Alþýðuhetjan Jökull Jörgensen skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Ég fór í síðdegiskaffi til frænku minnar um daginn. Hún er af gamla skólanum og heimilið hennar ber vott um ráðvendni og nægjusemi. Dánarfregnir og jarðarfarir glumdu úr útvarpinu sem var hátt stillt. Það var heitt í íbúðinni og heitt kaffið kældi ekki beint. Á veggnum á móti mér hékk eftirprentun af frægri mynd. Hún sýndi eldri mann með trausta andlitsdrætti, munnurinn einbeittur og augun blá eins og himinninn og hafið. Hann var í sjógalla með sjóhatt á höfði. Þetta var hetja hafsins, hinn íslenski sjómaður. Úrræðagóður á ögurstund, sterkur og fagur. Faðir okkar allra. Hann, ásamt íslenska bóndanum, hefur séð þjóðinni fyrir lífsbjörginni um aldir. Íslendingum er það nauðsyn eins og öðrum þjóðum að eiga sínar alþýðuhetjur. Hjá okkur voru það náttúrulega fornhetjurnar og svo nær í tíma sjómennirnir, farsælir bændur og verkalýðshetjur sem börðust fyrir rétti láglaunafólks. En nú er öldin önnur. Við höfum ekki tíma fyrir svona gamaldags hetjur, enda ná bændur og sjómenn engan veginn að halda í við þær kröfur sem við setjum sem búsetuskilyrði í þessu landi. Verkalýðshetjan er löngu útdautt fyrirbæri.Nýjar hetjur Við getum þó glaðst yfir því að í stað gömlu lummulegu alþýðuhetjanna eru komnar nýjar hetjur fram á sjónarsviðið. Ein þeirra er ung og smart og á peninga, mikla peninga. Þeir vinna oft í bankageiranum við að passa og ávaxta sparnað fólksins! Svo eru það slóttugir athafnamenn sem með athöfnum sínum skilja eftir sig sviðna jörð í gjaldþrotum og afskriftum sem þýðir að þeir láta þjóðina borga skuldir sínar. Þar sem við Íslendingar erum gráðugir, nýjungagjarnir og slakir í prinsippum er upplagt að líta svo á að bankastrákar og athafnaglæpamenn geti leitt þjóðina til meiri vegsemda. Við snobbum fyrir svikulu viðskiptamódeli jöfranna Orðið „útrás“ er kallmerki þjóðarinnar. Öll erum við að ráðast út. Við leggjum undir okkur önnur lönd, við kaupum allt og erum frek og hávaðasöm rétt eins og víkingarnir, forfeður okkar. Hinar nýju frelsishetjur, hið nýja afl ráðskast með stjórnmálamennina og jafnvel hið háa Alþingi. Hornsteininn, klettinn, sem þjóðin á að geta treyst. Við stöndum opinmynnt í undirokaðri forheimskun og dáumst að peningamönnunum. Dagblöð og slúðurblöð keppast við að birta lífsreynsluviðtöl sem reynast heldur bragðlítil enda viðmælendurnir vart búnir að slíta barnsskónum. Þeir eru svo ótrúverðugir að fólk finnur til ógleði yfir öllu saman. Það versta við nýríkidæmi Íslendinga er að okkur skortir alla hefð fyrir ríkidæmi. Við högum okkur þess vegna eins og ofdekraðir krakkar með fulla vasa af sælgæti. Félagshyggja og náungakærleikur eru tabú. Allir berjast um á hæl og hnakka við að komast að kjötkötlunum og skiptir þá engu hverjir troðast undir í þeim hildarleik. Að sama skapi slitnar tenging milljarðamæringanna við fólkið sem byggir landið. Peningum fylgir vald eins og allir vita og þess vegna ráða nýju frelsishetjurnar gífurlega miklu um það hvernig hinn hefðbundni Íslendingur lifir. Stærstur hluti hinnar svokölluðu millistéttar er að hverfa eða samsama sig lágstéttinni. Eftir stendur yfirstétt sem hefur allt; peninga og völd. Lágstéttin er valdalaus og algjörlega ofurseld valdhroka hinna. Mér varð litið á dagblað sem lá á eldhúsborðinu hjá frænku minni. Við mér blasti glottandi bankastrákur um þrítugt á forsíðunni. Hann hafði eignast nokkra milljarða. Hann eignaðist þá á nokkrum dögum af því að hann var svo duglegur í vinnunni sinni. Frænka mín hefur þrælað alla sína daga og hefur nú aðeins ellilífeyrinn sinn sem skammtar naumt. Enginn talar um að hún hafi verið dugleg! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég fór í síðdegiskaffi til frænku minnar um daginn. Hún er af gamla skólanum og heimilið hennar ber vott um ráðvendni og nægjusemi. Dánarfregnir og jarðarfarir glumdu úr útvarpinu sem var hátt stillt. Það var heitt í íbúðinni og heitt kaffið kældi ekki beint. Á veggnum á móti mér hékk eftirprentun af frægri mynd. Hún sýndi eldri mann með trausta andlitsdrætti, munnurinn einbeittur og augun blá eins og himinninn og hafið. Hann var í sjógalla með sjóhatt á höfði. Þetta var hetja hafsins, hinn íslenski sjómaður. Úrræðagóður á ögurstund, sterkur og fagur. Faðir okkar allra. Hann, ásamt íslenska bóndanum, hefur séð þjóðinni fyrir lífsbjörginni um aldir. Íslendingum er það nauðsyn eins og öðrum þjóðum að eiga sínar alþýðuhetjur. Hjá okkur voru það náttúrulega fornhetjurnar og svo nær í tíma sjómennirnir, farsælir bændur og verkalýðshetjur sem börðust fyrir rétti láglaunafólks. En nú er öldin önnur. Við höfum ekki tíma fyrir svona gamaldags hetjur, enda ná bændur og sjómenn engan veginn að halda í við þær kröfur sem við setjum sem búsetuskilyrði í þessu landi. Verkalýðshetjan er löngu útdautt fyrirbæri.Nýjar hetjur Við getum þó glaðst yfir því að í stað gömlu lummulegu alþýðuhetjanna eru komnar nýjar hetjur fram á sjónarsviðið. Ein þeirra er ung og smart og á peninga, mikla peninga. Þeir vinna oft í bankageiranum við að passa og ávaxta sparnað fólksins! Svo eru það slóttugir athafnamenn sem með athöfnum sínum skilja eftir sig sviðna jörð í gjaldþrotum og afskriftum sem þýðir að þeir láta þjóðina borga skuldir sínar. Þar sem við Íslendingar erum gráðugir, nýjungagjarnir og slakir í prinsippum er upplagt að líta svo á að bankastrákar og athafnaglæpamenn geti leitt þjóðina til meiri vegsemda. Við snobbum fyrir svikulu viðskiptamódeli jöfranna Orðið „útrás“ er kallmerki þjóðarinnar. Öll erum við að ráðast út. Við leggjum undir okkur önnur lönd, við kaupum allt og erum frek og hávaðasöm rétt eins og víkingarnir, forfeður okkar. Hinar nýju frelsishetjur, hið nýja afl ráðskast með stjórnmálamennina og jafnvel hið háa Alþingi. Hornsteininn, klettinn, sem þjóðin á að geta treyst. Við stöndum opinmynnt í undirokaðri forheimskun og dáumst að peningamönnunum. Dagblöð og slúðurblöð keppast við að birta lífsreynsluviðtöl sem reynast heldur bragðlítil enda viðmælendurnir vart búnir að slíta barnsskónum. Þeir eru svo ótrúverðugir að fólk finnur til ógleði yfir öllu saman. Það versta við nýríkidæmi Íslendinga er að okkur skortir alla hefð fyrir ríkidæmi. Við högum okkur þess vegna eins og ofdekraðir krakkar með fulla vasa af sælgæti. Félagshyggja og náungakærleikur eru tabú. Allir berjast um á hæl og hnakka við að komast að kjötkötlunum og skiptir þá engu hverjir troðast undir í þeim hildarleik. Að sama skapi slitnar tenging milljarðamæringanna við fólkið sem byggir landið. Peningum fylgir vald eins og allir vita og þess vegna ráða nýju frelsishetjurnar gífurlega miklu um það hvernig hinn hefðbundni Íslendingur lifir. Stærstur hluti hinnar svokölluðu millistéttar er að hverfa eða samsama sig lágstéttinni. Eftir stendur yfirstétt sem hefur allt; peninga og völd. Lágstéttin er valdalaus og algjörlega ofurseld valdhroka hinna. Mér varð litið á dagblað sem lá á eldhúsborðinu hjá frænku minni. Við mér blasti glottandi bankastrákur um þrítugt á forsíðunni. Hann hafði eignast nokkra milljarða. Hann eignaðist þá á nokkrum dögum af því að hann var svo duglegur í vinnunni sinni. Frænka mín hefur þrælað alla sína daga og hefur nú aðeins ellilífeyrinn sinn sem skammtar naumt. Enginn talar um að hún hafi verið dugleg!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar