Sakleysislega stelpan leggur líka í einelti Ingibjörg Auðunsdóttir og Helga Halldórsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 05:00 Tíðni eineltis á 21. öldinni hefur dregist saman á heimsvísu, líka á Íslandi. Í grunnskólum á Íslandi sem vinna eftir eineltisáætlun Olweusar er tíðni eineltis mæld árlega en haustið 2013 mældist einelti meðal stúlkna í 5.–10. bekk í fyrsta sinn meira en hjá drengjum, eða 4,8% en 4,1% hjá drengjum. Breytingar hafa sést í þessa átt í 9. og 10. bekk síðan 2011. Í skýrslu frá 2011 sem unnin var í tengslum við Skólapúlsinn um einelti og líðan nemenda í 70 grunnskólum hér á landi kemur fram að meira er um einelti hjá stúlkum en drengjum. Líðan stúlkna er einnig mun verri en drengja. Stúlkur eru kvíðnari en drengir, stjórn á eigin lífi er minni og sjálfsálit þeirra sömuleiðis. Á meðan yfirburðir stúlkna í námi eru meiri en drengja er andleg líðan þeirra verri.Viðeigandi aðstoð hjálpar Einelti birtist á marga vegu en talað er um einelti þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu áreiti frá einum eða fleiri aðilum yfir ákveðið tímabil og á erfitt með að verja sig. Oft er greint á milli beins líkamlegs eineltis og óbeins andlegs (félagslegs) eineltis. Drengir beita oft beinu, líkamlegu einelti og hegðun þeirra er oft sýnileg. Stúlkur beita hins vegar oftar óbeinu, illsýnilegu einelti og fara afar dult með. Þær t.d. útiloka aðrar stúlkur frá félagahópnum, þær dreifa lygum til að koma í veg fyrir félagatengsl eða til að eyðileggja þau og þær nota netið meira til vondra verka en drengir. Bæði kynin verða fyrir því að gert er grín að þeim, eru uppnefnd og er strítt á óþægilegan og meiðandi hátt. Ástæða er til að spyrja hvað sé til ráða. Nú um stundir ber öllum grunnskólum að setja sér heildstæða aðgerðaáætlun gegn einelti. Skólar þurfa að nýta aðgerðaáætlunina til að bæta skólabrag og bekkjaranda og búa yfir aðferðum sem gagnast og hægt er að grípa til þegar upp koma erfið samskipti. Lítið sem ekkert er til af efni sem sérstaklega er ætlað til að taka á einelti og erfiðum samskiptum stúlkna. Undanfarin ár hefur nýtt efni (umræðufundir) verið prófað og rannsakað. Umræðufundir hafa nýst vel þegar stúlkur eiga í hlut, sérstaklega hafa þeir verið gagnlegir í vinnu með stúlkum sem hafa lent í samskiptaerfiðleikum og einelti. Þá er unnið með stúlkum í litlum hópum þar sem samskipti og vandamál eru rædd. Þær fá aðstoð við að þroska heilbrigða færni í samskiptum og vinna úr árekstrum og samkeppni á viðeigandi hátt. Samhliða fá þær fræðslu um samskipti. Þá er starfsfólki skóla og foreldrum gerð grein fyrir samskiptaerfiðleikum og einelti stúlkna. Stuðningur stjórnenda, kennara og foreldra er nauðsynlegur og þessir aðilar þurfa að þekkja markmið og skipulag umræðufundanna. Foreldrar eru upplýstir reglulega um gang mála meðan á vinnunni stendur. Stúlkur kalla gjarnan eftir meiri tíma og tækifærum til að hittast og tala saman. Bæði skólar og foreldrar þurfa að sjá til þess að stúlkur fái tækifæri til að koma á jákvæðum samskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Tíðni eineltis á 21. öldinni hefur dregist saman á heimsvísu, líka á Íslandi. Í grunnskólum á Íslandi sem vinna eftir eineltisáætlun Olweusar er tíðni eineltis mæld árlega en haustið 2013 mældist einelti meðal stúlkna í 5.–10. bekk í fyrsta sinn meira en hjá drengjum, eða 4,8% en 4,1% hjá drengjum. Breytingar hafa sést í þessa átt í 9. og 10. bekk síðan 2011. Í skýrslu frá 2011 sem unnin var í tengslum við Skólapúlsinn um einelti og líðan nemenda í 70 grunnskólum hér á landi kemur fram að meira er um einelti hjá stúlkum en drengjum. Líðan stúlkna er einnig mun verri en drengja. Stúlkur eru kvíðnari en drengir, stjórn á eigin lífi er minni og sjálfsálit þeirra sömuleiðis. Á meðan yfirburðir stúlkna í námi eru meiri en drengja er andleg líðan þeirra verri.Viðeigandi aðstoð hjálpar Einelti birtist á marga vegu en talað er um einelti þegar einstaklingur verður aftur og aftur fyrir neikvæðu áreiti frá einum eða fleiri aðilum yfir ákveðið tímabil og á erfitt með að verja sig. Oft er greint á milli beins líkamlegs eineltis og óbeins andlegs (félagslegs) eineltis. Drengir beita oft beinu, líkamlegu einelti og hegðun þeirra er oft sýnileg. Stúlkur beita hins vegar oftar óbeinu, illsýnilegu einelti og fara afar dult með. Þær t.d. útiloka aðrar stúlkur frá félagahópnum, þær dreifa lygum til að koma í veg fyrir félagatengsl eða til að eyðileggja þau og þær nota netið meira til vondra verka en drengir. Bæði kynin verða fyrir því að gert er grín að þeim, eru uppnefnd og er strítt á óþægilegan og meiðandi hátt. Ástæða er til að spyrja hvað sé til ráða. Nú um stundir ber öllum grunnskólum að setja sér heildstæða aðgerðaáætlun gegn einelti. Skólar þurfa að nýta aðgerðaáætlunina til að bæta skólabrag og bekkjaranda og búa yfir aðferðum sem gagnast og hægt er að grípa til þegar upp koma erfið samskipti. Lítið sem ekkert er til af efni sem sérstaklega er ætlað til að taka á einelti og erfiðum samskiptum stúlkna. Undanfarin ár hefur nýtt efni (umræðufundir) verið prófað og rannsakað. Umræðufundir hafa nýst vel þegar stúlkur eiga í hlut, sérstaklega hafa þeir verið gagnlegir í vinnu með stúlkum sem hafa lent í samskiptaerfiðleikum og einelti. Þá er unnið með stúlkum í litlum hópum þar sem samskipti og vandamál eru rædd. Þær fá aðstoð við að þroska heilbrigða færni í samskiptum og vinna úr árekstrum og samkeppni á viðeigandi hátt. Samhliða fá þær fræðslu um samskipti. Þá er starfsfólki skóla og foreldrum gerð grein fyrir samskiptaerfiðleikum og einelti stúlkna. Stuðningur stjórnenda, kennara og foreldra er nauðsynlegur og þessir aðilar þurfa að þekkja markmið og skipulag umræðufundanna. Foreldrar eru upplýstir reglulega um gang mála meðan á vinnunni stendur. Stúlkur kalla gjarnan eftir meiri tíma og tækifærum til að hittast og tala saman. Bæði skólar og foreldrar þurfa að sjá til þess að stúlkur fái tækifæri til að koma á jákvæðum samskiptum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun