Hver er óvinurinn? Sigurður Flosason skrifar 24. nóvember 2014 09:00 Er Gunnar Bragi utanríkisráðherra búinn að finna hann? Ekkert gengur að gera Pútín að óvini okkar Íslendinga, þó að Gunnar Bragi sé a.m.k. tvisvar búinn að heimsækja fasistastjórnina í Kænugarði til að styrkja hana með þeim árangri að búið er að drepa einhverjar þúsundir manna þar um slóðir. Ennfremur lætur Gunnar Bragi okkur Íslendinga styðja allar refsiaðgerðir NATO gegn Pútín. En Pútín fæst ekki með nokkru móti til að vera óvinur okkar og þess vegna beitir hann refsiaðgerðum gegn öllum NTO-þjóðum nema okkur. Af þeim sökum er Gunnar Bragi í vandræðum. Það er ekki auðvelt verk að verða sér úti um óvin fyrir okkur Íslendinga. Miðað við fjárframlög til hermála á fjárlögum áranna 2014 og 2015 hlýtur hann þó að vera fundinn. Varla samþykkir Alþingi að verja til þessa málaflokks af skattfé almennings í landinu rúmum hálfum milljarði króna á ári til NATO, auk kostnaðar af heræfingum og loftrýmisgæslu með loforði um meira, nema Íslendingar eigi einhvern óvin. Á kaldastríðsárunum vissu allir að Rússagrýlan var óvinur Íslendinga, en hún reyndist frekar meinlaus og gaf upp öndina fyrir rúmum 20 árum. En það hljóta allir að sjá að það er ekki hægt til lengdar fyrir okkur Íslendinga að vera í hernaðarbandalagi eins og NATO og eiga engan óvin. Það verður nokkuð flókið mál ef NATO á að verja okkur fyrir vinum okkar. Fyrir 100 árum voru Grýla og Leppalúði helstu óvinir íslenskra barna en bæði eru þau löngu dauð og koma ekki til greina sem óvinir nema Gunnar Bragi sé genginn í barndóm. Ósama Bin Laden er dauður og getur þess vegna varla verið hættulegur óvinur. Og ekki getum við lagt í milljarða kostnað gegn óvini sem er dauður. Eitthvað er lifandi ennþá af talibönum í Afganistan þó að við höfum reynt að stuðla að fækkun þeirra. Þeim fjölgar þó alltaf, hvernig sem á því stendur, en samt eru þeir ekki trúverðugir óvinir til að splæsa milljörðum af almannafé til að verjast, enda búa þeir upp í fjöllum í fjarlægu landi. Hund-Tyrkjann flæmdu forfeður okkar burtu með göldrum og sálmasöng, svo ekki er það hann. Jón Þumall lét brenna Kirkjubólsfeðga í Skutulsfirði vegna veikinda sem hann kenndi þeim um, en var jafnveikur eftir sem áður svo að ekki voru þeir réttir óvinir. Það er sem sé vandi að velja sér óvin. En er það ósanngjörn krafa þeirra óbreyttu skattborgara á Íslandi sem greiða sinn hlut í hermálakostnaði fjárlaganna að þeir fái að vita hver sé óvinur okkar Íslendinga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Er Gunnar Bragi utanríkisráðherra búinn að finna hann? Ekkert gengur að gera Pútín að óvini okkar Íslendinga, þó að Gunnar Bragi sé a.m.k. tvisvar búinn að heimsækja fasistastjórnina í Kænugarði til að styrkja hana með þeim árangri að búið er að drepa einhverjar þúsundir manna þar um slóðir. Ennfremur lætur Gunnar Bragi okkur Íslendinga styðja allar refsiaðgerðir NATO gegn Pútín. En Pútín fæst ekki með nokkru móti til að vera óvinur okkar og þess vegna beitir hann refsiaðgerðum gegn öllum NTO-þjóðum nema okkur. Af þeim sökum er Gunnar Bragi í vandræðum. Það er ekki auðvelt verk að verða sér úti um óvin fyrir okkur Íslendinga. Miðað við fjárframlög til hermála á fjárlögum áranna 2014 og 2015 hlýtur hann þó að vera fundinn. Varla samþykkir Alþingi að verja til þessa málaflokks af skattfé almennings í landinu rúmum hálfum milljarði króna á ári til NATO, auk kostnaðar af heræfingum og loftrýmisgæslu með loforði um meira, nema Íslendingar eigi einhvern óvin. Á kaldastríðsárunum vissu allir að Rússagrýlan var óvinur Íslendinga, en hún reyndist frekar meinlaus og gaf upp öndina fyrir rúmum 20 árum. En það hljóta allir að sjá að það er ekki hægt til lengdar fyrir okkur Íslendinga að vera í hernaðarbandalagi eins og NATO og eiga engan óvin. Það verður nokkuð flókið mál ef NATO á að verja okkur fyrir vinum okkar. Fyrir 100 árum voru Grýla og Leppalúði helstu óvinir íslenskra barna en bæði eru þau löngu dauð og koma ekki til greina sem óvinir nema Gunnar Bragi sé genginn í barndóm. Ósama Bin Laden er dauður og getur þess vegna varla verið hættulegur óvinur. Og ekki getum við lagt í milljarða kostnað gegn óvini sem er dauður. Eitthvað er lifandi ennþá af talibönum í Afganistan þó að við höfum reynt að stuðla að fækkun þeirra. Þeim fjölgar þó alltaf, hvernig sem á því stendur, en samt eru þeir ekki trúverðugir óvinir til að splæsa milljörðum af almannafé til að verjast, enda búa þeir upp í fjöllum í fjarlægu landi. Hund-Tyrkjann flæmdu forfeður okkar burtu með göldrum og sálmasöng, svo ekki er það hann. Jón Þumall lét brenna Kirkjubólsfeðga í Skutulsfirði vegna veikinda sem hann kenndi þeim um, en var jafnveikur eftir sem áður svo að ekki voru þeir réttir óvinir. Það er sem sé vandi að velja sér óvin. En er það ósanngjörn krafa þeirra óbreyttu skattborgara á Íslandi sem greiða sinn hlut í hermálakostnaði fjárlaganna að þeir fái að vita hver sé óvinur okkar Íslendinga?
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar