Hvað gerir stjórnmálamenn trúverðuga? Hörður Bergmann skrifar 26. nóvember 2014 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins tuttugasta þessa mánaðar fjallar Sigurjón, ritstjóri blaðsins, um siðferðilegt álitamál á þessa leið: „Trúverðugleiki er stjórnmálamönnum eflaust mikils virði. Þess vegna er klént að tala sig hásan um vondar aðgerðir í niðurfellingu skulda en fara samt í röðina í von um að fá sneið af hinni fordæmdu köku. Öll orð hér eftir, um þetta mál hið minnsta, verða að skoðast í því ljósi að orð og athafnir hafa stangast á.“ Þessa skoðun má ræða frá öðru sjónarmiði. Til dæmis með því að leita svara við spurningum sem þessum: Hvað felst í hugtakinu trúverðugleiki? Glata þeir sem gagnrýna lög sett af meirihluta á Alþingi trúverðugleika sínum við að nota réttindi sem þar eru veitt? Orðabækur skýra orðið trúverðugur með orðum eins og „áreiðanlegur“ og „sem trúa má“. Ádeila ritstjórans hvetur því eiginlega lesandann til að hætta að taka mark á þeim sem nota sér rétt sem þeim er gefinn með lögum sem þeir hafa gagnrýnt. „Öll gagnrýnin, sem sett hefur verið fram, missir þar með marks,“ fullyrðir hann. Það fæ ég ekki séð. Þvert á móti finnst mér ástæða til að virða og taka mark á þeim sem gagnrýna lög þrátt fyrir það að geta grætt eitthvað á þeim persónulega. Flestir, sem hnossið hljóta, láta sem ekkert sé; una við sinn feng þótt þótt hálfsannleikur um svigrúm og fé á lausu reynist blekking og háværir brestir í innviðum velferðarkerfisins skeri í eyrun. Gera engar athugasemdir við lög sem fela í sér varasama forgangsröðun og margs konar mismunun, skilja t.d. eftir í óbættri stöðu þá sem hafa húsaskjól sem búseturétthafar eða leigjendur. Þakkarvert er hins vegar dæmið af Pétri H. Blöndal alþingismanni sem segir í nefndaráliti: „Aðgerðin mismunar lántakendum sem eru í svipaðri stöðu og hafa upplifað sömu breytingar á verðlagi og þeir sem hafa tekið fasteignalán. Þar ber hæst verðtryggð námslán. Að auki nær aðgerðin ekki til lána sem veitt voru til leiguíbúða í félagslegum íbúðafélögum. Þau lán voru einkum veitt til sveitarfélaga vegna leiguíbúða og til húsnæðissamvinnufélaga, svo og til leiguíbúða námsmanna og sjálfseignarstofnana fatlaðra. Leiguverð þessara íbúða ræðst að mestu leyti af afborgun lána, þ.e. greiðslu af höfuðstól og vöxtum, sem frumvarpið nær ekki til. Slík mismunun er óásættanleg“. Ég læt mig engu skipta hvort Pétur H. Blöndal eða einhverjir stjórnarandstöðuþingmenn hafa notfært sér rétt sem þeir hafa gagnrýnt. Þeir eiga þakkir skildar fyrir tilraunir til að gæta almannahags í landi þar sem valdhafarnir eru annað að sýsla og horfa framhjá hruni sem skekur undirstöður heilbrigðis- og menntakerfis þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins tuttugasta þessa mánaðar fjallar Sigurjón, ritstjóri blaðsins, um siðferðilegt álitamál á þessa leið: „Trúverðugleiki er stjórnmálamönnum eflaust mikils virði. Þess vegna er klént að tala sig hásan um vondar aðgerðir í niðurfellingu skulda en fara samt í röðina í von um að fá sneið af hinni fordæmdu köku. Öll orð hér eftir, um þetta mál hið minnsta, verða að skoðast í því ljósi að orð og athafnir hafa stangast á.“ Þessa skoðun má ræða frá öðru sjónarmiði. Til dæmis með því að leita svara við spurningum sem þessum: Hvað felst í hugtakinu trúverðugleiki? Glata þeir sem gagnrýna lög sett af meirihluta á Alþingi trúverðugleika sínum við að nota réttindi sem þar eru veitt? Orðabækur skýra orðið trúverðugur með orðum eins og „áreiðanlegur“ og „sem trúa má“. Ádeila ritstjórans hvetur því eiginlega lesandann til að hætta að taka mark á þeim sem nota sér rétt sem þeim er gefinn með lögum sem þeir hafa gagnrýnt. „Öll gagnrýnin, sem sett hefur verið fram, missir þar með marks,“ fullyrðir hann. Það fæ ég ekki séð. Þvert á móti finnst mér ástæða til að virða og taka mark á þeim sem gagnrýna lög þrátt fyrir það að geta grætt eitthvað á þeim persónulega. Flestir, sem hnossið hljóta, láta sem ekkert sé; una við sinn feng þótt þótt hálfsannleikur um svigrúm og fé á lausu reynist blekking og háværir brestir í innviðum velferðarkerfisins skeri í eyrun. Gera engar athugasemdir við lög sem fela í sér varasama forgangsröðun og margs konar mismunun, skilja t.d. eftir í óbættri stöðu þá sem hafa húsaskjól sem búseturétthafar eða leigjendur. Þakkarvert er hins vegar dæmið af Pétri H. Blöndal alþingismanni sem segir í nefndaráliti: „Aðgerðin mismunar lántakendum sem eru í svipaðri stöðu og hafa upplifað sömu breytingar á verðlagi og þeir sem hafa tekið fasteignalán. Þar ber hæst verðtryggð námslán. Að auki nær aðgerðin ekki til lána sem veitt voru til leiguíbúða í félagslegum íbúðafélögum. Þau lán voru einkum veitt til sveitarfélaga vegna leiguíbúða og til húsnæðissamvinnufélaga, svo og til leiguíbúða námsmanna og sjálfseignarstofnana fatlaðra. Leiguverð þessara íbúða ræðst að mestu leyti af afborgun lána, þ.e. greiðslu af höfuðstól og vöxtum, sem frumvarpið nær ekki til. Slík mismunun er óásættanleg“. Ég læt mig engu skipta hvort Pétur H. Blöndal eða einhverjir stjórnarandstöðuþingmenn hafa notfært sér rétt sem þeir hafa gagnrýnt. Þeir eiga þakkir skildar fyrir tilraunir til að gæta almannahags í landi þar sem valdhafarnir eru annað að sýsla og horfa framhjá hruni sem skekur undirstöður heilbrigðis- og menntakerfis þjóðarinnar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar