Útflutningur á lambakjöti til Rússlands sexfaldaðist Haraldur Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Erlendur Garðarsson segir utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Moskvu hafa veitt mikla aðstoð við að koma kjötinu í sölu í Rússlandi. Vísir/Pjetur Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur flutt út rúm 60 tonn af lambakjöti til Rússlands á síðustu þremur mánuðum. Útflutningurinn hefur sexfaldast á einu ári en sala á lambakjöti til Bandaríkjanna dregist saman um 15 prósent. Þetta segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki. „Það fóru tvær prufusendingar til Rússlands í haust sem innihéldu tvö og hálft tonn af ferskum lambalundum, lambakórónum og öðrum svona betri bitum. Kjötið fór til verslanakeðjunnar Azbuka Vkusa sem má líkja við verslanir Whole Foods í Bandaríkjunum. Viðtökurnar voru góðar sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta haust,“ segir Ágúst. Fyrirtækið hefur einnig flutt út um 60 tonn af frosnu lambakjöti sem er geymt í frystigeymslum IceCorpo í Sankti Pétursborg. KS á helmingshlut í IceCorpo en fyrirtækið var stofnað í vor og sér um sölu- og dreifingu á kjötinu í landinu. „Það kjöt er komið í dreifingu til veitingahúsa og ég mun fara til Rússlands í næstu viku með fyrrverandi landsliðskokki til að kynna vöruna á matreiðslunámskeiðum sem verða haldin fyrir kokka á helstu veitingahúsum Sankti Pétursborgar,“ segir Ágúst. Hann segir fyrirtækið stefna að því að senda aðra sendingu af frosnu lambakjöti til Rússlands eftir áramót. KS á einnig helmingshlut í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga sem hefur selt um 200 tonn af fersku lambakjöti á ári til verslanakeðjunnar Whole Foods í Bandaríkjunum. „Það er búið að taka 15 til 20 ár að koma þessu inn á Bandaríkin en við fórum einungis að horfa til Rússlands fyrir um þremur árum. Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um einhver 30 tonn í haust en það eru ákveðnar skýringar á því sem tengjast auknu framboði á lambakjöti frá Ástralíu í verslunum Whole Foods.“ Ágúst segir erfitt að bera saman verð á fersku íslensku lambakjöti í verslunum í Rússlandi og Bandaríkjunum. „Þetta haust var auðvitað prufukeyrsla hjá okkur í Rússlandi og við vorum því með tilboðsverð fyrir vikið. Verðin sem við erum að keyra á þar eru sambærileg og hér innanlands en ívið hærri í Bandaríkjunum,“ segir Ágúst. „Svo erum við búin að selja allt ærkjötið sem fór til Rússlands, hátt í 200 tonn, og slátra hrossunum sem fara inn á þennan markað.“ Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur einnig selt frosið lamba-, hrossa- og ærkjöt til Rússlands. Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS, segir fyrirtækið skoða að hefja útflutning á fersku lambakjöti til landsins. „Rússlandsmarkaður er vaxandi og spennandi og við erum að horfa þangað,“ segir Guðmundur. Erlendur Garðarsson markaðsráðgjafi hefur flutt út kjöt til Rússlands í mörg ár og aðstoðað bæði KS og SS við þeirra útflutning. „Það er einnig verið að flytja aðrar kjötvörur til landsins, sem við höfum ekki haft farveg fyrir, eins og hjörtu og lifur úr hrossum og hrossafitu. Þetta allt hefur gert það að verkum að Rússland er nú með stærri viðskiptalöndum okkar í kjötafurðum. Þessi markaður er því orðinn mjög mikilvægur fyrir íslenskan landbúnað. Ef þú ert farinn að selja hófa og klaufir þá ertu í góðum málum og við erum að nálgast það óðfluga,“ segir Erlendur. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur flutt út rúm 60 tonn af lambakjöti til Rússlands á síðustu þremur mánuðum. Útflutningurinn hefur sexfaldast á einu ári en sala á lambakjöti til Bandaríkjanna dregist saman um 15 prósent. Þetta segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki. „Það fóru tvær prufusendingar til Rússlands í haust sem innihéldu tvö og hálft tonn af ferskum lambalundum, lambakórónum og öðrum svona betri bitum. Kjötið fór til verslanakeðjunnar Azbuka Vkusa sem má líkja við verslanir Whole Foods í Bandaríkjunum. Viðtökurnar voru góðar sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta haust,“ segir Ágúst. Fyrirtækið hefur einnig flutt út um 60 tonn af frosnu lambakjöti sem er geymt í frystigeymslum IceCorpo í Sankti Pétursborg. KS á helmingshlut í IceCorpo en fyrirtækið var stofnað í vor og sér um sölu- og dreifingu á kjötinu í landinu. „Það kjöt er komið í dreifingu til veitingahúsa og ég mun fara til Rússlands í næstu viku með fyrrverandi landsliðskokki til að kynna vöruna á matreiðslunámskeiðum sem verða haldin fyrir kokka á helstu veitingahúsum Sankti Pétursborgar,“ segir Ágúst. Hann segir fyrirtækið stefna að því að senda aðra sendingu af frosnu lambakjöti til Rússlands eftir áramót. KS á einnig helmingshlut í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga sem hefur selt um 200 tonn af fersku lambakjöti á ári til verslanakeðjunnar Whole Foods í Bandaríkjunum. „Það er búið að taka 15 til 20 ár að koma þessu inn á Bandaríkin en við fórum einungis að horfa til Rússlands fyrir um þremur árum. Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um einhver 30 tonn í haust en það eru ákveðnar skýringar á því sem tengjast auknu framboði á lambakjöti frá Ástralíu í verslunum Whole Foods.“ Ágúst segir erfitt að bera saman verð á fersku íslensku lambakjöti í verslunum í Rússlandi og Bandaríkjunum. „Þetta haust var auðvitað prufukeyrsla hjá okkur í Rússlandi og við vorum því með tilboðsverð fyrir vikið. Verðin sem við erum að keyra á þar eru sambærileg og hér innanlands en ívið hærri í Bandaríkjunum,“ segir Ágúst. „Svo erum við búin að selja allt ærkjötið sem fór til Rússlands, hátt í 200 tonn, og slátra hrossunum sem fara inn á þennan markað.“ Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur einnig selt frosið lamba-, hrossa- og ærkjöt til Rússlands. Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS, segir fyrirtækið skoða að hefja útflutning á fersku lambakjöti til landsins. „Rússlandsmarkaður er vaxandi og spennandi og við erum að horfa þangað,“ segir Guðmundur. Erlendur Garðarsson markaðsráðgjafi hefur flutt út kjöt til Rússlands í mörg ár og aðstoðað bæði KS og SS við þeirra útflutning. „Það er einnig verið að flytja aðrar kjötvörur til landsins, sem við höfum ekki haft farveg fyrir, eins og hjörtu og lifur úr hrossum og hrossafitu. Þetta allt hefur gert það að verkum að Rússland er nú með stærri viðskiptalöndum okkar í kjötafurðum. Þessi markaður er því orðinn mjög mikilvægur fyrir íslenskan landbúnað. Ef þú ert farinn að selja hófa og klaufir þá ertu í góðum málum og við erum að nálgast það óðfluga,“ segir Erlendur.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Sjá meira