Kynþokkafullu timburmennirnir Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 22. nóvember 2014 11:45 Sannur timburmaður. Vísir Flestir þekkja hugtakið metrosexual en sá stíll ruddi sér til rúms upp úr aldamótunum síðustu. Fyrir þá sem ekki muna, nú eða vilja ekki muna, þá er metrosexual eða metrómaður sá maður sem hugsar einstaklega mikið um útlitið og, eins og margir vildu meina, væru ekki eins karlmannlegir. Metrómaðurinn spáði mikið í tísku, var alltaf nýrakaður, nýklipptur og fór ekki út úr húsi án þess að vera með efni í hárinu. Hann notaði snyrtivörur í svipuðu magni og kvenfólk og var alls óhræddur við að snyrta augabrúnir sínar. Hann ilmaði unaðslega og drakk vín í staðinn fyrir bjór. Tískufyrirmynd þess stíls var meðal annarra fótboltamaðurinn David Beckham. Í dag er það að vera metró á undanhaldi, mörgum til mikillar ánægju, og í staðinn höfum við fengið timburmanninn. Sá stíll er vægast sagt andstæða þess að vera metró. Tískufyrirmynd timburmannsins er enginn annar en skógarhöggsmaðurinn, handlagni maðurinn sem elskar útiveru. Köflótt skyrta, galla-eða flauelsbuxur, grófir vinnuskór, jafnvel vatterað vesti og húfa. Þetta er að sjálfsögðu toppað með vígalegu skeggi. Timburmaðurinn er kynþokka- og dularfullur, sjúskaður en á sama tíma er útlitið útpælt. Nafn timburmannsins kemur frá uppruna hans, skóginum sjálfum, en hefur einnig vísun í grófu Timberland-skóna. Ráma röddin og sjúskað útlitið gefa svo til kynna að hann hafi skemmt sér vel kvöldið áður.Hari segist vera svona töff frá náttúrunnar hendi. Vísir/ValliÁ fjörutíu köflóttar skyrtur „Það kom mér ekki á óvart að ég væri trendsetter, ég er náttúrulegur lumbersexual og á yfir fjörutíu köflóttar skyrtur,“ segir Haraldur Jónsson eða Hari, sem er ljósmyndari og timburmaður. Að eigin sögn er hann frumkvöðull í þessari tísku hér heima og hefur gengið í köflóttum skyrtum síðan 2005. Þá hafi ekki verið um auðugan garð að gresja í skyrtumálum. „Einu skyrturnar sem ég fann þá voru í Hagkaupi og þær voru forljótar,“ segir Hari. Að þessi stíll sé svona vinsæll núna, þykir honum heldur miður þar sem hann þolir ekki að allir séu að verða eins og hann. „Ég á bara mjög erfitt með að sætta mig við það,“ viðurkennir Hari. Aðspurður hvort hann hafi fylgt metrótískunni neitar hann því. „Ég hef samt ekkert á móti því og ef ég þyrfti að kyssa annan karlmann þá myndi ég vilja að hann væri metró.“ Stílfyrirmyndir Hara eru ekki af verri endanum og nefnir hann helsta þá Burt Reynolds og Kurt Russell. „Ég fórnaði einu sinni skegginu fyrir mottu í anda Reynolds. Það var ekki að virka. Motta er minn akkillesarhæll.“ Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Flestir þekkja hugtakið metrosexual en sá stíll ruddi sér til rúms upp úr aldamótunum síðustu. Fyrir þá sem ekki muna, nú eða vilja ekki muna, þá er metrosexual eða metrómaður sá maður sem hugsar einstaklega mikið um útlitið og, eins og margir vildu meina, væru ekki eins karlmannlegir. Metrómaðurinn spáði mikið í tísku, var alltaf nýrakaður, nýklipptur og fór ekki út úr húsi án þess að vera með efni í hárinu. Hann notaði snyrtivörur í svipuðu magni og kvenfólk og var alls óhræddur við að snyrta augabrúnir sínar. Hann ilmaði unaðslega og drakk vín í staðinn fyrir bjór. Tískufyrirmynd þess stíls var meðal annarra fótboltamaðurinn David Beckham. Í dag er það að vera metró á undanhaldi, mörgum til mikillar ánægju, og í staðinn höfum við fengið timburmanninn. Sá stíll er vægast sagt andstæða þess að vera metró. Tískufyrirmynd timburmannsins er enginn annar en skógarhöggsmaðurinn, handlagni maðurinn sem elskar útiveru. Köflótt skyrta, galla-eða flauelsbuxur, grófir vinnuskór, jafnvel vatterað vesti og húfa. Þetta er að sjálfsögðu toppað með vígalegu skeggi. Timburmaðurinn er kynþokka- og dularfullur, sjúskaður en á sama tíma er útlitið útpælt. Nafn timburmannsins kemur frá uppruna hans, skóginum sjálfum, en hefur einnig vísun í grófu Timberland-skóna. Ráma röddin og sjúskað útlitið gefa svo til kynna að hann hafi skemmt sér vel kvöldið áður.Hari segist vera svona töff frá náttúrunnar hendi. Vísir/ValliÁ fjörutíu köflóttar skyrtur „Það kom mér ekki á óvart að ég væri trendsetter, ég er náttúrulegur lumbersexual og á yfir fjörutíu köflóttar skyrtur,“ segir Haraldur Jónsson eða Hari, sem er ljósmyndari og timburmaður. Að eigin sögn er hann frumkvöðull í þessari tísku hér heima og hefur gengið í köflóttum skyrtum síðan 2005. Þá hafi ekki verið um auðugan garð að gresja í skyrtumálum. „Einu skyrturnar sem ég fann þá voru í Hagkaupi og þær voru forljótar,“ segir Hari. Að þessi stíll sé svona vinsæll núna, þykir honum heldur miður þar sem hann þolir ekki að allir séu að verða eins og hann. „Ég á bara mjög erfitt með að sætta mig við það,“ viðurkennir Hari. Aðspurður hvort hann hafi fylgt metrótískunni neitar hann því. „Ég hef samt ekkert á móti því og ef ég þyrfti að kyssa annan karlmann þá myndi ég vilja að hann væri metró.“ Stílfyrirmyndir Hara eru ekki af verri endanum og nefnir hann helsta þá Burt Reynolds og Kurt Russell. „Ég fórnaði einu sinni skegginu fyrir mottu í anda Reynolds. Það var ekki að virka. Motta er minn akkillesarhæll.“
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira