Segir milljarða arðgreiðslur ekki koma veiðigjöldum við Svavar Hávarðarson skrifar 22. nóvember 2014 11:45 Arðgreiðslur voru tvöfalt hærri en greiðslur veiðigjalda hjá HB Granda í fyrra. Vísir/Stefán „Segir það enga sögu hvað eigendurnir ákveða að greiða sér í arð, er það aukaatriði í þessari umræðu eins og mér heyrðist vera haldið fram hér áðan? Nei, ég er ósammála því. Ég er reyndar fullkomlega ósammála því, og ég held að þjóðin sé líka ósammála því,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, í erindi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni í gær, en þar var í einni málstofu af mörgum krufin spurningin hvað væri sanngjarnt auðlindagjald.Steingrímur J. Sigfússon.Vísir Steingrímur var þar að bregðast við fullyrðingu Daða Más Kristóferssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, sem í sínu erindi gerði umfjöllun Fréttablaðsins í gær um arðgreiðslur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna og greiðslur þeirra á veiðigjöldum árið 2013 að umtalsefni. Daði vill meina að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja séu stærð sem komi veiðigjöldum ekkert við. „Segja arðgreiðslur, sem eru tveimur milljörðum hærri en veiðigjöld í heild á árinu 2013, ekki neitt?“ spurði Steingrímur aftur og bætti við að ábyrgir eigendur fyrirtækjanna myndu vart „moka sér út“ meiru í arð en sem nemur veiðigjöldunum ef þeim væri að blæða út vegna gjaldtökunnar. Hann benti á að með einni undantekningu frá 2004, árið 2012, hefðu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja greitt sér meira í arð en sem nam veiðigjöldum. Daði Már Kristófersson.VísirÍ umræðum eftir fundinn útskýrði Daði þessa skoðun sína á eftirfarandi hátt: „Varðandi umfjöllun um arðgreiðslur vil ég endurtaka sem ég sagði áðan. Arður er eðlilegur hluti af kostnaði fyrirtækja. Öll fyrirtæki í allri atvinnustarfsemi greiða sér arð og það getur þess vegna ekki verið að það sé hægt að segja eitthvað um umfang auðlindarentu af arðgreiðslum. Það er alls konar atvinnustarfsemi þar sem er engin auðlindarenta þar sem greiddur er arður.“ Daði bætti við að hann gæti fallist á að ef arðgreiðslur fyrirtækjanna hefðu gufað upp, um leið og veiðigjöldin voru lögð á, þá væri það sérstök ástæða til að ætla að gjöldin væru óhófleg. „Það er á endanum tilviljun, og fer eftir atvinnugreininni, hvert hlutfallið er á milli eðlilegra arðgreiðslna og auðlindarentu – og stundum er þessi auðlindarenta, og í flestum atvinnugreinum, núll. Þess vegna eigum við ekki að draga þennan samanburð of langt.“ Tengdar fréttir Eigendur útgerða gera kröfur um arð Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir engin fyrirtæki greiða eins mikið í skatta og gjöld og útgerðarfyrirtækin. Eigendur þeirra geri eðlilegar arðsemiskröfur. 21. nóvember 2014 13:25 Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
„Segir það enga sögu hvað eigendurnir ákveða að greiða sér í arð, er það aukaatriði í þessari umræðu eins og mér heyrðist vera haldið fram hér áðan? Nei, ég er ósammála því. Ég er reyndar fullkomlega ósammála því, og ég held að þjóðin sé líka ósammála því,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, í erindi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni í gær, en þar var í einni málstofu af mörgum krufin spurningin hvað væri sanngjarnt auðlindagjald.Steingrímur J. Sigfússon.Vísir Steingrímur var þar að bregðast við fullyrðingu Daða Más Kristóferssonar, dósents í hagfræði við Háskóla Íslands, sem í sínu erindi gerði umfjöllun Fréttablaðsins í gær um arðgreiðslur stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna og greiðslur þeirra á veiðigjöldum árið 2013 að umtalsefni. Daði vill meina að arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja séu stærð sem komi veiðigjöldum ekkert við. „Segja arðgreiðslur, sem eru tveimur milljörðum hærri en veiðigjöld í heild á árinu 2013, ekki neitt?“ spurði Steingrímur aftur og bætti við að ábyrgir eigendur fyrirtækjanna myndu vart „moka sér út“ meiru í arð en sem nemur veiðigjöldunum ef þeim væri að blæða út vegna gjaldtökunnar. Hann benti á að með einni undantekningu frá 2004, árið 2012, hefðu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja greitt sér meira í arð en sem nam veiðigjöldum. Daði Már Kristófersson.VísirÍ umræðum eftir fundinn útskýrði Daði þessa skoðun sína á eftirfarandi hátt: „Varðandi umfjöllun um arðgreiðslur vil ég endurtaka sem ég sagði áðan. Arður er eðlilegur hluti af kostnaði fyrirtækja. Öll fyrirtæki í allri atvinnustarfsemi greiða sér arð og það getur þess vegna ekki verið að það sé hægt að segja eitthvað um umfang auðlindarentu af arðgreiðslum. Það er alls konar atvinnustarfsemi þar sem er engin auðlindarenta þar sem greiddur er arður.“ Daði bætti við að hann gæti fallist á að ef arðgreiðslur fyrirtækjanna hefðu gufað upp, um leið og veiðigjöldin voru lögð á, þá væri það sérstök ástæða til að ætla að gjöldin væru óhófleg. „Það er á endanum tilviljun, og fer eftir atvinnugreininni, hvert hlutfallið er á milli eðlilegra arðgreiðslna og auðlindarentu – og stundum er þessi auðlindarenta, og í flestum atvinnugreinum, núll. Þess vegna eigum við ekki að draga þennan samanburð of langt.“
Tengdar fréttir Eigendur útgerða gera kröfur um arð Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir engin fyrirtæki greiða eins mikið í skatta og gjöld og útgerðarfyrirtækin. Eigendur þeirra geri eðlilegar arðsemiskröfur. 21. nóvember 2014 13:25 Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Eigendur útgerða gera kröfur um arð Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir engin fyrirtæki greiða eins mikið í skatta og gjöld og útgerðarfyrirtækin. Eigendur þeirra geri eðlilegar arðsemiskröfur. 21. nóvember 2014 13:25
Eigendur stærstu útgerðanna fá í sinn hlut tvöfalt á við veiðigjöldin HB Grandi, kvótahæsta útgerðarfélag á Íslandi, greiddi meira en tvöfalt hærri upphæð í arð til eigenda sinna en félagið greiddi í veiðigjöld. Greidd veiðigjöld Samherja Ísland námu 44 prósentum af arðgreiðslunum og veiðigjöld Síldarvinnslunnar í Neskaupst 21. nóvember 2014 07:00