 2014, Óli Grétar Sveinsson. Mér er ekki ljóst hvernig þetta mun binda LV og hamla sölu til annarra, en þar skiptir máli hversu hratt viðskiptavinur sem er í þeirri stöðu að hafa aðgang að ótekinni orku getur hækkað úttekt sína ef hann óskar eftir því.) Ónýtt orka: 400 GWst/ári (Afgangsstærð þannig að summan verði 2.000 GWh/ári. Framleiðslugeta umfram eftirspurn, sem hægt væri að laga með aukinni sölu t.d. við fjölgun viðskiptavina.) Stækkun virkjana: 500 GWst/ári (Þetta er lausleg áætlun hjá mér. Um er að ræða sérstakar virkjunarframkvæmdir sem áætlað er að kosti um 600 MUSD, skv. Óla Grétari Sveinssyni 2014. Þessi orka er ekki innifalin í núverandi kerfi og mér er ekki ljóst af hverju menn flokka þetta sem umframorku í kerfinu. Þetta eru sjálfstæðar orkuaukandi aðgerðir.) Fyrir alla þessa liði þarf að skilgreina breytileika t.d. milli ára og væntanlegan uppitíma. Ég er ekki sammála matinu og tel vafasamt að leggja þessa orku fram til jafns við orkugetu vatnsafls- og jarðvarmavirkjana.Innflutningur raforku Jón segir: „Hitt sem dregur mjög úr umfangi þeirra virkjana sem ráðast þarf í samfara sæstreng er að sæstrengurinn gerir okkur kleift að flytja inn ódýra raforku á næturnar. […] Rafmagn fæst nánast ókeypis að nóttu til á Bretlandi.“ Þetta gerist nú æði sjaldan. Ég hef reiknað út inn- og útflutning á raforku um sæstrenginn og komst að þeirri niðurstöðu að með 800-1.000 MW sæstreng þá verði aldrei um innflutning til Íslands að ræða. Jón stingur upp á að: „Við gætum því slökkt á stórum hluta af vatnsaflsvirkjunum Landsvirkjunar á nóttunni og keyrt álverin og götuljósin á nánast ókeypis innfluttri raforku. Vatn myndi þá safnast upp á næturnar í uppistöðulónunum okkar og við gætum síðan keyrt vatnsaflsvirkjanirnar sem nú þegar eru til staðar af meira afli á daginn.“ Langt er frá því að miðlunarlón séu til staðar til að taka við öllu rennsli til vatnsaflsvirkjana eins og kunnugt er. Lítið vit væri til dæmis í að slökkva á Búrfellsvirkjun og hleypa rennsli Tungnaár og Efri-Þjórsár fram hjá virkjuninni á yfirfalli meðan raforka væri flutt inn frá Bretlandi. Þó ætti að vera hægt að koma þessu fyrir með Kárahnjúkavirkjun á veturna í vatnsrýrum árum á Austurlandi. Þá þarf að vera búið að ráða bót á takmörkunum í flutningskerfinu til og frá virkjuninni og afltakmarkanir í virkjuninni munu gera svona rekstur óþjálan. En hvílíkt tap yrði í þeim viðskiptum, að kaupa raforku á uppboðsmarkaði í Bretlandi og flytja hana um sæstreng til að keyra álverksmiðju á Reyðarfirði! Götuljósin hafa ekki svo mikið vægi í þessu samhengi.Ívilnanir á Bretlandi Það liggur fyrir að ef verslað verður með raforku um sæstreng frá Íslandi á uppboðsmarkaði á Bretlandi, eins og Jón er reyndar að gera ráð fyrir, þá verður sæstrengsdæmið óhagkvæmt. Menn hafa verið að stefna á útflutning til Bretlands með langtímasamningum og verulegum ívilnunum frá hendi Breta. Um það er mikil óvissa, en viðræður milli Íslendinga og Breta liggja niðri um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 14. nóvember 2014 birtist grein um sæstreng og náttúru Íslands eftir Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskólann í New York.Umframorka Jón gerir að umtalsefni þá staðhæfingu, sem er upprunnin hjá Landsvirkjun, að umframorka upp á 2.000 GWst/ári sé tiltæk í raforkukerfinu á Íslandi. Ekki hefur þetta verið sundurgreint og því þarf að geta í eyðurnar með það hvaðan þessi orka kemur. Einn möguleiki væri að sundurgreina hana með eftirfarandi hætti: Breytileiki í rennsli við vatnsaflsvirkjanir: 600 GWst/ári. (Heimild Gamma skýrslan 2011.) Ótekin orka: 500 GWst/ári. (Heimild Ársfundur LV 2014, Óli Grétar Sveinsson. Mér er ekki ljóst hvernig þetta mun binda LV og hamla sölu til annarra, en þar skiptir máli hversu hratt viðskiptavinur sem er í þeirri stöðu að hafa aðgang að ótekinni orku getur hækkað úttekt sína ef hann óskar eftir því.) Ónýtt orka: 400 GWst/ári (Afgangsstærð þannig að summan verði 2.000 GWh/ári. Framleiðslugeta umfram eftirspurn, sem hægt væri að laga með aukinni sölu t.d. við fjölgun viðskiptavina.) Stækkun virkjana: 500 GWst/ári (Þetta er lausleg áætlun hjá mér. Um er að ræða sérstakar virkjunarframkvæmdir sem áætlað er að kosti um 600 MUSD, skv. Óla Grétari Sveinssyni 2014. Þessi orka er ekki innifalin í núverandi kerfi og mér er ekki ljóst af hverju menn flokka þetta sem umframorku í kerfinu. Þetta eru sjálfstæðar orkuaukandi aðgerðir.) Fyrir alla þessa liði þarf að skilgreina breytileika t.d. milli ára og væntanlegan uppitíma. Ég er ekki sammála matinu og tel vafasamt að leggja þessa orku fram til jafns við orkugetu vatnsafls- og jarðvarmavirkjana.Innflutningur raforku Jón segir: „Hitt sem dregur mjög úr umfangi þeirra virkjana sem ráðast þarf í samfara sæstreng er að sæstrengurinn gerir okkur kleift að flytja inn ódýra raforku á næturnar. […] Rafmagn fæst nánast ókeypis að nóttu til á Bretlandi.“ Þetta gerist nú æði sjaldan. Ég hef reiknað út inn- og útflutning á raforku um sæstrenginn og komst að þeirri niðurstöðu að með 800-1.000 MW sæstreng þá verði aldrei um innflutning til Íslands að ræða. Jón stingur upp á að: „Við gætum því slökkt á stórum hluta af vatnsaflsvirkjunum Landsvirkjunar á nóttunni og keyrt álverin og götuljósin á nánast ókeypis innfluttri raforku. Vatn myndi þá safnast upp á næturnar í uppistöðulónunum okkar og við gætum síðan keyrt vatnsaflsvirkjanirnar sem nú þegar eru til staðar af meira afli á daginn.“ Langt er frá því að miðlunarlón séu til staðar til að taka við öllu rennsli til vatnsaflsvirkjana eins og kunnugt er. Lítið vit væri til dæmis í að slökkva á Búrfellsvirkjun og hleypa rennsli Tungnaár og Efri-Þjórsár fram hjá virkjuninni á yfirfalli meðan raforka væri flutt inn frá Bretlandi. Þó ætti að vera hægt að koma þessu fyrir með Kárahnjúkavirkjun á veturna í vatnsrýrum árum á Austurlandi. Þá þarf að vera búið að ráða bót á takmörkunum í flutningskerfinu til og frá virkjuninni og afltakmarkanir í virkjuninni munu gera svona rekstur óþjálan. En hvílíkt tap yrði í þeim viðskiptum, að kaupa raforku á uppboðsmarkaði í Bretlandi og flytja hana um sæstreng til að keyra álverksmiðju á Reyðarfirði! Götuljósin hafa ekki svo mikið vægi í þessu samhengi.Ívilnanir á Bretlandi Það liggur fyrir að ef verslað verður með raforku um sæstreng frá Íslandi á uppboðsmarkaði á Bretlandi, eins og Jón er reyndar að gera ráð fyrir, þá verður sæstrengsdæmið óhagkvæmt. Menn hafa verið að stefna á útflutning til Bretlands með langtímasamningum og verulegum ívilnunum frá hendi Breta. Um það er mikil óvissa, en viðræður milli Íslendinga og Breta liggja niðri um þessar mundir.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar