Óhollusta og nóg af beikoni og poppkorni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 13:30 Poppáhugakona Heill kafli í uppskriftabókinni fjallar um popp.Fréttablaðið/Ernir „Ef einhver hefði sagt mér fyrir tveimur árum þegar ég byrjaði að blogga að ég myndi gefa út uppskriftabók hefði ég beðið viðkomandi vel að lifa,“ segir Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, matarbloggari og mannfræðingur, sem gefur út uppskriftabókina Nenni ekki að elda. Undirbúningur og gerð bókarinnar gekk vel að hennar sögn. „Ég þurfti að borða svolítið mikið, en ég hef svo sem aldrei slegið hendinni á móti því.“ Líkt og á vefsíðu Guðrúnar Veigu mun popp og beikon skipa stórt hlutverk í bókinni, sem er ekkert hollusturit. „Það er ekkert hollt í þessari bók. Bókin er sex kaflar, það er beikon í öllum köflunum og heill popp-kafli.“ „Ég hef ekkert ótrúlega gaman af því að dúlla mér endalaust í eldhúsinu. Það er alveg hægt að gera eitthvað gott án þess að það taki marga klukkutíma dansandi í kringum pottana,“ segir hún. „Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari stendur við hliðina á mér á bókamessu um helgina, hann verður með einhverjar dýrindis steikur og ég verð með popp.“ Það kom mörgum á óvart að hún skyldi ráðast í gerð matreiðslubókar. „Pabbi minn er ennþá að átta sig á þessu, honum finnst ég vera versti kokkur í veröldinni. Hann spurði mig hvort hann ætti ekki að panta allt upplagið af bókinni því annars gæti þetta orðið mjög vandræðalegt fyrir mig.“ Á forsíðumynd bókarinnar liggur Guðrún Veiga í baðkeri fullu af poppi með rauðvínsglas í hendi. Þrátt fyrir að vera mikil poppáhugamanneskja er þetta í fyrsta skipti sem hún fer í poppbað. „Ég er voða lítið í því að baða mig upp úr poppinu, er aðallega bara að borða það.“ Útgáfuhóf verður haldið í Eymundsson 27. nóvember klukkan fimm. Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
„Ef einhver hefði sagt mér fyrir tveimur árum þegar ég byrjaði að blogga að ég myndi gefa út uppskriftabók hefði ég beðið viðkomandi vel að lifa,“ segir Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, matarbloggari og mannfræðingur, sem gefur út uppskriftabókina Nenni ekki að elda. Undirbúningur og gerð bókarinnar gekk vel að hennar sögn. „Ég þurfti að borða svolítið mikið, en ég hef svo sem aldrei slegið hendinni á móti því.“ Líkt og á vefsíðu Guðrúnar Veigu mun popp og beikon skipa stórt hlutverk í bókinni, sem er ekkert hollusturit. „Það er ekkert hollt í þessari bók. Bókin er sex kaflar, það er beikon í öllum köflunum og heill popp-kafli.“ „Ég hef ekkert ótrúlega gaman af því að dúlla mér endalaust í eldhúsinu. Það er alveg hægt að gera eitthvað gott án þess að það taki marga klukkutíma dansandi í kringum pottana,“ segir hún. „Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari stendur við hliðina á mér á bókamessu um helgina, hann verður með einhverjar dýrindis steikur og ég verð með popp.“ Það kom mörgum á óvart að hún skyldi ráðast í gerð matreiðslubókar. „Pabbi minn er ennþá að átta sig á þessu, honum finnst ég vera versti kokkur í veröldinni. Hann spurði mig hvort hann ætti ekki að panta allt upplagið af bókinni því annars gæti þetta orðið mjög vandræðalegt fyrir mig.“ Á forsíðumynd bókarinnar liggur Guðrún Veiga í baðkeri fullu af poppi með rauðvínsglas í hendi. Þrátt fyrir að vera mikil poppáhugamanneskja er þetta í fyrsta skipti sem hún fer í poppbað. „Ég er voða lítið í því að baða mig upp úr poppinu, er aðallega bara að borða það.“ Útgáfuhóf verður haldið í Eymundsson 27. nóvember klukkan fimm.
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira