Hvað er umhverfisvæn lausn? Helgi Lárusson skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Góð grein birtist fyrir stuttu eftir Sigurð Oddsson, þar sem hann velti fyrir sér hvort plastpokar væru umhverfisvænar umbúðir. Greinin var málefnaleg og fróðleg. Vonandi sjáum við fleiri slíkar greinar um umhverfismál. Vandi í umræðunni um plastpoka er sá að erfitt er að meta umhverfisáhrif þess sem við gerum. Þetta er flókin umræða og margir vinklar á henni. Það að skipta út plastpokum kallar á ýmis vandamál og víst er að lausnin muni að einhverju leyti hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Margar fróðlegar greinar hafa verið skrifaðar um umhverfisáhrif þess að skipta út plastpokum. Allar koma þær að einhverjum vandamálum og niðurstaðan hvergi afgerandi. Á að skylda plastpoka sem er hægt að endurvinna eins og plastpoka úr HDPE? Þeir brotna seint niður í náttúrunni og því fylgir að nauðsynlegt er þá að setja upp gott kerfi til að tryggja endurvinnslu. Á að nota bréfpoka? Eins og í grein Sigurðar sem vitnað er í eru þar ýmis ljón í veginum. Á þá að fara í náttúruvæna plastpoka (biodegradable)? Hvað er náttúruvænn poki? Hvað er hann lengi að brotna niður í umhverfinu? Hvernig á að endurvinna slíka poka? Vandamál eins og þau sem eru í burðarpokum eru til staðar í flestum efnisflokkum. Alls staðar í heiminum er umræða um hvernig megi minnka urðun og brennslu sorps með endurvinnslu. Hér á landi er sem betur fer ýmislegt að gerast og má þar nefna bláu tunnuna sem allir þekkja. Hvað á gera næst? Hvaða aðgerð hefur jákvæð áhrif á umhverfið. Er það næsta að banna plastpoka?Hugsanleg lausn Skal hér bent á eina lausn sem hugsanlega getur hjálpað til að svara þessum spurningum. Hún felst í vistferilsgreiningu (life cycle assessment). Með slíkri greiningu er leitast við að meta umhverfisáhrif vöru eða þjónustu á líftíma hennar. Er hún skoðuð út frá vinnslu hráefna, framleiðslu, notkun og förgun miðað við ákveðnar forsendur. Nú nýlega gerðu Endurvinnslan og Úrvinnslusjóður slíka greiningu á endurvinnslu glers en einnig hafa verið gerðar fleiri fróðlegar úttektir með slíkri greiningu, meðal annars vistferilsgreining á pappírs- og plastumbúðum í heimilissorpi á Íslandi. Niðurstaða slíkrar greiningar leitast við að mæla áhrif þess á vistkerfi að gera hluti á ákveðinn hátt. Niðurstaðan mælir áhrif ákveðins ferils á eyðingu ósonlags, svifryk, súrt regn o.fl. Út frá því mætti skoða hvort hægt sé að bæta feril eða breyta honum. Þar með mætti spara t.d. kg af CO2-útblæstri, hráefni sem er takmörkuð auðlind, orku o.fl. Slík greining er því tilraun vísindanna til að mæla hugsanlegan ávinning af einum ferli umfram annan. Slík greining gæti því gefið haldgóða vísbendingu um hvaða leið væri vænlegust t.d. í plastpokamálinu. Að sjálfsögðu kallar slík greining á ýmsar spurningar eins og hvað má umhverfisávinningur kosta? Látum því ósvarað hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Góð grein birtist fyrir stuttu eftir Sigurð Oddsson, þar sem hann velti fyrir sér hvort plastpokar væru umhverfisvænar umbúðir. Greinin var málefnaleg og fróðleg. Vonandi sjáum við fleiri slíkar greinar um umhverfismál. Vandi í umræðunni um plastpoka er sá að erfitt er að meta umhverfisáhrif þess sem við gerum. Þetta er flókin umræða og margir vinklar á henni. Það að skipta út plastpokum kallar á ýmis vandamál og víst er að lausnin muni að einhverju leyti hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Margar fróðlegar greinar hafa verið skrifaðar um umhverfisáhrif þess að skipta út plastpokum. Allar koma þær að einhverjum vandamálum og niðurstaðan hvergi afgerandi. Á að skylda plastpoka sem er hægt að endurvinna eins og plastpoka úr HDPE? Þeir brotna seint niður í náttúrunni og því fylgir að nauðsynlegt er þá að setja upp gott kerfi til að tryggja endurvinnslu. Á að nota bréfpoka? Eins og í grein Sigurðar sem vitnað er í eru þar ýmis ljón í veginum. Á þá að fara í náttúruvæna plastpoka (biodegradable)? Hvað er náttúruvænn poki? Hvað er hann lengi að brotna niður í umhverfinu? Hvernig á að endurvinna slíka poka? Vandamál eins og þau sem eru í burðarpokum eru til staðar í flestum efnisflokkum. Alls staðar í heiminum er umræða um hvernig megi minnka urðun og brennslu sorps með endurvinnslu. Hér á landi er sem betur fer ýmislegt að gerast og má þar nefna bláu tunnuna sem allir þekkja. Hvað á gera næst? Hvaða aðgerð hefur jákvæð áhrif á umhverfið. Er það næsta að banna plastpoka?Hugsanleg lausn Skal hér bent á eina lausn sem hugsanlega getur hjálpað til að svara þessum spurningum. Hún felst í vistferilsgreiningu (life cycle assessment). Með slíkri greiningu er leitast við að meta umhverfisáhrif vöru eða þjónustu á líftíma hennar. Er hún skoðuð út frá vinnslu hráefna, framleiðslu, notkun og förgun miðað við ákveðnar forsendur. Nú nýlega gerðu Endurvinnslan og Úrvinnslusjóður slíka greiningu á endurvinnslu glers en einnig hafa verið gerðar fleiri fróðlegar úttektir með slíkri greiningu, meðal annars vistferilsgreining á pappírs- og plastumbúðum í heimilissorpi á Íslandi. Niðurstaða slíkrar greiningar leitast við að mæla áhrif þess á vistkerfi að gera hluti á ákveðinn hátt. Niðurstaðan mælir áhrif ákveðins ferils á eyðingu ósonlags, svifryk, súrt regn o.fl. Út frá því mætti skoða hvort hægt sé að bæta feril eða breyta honum. Þar með mætti spara t.d. kg af CO2-útblæstri, hráefni sem er takmörkuð auðlind, orku o.fl. Slík greining er því tilraun vísindanna til að mæla hugsanlegan ávinning af einum ferli umfram annan. Slík greining gæti því gefið haldgóða vísbendingu um hvaða leið væri vænlegust t.d. í plastpokamálinu. Að sjálfsögðu kallar slík greining á ýmsar spurningar eins og hvað má umhverfisávinningur kosta? Látum því ósvarað hér.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun