Hver er óvinurinn? Sigurður Flosason skrifar 24. nóvember 2014 09:00 Er Gunnar Bragi utanríkisráðherra búinn að finna hann? Ekkert gengur að gera Pútín að óvini okkar Íslendinga, þó að Gunnar Bragi sé a.m.k. tvisvar búinn að heimsækja fasistastjórnina í Kænugarði til að styrkja hana með þeim árangri að búið er að drepa einhverjar þúsundir manna þar um slóðir. Ennfremur lætur Gunnar Bragi okkur Íslendinga styðja allar refsiaðgerðir NATO gegn Pútín. En Pútín fæst ekki með nokkru móti til að vera óvinur okkar og þess vegna beitir hann refsiaðgerðum gegn öllum NTO-þjóðum nema okkur. Af þeim sökum er Gunnar Bragi í vandræðum. Það er ekki auðvelt verk að verða sér úti um óvin fyrir okkur Íslendinga. Miðað við fjárframlög til hermála á fjárlögum áranna 2014 og 2015 hlýtur hann þó að vera fundinn. Varla samþykkir Alþingi að verja til þessa málaflokks af skattfé almennings í landinu rúmum hálfum milljarði króna á ári til NATO, auk kostnaðar af heræfingum og loftrýmisgæslu með loforði um meira, nema Íslendingar eigi einhvern óvin. Á kaldastríðsárunum vissu allir að Rússagrýlan var óvinur Íslendinga, en hún reyndist frekar meinlaus og gaf upp öndina fyrir rúmum 20 árum. En það hljóta allir að sjá að það er ekki hægt til lengdar fyrir okkur Íslendinga að vera í hernaðarbandalagi eins og NATO og eiga engan óvin. Það verður nokkuð flókið mál ef NATO á að verja okkur fyrir vinum okkar. Fyrir 100 árum voru Grýla og Leppalúði helstu óvinir íslenskra barna en bæði eru þau löngu dauð og koma ekki til greina sem óvinir nema Gunnar Bragi sé genginn í barndóm. Ósama Bin Laden er dauður og getur þess vegna varla verið hættulegur óvinur. Og ekki getum við lagt í milljarða kostnað gegn óvini sem er dauður. Eitthvað er lifandi ennþá af talibönum í Afganistan þó að við höfum reynt að stuðla að fækkun þeirra. Þeim fjölgar þó alltaf, hvernig sem á því stendur, en samt eru þeir ekki trúverðugir óvinir til að splæsa milljörðum af almannafé til að verjast, enda búa þeir upp í fjöllum í fjarlægu landi. Hund-Tyrkjann flæmdu forfeður okkar burtu með göldrum og sálmasöng, svo ekki er það hann. Jón Þumall lét brenna Kirkjubólsfeðga í Skutulsfirði vegna veikinda sem hann kenndi þeim um, en var jafnveikur eftir sem áður svo að ekki voru þeir réttir óvinir. Það er sem sé vandi að velja sér óvin. En er það ósanngjörn krafa þeirra óbreyttu skattborgara á Íslandi sem greiða sinn hlut í hermálakostnaði fjárlaganna að þeir fái að vita hver sé óvinur okkar Íslendinga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Er Gunnar Bragi utanríkisráðherra búinn að finna hann? Ekkert gengur að gera Pútín að óvini okkar Íslendinga, þó að Gunnar Bragi sé a.m.k. tvisvar búinn að heimsækja fasistastjórnina í Kænugarði til að styrkja hana með þeim árangri að búið er að drepa einhverjar þúsundir manna þar um slóðir. Ennfremur lætur Gunnar Bragi okkur Íslendinga styðja allar refsiaðgerðir NATO gegn Pútín. En Pútín fæst ekki með nokkru móti til að vera óvinur okkar og þess vegna beitir hann refsiaðgerðum gegn öllum NTO-þjóðum nema okkur. Af þeim sökum er Gunnar Bragi í vandræðum. Það er ekki auðvelt verk að verða sér úti um óvin fyrir okkur Íslendinga. Miðað við fjárframlög til hermála á fjárlögum áranna 2014 og 2015 hlýtur hann þó að vera fundinn. Varla samþykkir Alþingi að verja til þessa málaflokks af skattfé almennings í landinu rúmum hálfum milljarði króna á ári til NATO, auk kostnaðar af heræfingum og loftrýmisgæslu með loforði um meira, nema Íslendingar eigi einhvern óvin. Á kaldastríðsárunum vissu allir að Rússagrýlan var óvinur Íslendinga, en hún reyndist frekar meinlaus og gaf upp öndina fyrir rúmum 20 árum. En það hljóta allir að sjá að það er ekki hægt til lengdar fyrir okkur Íslendinga að vera í hernaðarbandalagi eins og NATO og eiga engan óvin. Það verður nokkuð flókið mál ef NATO á að verja okkur fyrir vinum okkar. Fyrir 100 árum voru Grýla og Leppalúði helstu óvinir íslenskra barna en bæði eru þau löngu dauð og koma ekki til greina sem óvinir nema Gunnar Bragi sé genginn í barndóm. Ósama Bin Laden er dauður og getur þess vegna varla verið hættulegur óvinur. Og ekki getum við lagt í milljarða kostnað gegn óvini sem er dauður. Eitthvað er lifandi ennþá af talibönum í Afganistan þó að við höfum reynt að stuðla að fækkun þeirra. Þeim fjölgar þó alltaf, hvernig sem á því stendur, en samt eru þeir ekki trúverðugir óvinir til að splæsa milljörðum af almannafé til að verjast, enda búa þeir upp í fjöllum í fjarlægu landi. Hund-Tyrkjann flæmdu forfeður okkar burtu með göldrum og sálmasöng, svo ekki er það hann. Jón Þumall lét brenna Kirkjubólsfeðga í Skutulsfirði vegna veikinda sem hann kenndi þeim um, en var jafnveikur eftir sem áður svo að ekki voru þeir réttir óvinir. Það er sem sé vandi að velja sér óvin. En er það ósanngjörn krafa þeirra óbreyttu skattborgara á Íslandi sem greiða sinn hlut í hermálakostnaði fjárlaganna að þeir fái að vita hver sé óvinur okkar Íslendinga?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar