Opið bréf til ofbeldismanns Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Þegar ég tala um ofbeldi tala ég oftast við konuna sem þú beitir ofbeldi. Eða við foreldra hennar og vini eða fagfólk og stjórnvöld um ofbeldið sem þú beitir. En ég tala eiginlega aldrei við þig. Ég hef fengið innsýn í líf þitt í gegnum konuna þína. Vissulega heyri ég bara aðra hliðina, þú átt eftir að benda mér á það og líklega nefna í leiðinni að hún sé snargeðveik og lygin. Mér nægir að hitta hana og heyra sögur úr lífinu hennar. Ég veit að hún er oft þreytt og kvíðin og að stundum finnst henni þetta allt vonlaust. Sem betur fer veit ég líka að hún er sterk þó henni finnist það ekki sjálfri. Ég veit að hún vonar að lífið verði betra. Ég veit að hún hittir vinkonur sínar ekki eins oft og áður, eiginlega er hún hætt að gera margt af því sem henni þótti skemmtilegast, varstu búinn að taka eftir því? Ég veit, afsakaðu að ég hegg svona nærri, að henni líður ekki vel í kynlífinu. Að oft finnst henni það ekki vitund gott en segir ekki neitt því hún er hrædd. Ég veit að hún vonar að ofbeldið bitni ekki á börnunum ykkar. Ég held að þið vonið það bæði og trúið því líklega að þau taki ekki eftir neinu. Því miður segja rannsóknir að það séu litlar líkur á því að þetta sé rétt hjá ykkur, börn vita miklu meira um það sem fer fram heima hjá þeim en við höldum. Ég veit að margir velta því fyrir sér af hverju hún fer ekki frá þér en mér er það meiri ráðgáta af hverju þú gerir þetta. Hvernig þú getur dregið andann eftir að hafa sparkað í hana, hrækt á hana eða kallað hana viðbjóðslega hóru. Ég veit að þú iðrast þess þegar þú hefur verið sem verstur. Að þú skælir jafnvel og lofar að gera þetta aldrei aftur. Og ég held að þú meinir það á þeirri stundu. Það er til hjálp fyrir þig. Til dæmis meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar og raunar alls konar fagfólk sem gæti hjálpað þér við að læra að verða öðruvísi og jafnvel standa við loforðið um að síðasta skipti sem þú beittir konuna þína ofbeldi verði í rauninni það síðasta. Það verður erfitt en ég held að það gæti verið þess virði. Ekki viltu í alvörunni vera svona? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þegar ég tala um ofbeldi tala ég oftast við konuna sem þú beitir ofbeldi. Eða við foreldra hennar og vini eða fagfólk og stjórnvöld um ofbeldið sem þú beitir. En ég tala eiginlega aldrei við þig. Ég hef fengið innsýn í líf þitt í gegnum konuna þína. Vissulega heyri ég bara aðra hliðina, þú átt eftir að benda mér á það og líklega nefna í leiðinni að hún sé snargeðveik og lygin. Mér nægir að hitta hana og heyra sögur úr lífinu hennar. Ég veit að hún er oft þreytt og kvíðin og að stundum finnst henni þetta allt vonlaust. Sem betur fer veit ég líka að hún er sterk þó henni finnist það ekki sjálfri. Ég veit að hún vonar að lífið verði betra. Ég veit að hún hittir vinkonur sínar ekki eins oft og áður, eiginlega er hún hætt að gera margt af því sem henni þótti skemmtilegast, varstu búinn að taka eftir því? Ég veit, afsakaðu að ég hegg svona nærri, að henni líður ekki vel í kynlífinu. Að oft finnst henni það ekki vitund gott en segir ekki neitt því hún er hrædd. Ég veit að hún vonar að ofbeldið bitni ekki á börnunum ykkar. Ég held að þið vonið það bæði og trúið því líklega að þau taki ekki eftir neinu. Því miður segja rannsóknir að það séu litlar líkur á því að þetta sé rétt hjá ykkur, börn vita miklu meira um það sem fer fram heima hjá þeim en við höldum. Ég veit að margir velta því fyrir sér af hverju hún fer ekki frá þér en mér er það meiri ráðgáta af hverju þú gerir þetta. Hvernig þú getur dregið andann eftir að hafa sparkað í hana, hrækt á hana eða kallað hana viðbjóðslega hóru. Ég veit að þú iðrast þess þegar þú hefur verið sem verstur. Að þú skælir jafnvel og lofar að gera þetta aldrei aftur. Og ég held að þú meinir það á þeirri stundu. Það er til hjálp fyrir þig. Til dæmis meðferðarúrræðið Karlar til ábyrgðar og raunar alls konar fagfólk sem gæti hjálpað þér við að læra að verða öðruvísi og jafnvel standa við loforðið um að síðasta skipti sem þú beittir konuna þína ofbeldi verði í rauninni það síðasta. Það verður erfitt en ég held að það gæti verið þess virði. Ekki viltu í alvörunni vera svona?
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun