Óheftur einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er ekki lausnin Ólafur Ólafsson og Lýður Árnason skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Vegna greinar um dýrt heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum (BNA) þann 12. september síðastliðinn í Fréttablaðinu, sem er líklega svar við grein er við rituðum um efnið fyrir nokkru, er nauðsynlegt að skýra málið frekar. Um markaðsrekstur ber að hafa í huga að margt mælir gegn því að hagkvæmt sé fyrir sjúklinga að í heilbrigðisþjónustunni ríki óheftur einkarekinn markaðsrekstur. Orsökin er að kaupandi þjónustunnar þekkir ekki vel gang sjúkdómsins og því síður til verka læknisins.Rekstur og kostnaður Yfirgnæfandi meirihluti íbúa í BNA eða nær 70% býr við óheftan einkarekinn markaðsrekstur án opinbers efnahagslegs eftirlits í heilbrigðisþjónustu: þ.e. 53% íbúa eru tryggðir hjá einkatryggingarfélögum en 15% eru ótryggð með öllu og því óvarin gegn markaðsrekinni þjónustu sem stóreykur kostnaðinn. Medicare og Medicaid tryggingar sem greiddar eru af ríkisfé ná aðeins til um 30% íbúanna. Framlög ríkisins (BNA) sem eru aðeins 47% af heildargreiðslum til heilbrigðisþjónustunnar, borið saman við um 80% greiðslu ríkisins meðal Norðurlanda og frjálsra trygginga í Mið-Evrópu, greiða aðeins fyrir Medicare og Medicaid ásamt rekstri sýslusjúkrahúsa sem eru álitin skrefi lægri að gæðum en háskóla- og einkasjúkrahús sem eru jafnframt í einkaeigu. (Health at a Glance. OECD. 2013.) Á Norðurlöndum eru 80% af rekstri heilbrigðisþjónustunnar greidd með skattafjármögnun en í Mið-Evrópu tæp 80% í gegnum frjáls tryggingafélög sem eru undir opinberu eftirliti. Ekki er því um að ræða víðtækt niðurgreiðslukerfi ríkisins eins og haldið er fram í fyrrnefndri grein. Fullyrðingar um að rekja megi hinn gífurlega kostnað til framlaga ríkisins fá því ekki staðist. Einkasjúkrahúsum er tryggt mikið sjálfsdæmi í lögum án efnahagslegs eftirlits samfélagsins og afleiðingin er að vistunarkostnaður er margfalt hærri en gerist á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Til dæmis er algengt að dagsvistun á sérdeildum einkasjúkrahúsa kosti allt að 9.000 dollara en vikudvöl 70.000 dollara (um 10 millj.ísl.króna). (Bitter Pills, Times, 5.2013.) Önnur dæmi um afleiðingu næsta óhefts markaðsreksturs eru m.a. eftirfarandi: Afleiðing óheftrar markaðsrekinnar heilbrigðisþjónustu í BNA er að heildarkostnaður er 75% til 94% hærri en á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu eftir því hvort miðað er við hlutfall af vergri landframleiðslu eða kaupmáttargildi í dollurum. (Health at a Glance, OECD 2013).Heildargæði Öllu alvarlegra er að þrátt fyrir mörg frábær sjúkrahús og forystuhlutverk BNA í vísindastörfum er gífurlegur ójöfnuður í þjónustunni og þar af leiðandi lélegur og illa skilvirkur heildarárangur. Sem dæmi má nefna að heildarævilíkur eru lægri og dánartíðni 15-60 ára er marktækt (p<0,001) hærri í BNA en á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Enn fremur er dánartíðni barna hærri og heilsufar ungbarna innan eins árs eftir fæðingu mun lakari ásamt mæðradauða við fæðingu sem er marktækt (p<0,001) hærri en á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu; þennan mun má að verulegu leyti rekja til ójafnaðar í þjónustu, m.a. lélegra mæðraeftirliti, hærri barnadauða og mæðradauða og lélegra mæðraeftirliti meðal svartra íbúa. (World Health Statistics. WHO. 2011, og Health at a Glance 2013). Vera má að nokkur rekstrarleg samkeppni ríki í BNA, en á Norðurlöndunum og Mið-Evrópu ríkir helst samkeppni á faglegu sviðinu. Tekið skal fram að skattar eru lægri í BNA en í Evrópu. Nú hefur Obama forseti lagfært tryggingamálin. Talið er að það hafi tekist vegna þess að meirihluti stóriðnaðarfyrirtækjanna komst að því að mikill einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni hafði valdið starfsfólki þeirra alvarlegum sjúkdómsvanda og hreinlega skaðað fólk (N. Chomsky hagfræðingur, áður ráðgjafi forsetans 2012).Lokaorð Eftir stendur að óheftur einkarekstur og mikill markaðsrekstur í heilbrigðisþjónustu er ekki lausn og veldur ójöfnuði og stóreykur kostnað eins og alþjóðaskýrslur frá OECD og WHO sanna. Enn fremur má geta þess að niðurstaða margra alþjóðlegra rannsókna hafa leitt í ljós að heildarkostnaður við skattafjármagnaða heilbrigðisþjónustu ásamt tilvísunarkerfi þar sem verktakasamningar eru leyfðir er allt að 5-18% lægri eftir því hvort miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu eða kaupmáttargildi í dollurum (Health at a glance, OECD 2013) en þar sem frjáls tryggingarfélög í Mið-Evrópu standa að málum (OECD og World Bank 2009). Heildarkostnaður óhefts markaðsrekinnar heilbrigðisþjónustu í BNA er 75-94% hærri en á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Jafnframt er ljóst að heildarkostnaður við einkarekna heilbrigðisþjónustu eins og rekin er í Bandaríkjunum er allt að 90% dýrari en skattafjármögnun heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Vegna greinar um dýrt heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum (BNA) þann 12. september síðastliðinn í Fréttablaðinu, sem er líklega svar við grein er við rituðum um efnið fyrir nokkru, er nauðsynlegt að skýra málið frekar. Um markaðsrekstur ber að hafa í huga að margt mælir gegn því að hagkvæmt sé fyrir sjúklinga að í heilbrigðisþjónustunni ríki óheftur einkarekinn markaðsrekstur. Orsökin er að kaupandi þjónustunnar þekkir ekki vel gang sjúkdómsins og því síður til verka læknisins.Rekstur og kostnaður Yfirgnæfandi meirihluti íbúa í BNA eða nær 70% býr við óheftan einkarekinn markaðsrekstur án opinbers efnahagslegs eftirlits í heilbrigðisþjónustu: þ.e. 53% íbúa eru tryggðir hjá einkatryggingarfélögum en 15% eru ótryggð með öllu og því óvarin gegn markaðsrekinni þjónustu sem stóreykur kostnaðinn. Medicare og Medicaid tryggingar sem greiddar eru af ríkisfé ná aðeins til um 30% íbúanna. Framlög ríkisins (BNA) sem eru aðeins 47% af heildargreiðslum til heilbrigðisþjónustunnar, borið saman við um 80% greiðslu ríkisins meðal Norðurlanda og frjálsra trygginga í Mið-Evrópu, greiða aðeins fyrir Medicare og Medicaid ásamt rekstri sýslusjúkrahúsa sem eru álitin skrefi lægri að gæðum en háskóla- og einkasjúkrahús sem eru jafnframt í einkaeigu. (Health at a Glance. OECD. 2013.) Á Norðurlöndum eru 80% af rekstri heilbrigðisþjónustunnar greidd með skattafjármögnun en í Mið-Evrópu tæp 80% í gegnum frjáls tryggingafélög sem eru undir opinberu eftirliti. Ekki er því um að ræða víðtækt niðurgreiðslukerfi ríkisins eins og haldið er fram í fyrrnefndri grein. Fullyrðingar um að rekja megi hinn gífurlega kostnað til framlaga ríkisins fá því ekki staðist. Einkasjúkrahúsum er tryggt mikið sjálfsdæmi í lögum án efnahagslegs eftirlits samfélagsins og afleiðingin er að vistunarkostnaður er margfalt hærri en gerist á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Til dæmis er algengt að dagsvistun á sérdeildum einkasjúkrahúsa kosti allt að 9.000 dollara en vikudvöl 70.000 dollara (um 10 millj.ísl.króna). (Bitter Pills, Times, 5.2013.) Önnur dæmi um afleiðingu næsta óhefts markaðsreksturs eru m.a. eftirfarandi: Afleiðing óheftrar markaðsrekinnar heilbrigðisþjónustu í BNA er að heildarkostnaður er 75% til 94% hærri en á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu eftir því hvort miðað er við hlutfall af vergri landframleiðslu eða kaupmáttargildi í dollurum. (Health at a Glance, OECD 2013).Heildargæði Öllu alvarlegra er að þrátt fyrir mörg frábær sjúkrahús og forystuhlutverk BNA í vísindastörfum er gífurlegur ójöfnuður í þjónustunni og þar af leiðandi lélegur og illa skilvirkur heildarárangur. Sem dæmi má nefna að heildarævilíkur eru lægri og dánartíðni 15-60 ára er marktækt (p<0,001) hærri í BNA en á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Enn fremur er dánartíðni barna hærri og heilsufar ungbarna innan eins árs eftir fæðingu mun lakari ásamt mæðradauða við fæðingu sem er marktækt (p<0,001) hærri en á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu; þennan mun má að verulegu leyti rekja til ójafnaðar í þjónustu, m.a. lélegra mæðraeftirliti, hærri barnadauða og mæðradauða og lélegra mæðraeftirliti meðal svartra íbúa. (World Health Statistics. WHO. 2011, og Health at a Glance 2013). Vera má að nokkur rekstrarleg samkeppni ríki í BNA, en á Norðurlöndunum og Mið-Evrópu ríkir helst samkeppni á faglegu sviðinu. Tekið skal fram að skattar eru lægri í BNA en í Evrópu. Nú hefur Obama forseti lagfært tryggingamálin. Talið er að það hafi tekist vegna þess að meirihluti stóriðnaðarfyrirtækjanna komst að því að mikill einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni hafði valdið starfsfólki þeirra alvarlegum sjúkdómsvanda og hreinlega skaðað fólk (N. Chomsky hagfræðingur, áður ráðgjafi forsetans 2012).Lokaorð Eftir stendur að óheftur einkarekstur og mikill markaðsrekstur í heilbrigðisþjónustu er ekki lausn og veldur ójöfnuði og stóreykur kostnað eins og alþjóðaskýrslur frá OECD og WHO sanna. Enn fremur má geta þess að niðurstaða margra alþjóðlegra rannsókna hafa leitt í ljós að heildarkostnaður við skattafjármagnaða heilbrigðisþjónustu ásamt tilvísunarkerfi þar sem verktakasamningar eru leyfðir er allt að 5-18% lægri eftir því hvort miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu eða kaupmáttargildi í dollurum (Health at a glance, OECD 2013) en þar sem frjáls tryggingarfélög í Mið-Evrópu standa að málum (OECD og World Bank 2009). Heildarkostnaður óhefts markaðsrekinnar heilbrigðisþjónustu í BNA er 75-94% hærri en á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Jafnframt er ljóst að heildarkostnaður við einkarekna heilbrigðisþjónustu eins og rekin er í Bandaríkjunum er allt að 90% dýrari en skattafjármögnun heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun