Heilbrigðiskerfið var aðlagað að nýjum spítala Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 24. nóvember 2014 09:00 Á sama tíma og landsmenn fengu að sjá fallegar teikningar af nýjum spítala var farið í að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir nýja byggingu. Nýjar nefndir voru skipaðar til að aðlaga heilbrigðisþjónustuna að starfsemi nýs Landspítala, þær skrifuðu skýrslur um að þjónustan úti á landi væri svona og hinsegin – ógnaði öryggi og að þessi þjónusta gæti líka verið veitt á Landspítalanum, „skýrslum“ reiknaðist til að þjónustan á Landspítalanum yrði ódýrari vegna samlegðaráhrifa, samþjöppunar þekkingar, betri nýtingaraðstöðu og nálægðar við Háskólann. Álitsgjafar í hvítum sloppum birtust í fjölmiðlum við öll tækifæri og komu þessum boðskap á framfæri. Markvisst og hljóðlega „aðlöguðu“ ráðamenn heilbrigðiskerfið, sannfærðir um að lengi taki Landspítalinn við: heilbrigðislöggjöf var breytt, smærri stofnanir sameinaðar þeim stærri og þjónusta bætt með því að leggja hana af. Þannig hvarf svo lítið bæri á ódýrasta heilbrigðisþjónustan, úti á landi var skurðstofum lokað, landlæknir fækkaði fæðingarstöðum og farandsérfræðingar hættu ferðum sínum. Á landsbyggðinni mótmæltu íbúar skertu öryggi og ráðherrar tóku við undirskriftum án þess að taka þær til greina – því umræðan þarf að vera á faglegum nótum en ekki á villigötum. Þingmenn tóku síðasta skrefið í aðlögun heilbrigðiskerfisins, þegar þeir samþykktu fjárlög fyrir þetta ár. Þegar fjárlög voru lögð fram varð hávær umfjöllun um 1.200 kr. legudagagjöld á LSH. Í annarri umræðu var fundin lausn með því að strika legudeildir úti á landi út af fjárlögum, LSH fengi upphæðina sem vantaði. Í fjárlögunum sem voru samþykkt fyrir þetta ár var ákveðið að „forgangsraða fjármunum í rekstur Landspítalans“, það var gert með því að strika líka heilsugæsluna úti á landi af fjárlögum. Sjúklingar á teikniborðinu? Með þessari „forgangsröðun fjármuna“ var heilbrigðisþjónustan einfölduð til muna. Á landinu öllu eru nú tvö sjúkrahús: Annað í Reykjavík og hitt á Akureyri. Í hverjum landsfjórðungi eru samtals fimm heilbrigðisstofnanir. Í sumar voru landsbyggðarsjúkrahúsin ásamt heilsugæslunni (sem voru strikuð út af fjárlögum og þar með ekki til) sameinuð með reglugerð og um mánaðamótin hófu nýráðnir forstjórar störf. Sjúkrahúsið, sem samkvæmt skýrslum á að taka við þjónustunni sem búið er að leggja af, er aðeins til á teikniborðinu. Á Landspítalanum eru allar deildir yfirfullar af sjúklingum, sem stjórnendur spítalans líta á sem fráflæðisvanda. Sjúkrahúsin um land allt standa tóm og sjúkraflutningar eru meiri en nokkru sinni fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Á sama tíma og landsmenn fengu að sjá fallegar teikningar af nýjum spítala var farið í að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir nýja byggingu. Nýjar nefndir voru skipaðar til að aðlaga heilbrigðisþjónustuna að starfsemi nýs Landspítala, þær skrifuðu skýrslur um að þjónustan úti á landi væri svona og hinsegin – ógnaði öryggi og að þessi þjónusta gæti líka verið veitt á Landspítalanum, „skýrslum“ reiknaðist til að þjónustan á Landspítalanum yrði ódýrari vegna samlegðaráhrifa, samþjöppunar þekkingar, betri nýtingaraðstöðu og nálægðar við Háskólann. Álitsgjafar í hvítum sloppum birtust í fjölmiðlum við öll tækifæri og komu þessum boðskap á framfæri. Markvisst og hljóðlega „aðlöguðu“ ráðamenn heilbrigðiskerfið, sannfærðir um að lengi taki Landspítalinn við: heilbrigðislöggjöf var breytt, smærri stofnanir sameinaðar þeim stærri og þjónusta bætt með því að leggja hana af. Þannig hvarf svo lítið bæri á ódýrasta heilbrigðisþjónustan, úti á landi var skurðstofum lokað, landlæknir fækkaði fæðingarstöðum og farandsérfræðingar hættu ferðum sínum. Á landsbyggðinni mótmæltu íbúar skertu öryggi og ráðherrar tóku við undirskriftum án þess að taka þær til greina – því umræðan þarf að vera á faglegum nótum en ekki á villigötum. Þingmenn tóku síðasta skrefið í aðlögun heilbrigðiskerfisins, þegar þeir samþykktu fjárlög fyrir þetta ár. Þegar fjárlög voru lögð fram varð hávær umfjöllun um 1.200 kr. legudagagjöld á LSH. Í annarri umræðu var fundin lausn með því að strika legudeildir úti á landi út af fjárlögum, LSH fengi upphæðina sem vantaði. Í fjárlögunum sem voru samþykkt fyrir þetta ár var ákveðið að „forgangsraða fjármunum í rekstur Landspítalans“, það var gert með því að strika líka heilsugæsluna úti á landi af fjárlögum. Sjúklingar á teikniborðinu? Með þessari „forgangsröðun fjármuna“ var heilbrigðisþjónustan einfölduð til muna. Á landinu öllu eru nú tvö sjúkrahús: Annað í Reykjavík og hitt á Akureyri. Í hverjum landsfjórðungi eru samtals fimm heilbrigðisstofnanir. Í sumar voru landsbyggðarsjúkrahúsin ásamt heilsugæslunni (sem voru strikuð út af fjárlögum og þar með ekki til) sameinuð með reglugerð og um mánaðamótin hófu nýráðnir forstjórar störf. Sjúkrahúsið, sem samkvæmt skýrslum á að taka við þjónustunni sem búið er að leggja af, er aðeins til á teikniborðinu. Á Landspítalanum eru allar deildir yfirfullar af sjúklingum, sem stjórnendur spítalans líta á sem fráflæðisvanda. Sjúkrahúsin um land allt standa tóm og sjúkraflutningar eru meiri en nokkru sinni fyrr.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar