Lífið

Nýr hönnuður hjá Mulberry

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Nýr yfirhönnuður Mulberry Johnny Coca
Nýr yfirhönnuður Mulberry Johnny Coca Vísir/getty
Í júlí á næsta ári mun nýr yfirhönnuður taka við stjórninni hjá Breska merkinu Mulberry. Sá heppni heitir Johnny Coca, en hann var áður yfirhönnuður hjá Céline. Hann er lærður arkitekt og hönnuður frá École des Beaux-Arts og École Boulle í París. Áður en hann fór til Céline starfaði hann hjá Bally og Louis Vuitton.

Fráfarandi yfirhönnuður Mulberry, Emma Hill, hóf störf þar árið 2007. Hún átti mikinn þátt í því að koma þessu klassíska breska merki, sem þekktast var fyrir skjalatöskur og seðlaveski, upp á hátískustandard. Eitt stærsta útspil merkisins var Alexa-bag sem fyrirsætan Alexa Chung hannaði fyrir merkið árið 2010, en taskan hékk á öðrum hvorum handlegg stjarnanna það árið og er ein vinsælasta taska Mulberry frá upphafi.

Alexa Chung með Mulberry Alexa töskuna fræguVísir/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.