Óheftur einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er ekki lausnin Ólafur Ólafsson og Lýður Árnason skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Vegna greinar um dýrt heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum (BNA) þann 12. september síðastliðinn í Fréttablaðinu, sem er líklega svar við grein er við rituðum um efnið fyrir nokkru, er nauðsynlegt að skýra málið frekar. Um markaðsrekstur ber að hafa í huga að margt mælir gegn því að hagkvæmt sé fyrir sjúklinga að í heilbrigðisþjónustunni ríki óheftur einkarekinn markaðsrekstur. Orsökin er að kaupandi þjónustunnar þekkir ekki vel gang sjúkdómsins og því síður til verka læknisins.Rekstur og kostnaður Yfirgnæfandi meirihluti íbúa í BNA eða nær 70% býr við óheftan einkarekinn markaðsrekstur án opinbers efnahagslegs eftirlits í heilbrigðisþjónustu: þ.e. 53% íbúa eru tryggðir hjá einkatryggingarfélögum en 15% eru ótryggð með öllu og því óvarin gegn markaðsrekinni þjónustu sem stóreykur kostnaðinn. Medicare og Medicaid tryggingar sem greiddar eru af ríkisfé ná aðeins til um 30% íbúanna. Framlög ríkisins (BNA) sem eru aðeins 47% af heildargreiðslum til heilbrigðisþjónustunnar, borið saman við um 80% greiðslu ríkisins meðal Norðurlanda og frjálsra trygginga í Mið-Evrópu, greiða aðeins fyrir Medicare og Medicaid ásamt rekstri sýslusjúkrahúsa sem eru álitin skrefi lægri að gæðum en háskóla- og einkasjúkrahús sem eru jafnframt í einkaeigu. (Health at a Glance. OECD. 2013.) Á Norðurlöndum eru 80% af rekstri heilbrigðisþjónustunnar greidd með skattafjármögnun en í Mið-Evrópu tæp 80% í gegnum frjáls tryggingafélög sem eru undir opinberu eftirliti. Ekki er því um að ræða víðtækt niðurgreiðslukerfi ríkisins eins og haldið er fram í fyrrnefndri grein. Fullyrðingar um að rekja megi hinn gífurlega kostnað til framlaga ríkisins fá því ekki staðist. Einkasjúkrahúsum er tryggt mikið sjálfsdæmi í lögum án efnahagslegs eftirlits samfélagsins og afleiðingin er að vistunarkostnaður er margfalt hærri en gerist á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Til dæmis er algengt að dagsvistun á sérdeildum einkasjúkrahúsa kosti allt að 9.000 dollara en vikudvöl 70.000 dollara (um 10 millj.ísl.króna). (Bitter Pills, Times, 5.2013.) Önnur dæmi um afleiðingu næsta óhefts markaðsreksturs eru m.a. eftirfarandi: Afleiðing óheftrar markaðsrekinnar heilbrigðisþjónustu í BNA er að heildarkostnaður er 75% til 94% hærri en á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu eftir því hvort miðað er við hlutfall af vergri landframleiðslu eða kaupmáttargildi í dollurum. (Health at a Glance, OECD 2013).Heildargæði Öllu alvarlegra er að þrátt fyrir mörg frábær sjúkrahús og forystuhlutverk BNA í vísindastörfum er gífurlegur ójöfnuður í þjónustunni og þar af leiðandi lélegur og illa skilvirkur heildarárangur. Sem dæmi má nefna að heildarævilíkur eru lægri og dánartíðni 15-60 ára er marktækt (p<0,001) hærri í BNA en á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Enn fremur er dánartíðni barna hærri og heilsufar ungbarna innan eins árs eftir fæðingu mun lakari ásamt mæðradauða við fæðingu sem er marktækt (p<0,001) hærri en á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu; þennan mun má að verulegu leyti rekja til ójafnaðar í þjónustu, m.a. lélegra mæðraeftirliti, hærri barnadauða og mæðradauða og lélegra mæðraeftirliti meðal svartra íbúa. (World Health Statistics. WHO. 2011, og Health at a Glance 2013). Vera má að nokkur rekstrarleg samkeppni ríki í BNA, en á Norðurlöndunum og Mið-Evrópu ríkir helst samkeppni á faglegu sviðinu. Tekið skal fram að skattar eru lægri í BNA en í Evrópu. Nú hefur Obama forseti lagfært tryggingamálin. Talið er að það hafi tekist vegna þess að meirihluti stóriðnaðarfyrirtækjanna komst að því að mikill einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni hafði valdið starfsfólki þeirra alvarlegum sjúkdómsvanda og hreinlega skaðað fólk (N. Chomsky hagfræðingur, áður ráðgjafi forsetans 2012).Lokaorð Eftir stendur að óheftur einkarekstur og mikill markaðsrekstur í heilbrigðisþjónustu er ekki lausn og veldur ójöfnuði og stóreykur kostnað eins og alþjóðaskýrslur frá OECD og WHO sanna. Enn fremur má geta þess að niðurstaða margra alþjóðlegra rannsókna hafa leitt í ljós að heildarkostnaður við skattafjármagnaða heilbrigðisþjónustu ásamt tilvísunarkerfi þar sem verktakasamningar eru leyfðir er allt að 5-18% lægri eftir því hvort miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu eða kaupmáttargildi í dollurum (Health at a glance, OECD 2013) en þar sem frjáls tryggingarfélög í Mið-Evrópu standa að málum (OECD og World Bank 2009). Heildarkostnaður óhefts markaðsrekinnar heilbrigðisþjónustu í BNA er 75-94% hærri en á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Jafnframt er ljóst að heildarkostnaður við einkarekna heilbrigðisþjónustu eins og rekin er í Bandaríkjunum er allt að 90% dýrari en skattafjármögnun heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Vegna greinar um dýrt heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum (BNA) þann 12. september síðastliðinn í Fréttablaðinu, sem er líklega svar við grein er við rituðum um efnið fyrir nokkru, er nauðsynlegt að skýra málið frekar. Um markaðsrekstur ber að hafa í huga að margt mælir gegn því að hagkvæmt sé fyrir sjúklinga að í heilbrigðisþjónustunni ríki óheftur einkarekinn markaðsrekstur. Orsökin er að kaupandi þjónustunnar þekkir ekki vel gang sjúkdómsins og því síður til verka læknisins.Rekstur og kostnaður Yfirgnæfandi meirihluti íbúa í BNA eða nær 70% býr við óheftan einkarekinn markaðsrekstur án opinbers efnahagslegs eftirlits í heilbrigðisþjónustu: þ.e. 53% íbúa eru tryggðir hjá einkatryggingarfélögum en 15% eru ótryggð með öllu og því óvarin gegn markaðsrekinni þjónustu sem stóreykur kostnaðinn. Medicare og Medicaid tryggingar sem greiddar eru af ríkisfé ná aðeins til um 30% íbúanna. Framlög ríkisins (BNA) sem eru aðeins 47% af heildargreiðslum til heilbrigðisþjónustunnar, borið saman við um 80% greiðslu ríkisins meðal Norðurlanda og frjálsra trygginga í Mið-Evrópu, greiða aðeins fyrir Medicare og Medicaid ásamt rekstri sýslusjúkrahúsa sem eru álitin skrefi lægri að gæðum en háskóla- og einkasjúkrahús sem eru jafnframt í einkaeigu. (Health at a Glance. OECD. 2013.) Á Norðurlöndum eru 80% af rekstri heilbrigðisþjónustunnar greidd með skattafjármögnun en í Mið-Evrópu tæp 80% í gegnum frjáls tryggingafélög sem eru undir opinberu eftirliti. Ekki er því um að ræða víðtækt niðurgreiðslukerfi ríkisins eins og haldið er fram í fyrrnefndri grein. Fullyrðingar um að rekja megi hinn gífurlega kostnað til framlaga ríkisins fá því ekki staðist. Einkasjúkrahúsum er tryggt mikið sjálfsdæmi í lögum án efnahagslegs eftirlits samfélagsins og afleiðingin er að vistunarkostnaður er margfalt hærri en gerist á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Til dæmis er algengt að dagsvistun á sérdeildum einkasjúkrahúsa kosti allt að 9.000 dollara en vikudvöl 70.000 dollara (um 10 millj.ísl.króna). (Bitter Pills, Times, 5.2013.) Önnur dæmi um afleiðingu næsta óhefts markaðsreksturs eru m.a. eftirfarandi: Afleiðing óheftrar markaðsrekinnar heilbrigðisþjónustu í BNA er að heildarkostnaður er 75% til 94% hærri en á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu eftir því hvort miðað er við hlutfall af vergri landframleiðslu eða kaupmáttargildi í dollurum. (Health at a Glance, OECD 2013).Heildargæði Öllu alvarlegra er að þrátt fyrir mörg frábær sjúkrahús og forystuhlutverk BNA í vísindastörfum er gífurlegur ójöfnuður í þjónustunni og þar af leiðandi lélegur og illa skilvirkur heildarárangur. Sem dæmi má nefna að heildarævilíkur eru lægri og dánartíðni 15-60 ára er marktækt (p<0,001) hærri í BNA en á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Enn fremur er dánartíðni barna hærri og heilsufar ungbarna innan eins árs eftir fæðingu mun lakari ásamt mæðradauða við fæðingu sem er marktækt (p<0,001) hærri en á Norðurlöndum og í Mið-Evrópu; þennan mun má að verulegu leyti rekja til ójafnaðar í þjónustu, m.a. lélegra mæðraeftirliti, hærri barnadauða og mæðradauða og lélegra mæðraeftirliti meðal svartra íbúa. (World Health Statistics. WHO. 2011, og Health at a Glance 2013). Vera má að nokkur rekstrarleg samkeppni ríki í BNA, en á Norðurlöndunum og Mið-Evrópu ríkir helst samkeppni á faglegu sviðinu. Tekið skal fram að skattar eru lægri í BNA en í Evrópu. Nú hefur Obama forseti lagfært tryggingamálin. Talið er að það hafi tekist vegna þess að meirihluti stóriðnaðarfyrirtækjanna komst að því að mikill einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni hafði valdið starfsfólki þeirra alvarlegum sjúkdómsvanda og hreinlega skaðað fólk (N. Chomsky hagfræðingur, áður ráðgjafi forsetans 2012).Lokaorð Eftir stendur að óheftur einkarekstur og mikill markaðsrekstur í heilbrigðisþjónustu er ekki lausn og veldur ójöfnuði og stóreykur kostnað eins og alþjóðaskýrslur frá OECD og WHO sanna. Enn fremur má geta þess að niðurstaða margra alþjóðlegra rannsókna hafa leitt í ljós að heildarkostnaður við skattafjármagnaða heilbrigðisþjónustu ásamt tilvísunarkerfi þar sem verktakasamningar eru leyfðir er allt að 5-18% lægri eftir því hvort miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu eða kaupmáttargildi í dollurum (Health at a glance, OECD 2013) en þar sem frjáls tryggingarfélög í Mið-Evrópu standa að málum (OECD og World Bank 2009). Heildarkostnaður óhefts markaðsrekinnar heilbrigðisþjónustu í BNA er 75-94% hærri en á Norðurlöndum og Mið-Evrópu. Jafnframt er ljóst að heildarkostnaður við einkarekna heilbrigðisþjónustu eins og rekin er í Bandaríkjunum er allt að 90% dýrari en skattafjármögnun heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar