Grafískur hönnuður hannar eigin fatalínu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 09:30 Segir fatnaðinn líka geta gengið fyrir stelpur. VÍSIR/ERNIR Þorbjörn Einar Guðmundsson hefur komið mörgu í verk þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall. Hann er grafískur hönnuður að mennt, er myndlistarmaður og er þessa dagana á fullu við það að koma sinni eigin fatalínu á laggirnar. Fatamerkið mun heita Ulfr og bjóða upp á götutískufatnað fyrir herra. „Ég er að hanna götutískufatnað undir nafninu Ulfr. Þetta verða húfur, peysur, buxur, bolir og plötur fyrir hjólabretti. Núna er ég að vinna í að koma mér upp saumastofu ásamt því að sinna myndunum og öðru dóti sem ég er að gera,“ segir Þorbjörn sem stefnir á að selja fötin á netinu. „Vonandi kem ég einhverju upp fyrir jólin annars verður það bara á næsta ári sem öll línan mun líta dagsins ljós.“ Fyrst um sinn mun Þorbjörn einbeita sér að því að hanna fyrir herra. „En stelpur munu alveg geta notað margt af þessu. Þetta er bara stílað inn á stráka til að byrja með.“ „Það hefur verið draumur lengi að hanna mína eigin línu. Ég hef alltaf verið að gera einhver föt líka meðfram hinu. En það hefur þá verið fyrir önnur fyrirtæki. Svo hef ég verið að taka þátt í keppnum og sauma á sjálfan mig. Ég lærði aðeins í fatahönnun en kláraði það ekki, er menntaður grafískur hönnuður og starfa við það.“ Þorbjörn hefur haldið myndlistarsýningar í New York, Barcelona, París, Danmörku og Reykjavík. Þar hefur hann sýnt eigin myndlist og skúlptúra sem unnir voru í samstarfi við bróður hans, glerlistamanninn Lárus Guðmundsson. Auk þess hefur hann einnig látið til sín taka í tónlistinni. „Ég var í hljómsveitinni Úlfur Úlfur og gerði með þeim fyrstu plötuna. Núna er ég að semja tónlist fyrir Hreinan Skjöld með Steinda og Bent." Þorbjörn selur myndirnar sínar undir vörumerkinu KVRL design. En myndirnar hafa átt talsverðri velgengni að fagna og eru meðal annars í sölu í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. „Ég er mjög hrifin af geometrískum formum. Áferðin í myndunum er tekin úr málverkum og myndum sem ég hef verið að mála. Myndirnar og formin eru handteiknuð fyrst, þetta er því mitt á milli þess að vera handgert og stafrænt.“ Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Þorbjörn Einar Guðmundsson hefur komið mörgu í verk þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall. Hann er grafískur hönnuður að mennt, er myndlistarmaður og er þessa dagana á fullu við það að koma sinni eigin fatalínu á laggirnar. Fatamerkið mun heita Ulfr og bjóða upp á götutískufatnað fyrir herra. „Ég er að hanna götutískufatnað undir nafninu Ulfr. Þetta verða húfur, peysur, buxur, bolir og plötur fyrir hjólabretti. Núna er ég að vinna í að koma mér upp saumastofu ásamt því að sinna myndunum og öðru dóti sem ég er að gera,“ segir Þorbjörn sem stefnir á að selja fötin á netinu. „Vonandi kem ég einhverju upp fyrir jólin annars verður það bara á næsta ári sem öll línan mun líta dagsins ljós.“ Fyrst um sinn mun Þorbjörn einbeita sér að því að hanna fyrir herra. „En stelpur munu alveg geta notað margt af þessu. Þetta er bara stílað inn á stráka til að byrja með.“ „Það hefur verið draumur lengi að hanna mína eigin línu. Ég hef alltaf verið að gera einhver föt líka meðfram hinu. En það hefur þá verið fyrir önnur fyrirtæki. Svo hef ég verið að taka þátt í keppnum og sauma á sjálfan mig. Ég lærði aðeins í fatahönnun en kláraði það ekki, er menntaður grafískur hönnuður og starfa við það.“ Þorbjörn hefur haldið myndlistarsýningar í New York, Barcelona, París, Danmörku og Reykjavík. Þar hefur hann sýnt eigin myndlist og skúlptúra sem unnir voru í samstarfi við bróður hans, glerlistamanninn Lárus Guðmundsson. Auk þess hefur hann einnig látið til sín taka í tónlistinni. „Ég var í hljómsveitinni Úlfur Úlfur og gerði með þeim fyrstu plötuna. Núna er ég að semja tónlist fyrir Hreinan Skjöld með Steinda og Bent." Þorbjörn selur myndirnar sínar undir vörumerkinu KVRL design. En myndirnar hafa átt talsverðri velgengni að fagna og eru meðal annars í sölu í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. „Ég er mjög hrifin af geometrískum formum. Áferðin í myndunum er tekin úr málverkum og myndum sem ég hef verið að mála. Myndirnar og formin eru handteiknuð fyrst, þetta er því mitt á milli þess að vera handgert og stafrænt.“
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira