Svar við skoðun Pawels Ólafur Teitur Guðnason skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Sæll, Pawel, og þakka þér fyrir góð og málefnaleg greinaskrif á undanförnum árum. Mig langar að bregðast við nokkrum atriðum í grein þinni um orkumál sem birtist nýverið í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Mín skoðun“. Mér þótti leitt að sjá þig ýja að því – á milli línanna en þó ótvírætt – að ungt fólk dreymi varla um að vinna í álveri að loknu námi. Í fyrsta lagi finnst mér þetta ekki málefnalegt innlegg heldur aukaatriði, eins og ég vík betur að á eftir. Í öðru lagi er staðreyndin sú að störf í álverum eru mjög eftirsótt. Bara nú á undanförnum dögum hefur Rio Tinto Alcan ráðið til starfa doktor í efnafræði með mastersgráðu í vélaverkfræði, umhverfisverkfræðing með BS-gráðu í vélaverkfræði og lokaársnema í rekstrarverkfræði. Allt ungar konur vel að merkja. Áhugi á störfum hér er ekki bundinn við fólk með háskólagráður en mér sýndist hugsun þín vera á þeim miðum og því nefni ég þessi dæmi. Aðalatriðið er þó að þetta er aukaatriði, eins og ég nefndi. Svo ég umorði rök sem þú notar sjálfur annars staðar í greininni: Ákvörðun um að hverfa frá uppbyggingu stóriðju af því að ungt fólk dreymi almennt ekki um að vinna í álverum væri álíka skynsamleg og ef Norðmenn hefðu ákveðið að hverfa frá uppbyggingu olíuiðnaðarins af því að ungt fólk dreymdi almennt ekki um að vinna á olíuborpöllum. Meginverkefnið er ekki að búa til störf heldur að nýta auðlindina á sem arðbærastan hátt. Störfin eru ekki upphaf og endir alls; þau eru aðeins hluti af ávinningnum. Verðið sem fæst fyrir raforkuna er ekki heldur upphaf og endir alls; það er aðeins hluti af ávinningnum. Arðsemina þarf að meta heildstætt, á þjóðhagslegum grunni með tilliti til allra þátta.Stórir þættir gleymast Stórir þættir vilja einmitt gleymast þegar kemur að álverunum. Samantekt Samáls í fyrra leiddi í ljós að árið 2012 skildu álverin eftir 100 milljarða á Íslandi: um 40 með orkukaupum, 40 með kaupum á annarri vöru og þjónustu og 20 í formi launa og skatta. Þetta leikkerfi, 4-4-2, er einfalt að muna. Fáir ef nokkrir efast um að orkusala til álvera hafi verið arðbær á heildina litið. Ekki nóg með það heldur var hún nær örugglega arðbærasta nýting orkunnar sem völ var á, því að áratugum saman seldist orkan ekki þótt hún stæði til boða á hagstæðu verði. Öðrum betri orkunýtingarkostum hefur því ekki verið fórnað í þágu áliðnaðar. (Ekki heldur friðun í þágu ferðaþjónustu, því hún vex sem aldrei fyrr þótt orkuframleiðsla hafi margfaldast.) Spurningin er þá hvort betri kostir standi til boða í dag. Þú nefnir sæstreng og sjálfsagt er að skoða þann möguleika vel. Við samanburðinn er mikilvægt að muna að álverin kaupa ekki bara orku fyrir u.þ.b. 40 milljarða heldur skilja hér eftir um 60 milljarða til viðbótar. Þú manst kerfið: 4-4-2. Þú nefnir að markaðurinn eigi að ráða sem mestu um uppbyggingu atvinnugreina. Þá hlýtur þú reyndar að gera alvarlegar athugasemdir við sæstrenginn því vonir um gróða af honum byggjast að mestu á stórfelldum ríkisstyrkjum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld nota skattfé til að kaupa endurnýjanlega orku á ofurverði. Ef aðeins fengist markaðsverð í Bretlandi fyrir orkuna myndi strengurinn skila tapi samkvæmt greiningu hagdeildar Landsbankans nú í október. Hér á landi hlýtur öll ráðstöfun orkuauðlinda – hvort sem er friðun þeirra eða virkjun – að markast nokkuð af því að bæði auðlindirnar og orkufyrirtækin eru að mestu leyti á hendi hins opinbera. Við getum ekki vitað hver niðurstaða hreinræktaðra markaðsafla hefði orðið en spyrja má: Hefði einkaaðili, sem ætti Ísland með húð og hári, farið öðruvísi að? Sjálfum þykir mér sennilegt að hann hefði einmitt talið vænlegt að virkja orkuna og hafa þannig bæði arð af orkusölu og tekjur af umsvifum iðnfyrirtækjanna. Að lokum þetta: Af því að þú og fleiri vísa gjarnan til Noregs og mæla með að við gerum eins og Norðmenn er ekki úr vegi að minna á þá staðreynd að Norðmenn eru einhverjir mestu álframleiðendur heims. Þeir eru meira að segja nokkuð ánægðir með þá stöðu sína og stefna á að auka álframleiðslu. Það er vissulega fordæmi sem við mættum taka til athugunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Orka = vinna? Raforkuverð í Bretlandi er tvöfalt hærra en á Íslandi. Einungis af þeirri ástæðu ætti lagning sæstrengs að vera á borðinu. 22. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Sæll, Pawel, og þakka þér fyrir góð og málefnaleg greinaskrif á undanförnum árum. Mig langar að bregðast við nokkrum atriðum í grein þinni um orkumál sem birtist nýverið í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Mín skoðun“. Mér þótti leitt að sjá þig ýja að því – á milli línanna en þó ótvírætt – að ungt fólk dreymi varla um að vinna í álveri að loknu námi. Í fyrsta lagi finnst mér þetta ekki málefnalegt innlegg heldur aukaatriði, eins og ég vík betur að á eftir. Í öðru lagi er staðreyndin sú að störf í álverum eru mjög eftirsótt. Bara nú á undanförnum dögum hefur Rio Tinto Alcan ráðið til starfa doktor í efnafræði með mastersgráðu í vélaverkfræði, umhverfisverkfræðing með BS-gráðu í vélaverkfræði og lokaársnema í rekstrarverkfræði. Allt ungar konur vel að merkja. Áhugi á störfum hér er ekki bundinn við fólk með háskólagráður en mér sýndist hugsun þín vera á þeim miðum og því nefni ég þessi dæmi. Aðalatriðið er þó að þetta er aukaatriði, eins og ég nefndi. Svo ég umorði rök sem þú notar sjálfur annars staðar í greininni: Ákvörðun um að hverfa frá uppbyggingu stóriðju af því að ungt fólk dreymi almennt ekki um að vinna í álverum væri álíka skynsamleg og ef Norðmenn hefðu ákveðið að hverfa frá uppbyggingu olíuiðnaðarins af því að ungt fólk dreymdi almennt ekki um að vinna á olíuborpöllum. Meginverkefnið er ekki að búa til störf heldur að nýta auðlindina á sem arðbærastan hátt. Störfin eru ekki upphaf og endir alls; þau eru aðeins hluti af ávinningnum. Verðið sem fæst fyrir raforkuna er ekki heldur upphaf og endir alls; það er aðeins hluti af ávinningnum. Arðsemina þarf að meta heildstætt, á þjóðhagslegum grunni með tilliti til allra þátta.Stórir þættir gleymast Stórir þættir vilja einmitt gleymast þegar kemur að álverunum. Samantekt Samáls í fyrra leiddi í ljós að árið 2012 skildu álverin eftir 100 milljarða á Íslandi: um 40 með orkukaupum, 40 með kaupum á annarri vöru og þjónustu og 20 í formi launa og skatta. Þetta leikkerfi, 4-4-2, er einfalt að muna. Fáir ef nokkrir efast um að orkusala til álvera hafi verið arðbær á heildina litið. Ekki nóg með það heldur var hún nær örugglega arðbærasta nýting orkunnar sem völ var á, því að áratugum saman seldist orkan ekki þótt hún stæði til boða á hagstæðu verði. Öðrum betri orkunýtingarkostum hefur því ekki verið fórnað í þágu áliðnaðar. (Ekki heldur friðun í þágu ferðaþjónustu, því hún vex sem aldrei fyrr þótt orkuframleiðsla hafi margfaldast.) Spurningin er þá hvort betri kostir standi til boða í dag. Þú nefnir sæstreng og sjálfsagt er að skoða þann möguleika vel. Við samanburðinn er mikilvægt að muna að álverin kaupa ekki bara orku fyrir u.þ.b. 40 milljarða heldur skilja hér eftir um 60 milljarða til viðbótar. Þú manst kerfið: 4-4-2. Þú nefnir að markaðurinn eigi að ráða sem mestu um uppbyggingu atvinnugreina. Þá hlýtur þú reyndar að gera alvarlegar athugasemdir við sæstrenginn því vonir um gróða af honum byggjast að mestu á stórfelldum ríkisstyrkjum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld nota skattfé til að kaupa endurnýjanlega orku á ofurverði. Ef aðeins fengist markaðsverð í Bretlandi fyrir orkuna myndi strengurinn skila tapi samkvæmt greiningu hagdeildar Landsbankans nú í október. Hér á landi hlýtur öll ráðstöfun orkuauðlinda – hvort sem er friðun þeirra eða virkjun – að markast nokkuð af því að bæði auðlindirnar og orkufyrirtækin eru að mestu leyti á hendi hins opinbera. Við getum ekki vitað hver niðurstaða hreinræktaðra markaðsafla hefði orðið en spyrja má: Hefði einkaaðili, sem ætti Ísland með húð og hári, farið öðruvísi að? Sjálfum þykir mér sennilegt að hann hefði einmitt talið vænlegt að virkja orkuna og hafa þannig bæði arð af orkusölu og tekjur af umsvifum iðnfyrirtækjanna. Að lokum þetta: Af því að þú og fleiri vísa gjarnan til Noregs og mæla með að við gerum eins og Norðmenn er ekki úr vegi að minna á þá staðreynd að Norðmenn eru einhverjir mestu álframleiðendur heims. Þeir eru meira að segja nokkuð ánægðir með þá stöðu sína og stefna á að auka álframleiðslu. Það er vissulega fordæmi sem við mættum taka til athugunar.
Orka = vinna? Raforkuverð í Bretlandi er tvöfalt hærra en á Íslandi. Einungis af þeirri ástæðu ætti lagning sæstrengs að vera á borðinu. 22. nóvember 2014 07:00
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun