Barnasáttmálinn 25 ára! Margrét María Sigurðardóttir og Erna Reynisdóttir og Bergsteinn Jónsson skrifa 20. nóvember 2014 07:00 Barnaheill, umboðsmaður barna og UNICEF óska öllum börnum til hamingju með afmæli Barnasáttmálans, en í dag er hann 25 ára. Heill aldarfjórðungur er liðinn frá því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að tryggja börnum sjálfstæð mannréttindi. Barnasáttmálinn er í dag útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims og er afmæli hans fagnað um allan heim á þessum degi. Nú er tilefni til að líta yfir farinn veg og gleðjast yfir öllu því sem hefur áorkast í réttindabaráttu barna á þessum 25 árum. Þó að Ísland teljist fyrirmynd innan alþjóðasamfélagsins með tilliti til lífsskilyrða og réttinda barna, verðum við að vera meðvituð um þá ábyrgð sem felst í þessu hlutverki. Okkur miðar vel, en betur má ef duga skal – stuðla þarf markvisst að innleiðingu réttinda barna ef tryggja á að sýn Barnasáttmálans verði að veruleika fyrir öll börn. Hinn 20. febrúar 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga einróma að lögfesta Barnasáttmálann. Sáttmálinn hefur því lagalegt gildi hér á landi. Barnasáttmálinn boðar byltingarkennda sýn á stöðu barna. Sáttmálinn viðurkennir að börn séu viðkvæmur hópur sem tryggja þurfi sérstaka vernd og umönnun. Samhliða því gengur hann út frá því að börn séu fullgildir þátttakendur í samfélaginu og búi yfir þekkingu og reynslu sem sé verðmæt fyrir samfélagið. Ein af fjórum grundvallarforsendum sáttmálans gengur út á að börn eigi rétt til að tjá sig í öllum málum sem þau varða og skyldu hinna fullorðnu til þess að taka réttmætt tillit til skoðana barna. Það er lítil lýðræðisleg hefð fyrir því í samfélagi okkar að börnum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir sem snerta þau. Slíkt krefst vitundarvakningar um lýðræði og þátttöku barna, jafnt sem fræðslu um hvernig réttindi þeirra eru sett í hversdagslegt samhengi. Aðrar grundvallarforsendur Barnasáttmálans eru að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast, ekki megi mismuna börnum með nokkrum hætti og að allar ákvarðanir sem varða börn skulu grundvallaðar á því sem þeim er fyrir bestu. Barnasáttmálinn er mikilvægt skjal sem hefur alla burði til að bæta líf okkar allra. Séum við samtaka í að halda réttindum barna á lofti sköpum við betra samfélag fyrir börnin okkar. Þannig byggjum við grunn að framtíð betra samfélags. Á þessari vegferð er mikilvægt að fræða börn um réttindi þeirra. Ef börn eru meðvituð um þau eru þau líklegri til að vera talsmenn réttinda sinna og samferðamanna sinna. Þau verða sterkari einstaklingar sem láta sig óréttlæti varða, í hvaða mynd sem það birtist. Barnasáttmálinn er hagnýtt verkfæri sem getur hjálpað okkur að skapa réttlátara og betra samfélag. Tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi allra barna í krafti Barnasáttmálans! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Barnaheill, umboðsmaður barna og UNICEF óska öllum börnum til hamingju með afmæli Barnasáttmálans, en í dag er hann 25 ára. Heill aldarfjórðungur er liðinn frá því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að tryggja börnum sjálfstæð mannréttindi. Barnasáttmálinn er í dag útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims og er afmæli hans fagnað um allan heim á þessum degi. Nú er tilefni til að líta yfir farinn veg og gleðjast yfir öllu því sem hefur áorkast í réttindabaráttu barna á þessum 25 árum. Þó að Ísland teljist fyrirmynd innan alþjóðasamfélagsins með tilliti til lífsskilyrða og réttinda barna, verðum við að vera meðvituð um þá ábyrgð sem felst í þessu hlutverki. Okkur miðar vel, en betur má ef duga skal – stuðla þarf markvisst að innleiðingu réttinda barna ef tryggja á að sýn Barnasáttmálans verði að veruleika fyrir öll börn. Hinn 20. febrúar 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga einróma að lögfesta Barnasáttmálann. Sáttmálinn hefur því lagalegt gildi hér á landi. Barnasáttmálinn boðar byltingarkennda sýn á stöðu barna. Sáttmálinn viðurkennir að börn séu viðkvæmur hópur sem tryggja þurfi sérstaka vernd og umönnun. Samhliða því gengur hann út frá því að börn séu fullgildir þátttakendur í samfélaginu og búi yfir þekkingu og reynslu sem sé verðmæt fyrir samfélagið. Ein af fjórum grundvallarforsendum sáttmálans gengur út á að börn eigi rétt til að tjá sig í öllum málum sem þau varða og skyldu hinna fullorðnu til þess að taka réttmætt tillit til skoðana barna. Það er lítil lýðræðisleg hefð fyrir því í samfélagi okkar að börnum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir sem snerta þau. Slíkt krefst vitundarvakningar um lýðræði og þátttöku barna, jafnt sem fræðslu um hvernig réttindi þeirra eru sett í hversdagslegt samhengi. Aðrar grundvallarforsendur Barnasáttmálans eru að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast, ekki megi mismuna börnum með nokkrum hætti og að allar ákvarðanir sem varða börn skulu grundvallaðar á því sem þeim er fyrir bestu. Barnasáttmálinn er mikilvægt skjal sem hefur alla burði til að bæta líf okkar allra. Séum við samtaka í að halda réttindum barna á lofti sköpum við betra samfélag fyrir börnin okkar. Þannig byggjum við grunn að framtíð betra samfélags. Á þessari vegferð er mikilvægt að fræða börn um réttindi þeirra. Ef börn eru meðvituð um þau eru þau líklegri til að vera talsmenn réttinda sinna og samferðamanna sinna. Þau verða sterkari einstaklingar sem láta sig óréttlæti varða, í hvaða mynd sem það birtist. Barnasáttmálinn er hagnýtt verkfæri sem getur hjálpað okkur að skapa réttlátara og betra samfélag. Tökum höndum saman og stöndum vörð um réttindi allra barna í krafti Barnasáttmálans!
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun