Sýndarmennska Landhelgisgæslunnar sem fyrr höfð í hávegum Vilhelm Jónsson skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Það getur tæplega verið ásættanlegt að allt að 8 til 10 milljarða varðskip, framreiknað þegar tekið er tillit til ýmiss kostnaðar sem hefur hlaðist upp undangengin ár, sé bundið við bryggju yfir 300 daga á ári. Á sama tíma er heilbrigðiskerfið á vonarvöl og embættismenn þjóðarinnar ráðþrota varðandi hvar skuli leita eftir fjármagni til að halda því gangandi og telja sig velta þar hverjum steini til hagræðingar. Eðlilegast væri að selja skipið og hætta þessum flottræfilshætti sem er viðhafður og reyndar hvert sem litið er. Síðasta upphlaup Landhelgisgæslunnar með vélbyssukaupum sínum og yfirklóri er helst til þess fallið að auka enn frekar á ótrúverðugleika stofnunarinnar. Einnig má velta fyrir sér hvort hæfileiki og geta sé til staðar að meðhöndla slík vopn í ljósi fyrri atburða sem einkenndust af tómri taugaveiklun og yfirborðsmennsku. Af fenginni reynslu er ekki óraunhæft að ætla að yfirvöld og gæslan telji enn frekar ráðlegt að falast eftir öðrum þungavopnum til að fullnægja yfirborðskennd sinni. Þjóðerniskennd og sýndarmennska sem er viðhöfð er aðeins til þess fallin að brjóta enn frekar niður trúverðugleika Íslendinga sem er svo sem ekki mikill fyrir. Með breyttri forgangsröðun á fjármunum má bjarga mun fleiri mannslífum, þ.m.t. sjómönnum, enda veikjast þeir líka. Það þarf engan stærðfræðing til að átta sig á að ef það væri lagt í Landspítalann t.d. hálfvirði af andvirði varðskipsins myndi það bjarga margfalt fleiri mannslífum. Eðlilegast er að taka meiri hagsmuni fram yfir minni og skipta skipinu út til að hagræða og ná auknum sparnaði. Því er öfugt farið nú á tímum frá fyrriparti síðustu aldar þar sem skipaflotinn var vanbúinn og ótraustur og ekki í neinni líkingu við það sem hefur viðgengist síðustu áratugi. Það má alveg halda úti á mun ódýrari hátt skipi sem þjónar að mestu leyti sama tilgangi ef ekki meiri án þess að um margra milljarða freigátu sé að ræða sem er þar að auki alltof dýr í rekstri. Það er góðra gjalda vert að eiga öflugt björgunar- og dráttarskip, sér í lagi sé fjárhagsleg geta og burðir til þess, engu að síður er tæplega hægt að réttlæta þennan skrípaleik sem raun ber vitni. Þessa fáu daga á ári sem skipið fer úr höfn er það sjaldnast til annars fallið en að liggja í einhverjum fjarðarkjafti til að spara olíu eða bundið við bryggju. Það hefur sýnt sig ítrekað, t.d. í byrjun árs þegar það fór úr heimahöfn og lá síðan vikum saman í Fjarðabyggð svo dæmi sé tekið. Því er ekkert öfugt farið hjá hinu opinbera frekar en heimilum og fyrirtækjum sem eiga í fjárhagserfiðleikum, að hagræða þurfi til að draga úr skuldum, ekki síst þar sem skipið er óstarfhæft allt að 11 mánuði á ári. Landhelgisgæslan státar sig af að eiga eitt öflugasta varðskip á Norður-Atlantshafinu þó svo að almenningur sé að sligast undan fjárskuldbindingum sínum og sköttum.Dómgreindarleysi Dómgreindarleysi Landhelgisgæslunnar virðist vera algert, t.d. þegar þeir drógu brennandi ryðkláf (Fernanda) fram og aftur með suðurströndinni og inn í Hafnarfjarðarhöfn og aftur út á Faxaflóa með tilheyrandi ráðleysi og skömm. Það má einnig vitna í þegar flutningaskipið Green Freezer tók niðri á sandrifi í Fáskrúðsfirði í haust að frekar skyldi beðið eftir að búið yrði að öngla fyrir olíu og áhöfn á freigátuna svo að forkólfar Landhelgisgæslunnar gætu baðað sig í fjölmiðlum ásamt því að blása út sína milljóna dráttar-toggetu, að minnsta kosti úr ríkissjóði. Úthafsskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson, sem var á staðnum hefði getað séð um að draga skipið út á mun einfaldari og kostnaðarminni hátt þó svo að sú aðstoð hafi verið afþökkuð. Stjórnvöld þurfa að fara að hafa pólitískan kjark og getu til að láta af óábyrgum hætti sem hefur viðgengist undanfarin ár og fara að átta sig á að þjóðarskuldirnar verða ekki aftur og aftur afskrifaðar til að viðhalda þessum flottræfilshætti áfram, og var réttlætt sem um góðæri væri að ræða af æðstu mönnum þjóðarinnar. Á venjulegu mannamáli mætti helst lýsa uppbyggingu undangenginna ára með beinum og óbeinum hætti sem þjófnaði í ljósi afskrifta sem hafa átt sér stað þar sem ábyrgðarleysið var algert. Alltof margir stjórnmálamenn virðast ekki vera í neinum takti við efnahagsástand þjóðarinnar. Þegar ríkissjóður á í hlut er forgangsröðunin látin stjórnast af tómu yfirlæti og sérhagsmunagæslu ekki síst til að komast til áhrifa og að það eigi bara að spara annars staðar en í eigin gæluverkefnum. Þessi pistill hefur ekkert með það að gera að dregið verði úr öryggi íslenskra sjómanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það getur tæplega verið ásættanlegt að allt að 8 til 10 milljarða varðskip, framreiknað þegar tekið er tillit til ýmiss kostnaðar sem hefur hlaðist upp undangengin ár, sé bundið við bryggju yfir 300 daga á ári. Á sama tíma er heilbrigðiskerfið á vonarvöl og embættismenn þjóðarinnar ráðþrota varðandi hvar skuli leita eftir fjármagni til að halda því gangandi og telja sig velta þar hverjum steini til hagræðingar. Eðlilegast væri að selja skipið og hætta þessum flottræfilshætti sem er viðhafður og reyndar hvert sem litið er. Síðasta upphlaup Landhelgisgæslunnar með vélbyssukaupum sínum og yfirklóri er helst til þess fallið að auka enn frekar á ótrúverðugleika stofnunarinnar. Einnig má velta fyrir sér hvort hæfileiki og geta sé til staðar að meðhöndla slík vopn í ljósi fyrri atburða sem einkenndust af tómri taugaveiklun og yfirborðsmennsku. Af fenginni reynslu er ekki óraunhæft að ætla að yfirvöld og gæslan telji enn frekar ráðlegt að falast eftir öðrum þungavopnum til að fullnægja yfirborðskennd sinni. Þjóðerniskennd og sýndarmennska sem er viðhöfð er aðeins til þess fallin að brjóta enn frekar niður trúverðugleika Íslendinga sem er svo sem ekki mikill fyrir. Með breyttri forgangsröðun á fjármunum má bjarga mun fleiri mannslífum, þ.m.t. sjómönnum, enda veikjast þeir líka. Það þarf engan stærðfræðing til að átta sig á að ef það væri lagt í Landspítalann t.d. hálfvirði af andvirði varðskipsins myndi það bjarga margfalt fleiri mannslífum. Eðlilegast er að taka meiri hagsmuni fram yfir minni og skipta skipinu út til að hagræða og ná auknum sparnaði. Því er öfugt farið nú á tímum frá fyrriparti síðustu aldar þar sem skipaflotinn var vanbúinn og ótraustur og ekki í neinni líkingu við það sem hefur viðgengist síðustu áratugi. Það má alveg halda úti á mun ódýrari hátt skipi sem þjónar að mestu leyti sama tilgangi ef ekki meiri án þess að um margra milljarða freigátu sé að ræða sem er þar að auki alltof dýr í rekstri. Það er góðra gjalda vert að eiga öflugt björgunar- og dráttarskip, sér í lagi sé fjárhagsleg geta og burðir til þess, engu að síður er tæplega hægt að réttlæta þennan skrípaleik sem raun ber vitni. Þessa fáu daga á ári sem skipið fer úr höfn er það sjaldnast til annars fallið en að liggja í einhverjum fjarðarkjafti til að spara olíu eða bundið við bryggju. Það hefur sýnt sig ítrekað, t.d. í byrjun árs þegar það fór úr heimahöfn og lá síðan vikum saman í Fjarðabyggð svo dæmi sé tekið. Því er ekkert öfugt farið hjá hinu opinbera frekar en heimilum og fyrirtækjum sem eiga í fjárhagserfiðleikum, að hagræða þurfi til að draga úr skuldum, ekki síst þar sem skipið er óstarfhæft allt að 11 mánuði á ári. Landhelgisgæslan státar sig af að eiga eitt öflugasta varðskip á Norður-Atlantshafinu þó svo að almenningur sé að sligast undan fjárskuldbindingum sínum og sköttum.Dómgreindarleysi Dómgreindarleysi Landhelgisgæslunnar virðist vera algert, t.d. þegar þeir drógu brennandi ryðkláf (Fernanda) fram og aftur með suðurströndinni og inn í Hafnarfjarðarhöfn og aftur út á Faxaflóa með tilheyrandi ráðleysi og skömm. Það má einnig vitna í þegar flutningaskipið Green Freezer tók niðri á sandrifi í Fáskrúðsfirði í haust að frekar skyldi beðið eftir að búið yrði að öngla fyrir olíu og áhöfn á freigátuna svo að forkólfar Landhelgisgæslunnar gætu baðað sig í fjölmiðlum ásamt því að blása út sína milljóna dráttar-toggetu, að minnsta kosti úr ríkissjóði. Úthafsskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson, sem var á staðnum hefði getað séð um að draga skipið út á mun einfaldari og kostnaðarminni hátt þó svo að sú aðstoð hafi verið afþökkuð. Stjórnvöld þurfa að fara að hafa pólitískan kjark og getu til að láta af óábyrgum hætti sem hefur viðgengist undanfarin ár og fara að átta sig á að þjóðarskuldirnar verða ekki aftur og aftur afskrifaðar til að viðhalda þessum flottræfilshætti áfram, og var réttlætt sem um góðæri væri að ræða af æðstu mönnum þjóðarinnar. Á venjulegu mannamáli mætti helst lýsa uppbyggingu undangenginna ára með beinum og óbeinum hætti sem þjófnaði í ljósi afskrifta sem hafa átt sér stað þar sem ábyrgðarleysið var algert. Alltof margir stjórnmálamenn virðast ekki vera í neinum takti við efnahagsástand þjóðarinnar. Þegar ríkissjóður á í hlut er forgangsröðunin látin stjórnast af tómu yfirlæti og sérhagsmunagæslu ekki síst til að komast til áhrifa og að það eigi bara að spara annars staðar en í eigin gæluverkefnum. Þessi pistill hefur ekkert með það að gera að dregið verði úr öryggi íslenskra sjómanna.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar