Minnsta þjóðin með flesta þjálfara á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2014 06:00 Aron Kristjánsson er þjálfari íslenska liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/pjetur Ísland átti fulltrúa á HM í handbolta í Katar löngu áður en íslenska landsliðið fékk sætið „gefins“ á föstudaginn. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, verður nefnilega einn af fjórum íslenskum þjálfurum á mótinu. Guðmundur Guðmundsson var fyrstur inn á mótið þegar hann tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbek eftir EM í Danmörku í ársbyrjun. Patrekur Jóhannesson bættist í hópinn í júní þegar austurríska landsliðið sló Norðmenn út í umspili um sæti á mótinu. Austurríki tryggði sér sætið með því að ná jafntefli í seinni leiknum í Noregi. Dagur Sigurðsson varð sá þriðji þegar hann tók við þýska landsliðinu í ágústmánuði en Þjóðverjar höfðu þá fengið gefins sæti á HM þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum umspilið í júní. Aron og íslenska landsliðið fengu síðan farseðilinn sinn á föstudaginn var og um leið átti Ísland flesta þjálfara á 24. heimsmeistaramótinu í handbolta karla. Fyrir ákvörðun framkvæmdaráðs IHF og áður en Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku áttu Spánverjar flesta þjálfara á móti eða fjóra talsins, einum fleiri en Ísland. Spánverjar misstu einn þjálfara eftir fund framkvæmdaráðs IHF en Króatar voru nú komnir með þrjá þjálfara eins og Spánn. Ísland var hins vegar komið á toppinn með fjóra HM-þjálfara og verður þar væntanlega fram að móti verði engar breytingar á þjálfarastöðu landsliðanna 24. Guðmundur Guðmundsson er elstur af íslensku þjálfurunum á HM í Katar en hinir þrír eiga það sameiginlegt að hafa spilað fyrir Guðmund á stórmóti. Patrekur, Dagur og Aron voru allir undir stjórn Guðmundar á EM 2002 og HM 2003 og Patrekur og Dagur spiluðu fyrir hann á EM 2004. Dagur var síðan síðastur af þeim þremur til að spila fyrir Guðmund á stórmóti þegar hann var fyrirliði íslenska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Dagur, Patrekur og Guðmundur hafa allir eða eru að fara skrifa sig inn í íslensku handboltasöguna. Dagur Sigurðsson varð fyrstur íslenskra þjálfara til að fara með aðra þjóð á stórmót þegar hann stýrði austurríska landsliðinu á EM 2010. Dagur náði meðal annars jafntefli á móti íslenska landsliðinu í riðlakeppninni. Patrekur er fyrsti íslenski þjálfarinn sem fer með annað landslið en Ísland á tvö stórmót í röð en hann var með Austurríkismenn á EM í Danmörku í byrjun ársins og kom liðinu á HM í Katar. Patrekur er líka eini þjálfarinn sem kom sínu liði á heimsmeistaramótið í Katar. Þjóðverjar og Íslendingar fóru hvorir tveggja bakdyramegin inn og Danir tryggðu sér sætið á HM með því að komast í úrslitaleikinn á EM í janúar en þá þjálfaði Ulrik Wilbek liðið. Dagur og Guðmundur verða enn fremur fyrstu íslensku þjálfararnir sem ná því að stjórna tveimur landsliðum á stórmóti. Dagur mun þá hafa farið bæði með lið Austurríkis og Þýskalands á stórmót en Guðmundur á að baki níu stórmót sem þjálfari íslenska landsliðsins. HM í Katar verður því tíunda stórmót hans sem landsliðsþjálfara en þó aðeins þriðja heimsmeistaramótið. Íslenskir þjálfarar eru í þremur af fjórum riðlum keppninnar og það verður Íslendingaslagur í riðlakeppninni þegar lið Guðmundar og Dags mætast í 3. umferð. Nú er að sjá hversu langt Íslendingaliðin komast í Katar og það er alveg hægt að leyfa sér að dreyma um íslenskan úrslitaleik. Handbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira
Ísland átti fulltrúa á HM í handbolta í Katar löngu áður en íslenska landsliðið fékk sætið „gefins“ á föstudaginn. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, verður nefnilega einn af fjórum íslenskum þjálfurum á mótinu. Guðmundur Guðmundsson var fyrstur inn á mótið þegar hann tók við danska landsliðinu af Ulrik Wilbek eftir EM í Danmörku í ársbyrjun. Patrekur Jóhannesson bættist í hópinn í júní þegar austurríska landsliðið sló Norðmenn út í umspili um sæti á mótinu. Austurríki tryggði sér sætið með því að ná jafntefli í seinni leiknum í Noregi. Dagur Sigurðsson varð sá þriðji þegar hann tók við þýska landsliðinu í ágústmánuði en Þjóðverjar höfðu þá fengið gefins sæti á HM þrátt fyrir að hafa ekki komist í gegnum umspilið í júní. Aron og íslenska landsliðið fengu síðan farseðilinn sinn á föstudaginn var og um leið átti Ísland flesta þjálfara á 24. heimsmeistaramótinu í handbolta karla. Fyrir ákvörðun framkvæmdaráðs IHF og áður en Sameinuðu arabísku furstadæmin hættu við þátttöku áttu Spánverjar flesta þjálfara á móti eða fjóra talsins, einum fleiri en Ísland. Spánverjar misstu einn þjálfara eftir fund framkvæmdaráðs IHF en Króatar voru nú komnir með þrjá þjálfara eins og Spánn. Ísland var hins vegar komið á toppinn með fjóra HM-þjálfara og verður þar væntanlega fram að móti verði engar breytingar á þjálfarastöðu landsliðanna 24. Guðmundur Guðmundsson er elstur af íslensku þjálfurunum á HM í Katar en hinir þrír eiga það sameiginlegt að hafa spilað fyrir Guðmund á stórmóti. Patrekur, Dagur og Aron voru allir undir stjórn Guðmundar á EM 2002 og HM 2003 og Patrekur og Dagur spiluðu fyrir hann á EM 2004. Dagur var síðan síðastur af þeim þremur til að spila fyrir Guðmund á stórmóti þegar hann var fyrirliði íslenska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Dagur, Patrekur og Guðmundur hafa allir eða eru að fara skrifa sig inn í íslensku handboltasöguna. Dagur Sigurðsson varð fyrstur íslenskra þjálfara til að fara með aðra þjóð á stórmót þegar hann stýrði austurríska landsliðinu á EM 2010. Dagur náði meðal annars jafntefli á móti íslenska landsliðinu í riðlakeppninni. Patrekur er fyrsti íslenski þjálfarinn sem fer með annað landslið en Ísland á tvö stórmót í röð en hann var með Austurríkismenn á EM í Danmörku í byrjun ársins og kom liðinu á HM í Katar. Patrekur er líka eini þjálfarinn sem kom sínu liði á heimsmeistaramótið í Katar. Þjóðverjar og Íslendingar fóru hvorir tveggja bakdyramegin inn og Danir tryggðu sér sætið á HM með því að komast í úrslitaleikinn á EM í janúar en þá þjálfaði Ulrik Wilbek liðið. Dagur og Guðmundur verða enn fremur fyrstu íslensku þjálfararnir sem ná því að stjórna tveimur landsliðum á stórmóti. Dagur mun þá hafa farið bæði með lið Austurríkis og Þýskalands á stórmót en Guðmundur á að baki níu stórmót sem þjálfari íslenska landsliðsins. HM í Katar verður því tíunda stórmót hans sem landsliðsþjálfara en þó aðeins þriðja heimsmeistaramótið. Íslenskir þjálfarar eru í þremur af fjórum riðlum keppninnar og það verður Íslendingaslagur í riðlakeppninni þegar lið Guðmundar og Dags mætast í 3. umferð. Nú er að sjá hversu langt Íslendingaliðin komast í Katar og það er alveg hægt að leyfa sér að dreyma um íslenskan úrslitaleik.
Handbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Sjá meira